Nýpukot Nípukot í Vesturhópi í Víðidal

Auðkenni

Tegund einingar

Fyrirtæki/stofnun

Leyfileg nafnaform

Nýpukot Nípukot í Vesturhópi í Víðidal

Hliðstæð nafnaform

  • Nípukot

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

um1660

Saga

Afbýli bygt á fornu gerði fyrir 44 árum, þar sem áður hafði í manna minni ekki bygt verið. Dýrleikinn er kallaður v € og so tíundast ut supra.
Eigandinn Marchús Pálsson að Syðrivöllum við Miðfjörð og hans kvinna Sigríður Erlendsdóttir. Jörðin er afdeild í tvöbýli, annað beheldur nafni heimajarðarinnar, kallað og tíundað lv € , annað kallað Nípukot, tíundast v €. Ábúandinn Árni Guðmundsson. Landskyld 1 álnir í næstu 3 ár, áður lx álnir; því aftur fært að ekki hygðist ella. Betalaðist til forna með fiskatali í
kaupstað, en nú í landaurum, viðlíkt og segir um heimajörðina. Leigukúgildi iii. Leigur betalast í smjöri heim til landsdrottins. Kvaðir öngvar.
Kvikfje ii kýr, i kvíga veturgömul, xx ær, xx lömb, ii hestar, i únghryssa. Fóðrast kann ii kýr, xii lömb, xx ær, i hestur. Engjar má á hjáleigunni öngvar telja, nema það hent verður í mýrum og úthaga.
Hagar eru óskiftir og so önnur hlunnindi og bágindi jarðarinnar. Vatnsból hjáleigunnar ilt og bregst margoft sumar og vetur til stórmeina, er þá neyðarilt og erfitt til að sækja.
Sveitar fyrirsvar er hjer eftir proportion.

Staðir

Víðidalur, Þorkelshóll; Áskot, Efstakot, Miðkot, Tóftakot. Syðri-Vellir í Miðfirði,

Réttindi

Byggt úr landi Þorkelshóls um 1660. Land var þó óskipt við heimajörðina fram yfir 1930.
Bærinn stendur sunnan við lágan melhrygg, þar heitir Nýpa sem hæst ber. Landið er flatlent og meðfram Víðidalsá. Mestur hluti þess er mýrlendi e einnig valllendisbakkar meðfram Víðidalsá og voru þar allgóð engjatök. Beitiland er gott og nú að miklu leyti framræst.

Íbúðarhús byggt 1967 ein hæð 242 m³. Fjós fyrir 8 kýr. Fjárhús fyrir 400 fjár. Hlöður 1280 m³. Tún 20 ha.

Veiðiréttur í Víðidalsá

Starfssvið

Þannig var jötðin auglýst til sölu í Morgunblaðinu 26.2.1963 .

"Jörðin Nýpukot í Víðidal, Vestur-Húnavatnssýslu, er til sölu og laus til ábúðar í n.k. fardögum. Á jörðinni er steinsteypt íbúðarhús, steinsteypt fjós fyrir 8 kýr ásamt hlöðu, fjárhús fyrir 200 fjár og véltækt tún í góðri rækt, sem gefur af sér ca. 800—1000 hesta. Á jörðinni er rafmagn frá Laxárvatnsvirkjun, einnig fylgir jörðinni eignarréttur í vatnasvæði Víðidalsár.
Tilboðum sé skilað til Kristófers Kristjánssonar bónda ( Köldukinn II A-Húnavatnssýslu, sími um Blönduós, sem veitir allar frekari upplýsingar, fyrir 1. apríl n.k.
Leiga á jörðinni getur einnig komið til greina.
Réttur er áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.
Guðmundur Jósefsson, Nýpukoti."

Lagaheimild

Kolbeins er áður getið þar sem hann varð fyrir Skrímslinu á Vesturhópsvatni. Hann var heldur forn í skapi og þótti andríkur.

Í elli sinni var Kolbeinn flæmdur burt frá koti því sem hann bjó á, Bjarghúsum; því olli Kristín nokkur Jónsdóttir. Hún var ríkiskona, en vildi ná kotinu fyrir eitt barn sitt því henni þótti það hæfilegt fyrir frumbýling að byrja búskap á. Þá kvað Kolbeinn þetta:

„Kristín í Nípukoti Kolbein flæmdi frá Bjarghúsum.
Rekkur í ráðaþroti reynist af huga illfúsum.“

Síðan er mælt að niðjar Kristínar hafi orðið ólánsmenn. https://is.wikisource.org/wiki/%C3%8Dslenzkar_%C3%BEj%C3%B3%C3%B0s%C3%B6gur_og_%C3%A6fint%C3%BDri/Galdras%C3%B6gur/Kolbeinn_%C3%A1_Bjargh%C3%BAsum

Innri uppbygging/ættfræði

Almennt samhengi

Bæjarnafnið er skrifað með "Ý" í bókinni Húnaþing II en með "Í" í Jarðabók Árna Magnússonar og einnig víða annarsstaðar svosem á landakortum Landmælinga Íslands og einnig hjá Minjastofnun. Leit á netinu gefur 1870 svör við Nípukoti en 236 fyrir Nýpukot.

Tengdar einingar

Tengd eining

Víðidalur V-Hvs (874 -)

Identifier of related entity

HAH00793

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Þorkelshóll I og II í Víðidal ((1300))

Identifier of related entity

HAH00901

Flokkur tengsla

associative

Type of relationship

Þorkelshóll I og II í Víðidal

is the associate of

Nýpukot Nípukot í Vesturhópi í Víðidal

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Elínborg Hannesdóttir (1879-1921) Nípukoti í Vesturhópi (13.6.1879 - 22.12.1921)

Identifier of related entity

HAH03221

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Elínborg Hannesdóttir (1879-1921) Nípukoti í Vesturhópi

controls

Nýpukot Nípukot í Vesturhópi í Víðidal

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Halldóra Jónsdóttir (1867) Nípukoti (7.11.1887 -)

Identifier of related entity

HAH04714

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Halldóra Jónsdóttir (1867) Nípukoti

controls

Nýpukot Nípukot í Vesturhópi í Víðidal

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Syðri-Vellir á Vatnsnesi

Identifier of related entity

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Syðri-Vellir á Vatnsnesi

er eigandi af

Nýpukot Nípukot í Vesturhópi í Víðidal

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Hrefna Hinriksdóttir (1901-1979) Nýpukoti (26.10.1901 - 30.10.1979)

Identifier of related entity

HAH04205

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Hrefna Hinriksdóttir (1901-1979) Nýpukoti

controls

Nýpukot Nípukot í Vesturhópi í Víðidal

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Guðmundur Jósefsson (1898-1966) Nýpukoti (1.3.1898 - 8.9.1966)

Identifier of related entity

HAH04050

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Guðmundur Jósefsson (1898-1966) Nýpukoti

controls

Nýpukot Nípukot í Vesturhópi í Víðidal

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH00902

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ skráning 31.5.2020

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

Guðmundur Paul
Húnaþing II bls 396

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir