Þorbjörn Sigurgeirsson (1917-1988) prófessor

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Þorbjörn Sigurgeirsson (1917-1988) prófessor

Parallel form(s) of name

  • Þorbjörn Sigurgeirsson prófessor

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

19.6.1917 - 24.3.1988

History

Miðvikudaginn 6. apríl kl. 10.30 verður Þorbjörn Sigurgeirsson prófessor, jarðsunginn frá Fossvogskirkju, en hann lést í Landsspítalanum 24. mars. Þorbjörn fæddist 19. júní 1917 að Orrastöðum í Torfalækjarhreppi í Austur-Húnavatnssýslu. Þegar Þorbjörn hafði lokið námi stundaði hann um hríð rannsóknir við Eðlisfræðistofnun Niels Bohrs og síðan í tæpt ár í Svíþjóð. 1945 fór hann til Bandaríkjanna og vann við Princeton-stofnunina við rannsóknir á geimgeislum. Þorbjörn sýndi í senn dirfsku og metnað þegar hann valdi þetta viðfangsefni, en með því tók hann sér stöðu við hlið þekktustu eðlisfræðinga heims. Niðurstöður þessara rannsókna voru mikilvægt framlag til skilnings á eðli fiseinda. Eftir svo frábæran árangur hafa vafalítið beðið hans freistandi möguleikar í Bandaríkjunum, sem um þessar mundir voru að taka ótvíræða forustu í ýmsum greinum raunvísinda. Þá kom fram, eins og einnig síðar, að í huga hans var ekki nema um einn starfsvettvang að ræða, endaþótt hér heima biði ekkert nema aðstöðuleysið.
Eftir að Þorbjörn lét af störfum sem prófessor gat hann sinnt öðrum hugðarefnum sínum af enn meiri atorku en áður. Undanfarin 35-40 ár vann hann mikið að skógrækt. Það eru ekki fáeinar ferðirnar sem Þorbjörn, Þórdís og bræðurnir og fjölskyldur þeirra fóru í gróðursetningarferðir. Fyrst suður í Straums hraun, en þar hefur fjölskyldan gróðursett tré allt frá árinu 1950 og ætíð síðan, enda er þar nú yndislegur skógarreitur og merkilegur minnisvarði um eljusemi Þorbjörns, Þórdísar og sona þeirra. Nú njóta barnabörnin eljusemi afa og ömmu og fá lifandi "jólatré" úr þeirra eigin gróðurreit á hverjum jólum. En eftir að fjölskyldan var búin að fylla Straumshraunið, þ.e. að ekki var pláss fyrir fleiri plöntur þar, útvegaði Þorbjörn fjölskyldunni nýtt gróðursetningarland. Það var austur í Skarfanesi í Landsveit. Þar hafa nú verið gróðursettar tugirþúsunda plantna á þeirra vegum. Ætti það framtak að vera öðrum landsmönnum til hvatningar, um að klæða landið skógi.

Places

Legal status

Að loknu stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1937 eða fyrir rúmum 50 árum sigldi Þorbjörn til Kaupmannahafnar, þar sem hann lauk magistersprófi í eðlisfræði frá Hafnarháskóla 1943. Eftir námsdvöl í Svíþjóð 1943-1945 og rannsóknardvöl í Bandaríkjunum 1945-1947 kom hann til Íslands.

Functions, occupations and activities

Starfsferill Þorbjörns á Íslandi hófst með því að hann var ráðinnframkvæmdastjóri Rannsóknaráðsríkisins árið 1949 og gegndi þvíembætti til 1957. Sama ár varðhann prófessor í eðlisfræði við Verkfræðideild Háskóla Íslands. Viðfangsefni hans voru margvísleg. Þorbjörn var formaður Kjarnfræðanefndar Íslands frá stofnun hennar 1956 þar til nefndin hætti formlegum störfum um miðjan sjöunda áratuginn. Þá var Þorbjörn forstöðumaður Eðlisfræðistofnunar Háskóla Íslands frá upphafi, árið 1958, til ársins 1966, en þá fluttist starfsemi hennar í nýtt húsnæði Raunvísindastofnunar við Dunhaga. Hann var í forsvari Eðlisfræðistofu við RH frá stofnun hennar til ársins 1975. 1. desember 1968 var hann sæmdur Stúdentastjörnu Háskóla Íslands. Árið 1984 lét Þorbjörn af prófessorsembætti eftir farsælt starf. Háskóli Íslands sýndi Þorbirni þakklæti sitt og virðingu með því að sæma hann heiðursnafnbót á sjötíu og fimm ára afmæli skólans árið 1986.

Mandates/sources of authority

Í afmælisritinu Í hlutarins eðli, sem gefið var út til heiðurs Þorbirni í tilefni sjötugsafmælis hans 19. júní 1987 segir meðal annars, að Þorbjörn Sigurgeirsson hafi verið farsæll og framsýnn maður. Að hann hafi á sinn hæverska hátt hvatt yngri menn til dáða og örvað þá í þeirra eigin starfi. En að Þorbjörn hafi ekki aðeins unnið stórvirki í uppbyggingu rannsókna og kennslu, hann hafi jafnframt ótrauður unnið að hagnýtingu þekkingar á mjög eftirminnilegan hátt. Þorbjörn var frumkvöðull að hraunkælingu við eldgos á Heimaey árið 1973 og síðan að hraunhita vinnslu til fjarhitunar.
Þar segir ennfremur að þessi einstaki vísindamaður hafi þjónað Háskóla Íslands með slíkri atorku, frumleik og frumkvæði, að hann verði fyrirmynd þeirra sem í kjölfarið koma. Ég vil nota tækifærið og þakka öllum þeim sem unnu að útgáfu afmælisritsins fyrir framlag þeirra að Í hlutarins eðli kom út á þeim tíma að Þorbjörn gat sjálfur notið bókarinnar.

Internal structures/genealogy

Foreldrar hans voru hjónin Sigurgeir Björnsson f. 7. október 1885 - 28. júní 1936. Bóndi á Orrastöðum í Torfalækjarhr., A-Hún. (Björns Eysteinssonar) bónda þar og Torfhildur Þorsteinsdóttir 13. júlí 1897 - 3. janúar 1991. Húsfreyja á Orrastöðum, Blönduósssókn, A-Hún. 1930. Var í Lundi, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Húsfreyja á Orrastöðum og á Blönduósi. Síðast bús. í Blönduóshreppi.

Þorbjörn var elstur fimm bræðra.
1) Þormóður Sigurgeirsson f. 3. nóvember 1919 - 8. janúar 2012 Var á Köldukinn, Blönduósssókn, A-Hún. 1930. Heimili: Orrastaðir. Bifvélavirkjameistari á Blönduósi og bóndi á Orrastöðum. Gegndi ýmsum félags- og trúnaðarstörfum. Maki. Magdalena Margrét Sæmundsen f. 27. maí 1921 - 31. október 1998 Var á Blönduósi 1930. Verslunarmaður í Reykjavík og á Blönduósi. Var í Sæmundsenshúsi, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Blönduóshreppi. Fósturdóttir: Sigríður Hermannsdóttir f. 3.3.1955.
2) Þorgeir Sigurgeirsson f. 20. ágúst 1928 - 9. apríl 2015 Orrastöðum, Blönduósssókn, A-Hún. 1930. Var í Pétursborg, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Starfaði við bílaviðgerðir, rak síðar saumastofu og veitingastað og starfaði síðast hjá Hitaveitu Hveragerðis. Síðast bús. á Blönduósi. Maki 1 Guðrún Anna Sigurjónsdóttir f. 21. janúar 1932 Var í Pétursborg, Blönduóshr., A-Hún. 1957 þau skildu. Fósturdóttir Jónasar Illugasonar á Fornastöðum, foreldrar hennar; Sigrún Kristbjörg Jakobsdóttir skólahúsinu á Sveinsstöðum (1902-1937) og Sigurjón Jónasson (1907-1969) vm. Stóru-Giljá. Maki 2 Sólveig María Björnsdóttir f. 9. desember 1927 - 26. mars 2013 Hafnarfirði 1930, þau skildu.
3) Þorsteinn Frímann Sigurgeirsson f. 29. júní 1934 flugmaður Reykjavík. Maki Stefanía Jóhanna Guðmundsdóttir f. 5. apríl 1934 - 13. desember 2004. Ólst upp á Vopnafirði. Lengst af búsett í Reykjavík en síðaustu árin á Bönduósi. Síðast bús. á Blönduósi.
Sammæðra
Sigurgeir Þór Jónasson f. 13. maí 1941 Var í Lundi, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Kona hans er Guðrún Pálsdóttir f. 15. september 1943
Árið 1948 kvæntist hann eftirlifandi konu sinni, Þórdísi Aðalbjörgu Þorvarðardóttur f. 1. júní 1919 - 17. apríl 2010 Suðureyri 1930. Húsfreyja í Kópavogi. Síðast bús. í Hafnarfirði, frá Stað í Súgandafirði, og eignuðust þau fimm syni, sem allir eru uppkomnir. Foreldrar Þórdísar voru Anna Stefánsdóttir, f. 25. október 1874, d. 5. mars 1960, og sr. Þorvarður Brynjólfsson, f. 15. maí 1863, d. 9. maí 1925. Þórdís var yngst 11 systkina. Elstur var hálfbróðirinn Ingólfur, sem sr. Þorvarður átti áður en þau Anna tóku saman, síðan Stefán, Brynjólfur, Jón, Ragnhildur, Brynveig, Haraldur eldri sem lést þriggja ára gamall, Laufey, Haraldur yngri og Þorgerður. Þau eru nú öll látin.
Þorbjörns og Þórdísar eru:
1) Þorgeir verkfræðingur, f. 27.3 1949. Eiginkona hans er Erla Vigdís Kristinsdóttir.
2) Sigurgeir heyrnleysingja kennari, f. 21.8.1950. Eiginkona hans er Hlín Gunnarsdóttir. Sigurgeir á einn son, Þorbjörn f. 19. júní 1985. Móðir hans af fyrra hjónabandi er Kristín Jónsdóttir
3) Jón Baldur bifreiðaverkfræðingur, f. 23.6.1955. Eiginkona hans er Auðbjörg Bergsveinsdóttir.
4) Þorvarður Ingi vélstjóri, f. 20.3.1957. Fyrrverandi eiginkona hans er Helga Ingimundardóttir
5) Arinbjörn verkamaður, f. 11.5.1961. Fyrrverandi sambýliskona hans er Guðrún Schmidt

General context

"Ég var 10 ára þegar ég fór fyrst í farskóla i tvo mánuði að Orrastöðum, einn mánuð fyrri hluta vetrar og annan síðari hlutann. Við höfðum góðan kennara, en það var Jónas B. Jónsson, síðar kennari og fræðslustjóri í Reykjavík. í farskóla var börnum kennt saman í hóp þótt þau væru á misjöfnum aldri og mislangt komin í námi. Ég minnist þess að Þorbjörn þótti þá strax afburða námsmaður. Þessi dvöl í farskólanum á Orrastöðum var okkur krökkunum lærdómsrík á allan hátt. Við vorum á góðu heimili þarsem kappkostað var að öllum liði vel. Þorbjörn var hugkvæmur í leikjum og gætti þess að á engan væri hallað."
Kristín S. Björnsdóttir

Relationships area

Related entity

Magdalena Sæmundsen (1921-1998) Blönduósi (27.5.1921 - 31.10.1998)

Identifier of related entity

HAH01724

Category of relationship

family

Dates of relationship

Description of relationship

Magdalena var gift Þormóði bróður Þorbjörns

Related entity

Pálmalundur Blönduósi 1919 / Hrafnaflatir Blönduósi 1909 (1919 - 1991)

Identifier of related entity

HAH00128

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

barn þar

Related entity

Orrastaðir Torfalækjarhreppi ([1200])

Identifier of related entity

HAH00560

Category of relationship

associative

Dates of relationship

19.6.1917

Description of relationship

fæddur þar

Related entity

Arinbjörn Þorbjarnarson (1961) (11.5.1961 -)

Identifier of related entity

HAH02468

Category of relationship

family

Type of relationship

Arinbjörn Þorbjarnarson (1961)

is the child of

Þorbjörn Sigurgeirsson (1917-1988) prófessor

Dates of relationship

11.5.1961

Description of relationship

Related entity

Torfhildur Þorsteinsdóttir (1897-1991) Pálmalundi (13.7.1897 - 3.1.1991)

Identifier of related entity

HAH02084

Category of relationship

family

Type of relationship

Torfhildur Þorsteinsdóttir (1897-1991) Pálmalundi

is the parent of

Þorbjörn Sigurgeirsson (1917-1988) prófessor

Dates of relationship

19.6.1917

Description of relationship

Related entity

Sigurgeir Björnsson (1885-1936) Orrastöðum (7.10.1885 - 28.6.1936)

Identifier of related entity

HAH07406

Category of relationship

family

Type of relationship

Sigurgeir Björnsson (1885-1936) Orrastöðum

is the parent of

Þorbjörn Sigurgeirsson (1917-1988) prófessor

Dates of relationship

19.6.1917

Description of relationship

Related entity

Sigurgeir Þór Jónasson (1941) Pálmalundi (13.5.1941 -)

Identifier of related entity

HAH10034

Category of relationship

family

Type of relationship

Sigurgeir Þór Jónasson (1941) Pálmalundi

is the sibling of

Þorbjörn Sigurgeirsson (1917-1988) prófessor

Dates of relationship

13.5.1941

Description of relationship

Related entity

Þorgeir Sigurgeirsson (1928-2015) Orrastöðum / Pálmalundi (20.8.1928 - 9.4.2015)

Identifier of related entity

HAH02201

Category of relationship

family

Type of relationship

Þorgeir Sigurgeirsson (1928-2015) Orrastöðum / Pálmalundi

is the sibling of

Þorbjörn Sigurgeirsson (1917-1988) prófessor

Dates of relationship

20.8.1928

Description of relationship

Related entity

Þormóður Sigurgeirsson (1919-2012) Blönduósi (3.11.1919 - 8.1.2012)

Identifier of related entity

HAH02150

Category of relationship

family

Type of relationship

Þormóður Sigurgeirsson (1919-2012) Blönduósi

is the sibling of

Þorbjörn Sigurgeirsson (1917-1988) prófessor

Dates of relationship

3.11.1919

Description of relationship

Related entity

Þorsteinn Frímann Sigurgeirsson (1934) Orrastöðum / Pálmalundi (29.6.1934 -)

Identifier of related entity

Category of relationship

family

Type of relationship

Þorsteinn Frímann Sigurgeirsson (1934) Orrastöðum / Pálmalundi

is the sibling of

Þorbjörn Sigurgeirsson (1917-1988) prófessor

Dates of relationship

29.6.1934

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH02139

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 16.8.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places