Þórður Þorsteinsson (1913-2000) Grund

Original Digital object not accessible

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Þórður Þorsteinsson (1913-2000) Grund

Parallel form(s) of name

  • Þórður Þorsteinsson (1913-2000) Grund

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

27.6.1913 - 8.8.2000

History

Þórður Þorsteinsson fæddist á Grund í Svínadal 27. júní 1913 og dó á Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi 8. ágúst 2000.
Þórður fæddist á Grund, missti föður sinn ungur og lifði með fjölskyldu sinni við kröpp kjör á kreppuárunum. En þó að kjörin væru erfið leitaði hugurinn til mennta. Ekki varð skólagangan löng, tvo vetur var Þórður þó við nám í skólanum á Laugarvatni og minntist hann þess tíma sem eins hins besta á ævinni og þar fékk Þórður staðgóðan undirbúning fyrir reynsluskóla lífsins. Búskaparárin tóku við og á Grund var ævistarfið unnið. Þórður var knappur meðalmaður á hæð en þrekgóður, léttur á fæti og glaðsinna. Búskapurinn á Grund var hefðbundinn, kindur, kýr og hross. Held ég að honum hafi á margan hátt þótt vænst um hrossin og vildi eiga ganggóða og viljuga hesta. Var honum í því sambandi tamt að vitna til Faxa og Rauðs.
Þegar bærinn komst í vegasamband hófst ræktun og hverskonar önnur uppbygging. Þórður var snyrtibóndi, hirti allar skepnur vel, hélt jörðinni í góðri ásýnd og var Grund eitt sinn verðlaunuð fyrir góða umgengni. Í búskapnum naut Þórður þess að hann var eðlissmiður bæði á tré og járn og var því sjálfbjarga um ýmsa hluti í þeim efnum.
Eitt er það sem ég vil sérstaklega nefna varðandi uppbyggingu á Grund er það að þeir bræður Þórður og Guðmundur á Syðri-Grund virkjuðu Grundarlækinn til heimilisnota og fengu þannig rafmagn löngu á undan öllum nágrönnum sínum. Sú rafstöð hefur nú snúist í næstum hálfa öld og veitt þeim bæjum ljós og yl.
Þórður var í eðli sínu framfarasinnaður félagshyggjumaður og tók ríkan þátt í félagsmálum sveitarinnar og héraðsins í heild. Þeim málum sinnti hann af alúð og ósérhlífni og taldi það nánast borgaralega skyldu hvers manns að starfa í félagsmálum án þess endilega að mikil greiðsla kæmi fyrir. Hann var meðal annars lengi gjaldkeri sjúkrasamlagsins í Svínavatnshreppi og taldi ekki ofraun neins að greiða til sjúkrasamlagsins. Raunar væri eðlilegt að sérhver manneskja greiddi gjald til heilbrigðismála og hann taldi það ranga ákvörðun þegar sjúkrasamlögin voru lögð niður.
Þá vil ég nefna að Þórður söng fyrsta tenór í áratugi með Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps og var um langt skeið formaður kórsins og síðast heiðursfélagi. Tel ég á engan hallað þó að sagt sé að á erfiðum árum kórsins hafi Þórður átt eitt drýgsta lóðið á þeirri vogarskálinni sem réð því að kórinn hélt velli.
Eins og áður segir var Þórður mikill félagsmálamaður. Hann var vel máli farinn, tók oft til máls á fundum, var rökfastur og studdi jafnan þau erindi sem til framfara horfðu á hverjum tíma. Hann var sanngjarn í orðavali en vissulega gat hvinið í honum ef svo bar undir. Þórður hafði afar góða rithönd og kom þar fram listhneigð sem í honum bjó. Liður í þeirri gáfu var hagmælska. Hann átti létt með að setja saman vísur en flíkaði þeirri gáfu ekki mikið.
Þórður var traustur bóndi og umhverfi sínu velviljaður. Slíku fólki er jafnan farsælt að kynnast.
Útför Þórðar fer fram frá Blönduóskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jarðsett verður í Auðkúlukirkjugarði.

Places

Grund:

Legal status

Þórður var í Héraðsskólanum á Laugarvatni í tvo vetur 1934-36 og tók þar mikinn þátt í félagsstörfum og var t.d. formaður skólafélagsins seinna árið. Þórður var ágætur söngmaður og söng lengi tenór í Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps. Var hann lengi formaður kórsins og síðar heiðursfélagi. Kórinn var honum mjög kær og lét hann fátt aftra sér frá því að mæta á æfingar. Sem formaður kórsins lagði hann mikinn metnað í það að kórnum vegnaði vel.

Functions, occupations and activities

Hann tók mikinn þátt í félagsstörfum innansveitar og utan. Hann sat lengi í hreppsnefnd og sýslunefnd. Hann var lengi formaður skólanefndar, sóknarnefndar og búnaðarfélagsins. Hann var formaður Karlakórs Bólstaðarhlíðarhrepps og síðar heiðursfélagi kórsins. Hann var mörg ár í sýslunefnd og sat í miðstjórn Framsóknarflokksins um skeið.

Mandates/sources of authority

Mig langar að síðustu að láta fylgja með vísu sem afi orti.

Slíkar myndir man og geymi
mörgu samt ég öðru gleymi
sem þó ætti allra síst.
Horfi ég í himin bláan
hygg ég þá að muni sjá hann:
Bleikan, Rauðan, Brúnan, Gráan
Blakk, er ég til ferðar snýst.

Internal structures/genealogy

Foreldrar hans voru hjónin Ragnhildur Sveinsdóttir, f. 27. júlí 1871, d. 24. feb. 1951, og Þorsteinn Þorsteinsson bóndi á Grund, f. 4. des. 1842, d. 21. ágúst 1921.
Þórður átti fjögur alsystkini en þau voru;
1) Ingiríður, f. 4. okt. 1902, d. 29. okt. 1990. Unnusti hennar var Þorsteinn Sölvason, hann dó úr lömunarveiki 1942. Þau voru barnlaus. Ingiríður tók að sér dreng, Pál Eyþórsson, og ól hann upp. Ingiríður starfaði lengi á Landspítalanum.
2) Steinunn, f. 15. ágúst 1905, d. 5. okt. 1993 verkakona í Alþýðubrauðgerðinni og Rúgbrauðsgerðinni. Hún átti eina dóttur, Ástu Sigfúsdóttur, f. 9. ágúst 1930.
3) Þóra, f. 19. sept. 1908, d. 16. ágúst 2000, var lengi símastúlka á Landsímanum.
4) Guðmundur, f. 11. okt. 1910, fyrrverandi bóndi á Syðri Grund, kvæntur Guðrúnu Sigurjónsdóttur, f. 16. júlí 1922. Þeirra börn eru; Valgerður, f. 18. des. 1945, Sigrún, f. 18. sept. 1947. Þorsteinn, f. 27. nóv. 1952, og Sveinn Helgi, f. 17. jan. 1956.

Þórður átti sjö hálfsystkini samfeðra.
1) Stúlka, f. 9. júlí 1867, d. 9. júlí 1867.
2) Oddný, húsfrú í Reykjavík, f. 31. ágúst 1868, d. 24. nóv. 1934.
3) Ingiríður, ógift, f. 3. feb. 1871, d. 11. júní 1894.
4) Þorsteinn bóndi á Geithömrum, f. 12. mars 1873, d. 27. jan. 1944.
5) Jakobína húsfrú í Hnausum, f. 3. maí 1876, d. 3. maí 1948.
6) Jóhanna kennslukona í Reykjavík, f. 29. maí 1879, d. 13. júlí 1957.
7) Sigurbjörg, húsfrú í Hnausum, f. 29. maí 1879, d. 4. nóv. 1948.

Hinn 17. maí 1941 kvæntist Þórður eftirlifandi eiginkonu sinni Guðrúnu Jakobsdóttur, f. 2. okt. 1921. Þau bjuggu á Grund allan sinn búskap. Hún er dóttir hjónanna Jakobs Lárussonar smiðs, f. 12. apríl 1874, d. 26. nóv. 1936, og Guðnýjar Hjartardóttur, f. 25. ágúst 1885, d. 15. okt. 1956. Þau bjuggu í Litlaenni á Blönduósi. Guðrún var tekin í fóstur nokkurra vikna gömul af þeim Lárusi Stefánssyni bónda í Gautsdal, f. 6. mars 1887, d. 3. jan. 1974, og konu hans Valdísi Jónsdóttur, f. 1. sept. 1886, d. 25. maí 1929. Þegar Valdís dó fór Guðrún aftur í fóstur til systur Valdísar, Ingiríðar Jónsdóttur, f. 15. júní 1888, d. 23. júní 1976, og Eiríks Grímssonar bónda í Ljótshólum, f. 12. júlí 1873, d. 7. sept. 1932. Var hún þar öll sín uppvaxtarár.

Þórður og Guðrún áttu fjögur börn, en þau eru:
1) Lárus kennari, f. 3. júlí 1942, giftist Sesselju H. Guðjónsdóttur kennara, f. 6. sept. 1966. Þau skildu. Þau eiga tvö börn, Steinunni Ástu matarfræðing, f. 1. apríl 1970, gift Baldri Þórarinssyni vélvirkja, f. 29. ágúst 1967. Börn þeirra eru Elfa og Elías. Guðjón Ými, f. 13. júlí 1975, iðnfræðingur, sambýliskona hans er Sigrún A. Þórsdóttir starfsmaður á leikskóla, f. 1. ágúst 1979.
2) Valdís nuddfræðingur, giftist Jóhanni P. Jóhannssyni bifreiðarstjóra, f. 27. nóv. 1943. Þau skildu. Þau eiga tvo syni, sem eru Þórður Gunnar vélstjóri, f. 29. sept. 1966, kvæntur Kristínu R. Stefánsdóttur, f. 4. maí 1967, þau eiga tvær dætur, Karenu Ósk og Katrínu Ingu. Jóhann Ingvar bifreiðastjóri, f. 27. des. 1970, kvæntur Margréti Jóhannsdóttur, f. 6. jan. 1972, þau eiga tvö börn, Aron Inga og Hafdísi Rán. Áður átti Jóhann einn son Karl Alexander.
3) Ragnhildur húsmóðir, f. 12. nóv. 1951, gift Sigurði H. Péturssyni, héraðsdýralækni, f. 16. mars 1946. Þau eiga tvö börn Guðrúnu Valdísi nema við HÍ, f. 24. mars 1976, sambýlismaður hennar er Jóhann Haukur Björnsson, nemi við HÍ, f. 7. maí 1976, og Pétur Magnús nema við HÍ, f. 9. mars 1979.
4) Þorsteinn Trausti, starfsmaður við málmiðnað, f. 11. maí 1959, sambýliskona hans er Guðrún Atladóttir, stuðningsfulltrúi, f. 9. nóv. 1951.

General context

Bær hans, Grund, stendur á fögrum stað í Svínadal, í miðri byggð þeirra frænda, afkomenda Þorsteins Helgasonar, sem bjó þar á fyrri hluta 19. aldar. Á þessum tímum þurftum við sem bjuggum í framdalnum að fara með mjólkina út að Grund í veg fyrir mjólkurbílinn. Eftir að hafa hossast á dráttarvélinni eftir holóttum vegi var gott að setjast inn í eldhús á Grund og þiggja veitingar.

Relationships area

Related entity

Sigurður H. Pétursson (1946) Merkjalæk (16.03.1946)

Identifier of related entity

HAH08820

Category of relationship

family

Dates of relationship

1975

Description of relationship

Tengdafaðir Sigurðar

Related entity

Pétur Sigurðsson (1907-2000) Austurkoti (15.6.1907 - 14.11.2000)

Identifier of related entity

HAH01842

Category of relationship

family

Dates of relationship

Description of relationship

Sigurður H Pétursson sonur hans er giftur Ragnhildi dóttur Þórðar og Guðrúnar

Related entity

Guðrún Atladóttir (1951) Grindavík (9.11.1951 -)

Identifier of related entity

HAH04231

Category of relationship

family

Dates of relationship

Description of relationship

Þorsteinn Trausti Þórðarson sambýlismaður hennar er sonur Þórðar.

Related entity

Ragnhildur Þórðardóttir (1951) Merkjalæk (12.11.1951)

Identifier of related entity

HAH06123

Category of relationship

family

Type of relationship

Ragnhildur Þórðardóttir (1951) Merkjalæk

is the child of

Þórður Þorsteinsson (1913-2000) Grund

Dates of relationship

12.11.1951

Description of relationship

Related entity

Ragnhildur Sveinsdóttir (1871-1951) Grund Svínadal (28.7.1871 - 22.2.1951)

Identifier of related entity

HAH06389

Category of relationship

family

Type of relationship

Ragnhildur Sveinsdóttir (1871-1951) Grund Svínadal

is the parent of

Þórður Þorsteinsson (1913-2000) Grund

Dates of relationship

27.6.1913

Description of relationship

Related entity

Þorsteinn Þorsteinsson (1842-1921) Grund í Svínadal (4.12.1842 - 1.8.1921)

Identifier of related entity

HAH09432

Category of relationship

family

Type of relationship

Þorsteinn Þorsteinsson (1842-1921) Grund í Svínadal

is the parent of

Þórður Þorsteinsson (1913-2000) Grund

Dates of relationship

1913-2000

Description of relationship

Related entity

Þóra Þorsteinsdóttir (1908-2000) frá Grund (19.9.1908 - 16.8.2000)

Identifier of related entity

HAH02166

Category of relationship

family

Type of relationship

Þóra Þorsteinsdóttir (1908-2000) frá Grund

is the sibling of

Þórður Þorsteinsson (1913-2000) Grund

Dates of relationship

27.6.2013

Description of relationship

Related entity

Guðmundur Þorsteinsson (1910-2000) Grund (11.10.1910 - 6.11.2000)

Identifier of related entity

HAH01295

Category of relationship

family

Type of relationship

Guðmundur Þorsteinsson (1910-2000) Grund

is the sibling of

Þórður Þorsteinsson (1913-2000) Grund

Dates of relationship

27.6.1913

Description of relationship

Related entity

Jakobína Þorsteinsdóttir (1877-1948) Hnausum (3.5.1877 - 3.5.1948)

Identifier of related entity

HAH05259

Category of relationship

family

Type of relationship

Jakobína Þorsteinsdóttir (1877-1948) Hnausum

is the sibling of

Þórður Þorsteinsson (1913-2000) Grund

Dates of relationship

27.6.1913

Description of relationship

Related entity

Jóhanna Þorsteinsdóttir (1879-1957) frá Grund í Svínadal, (29.5.1879 - 13.7.1957)

Identifier of related entity

HAH05427

Category of relationship

family

Type of relationship

Jóhanna Þorsteinsdóttir (1879-1957) frá Grund í Svínadal,

is the sibling of

Þórður Þorsteinsson (1913-2000) Grund

Dates of relationship

27.6.1913

Description of relationship

samfeðra

Related entity

Þorsteinn Þorsteinsson (1873-1944) Geithömrum Svínadal (12.3.1873 - 27.1.1944)

Identifier of related entity

HAH07420

Category of relationship

family

Type of relationship

Þorsteinn Þorsteinsson (1873-1944) Geithömrum Svínadal

is the sibling of

Þórður Þorsteinsson (1913-2000) Grund

Dates of relationship

27.6.1913

Description of relationship

samfeðra

Related entity

Steinunn Þorsteinsdóttir (1905-1993) Grund í Svínadal (15.8.1905 - 5.10.1993)

Identifier of related entity

HAH02048

Category of relationship

family

Type of relationship

Steinunn Þorsteinsdóttir (1905-1993) Grund í Svínadal

is the sibling of

Þórður Þorsteinsson (1913-2000) Grund

Dates of relationship

27.6.1913

Description of relationship

Related entity

Ingiríður Þorsteinsdóttir (1902-1990) frá Grund (4.10.1902 - 29.10.1990)

Identifier of related entity

HAH01517

Category of relationship

family

Type of relationship

Ingiríður Þorsteinsdóttir (1902-1990) frá Grund

is the sibling of

Þórður Þorsteinsson (1913-2000) Grund

Dates of relationship

27.6.1913

Description of relationship

Related entity

Guðrún Jakobsdóttir (1921-2005) Grund Svínavatnshreppi (2.10.1921 - 5.1.2005)

Identifier of related entity

HAH01320

Category of relationship

family

Type of relationship

Guðrún Jakobsdóttir (1921-2005) Grund Svínavatnshreppi

is the spouse of

Þórður Þorsteinsson (1913-2000) Grund

Dates of relationship

17.5.1941

Description of relationship

Börn þeirra: 1) Lárus kennari, f. 3. júlí 1942, giftist Sesselju H. Guðjónsdóttur kennara, f. 6. sept. 1966. Þau skildu. 2) Valdís nuddfræðingur, giftist Jóhanni P. Jóhannssyni bifreiðarstjóra, f. 27. nóv. 1943. Þau skildu. 3) Ragnhildur húsmóðir, f. 12. nóv. 1951, gift Sigurði H. Péturssyni, héraðsdýralækni, f. 16. mars 1946 4) Þorsteinn Trausti, starfsmaður við málmiðnað, f. 11. maí 1959, sambýliskona hans er Guðrún Atladóttir, stuðningsfulltrúi, f. 9. nóv. 1951.

Related entity

Grund / Syðri-Grund í Svínavatnshreppi ([1300])

Identifier of related entity

HAH00525

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Grund / Syðri-Grund í Svínavatnshreppi

is controlled by

Þórður Þorsteinsson (1913-2000) Grund

Dates of relationship

1942

Description of relationship

1942-1993

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH02177

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 22.8.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places