Þorgeir Þorgeirsson (1933-2019) Læknir í Stokkhólmi, síðar yfirlæknir og háskólakennari á Akureyri um árabil. Síðar bús. í Hafnarfirði. Skáld.

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Þorgeir Þorgeirsson (1933-2019) Læknir í Stokkhólmi, síðar yfirlæknir og háskólakennari á Akureyri um árabil. Síðar bús. í Hafnarfirði. Skáld.

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

1.8.1933 - 20.6.2019

History

Þorgeir Þorgeirsson fæddist á Laugum í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu 1. ágúst 1933. Læknir í Stokkhólmi, síðar yfirlæknir og háskólakennari á Akureyri um árabil. Síðar bús. í Hafnarfirði. Þorgeir og Kristjana hófu búskap sinn árið 1957 og bjuggu þau að mestu í Reykjavík og Kópavogi, en einnig í Garðahreppi.

Hann lést á hjúkrunarheimilinu Ísafold 20. júní 2019. Þorgeir var jarðsettur frá Kópavogskirkju 12. júlí 2019, klukkan 13.

Places

Legal status

Vegna náms og starfa þeirra beggja var fjölskyldan langdvölum erlendis, þ.e. í Ísrael 1963-1966, í Englandi 1968-1970 og Svíþjóð 1975 til 1986. Eftir heimkomuna frá Svíþjóð bjuggu þau fyrst á Akureyri, en síðan í Hafnarfirði frá 2001. Þorgeir vann í kjölfar sérfræðinámsins á Rannsóknarstofu Háskólans í meinafræði, á Huddinge-sjúkrahúsinu í Stokkhólmi

Functions, occupations and activities

yfirlæknir á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, þar sem hann vann að uppbyggingu meinafræðideildar sjúkrahússins.

Hann var um árabil dósent við læknadeild Háskóla Íslands ásamt því að kenna við hjúkrunarfræðideild Háskólans á Akureyri. Samhliða störfum sem læknir vann Þorgeir við ritstörf. Komu út eftir hann fjórar bækur, þar af þrjár ljóðabækur, og birti hann greinar í tímaritum, aðallega vísindagreinar. Þá lék hann handknattleik með ÍR og var hann samtals 12 ár í meistaraflokki. Hann lék einnig á píanó og var öflugur skákmaður á sínum yngri árum.

Mandates/sources of authority

Skáld

Internal structures/genealogy

Foreldrar hans; Þorgeir Sveinbjarnarson, kennari, skáld og forstjóri Sundhallar Reykjavíkur, f. 14. ágúst 1905, d. 19. febrúar 1971 og kona hans; Bergþóra Davíðsdóttir 22. des. 1909 - 4. júlí 1952. Námsmey á Litlu-Laugum, Einarsstaðasókn, S-Þing. 1930. Heimili: Stóru-Hámundarstaðir. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Kennari og húsfreyja. Nefnd Borgþóra í kb.

Systkini hans;
1) Davíð Björn Þorgeirsson f. 1938, d. 1940,
2) María Halldóra Þorgeirsdóttir f. 1940, d. 2006.
Hinn 7. september 1957 kvæntist Þorgeir Kristjönu F. Arndal listmálara, f. 7. júní 1939, d. 3. mars 2015. Foreldrar hennar voru Jósefína Lilja Vigfúsdóttir Hjaltalín, húsmóðir og matselja, og Finnbogi Jóhannsson Arndal, forstjóri Sjúkrasamlags Hafnarfjarðar.

Börn Kristjönu og Þorgeirs eru
1) Bergur Þorgeirsson bókmenntafræðingur, f. 1958, maki er Sigríður Kristinsdóttir. Þau eiga tvær dætur, Bergþóru, f. 1991, og Vigdísi, f. 1994.
2) Lilja Þorgeirsdóttir félagsfræðingur, f. 1959, maki er Björn Erlingsson. Þau eiga tvo syni, Þorgeir, f. 1996, og Markús, f. 1998.
3) Finnur Þorgeirsson kerfisfræðingur, f. 1967, maki er Chin Ming Teoh. Þau eiga eina dóttur, Ástu Dóru, f. 2007.
4) Fjóla Þorgeirsdóttir myndmenntakennari, f. 1972, maki er Baldur Bragi Sigurðsson. Þau eiga þrjú börn, Emil Draupni, f. 1998, Maríu Glóð, f. 2000, og Katrínu Emblu, f. 2007.

General context

Relationships area

Related entity

Laugar í Reykjadal ((1950))

Identifier of related entity

HAH00367

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1.8.1933

Description of relationship

fæddur þar

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH08770

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ skráning 16.8.2021

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places