Jónína Gunnlaugsdóttir (1894-1987) Illugastöðum

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Jónína Gunnlaugsdóttir (1894-1987) Illugastöðum

Parallel form(s) of name

  • Ögn Jónína Gunnlaugsdóttir (1894-1987) Illugastöðum

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

31.8.1894 - 13.9.1987

History

Húsfreyja á Illugastöðum á Vatnsnesi. Húsfreyja á Illugastöðum, Kirkjuhvammssókn, V-Hún. 1930.
Ögn Jónína Gunnlaugsdóttir var fædd að Geitafelli á Vatnsnesi 31. ágúst 1894 og var því rúmlega níutíu og þriggja ára þegar hún lést. Húsfreyja á Illugastöðum á Vatnsnesi. Húsfreyja á Illugastöðum, Kirkjuhvammssókn, V-Hún. 1930.
Jónína ólst upp á Geitafelli hjá foreldrum sínum og átti heima á Vatnsnesi nær allan sína ævi. Þaðan fór hún varla ótilneydd þótt margar hafi ferðir hennar orðið til Reykjavíkur þegar hún þurfti að leita sér lækninga þar.
Á Illugastöðum var símstöð sveitarinnar og kjörstaður. Þar var slysavarnardeildin Vorboðinn stofnuð og þangað sótti unga fólkið dansleiki, sem haldnir voru í kjallaranum. Veggirnir voru þá tjaldaðir að fornum sið. Í gestabækur Illuga staðahjóna skrifuðu mörg þúsundmanns, en ef til vill komu þó ennþá fleiri áður en gestabækur voru teknar í notkun. Alltaf sá húsmóðirin til þess að öllum gestum var tekið opnum örmum og veittur beini.

Places

Geitafell á Vatnsnesi: Illugastaðir: Þverá.

Legal status

Þótt Jónína hafi ekki verið víðförul hleypti hún þó heimdraganum á unga aldri og hélt til Ísafjarðar þar sem hún dvaldist veturinn 1913-1914 viðnám í saumaskap hjá Þorsteini Guðmundssyni klæðskera. Að þessum eina námsvetri loknum snéri Jónína heim og varð fljótlega annáluð saumakona. Saumaði jafnt karlmannaföt, sem peysuföt og annan kvenfatnað.

Functions, occupations and activities

"Sumir forfeður okkar Jónínu voru forspáir. Þótt Jónína flíkaði ekki slíku vita allir sem til hennar þekktu að hún var forvitri og tókst jafnvel að forða fólki frá stórslysum með því að beita þessari gáfu sinni. Gagnvart mér kom þessi gáfa hennar fram í því að mér tókst aldrei að koma í heimsókn til Illugastað án þess að Jónína ætti von á mér og þeim sem voru á ferð með mér. Þessu til staðfestingar er eftirfarandi saga: Í ágúst 1957 var ég á ferðalagi í Borgarfirði ásamt breskum skólabróður mínum. Við höfðum ferðast með áætlunarbíl að Hreðavatni. Við vorum með viðlegubúnað og ætluðum að dveljast í góða veðrinu í Borgarfirði í nokkra daga. Við Hreðavatnsskála hittum við vörubílstjóra, sem var á leið til Hvammstanga. Hann kom með þá hugmynd að okkur væri nær að skreppa norður til Illugastaða, en gista í tjaldi við Hreðavatn. Þetta hafði ekki hvarflað að mér fyrr enda hafði ég verið í heimsókn á Illugastöðum fyrr um sumarið. Áður en við vissum af vorum við félagarnir sestir upp í vörubílinn og brunuðum af stað til Hvammstanga. Þaðan fengum við svo strax far út að Illugastöðum. Þegar þangað kom beið okkur matur á borðum og uppbúin rúm. Jónína hafði átt von á okkur allan síðari hluta dagsins."

Mandates/sources of authority

Hún tók mig þá á eintal og sagði mér að sér væri sérstaklega annt um að ég bæri Margréti nokkurri Jónsdóttur kveðju sína. Þessa konu hafði ég aldrei hitt og hélt að frænka mín ætti margra annarra betra kosta völ til að koma kveðju til þessarar vinkonu sinnar. En mér fór sem fleirum að undan óskum Jónínu varð ekki vikist, enda stend ég nú í ævarandi þakkarskuld við frænku mína fyrir þetta tiltæki. Alblind hafði hún að sjálfsögðu séð það sem mig óraði ekki fyrir, það er að segja konuefni frænda síns. Mér er alls ókunnugt hvort Jónína prófaði hjúskaparmiðlun í fleiri tilvikum en hitt er víst að í þetta skipti tókst henni afburðavel þótt komin væri á níræðisaldur.
Nú þegar leiðir okkar Jónínu skiljast er mér efst í huga þakklæti til forsjónarinnar fyrir að hafa átt hana að frænku. Blessuð sé minning hennar.
(Jakob Jakobsson)

Internal structures/genealogy

Hún var dóttir hjónanna Auðbjargar Jakobsdóttur f. 12.3.1875 – 3.4.1927, frá Illugastöðum og Gunnlaugs Skúlasonar f. 29.8.1863 – 15.7.1946, frá Stöpum. Þau bjuggu að Geitafelli allan sinn búskap.
Jónína var elst barna þeirra Auðbjargar og Gunnlaugs.
Hún átti tvær systur,
1) Sesselja Gunnlaugsdóttir f. 28. janúar 1897 - 10. mars 1992, Húsfreyja á Gnýsstöðum, Kirkjuhvammssókn, V-Hún. 1930. Var á Gnýsstöðum 1957. Fluttist á Hvammstanga 1963.
2) Auðbjörg Gunnlaugsdóttir f. 3. október 1911 - 18. maí 1980. Ráðskona á Geitafelli, Kirkjuhvammssókn, V-Hún. 1930. Húsfreyja á Geitfelli 1931, á Tjörn 1932. Fluttist til Hvammstanga 1933, á Blönduós eftir 1946. Bús. á Sauðárkróki frá 1951. Starfaði á Sjúkrahúsi Sauðárkróks og rak seinna verslun. M1, 1931: Pétur Gunnarsson 21. júlí 1889 - 19. sept. 1946. Niðursetningur á Hvoli, Breiðabólstaðarsókn, Hún. 1901. Bóndi og sjómaður á Geitafelli á Vatnsnesi, Kirkjuhvammshr., V-Hún., flutti að Tjörn 1932. Á Hvammstanga frá 1933.
M2, Sveinbjörn Páll Sveinbjörnsson 8. mars 1909 - 3. júní 1970. Verslunarmaður og bifreiðarstjóri á Sauðárkróki. Bílstjóri á Kjalarlandi, Hofssókn, A-Hún. 1930.
Þótt Jónína hafi ekki verið víðförul hleypti hún þó heimdraganum á unga aldri og hélt til Ísafjarðar þar sem hún dvaldist veturinn 1913-1914 viðnám í saumaskap hjá Þorsteini Guðmundssyni klæðskera. Að þessum eina námsvetri loknum snéri Jónína heim og varð fljótlega annáluð saumakona. Saumaði jafnt karlmannaföt, sem peysuföt og annan kvenfatnað.

Árið 1919 giftist Jónína frænda sínum, Guðmundi Arasyni f. 1. ágúst 1893 - 15. janúar 1961. Bóndi og hreppstjóri á Illugastöðum á Vatnsnesi.
Þau bjuggu fyrstu níu árin í gamla bænum. Þar voru þá einnig foreldrar Guðmundar, auk nokkurra gamalmenna sem húsmóðirin unga annaðist af mikilli ástúð.
Í gamla bænum fæddust börn þeirra Guðmundar, þau
1) Hrólfur Guðmundsson f. 27. október 1920 - 22. maí 1985. Var á Illugastöðum, Kirkjuhvammshr., V-Hún. 1957. Síðast bús. í Kirkjuhvammshreppi. Ókvæntur og barnlaus.
2) Auðbjörg Guðmundsdóttir f. 8. apríl 1922 - 31. maí 2010. Húsfreyja og símstöðvarstjóri á Syðri-Þverá, síðar húsfreyja á Illugastöðum í Kirkjuhvammshreppi.
Auðbjörg giftist 30.6. 1943 Jóhannesi Ágústi Guðmundssyni, f. 29.8. 1913, d. 19.7. 2004, syni hjónanna Guðmundar Árnasonar, bónda á Syðri-Þverá, f. 1882, d. 1965, og Sigurlaugar Guðmundsdóttur húsmóður, f. 1875, d. 1962.

General context

Relationships area

Related entity

Auðbjörg Guðmundsdóttir (1922-2010) Illugastöðum á Vatnsnesi (8.4.1922 - 31.5.2010)

Identifier of related entity

HAH01047

Category of relationship

family

Type of relationship

Auðbjörg Guðmundsdóttir (1922-2010) Illugastöðum á Vatnsnesi

is the child of

Jónína Gunnlaugsdóttir (1894-1987) Illugastöðum

Dates of relationship

8.4.1922

Description of relationship

Related entity

Auðbjörg Jakobsdóttir (1875-1927) Geitafelli (12.3.1875 - 3.4.1927)

Identifier of related entity

HAH02515

Category of relationship

family

Type of relationship

Auðbjörg Jakobsdóttir (1875-1927) Geitafelli

is the parent of

Jónína Gunnlaugsdóttir (1894-1987) Illugastöðum

Dates of relationship

31.8.1894

Description of relationship

Related entity

Gunnlaugur Skúlason (1863-1946) Geitafelli (29.8.1863 - 15.7.1946)

Identifier of related entity

HAH04572

Category of relationship

family

Type of relationship

Gunnlaugur Skúlason (1863-1946) Geitafelli

is the parent of

Jónína Gunnlaugsdóttir (1894-1987) Illugastöðum

Dates of relationship

31.8.1894

Description of relationship

Related entity

Auðbjörg Gunnlaugsdóttir (1911-1980) Hvammstanga (3.10.1911 - 18.5.1980)

Identifier of related entity

HAH09205

Category of relationship

family

Type of relationship

Auðbjörg Gunnlaugsdóttir (1911-1980) Hvammstanga

is the sibling of

Jónína Gunnlaugsdóttir (1894-1987) Illugastöðum

Dates of relationship

3.10.1911

Description of relationship

Related entity

Sesselja Gunnlaugsdóttir (1897-1992) Gnýstöðum (28.1.1897 - 10.3.1992)

Identifier of related entity

HAH01881

Category of relationship

family

Type of relationship

Sesselja Gunnlaugsdóttir (1897-1992) Gnýstöðum

is the sibling of

Jónína Gunnlaugsdóttir (1894-1987) Illugastöðum

Dates of relationship

28.1.1897

Description of relationship

Related entity

Guðmundur Arason (1893-1961) Illugastöðum (1.8.1893 - 15.1.1961)

Identifier of related entity

HAH03963

Category of relationship

family

Type of relationship

Guðmundur Arason (1893-1961) Illugastöðum

is the spouse of

Jónína Gunnlaugsdóttir (1894-1987) Illugastöðum

Dates of relationship

Description of relationship

Börn þeirra; 1) Hrólfur Guðmundsson 27. október 1920 - 22. maí 1985 Illugastöðum, 2) Auðbjörg Guðmundsdóttir f. 8. apríl 1922 - 31. maí 2010. Húsfreyja og símstöðvarstjóri á Syðri-Þverá,

Related entity

Illugastaðir á Vatnsnesi (1927) (1927 -)

Identifier of related entity

HAH00593

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Illugastaðir á Vatnsnesi (1927)

is controlled by

Jónína Gunnlaugsdóttir (1894-1987) Illugastöðum

Dates of relationship

1930

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH02194

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Að venju eru upplýsingar frá Íslendingabók notaðar, ef þær stangast á við aðrar upplýsingar er þeim bætt við innan hornklofa [ ], ekki er tekin afstaða til mismunandi upplýsinga.

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 24.8.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

®GPJ ættfræði 8.4.2023
Íslendingabók

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places