Ós á Skaga

Auðkenni

Tegund einingar

Fyrirtæki/stofnun

Leyfileg nafnaform

Ós á Skaga

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

(1900)-1973

Saga

Bæjartóftin stendur á töluverðum bæjarhóli, gangabær með fimm húsum og hlaði til vesturs. Göngin eru um 11m löng og hefur baðstofan verið fyrir enda þeirra að austan um 3x7m að innanmáli. Næst baðstofunni að sunnan er minna hús (um 2x4m) með grónum hleðslum í suðurenda, hugsanlega leifum hlóða og líklegt að þar hafi eldhúsið verið. Gengt því hinu megin ganganna er lítið hús (2x3,5m) með grjótbekk meðfram vesturvegg, hugsanlega stallur eða jata fyrir búpening. Ysta húsið að sunnanverðu er um 2,3x5m en gengt því norðan ganganna er síðasta húsið, 3,1x3,6m, engar greinilegar dyr eru úr því og óvíst hvort innangengt hefur verið í það úr göngunum. Utanmál tóftarinnar er 16,5x17,5, vegghæð er frá 30-150sm og mesta breidd um 2,5m. Mikið grjót er í veggjum og sjást sumstaðar 5-9 steinaraðir, torf er bæði úr streng og að því er virðist kvíahnaus, að mestu gróið en rof er á nokkrum stöðum vegna ágangs sauðfjár. Aðrar upplýsingar Í úttekt frá 1829 eru eftirfarandi hús skráð: baðstofa, búrhús, eldhús, göng frá baðstofu til útidyra, fjárhúskofi innan bæjar fyrir 17 eða 18 kindur. Þar segir einnig að heytóftir séu tvær, gamlar og hrörlegar en ekki kemur fram hvort þær hafi verið við bæinn (Ós í Nesjum. Skjalasafn umboðanna. Þingeyrarklaustursumboð. Nr. 99).

Staðir

Vindhælishreppur; Skagabyggð; Laxárós; Laxá í Nesjum; Ranaskáli; Merkjaþúfu á sunnanverðu Tjarnarfjalli; Brúnkolluhamarsþúfa; Brúnkolluhamar; Laxárvatnsós; Saurar; Tjörn; Þingeyrarklaustur;

Réttindi

Fór í eyði 1973

Starfssvið

Lagaheimild

Óss er fyrst getið í rekaskrá Þingeyrarklausturs frá 1285 þar nefnt Ósland. Jörðin kemur aftur fyrir Sigurðarregistri frá 1525 þá eign Þingeyrarklausturs. Ós fór í eyði 1973.
Síðasti ábúandinn; Jóhannes Björnsson 22. jan. 1896 - 14. júní 1977. Bóndi á Kaldrana, Hofssókn, A-Hún. 1930. Bóndi á Kaldrana, Kálfshamri og víðar, síðar á Skagaströnd. Var í Guðmundarhúsi, Höfðahr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Höfðahreppi.

Í jarðabók frá 1708 segir: „Þessi jörð segjast menn heyrt hafa, að áður hafi staðið fyrir sunnan Laxá, þar sem nú er kallaður Litliós, og er þetta landspláts milli þeirra takmarka, sem nú er ágreiningum um millum jarðanna.“ Þetta land tilheyrir Saurum í dag, sjá nánar um Litlaós í fornleifaskrá Saura hér að framan (sjá Saurar – 19).

Náttúrufar og jarðabætur Í jarðabók frá 1708 segir að beitifjara sé í betra lagi á Ósi meðan ekki leggi ís. Engjar eru sagðar „[...] öngvar nema það lítið sem hent er úr fúa brokflóum, sem þó er valla teljandi“. Réttur til upprekstrar á afrétt enginn, en kvikfé sé á jörðinni hætt fyrir dýjum og holgryfjulækjum og verði oft mein að. Torfrista og stunga eru sögð lök en móskurður nægur til eldiviðar á þrætuparti milli Saura og Óss við Laxá. Rekavon er sögð mjög lítil en jörðin eigi allan hval- og timburreka sem á fjöruna kemur og hafi leiguliði það eina sem lög leyfa en landsdrottinn allt þar umfram. Lax og silungsveiðivon í Laxá er sögð brúkast lítt, þar eð mönnum þyki veiðin svipul, en hafi áður verið að góðu gagni. Heimræði með sama hætti og á Saurum, þ.e. sæmilegt og lending ein fyrir landi og skip gangi eins og ábúandi fái við komið. Sömuleiðis fylgi jörðinni skip og hvíli á leiguliða að fleyta því meðan aflavon er og hafi hann 40 álnir í formannskaup árlega.

Ábúð Árið 1703 voru 5 skráðir til heimilis að Ósi en þegar mest var voru þar 14 manns til heimilis. Ós fór í eyði 1973.

Jörðin Gullkelda er talin með eyðijörðum í Þingeyrarklaustureign í Sigurðarregistri frá 1525. Jarðarinnar er næst getið í eyðibýlaskrá Ólafs Olaviusar þar sem segir að jörðin hafi eyðst af vatnsuppgangi en ekki vitað hvenær það gerðist. Í Föðurtúni Páls Kolka segir: „Suður við Laxá var Gullkelda, sem er talin meðal eyðijarða Þingeyraklausturs og ekki mun hafa verið byggð í margar aldir, en örnefnið lifir þó enn.“ Nokkuð er um minjar á þessu svæði en engin augljós bæjartóft og má vera að Skagavegur hafi verið lagður yfir bæjarstæðið (sjá nánar í umfjöllun um minjar í Gullkeldu aftar í skýrslunni).

Bæjarhóllinn er út við sjó og stafar hætta af landbroti og ágangi búfjár. Á túnakorti frá 1921 er bærinn syðst og vestast í túni og sambyggt honum fjós og kálgarður.

Innri uppbygging/ættfræði

Ábúendur;
1901 og aftur 1920> Jóhann Jósefsson 21. jan. 1892 - 29. apríl 1980. Tökudrengur í Ósi, Spákonufellssókn, Hún. 1901. Bóndi á Ósi í Hofssókn, A-Hún. 1930. Var þar 1957. Síðast bús. á Seltjarnarnesi. Kona hans; Rebekka Guðmundsdóttir 21. ágúst 1895 - 29. sept. 1959 [Sögð heita Friðgerður í mt 1901]. Ráðskona á Ósi, Hofssókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja á Ósi, Vindhælishr., A-Hún. Friðgerður sögð ekkja þar 1910.

<1910-1915- Benedikt Sigmundsson 16. júlí 1842 - 1. júní 1915. Var í Hvammkoti, Hofssókn, Hún. 1845. Vinnumaður á Vatnsdalshólum, Þingeyrasókn, Hún. 1870. Bóndi á Saurum, Hofssókn, Hún. 1880. Bóndi á Bergsstöðum, A-Hún. Kona hans; Ásta Þorleifsdóttir 23. sept. 1851 - 8. okt. 1934. Húsfreyja á Saurum, Hofssókn, Hún. 1880. Húsfreyja á Bergsstöðum, A-Hún.

Jósep Ófeigur Jóhannsson 29. des. 1924 - 18. júní 1987. Var á Ósi, Hofssókn, A-Hún. 1930. Síðast bús. í Keflavík. Kona hans; María Guðbjörg Jónsdóttir 8. des. 1925 - 13. jan. 2003. Var í Hafnarfirði 1930. Síðast bús. í Garði.

1973- Jósef Jósefsson

Almennt samhengi

Landamerkjaskrá fyrir jörðinni Ósi í Vindhælishreppi.

Að vestan frá Laxárósi út að Ranaskála ræður sjór merkjum, að norðan úr Ranaskála í svo kallaða Merkjaþúfu á sunnanverðu Tjarnarfjalli, þaðan bein línu í Brúnkolluhamarsþúfu, norðan til á Brúnkolluhamri, úr Brúnkolluhamarsþúfu ræður bein lína til landsuðurs í Laxárvatnsós, að sunnan, móts við Saura, ræður Laxá merkjum úr fyrnefndum Laxárvatnsós til sjáfar. Jörðinni Ósi tilheyrir hálf laxveiði í Laxá, móts við Saura.

Höfnum, 27. júlí 1889.
eigandi jarðarinnar Óss: Jóhann Jósepsson.

Ofanritaðri landamerkjaskrá erum við undirrituð samþykk:
Eigandi jarðarinnar Saura: Jónína Þórey Jónsdóttir.
Umboðsmaður klausturjarðarinnar Tjarnar: B.G. Blöndal.

Lesið upp á manntalsþingi að Viðvík, hinn 22. maí 1890, og innfært í landamerkjabók Húnavatnssýslu, No. 165, fol. 86.

Tengdar einingar

Tengd eining

Sigríður Pálsdóttir (1927-2020) Króksseli (27.1.1927 - 1.10.2020)

Identifier of related entity

HAH08026

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

1927

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Sigurður Pálsson (1925-2022) Sviðningi (20.7.1925 - 16.7.2022)

Identifier of related entity

HAH5028

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

1925

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Álfheiður Pétursdóttir (1888-1943) Tjörn á Skaga (28.4.1888 - 11.4.1943)

Identifier of related entity

HAH03513

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

1888

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Vindhælishreppur (1000-2002) (1000-2002)

Identifier of related entity

HAH10007

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Þingeyrakirkja (1864 -)

Identifier of related entity

HAH00633

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Saurar á Skaga ((1930))

Identifier of related entity

HAH00428

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Tjörn á Skaga ((1950))

Identifier of related entity

HAH00433

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Sigurður Jóhannsson (1869-1913) frá Hróarsstöðum (20.7.1869 - 17.12.1913)

Identifier of related entity

HAH04615

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Halldóra Pétursdóttir (1898-1987) Höfðakoti Skagaströnd (22.8.1898 - 23.12.1987)

Identifier of related entity

HAH04727

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Valdimar Jóhannsson (1929-1999) frá Ósi á Skaga (1.7.1929 - 19.7.1999)

Identifier of related entity

HAH02108

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Friðgeir Ingibjörn Jóhannsson (1920-2007) Dalvík, frá Ósi á Skaga (27.6.1920 - 31.3.2007)

Identifier of related entity

HAH01223

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Jóhann Jósefsson (1867-1909) Ósi og Kálfshamarsvík (24.5.1867 - 15.12.1909)

Identifier of related entity

HAH05486

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Dagsetning tengsla

1867 - 1909

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Pétur Björnsson (1857-1931) Tjörn á Skaga (14.12.1857 - 16.11.1931)

Identifier of related entity

HAH09523

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Ásta Þorleifsdóttir (1851-1934) Bergsstöðum í Hallárdal (23.9.1851 - 8.10.1934)

Identifier of related entity

HAH03684

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH00426

Kennimark stofnunar

IS HAH-Bæ

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 9.4.2019

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

Landamerkjabók Húnavatnssýslu, No. 165, fol. 86.
Húnaþing II bls 103
ÆAHún bls 155

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir