Þorvaldur Thoroddsen (1855-1921) próf og náttúrufr Reykjavík

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Þorvaldur Thoroddsen (1855-1921) próf og náttúrufr Reykjavík

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

6.6.1855 - 28.9.1921

History

Þorvaldur Thoroddsen 6.6.1855 - 28.9.1921. Prófessor og náttúrufræðingur í Reykjavík og víðar, síðast í Kaupmannahöfn. Var í Haga, Hagasókn. Barð. 1860. Kennari við Möðruvallaskólann í Hörgárdal við stofnun hans 1880.
Þorvaldur fékk heilablæðingu á fundi í Vísindafélaginu danska, 3. desember 1920, og lá síðan rúmfastur til dauðadags, 28. september 1921.

Places

Þorvaldur var félagsmaður í fjölmörgum vísinda- og fræðafélögum, svo sem Þýska jarðfræðifélaginu í Berlín, 1895, Konunglega danska vísindafélaginu 1909 og Vísindafélagi Íslendinga 1918 (stofnfélagi). Hann var einn af stofnendum Hins íslenska fræðafélags í Kaupmannahöfn (1912) og skrifaði mikið í Ásrit þess. Hann hlaut margvíslega viðurkenningu fyrir vísindastörf sín. Hann varð heiðursdoktor við Kaupmannahafnarháskóla 1894 og prófessor að nafnbót 1902, riddari af Dannebrog 1899. Hann varð heiðursdoktor við Háskóla Íslands 1921. Konunglega sænska vísindaakademían veitti honum Linné-gullmedalíuna 1886, og mörg fleiri félög veittu honum sams konar viðurkenningu. Árið 1906 veitti Ameríska landfræðifélagið í New York (American Geographical Society) honum Daly-heiðurspeninginn fyrir rannsóknir sínar, og varð hann fyrstur Norðurlandabúa til að hljóta hann.

Legal status

stúdent frá Lærða skólanum í Reykjavík árið 1875 og fór þá í háskólann í Kaupmannahöfn. Þar lagði hann stund á náttúrufræði og dýrafræði, en hafði einnig mikinn áhuga á jarðfræði

Functions, occupations and activities

kennarastaða við gagnfræðaskólann á Möðruvöllum í Hörgárdal, 1880-1844. kennari í náttúrufræði í Lærða skólanum í Reykjavík 1885–1895.

Mandates/sources of authority

Helstu rit​Lýsing Íslands. Ágrip, Kmh. 1881, 4+98 s. — Þetta er styttri útgáfan af Íslandslýsingunni. Önnur útgáfa, endurbætt, Kmh. 1900. Þriðja útgáfa, aukin og endurbætt, Kmh. 1919, 4+151 s.
1) Oversigt over de islandske Vulkaners Historie, Kbh. 1882, 170 s.
2) Jarðfræði, Rvík 1889, 73 s. — Sjálfsfræðarinn, 2. bók.
3) Landfræðissaga Íslands 1–4, Kmh. 1892–1904. — Önnur útgáfa, Rvík 2003–2009, með viðaukabindi, Lykilbók.
4) Die Geschichte der isländischen Geographie 1–2, Leipzig 1897–1898. — Þýsk útgáfa Landfræðisögunnar.
5) Landskjálftar á Íslandi 1–2, Kmh. 1899 og 1905, 4+270 s. — Fyrra heftið ber titilinn: Jarðskjálftar á Suðurlandi.
6) Jarðfræðikort af Íslandi, í mælikvarða 1:600.000. 1901.
7) Island. Grundriss der Geographie und Geologie, Gotha 1905–1906, 4+358 s. — Með nýrri útgáfu af jarðfræðikortinu í mkv. 1:750.000. Um sumt ítarlegri en íslenska útgáfan: Lýsing Íslands.
8) Æfisaga Péturs Péturssonar dr. theol., biskups yfir Íslandi, Rvík 1908, 4+350 s.
9) Lýsing Íslands 1–4, Kmh. 1908–1922. — Önnur útgáfa 1. og 2. bindis, og fyrri hluta 3. bindis, Rvík 1931–1935. — 3. og 4. bindi bera titilinn: Landbúnaður á Íslandi. Sögulegt yfirlit.
10) Ferðabók. Skýrslur um rannsóknir á Íslandi 1882–1898, Kmh. 1913–1915. — Önnur útgáfa, Rvík 1958–1960, Jón Eyþórsson sá um útgáfuna.
11) Árferði á Íslandi í þúsund ár, Kmh. 1916–1917, 4+432 s. — Hið íslenska fræðafélag í Kaupmannahöfn.
12) Minningabók 1–2, Kmh. 1922–1923, 180 og 184 s. — Hið íslenska fræðafélag.
13) Fjórar ritgerðir, Kmh. 1924, 8+132 s. — Hið íslenska fræðafélag.
14) Die Geschichte der isländischen Vulkane, Kbh. 1925, 18+458 s. — Konunglega danska vísindafélagið gaf út. Ritið var samið 1909–1912.

Internal structures/genealogy

Foreldrar hans; Jón Þórðarson Thoroddsen 5.10.1818 - 8.3.1868. Sýslumaður og skáld í Flatey og í Haga á Barðaströnd og kona hans 29.8.1854; Kristín Ólína Þorvaldsdóttir Sívertsen 24.6.1833 - 27.11.1879. Sýslumannsfrú í Haga, Hagasókn. Barð. 1860.
Barnsmóðir Jóns 9.8.1841; Ólöf Hallgrímsdóttir Thorlacius 3.4.1816 - 8.4.1854. Húsfreyja í Miklagarði og Saurbæ í Saurbæjarhr., Eyj. Var á Hrafnagili, Hrafnagilssókn, Eyj. 1816.

Systkini hans;
Samfeðra;
1) Elín Guðrún Jónsdóttir Blöndal 9.8.1841 - 28.5.1934. Húsfreyja í Stafholtsey í Andakíl, Borg. Var í Stafholtsey, Hvanneyrarsókn, Borg. 1930. Maður hennar 19.7.1870; Páll Jakob Björnsson Thoroddsen 27.12.1840 - 16.1.1903. Héraðslæknir í Stafholtsey í Andakíl, Borg. Var í Hvammi, Undirfellssókn, Hún. 1845.
Alsystkini;
2) Skúli Jónsson Thoroddsen 6.1.1859 - 21.5.1916. Alþingismaður og sýslumaður. Húsbóndi á Bessastöðum, Bessastaðasókn, Gull. 1901. Húsbóndi í Reykjavík 1910. Kona hans 11.10.1884; Theódóra Friðrika Guðmundsdóttir Thoroddsen 1.7.1863 - 23.2.1954. Skáldkona. Húsfreyja á Bessastöðum, Bessastaðasókn, Gull. 1901. Húsfreyja í Reykjavík 1910. Var á Akureyri 1930. Nefnd Theódóra Thoroddsen í 1901 og 1930.
3) Þórður Jónas Thoroddsen 14.11.1859 - 19.10.1939. Læknir, féhirðir Íslandsbanka, kaupfélagsstjóri, þingmaður og stórtemplar. Húsbóndi í Reykjavík 1910. Læknir á Túngötu 12, Reykjavík 1930. Maki 14.9.1883: Anna Lovísa Pétursdóttir Thoroddsen, fædd Guðjohnsen 18. des. 1858 - 10. apríl 1939. Var í Tjarnargötu 3, Reykjavík 5, Gull. 1870. Húsfreyja í Reykjavík 1910. Húsfreyja á Túngötu 12, Reykjavík 1930. Er Anna Guðjónsdóttir í 1870.
4) Sigurður Jónsson Thoroddsen 16.7.1863 - 29.9.1955. Landsverkfræðingur og yfirkennari við Menntaskólann í Reykjavík. Húsbóndi í Reykjavík 1910. Kona hans 23.8.1902; María Kristín Valgarðsdóttir Claessen 25.4.1880 - 24.6.1964. Húsfreyja í Reykjavík 1910. Húsfreyja á Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík 1930.

Kona hans 29.9.1887; Þóra Pétursdóttir 10.10.1847 - 22.3.1917. Bús. í Kaupmannahöfn. Dóttir Péturs Péturssonar biskups. Þóra var ein af fyrstu íslensku konunum sem fengust við málaralist, sjá bók Hrafnhildar Schram: Huldukonur í íslenskri myndlist, Rvík 2005. Einnig hefur komið út ævisaga Þóru: Sigrún Pálsdóttir: Þóra biskups og raunir íslenskrar embættismannastéttar, Rvík 2010.
Barnsmóðir; Halldóra Margrét Kristjánsdóttir 26.8.1860 - 15.4.1918. Var á Ísafirði, Skutulsfjarðarsókn, Ís. 1860 og 1870. Fer til Edinborgar 1878. Þjónustustúlka á Möðruvöllum í Hörgárdal 1883.

Dóttir hans og Halldóru:
1) María Kristín Stephensen 20.9.1883 - 17.1.1907. Var á Akureyri, Eyj. 1901. Kjörforeldrar skv. Thorarens.: Anna Sigríður Pálsdóttir Melsteð, f. 17.9.1845, d. 29.1.1922 og Stefán Theódór Magnússon Stephensen, f. 12.5.1843, d. 3.10.1919.
Dóttir Þóru og Þorvaldar;
2) Sigríður Þorvaldsdóttir Thoroddsen 26.7.1888 - 7.4.1903. Var í Skálholtsstræti 5, Reykjavíkursókn, Gull. 1890.

General context

Þorvaldur Thoroddsen (6. júní 1855 – 28. september 1921) var íslenskur jarðfræðingur og landfræðingur, einhver þekktasti vísindamaður Íslendinga á sinni tíð. Hann er hvað þekktastur fyrir Lýsingu Íslands.
Þorvaldur var sonur Jóns Thoroddsens (1819–1868) sýslumanns og skálds, og konu hans, Kristínar Ólínu Þorvaldsdóttur Sívertsen (1833–1879). Bræður hans voru Þórður Thoroddsen héraðslæknir, Skúli Thoroddsen sýslumaður, ritstjóri og alþingismaður og Sigurður Thoroddsen landsverkfræðingur. Þorvaldur fæddist í Flatey á Breiðafirði, en fluttist ungur að Haga á Barðaströnd og ólst þar upp til 7 ára aldurs, fór svo að Hvítárvöllum og að Leirá í Leirársveit. Þegar hann var 11 ára fór hann til Reykjavíkur til náms, og bjó hjá Jóni Árnasyni þjóðsagnasafnara og konu hans, Katrínu Þorvaldsdóttur Sívertsen, móðursystur sinni, en þau voru barnlaus. Gengu þau Þorvaldi í foreldrastað þegar hann missti föður sinn, 13 ára gamall.

Þorvaldur varð stúdent frá Lærða skólanum í Reykjavík árið 1875 og fór þá í háskólann í Kaupmannahöfn. Þar lagði hann stund á náttúrufræði og dýrafræði, en hafði einnig mikinn áhuga á jarðfræði, sem jókst mjög 1876, þegar hann var fylgdarmaður danska jarðfræðingsins Johannes Frederik Johnstrup í rannsóknarferð að eldstöðvunum í Öskju og á Mývatnsöræfum, þar sem gaus árið áður (1875). Af öðrum kennurum hans þar má nefna Japetus Steenstrup, sem kenndi dýrafræði.

Áður en Þorvaldur lauk námi, bauðst honum kennarastaða við gagnfræðaskólann á Möðruvöllum í Hörgárdal, sem hann ákvað að þiggja. Þar starfaði hann 1880–1884, en var erlendis í leyfi veturinn 1884–1885 við gagnasöfnun. Hann var síðan kennari í náttúrufræði í Lærða skólanum í Reykjavík 1885–1895. Hann dvaldist erlendis veturinn 1892–1893 til að undirbúa það að hann gæti helgað sig rannsóknum og skriftum. Árið 1895 fluttist hann til Kaupmannahafnar og bjó þar upp frá því, hélt þó stöðunni við Lærða skólann til 1899, en fékk annan mann til að sinna henni fyrir sig. Hann kom hingað á sumrum til 1898, til að ljúka rannsóknarferðum sínum um landið, en ferðirnar hóf hann 1882, og raunar í minna mæli 1881. (Árin 1885, 1891 og 1892 féllu rannsóknarferðirnar niður). Flest árin naut Þorvaldur styrks frá alþingi til ferðanna, og síðar einnig frá fleiri aðilum. Skýrslur um ferðirnar birtust í tímaritinu Andvara, og urðu þær síðar uppistaðan í mörgum af ritum hans.

Í Kaupmannahöfn hafði Þorvaldur gott næði til ritstarfa, og í söfnum þar var mikið af heimildum sem hann notaði við fræðistörf sín. Liggur eftir hann fjöldi bóka og greina um jarðfræði og landfræði Íslands. Þorvaldur var sæmilega efnaður eftir því sem þá gerðist og kostaði hluta af rannsóknum sínum og útgáfu rita sjálfur. Einnig naut hann styrkja frá ýmsum aðilum, svo sem alþingi, Carlsbergsjóðnum og danska ríkinu.

Þorvaldur var félagsmaður í fjölmörgum vísinda- og fræðafélögum, svo sem Þýska jarðfræðifélaginu í Berlín, 1895, Konunglega danska vísindafélaginu 1909 og Vísindafélagi Íslendinga 1918 (stofnfélagi). Hann var einn af stofnendum Hins íslenska fræðafélags í Kaupmannahöfn (1912) og skrifaði mikið í Ásrit þess. Hann hlaut margvíslega viðurkenningu fyrir vísindastörf sín. Hann varð heiðursdoktor við Kaupmannahafnarháskóla 1894 og prófessor að nafnbót 1902, riddari af Dannebrog 1899. Hann varð heiðursdoktor við Háskóla Íslands 1921. Konunglega sænska vísindaakademían veitti honum Linné-gullmedalíuna 1886, og mörg fleiri félög veittu honum sams konar viðurkenningu. Árið 1906 veitti Ameríska landfræðifélagið í New York (American Geographical Society) honum Daly-heiðurspeninginn fyrir rannsóknir sínar, og varð hann fyrstur Norðurlandabúa til að hljóta hann.

Þorvaldur fékk heilablæðingu á fundi í Vísindafélaginu danska, 3. desember 1920, og lá síðan rúmfastur til dauðadags, 28. september 1921.

Í rannsóknarferðinni með Johnstrup, 1876, varð Þorvaldur gagntekinn af náttúru íslensku öræfanna. Hann einsetti sér að rannsaka náttúru landsins, einkum jarðfræðina, sem fram að því hafði verið lítið sinnt. Flest sumur frá 1881 til 1898 fór hann rannsóknarferðir um landið til að safna efni til Íslandslýsingar. Allt frá skólaárum sínum hafði Þorvaldur unnið mjög skipulega að því að safna efni úr rituðum heimildum, til undirbúnings ritum sínum, og hafði hann ekki tæmt þann sjóð þegar hann lést.

Á ferðum sínum varð Þorvaldi ljóst að Íslandskort Björns Gunnlaugssonar, frá 1848, þurfti mikilla leiðréttinga við. Björn hafði einbeitt sér að því að mæla upp byggðir landsins, en á miðhálendinu voru stór svæði sem aldrei höfðu verið kortlögð með mælingum. Árið 1901 birti Þorvaldur jarðfræðikort af Íslandi, þar sem einnig var komið á framfæri leiðréttingum við kort Björns Gunnlaugssonar.

Ritaskrá Þorvalds (til 1914) er aftast í fjórða bindi Ferðabókar hans. Í annarri útgáfu hennar (1960), er ritaskráin, ásamt viðaukum um rit sem komu út eftir 1914. Þar eru taldar alls tæplega 500 ritsmíðar í íslenskum og erlendum ritum. Margar þeirra eru til að fræða almenning hérlendis og erlendis, enda leit Þorvaldur öðrum þræði á sig sem alþýðufræðara, þó að hann væri virtur vísindamaður. Meðal slíkra rita er:
Um uppruna dýrategunda og jurta, Rvík 1998, 331 s. — Lærdómsrit Hins íslenska bókmenntafélags. Birtist fyrst í Tímariti Hins íslenska bókmenntafélags 1887–1889.

Relationships area

Related entity

Flatey í Breiðafirði

Identifier of related entity

Category of relationship

associative

Dates of relationship

6.6.1855

Description of relationship

Fæddur þar

Related entity

Sigurður Thoroddsen (1863-1955) landsverkfræðingur og yfirkennari (16.7.1863 - 29.9.1955)

Identifier of related entity

HAH07425

Category of relationship

family

Type of relationship

Sigurður Thoroddsen (1863-1955) landsverkfræðingur og yfirkennari

is the sibling of

Þorvaldur Thoroddsen (1855-1921) próf og náttúrufr Reykjavík

Dates of relationship

16.7.1863

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH07512

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 20.1.2021

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places