Noregur

Identity area

Type of entity

Corporate body

Authorized form of name

Noregur

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

800-2019

History

‍‍‍Fólk hefur búið í Noregi í yfir 12.000 ár. Fólkið fluttist frá Þýskalandi í suðri eða úr norðaustri, þ.e. frá Norður-Finnlandi og Rússlandi. Milli 5000 og 4000 fyrir Krist var landbúnaður fyrst hafinn í Oslóarfirði. Heimildir eru fyrir verslun við Rómverja.

Á 8. - 11. öld fóru margir norskir víkingar til Íslands, Færeyja og Grænlands og til Bretlandseyja. Þeir sem fóru til Íslands gerðu það meðal annars til að flýja ofríki Haralds hárfagra sem reyndi að leggja undir sig allan Noreg. Aðrir fóru vegna skorts á góðu landbúnaðarlandi í Vestur-Noregi og leituðu nýrra landsvæða. Ný siglingatækni, eins og langskipin, átti sinn átt í útrásinni. Kristni breiddist út á 11. öld. Átök urðu í landinu vegna tilkomu kristninnar og Stiklastaðaorrusta var einn af atburðunum sem mörkuðu þau. Að lokum kristnaðist Noregur og varð Niðarós biskupsstóll landsins.

Árið 1349 gekk Svarti dauði og aðrar plágur yfir Noreg og urðu til þess að fólki fækkaði um helming. Á 14. öld varð Björgvin helsta verslunarhöfn Noregs en henni stjórnuðu Hansakaupmenn. Árið 1397 gekk Noregur í ríkjasamband með Svíþjóð og Danmörku í Kalmarsambandinu. Svíþjóð gekk úr sambandinu árið 1523 og úr varð ríkjasamband Danmerkur og Noregs.

Árið 1537 urðu siðaskiptin í Noregi. Konungsveldi var sett á laggirnar árið 1661 og danski konungurinn varð einvaldur. Námavinnsla hófst í stórum stíl á 17. öld og þar á meðal voru silfurnámur í Kongsberg og koparnámur í Røros. Árið 1814 gaf Danmörk Svíþjóð eftir yfirráð yfir Noregi. Noregur lýsti þó yfir sjálfstæði. Þann 17. maí 1814 fékk Noregur stjórnarskrá.
Iðnvæðing hófst upp úr 1840 en eftir 1860 fluttist fólk í stórum stíl til Norður-Ameríku.
Noregur varð sjálfstætt land 7. júní árið 1905 vegna sambandsslita Noregs og Svíþjóðar. Eftir það hefur 17. maí verið þjóðhátíðardagur Noregs.

Árið 1913 fengu norskar konur kosningarétt og urðu næstfyrstar í heiminum til að ná þeim áfanga. Frá því um 1880-1920 fóru norskir landkönnuðir að kanna heimskautasvæðin. Meðal þeirra mikilvirkustu voru Fridtjof Nansen, Roald Amundsen og Otto Sverdrup. Amundsen komst fyrstur manna á Suðurpólinn árið 1911.

Í byrjun 20. aldar urðu skipaflutningar og vatnsorka æ mikilvægari. Járnbrautir voru lagðar milli helstu þéttbýlisstaða. Efnahagurinn sveiflaðist og upp spruttu verkalýðshreyfingar. Þjóðverjar hernámu Noreg árið 1940 eftir bardaga við norskar og breskar hersveitir og stóð hernám þeirra til 1945. Ríkisstjórnin og konungsfjöldskyldan flúðu til London. Vidkun Quisling vann með nasistum og lýsti sig forsætisráðherra fyrst um sinn en síðar tók Þjóðverjinn Josef Terboven við taumunum.

Eftir síðari heimsstyrjöld varð Noregur stofnmeðlimur NATO árið 1949 en leyfði þó ekki erlendar herstöðvar eða kjarnavopn í landinu til að styggja ekki Sovétmenn. Landið gekk í fríverslunarbandalagið EFTA árið 1960.

Olía var uppgötvuð í Norðursjó árið 1969 og undir lok 20. aldar var Noregur einn af mestu olíuútflutningsaðilum heims. Statoil er stærsta olíufyrirtækið og á norska ríkið 2/3 hluta í því.

Places

Akerhus; Kristiania; Osló; Björgvin [Bergen]; Niðarós; Þrándheimur; Odda; Northem;
Sognfjörður; Geirangursfjörður og Nærøyfjörður, hafa verið settir á heimsminjalista UNESCO.
Lófótur; Jan Mayen; Svalbarði; Galdhöpiggen (2469 m.). Austfonnajökull; Hornindalsvatnet er dýpsta vatn Evrópu;

Legal status

Strönd Noregs er mjög vogskorin og með ótal fjörðum sem ísaldarjökullinn mótaði.

Sognfjörður er stærsti fjörðurinn og inn af honum ganga margir smáfirðir. Einnig eru margar eyjar undan ströndum Noregs. Eyjaklasinn Lófótur er rómaður fyrir náttúrufegurð.
Jan Mayen og Svalbarði heyra undir Noreg. Skandinavíufjöll liggja frá norðri til suðurs í gegnum landið. Í fjalllendinu Jötunheimum eru jöklar; stærsti jökull fastalands Noregs, Jostedalsjökull, er þar og einnig hæsta fjallið, Galdhöpiggen (2469 m.). Mun stærri jöklar eru á Svalbarða (Austfonnajökull). Hornindalsvatnet er dýpsta vatn Evrópu.
Einstakir firðir, Geirangursfjörður og Nærøyfjörður, hafa verið settir á heimsminjalista UNESCO.
38% landins eru skógi vaxin. Af trjátegundum má helst nefna rauðgreni, skógarfuru, gráelri, ilmbjörk, hengibjörk, ilmreyni og eini. Sunnarlega má finna beyki og ask.
Heiðar í yfir 1000 metra hæð eru algengar í Noregi. Með þeim þekktari er Hardangervidda.

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

General context

Relationships area

Related entity

Sigrid Ellefsen (1879-1960) Tönsberg Vestfold (3.3.1878 - 1960)

Identifier of related entity

HAH09206

Category of relationship

associative

Dates of relationship

3.3.1878

Description of relationship

fædd í Tönsberg í Vestfold

Related entity

Tokagjel Norheimsund í Hörðalandi (1907-)

Identifier of related entity

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1907

Description of relationship

Related entity

Sveinn Helgi Guðmundsson (1956) frá Grund í Svínadal (17.1.1956 -)

Identifier of related entity

HAH09264

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Búsettur þar

Related entity

Elen Hartman (1834) Kristjaníu Noregi (1834 -)

Identifier of related entity

HAH09261

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Fædd í Hoböl en búsett í Kristjaníu (Ósló) 1900

Related entity

Marie Andersen (1836) Kristjaníu Noregi (1836)

Identifier of related entity

HAH09260

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Fædd í Kristjaníu (Osló) og búsett þar 1900

Related entity

Jón Pálmi Jónsson (1888-1962) ljósmyndari frá Sauðanesi / J J Pálmi Sauðárkróki (23.1.1888 - 6.8.1962)

Identifier of related entity

HAH05680

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

búsettur þar um tíma

Related entity

Tokahjelet í Nordheimsund Hörðalandi (1955 -)

Identifier of related entity

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Steindalsfoss / Nordheimsund / Harðangri (1699)

Identifier of related entity

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1699

Description of relationship

Related entity

Halldóra Bjarnadóttir (1873-1981) Blönduósi (15.10.1873 - 27.11.1981)

Identifier of related entity

HAH04700

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1896

Description of relationship

Var þar við nám þar 1896 - 1899, síðar kennari í Moss 1901-1908

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH00261

Institution identifier

IS HAH-Dan

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 24.4.2019

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places