Ragnar Jónasson (1913-2003) frá Eiðsstöðum

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Ragnar Jónasson (1913-2003) frá Eiðsstöðum

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

27.10.1913 - 6.10.2003

History

Þorleifur Ragnar Jónasson fæddist á Eiðsstöðum í Blöndudal í Austur-Húnavatnssýslu 27. október 1913. Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni á Siglufirði 6. október síðastliðinn. Útför Ragnars verður gerð frá Siglufjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Places

Eiðsstaðir í Blöndudal: Siglufjörður:

Legal status

Ragnar lauk búfræðiprófi frá Bændaskólanum á Hólum vorið 1933, hélt síðan til Danmerkur og lauk prófi sem mjólkurfræðingur frá Ladelund Mejeriskole vorið 1939.

Functions, occupations and activities

Hann vann á dönskum mjólkurbúum og kom heim í Petsamoför Esju haustið 1940 ásamt fjölda annarra Íslendinga. Ragnar flutti til Siglufjarðar vorið 1941. Í fjögur ár veitti hann forstöðu mjólkursamsölu og mjólkurbúð og var næstu fimm ár skrifstofustjóri hjá byggingarfélaginu Sveini og Gísla hf. Hann var ráðinn bæjargjaldkeri vorið 1950 og gegndi því starfi í þrjá áratugi. Á þeim tíma var hann oft settur bæjarstjóri. Jafnframt var hann í þrettán ár framkvæmdastjóri Sjúkrahúss Siglufjarðar. Hann var lengi fréttaritari fyrir dagblaðið Vísi og Sjónvarpið.
Þegar Ragnar lét af störfum bæjargjaldkera gat hann helgað sig fræðimennsku og ritstörfum, sem hann hafði lengi unnið að í hjáverkum um árabil.

Mandates/sources of authority

Á árunum frá 1996 til 2001 voru gefnar út fimm bækur eftir Ragnar: Siglfirskar þjóðsögur og sagnir, Siglfirskir söguþættir, Siglfirskur annáll, Margir eru vísdóms vegir og Mörg læknuð mein. Hann hlaut menningarverðlaun Siglufjarðarkaupstaðar árið 1997 fyrir fræðistörf sín.
Ragnar var mjög virkur í félagsmálum í sinni heimabyggð. Hann var formaður Norræna félagsins á Siglufirði í þrjú ár og skipulagði fyrsta vinabæjamótið á Íslandi sumarið 1950. Hann starfaði lengi í Félagi sjálfstæðismanna á Siglufirði og var formaður þess á sjötta áratugnum. Hann var í stjórn Sögufélags Siglufjarðar og Húnvetningafélagsins og söng með Karlakórnum Vísi í fjölda ára. Ragnar var einn af stofnendum Lionsklúbbs Siglufjarðar haustið 1954, en það var fyrsti klúbburinn utan Reykjavíkur, og var heiðursfélagi klúbbsins. Ragnar var félagi í Frímúrarareglunni í áratugi og forystumaður þess félagsskapar á Siglufirði.

Internal structures/genealogy

Foreldrar Ragnars voru Jónas Guðmundsson bóndi á Eiðsstöðum, f. 19. janúar 1879, d. 25. september 1933, og kona hans Ólöf Bjarnadóttir, f. 3. ágúst 1884, d. 18. júlí 1957. Foreldrar Jónasar voru Guðmundur Árnason bóndi í Syðra-Tungukoti, Víðimýrarseli og Mikley í Vallhólmi í Skagafirði, f. 19. desember 1830 í Dalasýslu, d. 26. janúar 1880, og kona hans Ingiríður Þorbergsdóttir, f. 17. september 1837 í Austur-Húnavatnssýslu, d. 23. desember 1923. Foreldrar Ólafar voru Bjarni Sveinsson smiður og sjómaður að Valbraut í Garði í Gullbringusýslu, f. 22. apríl 1859 í Gullbringusýslu, d. 18. september 1921, og kona hans Ásta María Sveinsdóttir, f. 6. september 1855 í Vestur-Húnavatnssýslu, d. 28. júlí 1919.
Systkini Ragnars eru átta: 1) Bjarni Jónasson, f. 16. ágúst 1905, d. 5. apríl 1906. 2) Ásta María Jónasdóttir hjúkrunarkona, f. 18. janúar 1909, d. 18. júní 1967. Maður hennar var Marínó R. Helgason verslunarstjóri. 3) Bjarni Jónasson, f. 1. febrúar 1911, d. 3. mars 1915. 4) Guðmundur Jónasson, f. 21. nóvember 1916, d. 6. desember 1916. 5) Guðmundur Jónasson útibússtjóri, f. 10. febrúar 1918. Kona hans er Margrét Jónsdóttir. 6) Ingiríður Jónasdóttir Blöndal húsmóðir, f. 9. október 1920. Maður hennar er Magnús Blöndal byggingameistari. 7) Aðalheiður Jónasdóttir húsmóðir, f. 30. desember 1922, d. 16. febrúar 1995. Maður hennar er Hörður Haraldsson byggingameistari. 8) Skúli Jónasson byggingameistari og bankastarfsmaður, f. 12. febrúar 1926. Kona hans er Guðrún Jónsdóttir húsmóðir.
Ragnar kvæntist 29. maí 1943 Guðrúnu Reykdal, f. 16. desember 1922. Foreldrar hennar voru Ólafur J. Reykdal trésmiður á Siglufirði, f. 10. júní 1869, d. 20. desember 1960, og kona hans Sæunn Oddsdóttir, f. 18. júlí 1895, d. 24. júní 1938.
Börn Ragnars og Guðrúnar eru þrjú:
1) Ólafur bókaútgefandi í Reykjavík, f. 8. september 1944. Kona hans er Elín Bergs skrifstofumaður, f. 11. júní 1949. Synir þeirra eru tveir: Ragnar Helgi grafískur hönnuður, f. 5. október 1971. Kona hans er Margrét Sigurðardóttir kennari. Börn þeirra eru Diljá og Ólafur Kári. Kjartan Örn, f. 25. október 1972. Hann stundar framhaldsnám við Harvardháskóla í Bandaríkjunum. Kona hans er Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir líffræðingur og börn þeirra eru Valtýr Örn og Elín Halla.
2) Jónas ritstjóri í Reykjavík, f. 24. febrúar 1948. Kona hans er Katrín Guðjónsdóttir, læknaritari, f. 27. maí 1950. Þau eiga tvo syni, þeir eru: Ragnar héraðsdómslögmaður, f. 20. júlí 1976, og Tómas laganemi, f. 7. ágúst 1980.
3) Edda húsmóðir í Hollandi, f. 4. október 1949. Maður hennar er Óskar Már Sigurðsson flugstjóri, f. 27. júní 1949. Þau eiga þrjá syni, þeir eru: Sigurður Rúnar tölvufræðingur, f. 6. júní 1975. Kona hans er Stephanie Óskarsson-Colaris, sálfræðingur. Þau eiga einn son, Kjartan Pieter. Ólafur Ragnar nemi, f. 17. ágúst 1981. Ásgeir Þór nemi, f. 26. júní 1984.

General context

Relationships area

Related entity

Eiðsstaðir í Blöndudal ([1200])

Identifier of related entity

HAH00077

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

barn þar

Related entity

Skúli Jónasson (1926) frá Eiðsstöðum (12.2.1926 -)

Identifier of related entity

HAH02887

Category of relationship

family

Type of relationship

Skúli Jónasson (1926) frá Eiðsstöðum

is the sibling of

Ragnar Jónasson (1913-2003) frá Eiðsstöðum

Dates of relationship

12.2.1926

Description of relationship

Related entity

Ingiríður Jónasdóttir Blöndal (1920-2005) (9.10.1920 - 8.3.2005)

Identifier of related entity

HAH01516

Category of relationship

family

Type of relationship

Ingiríður Jónasdóttir Blöndal (1920-2005)

is the sibling of

Ragnar Jónasson (1913-2003) frá Eiðsstöðum

Dates of relationship

9.10.1920

Description of relationship

Related entity

Aðalheiður Jónasdóttir (1922-1995) (30.12.1922 - 16.2.1995)

Identifier of related entity

HAH01006

Category of relationship

family

Type of relationship

Aðalheiður Jónasdóttir (1922-1995)

is the sibling of

Ragnar Jónasson (1913-2003) frá Eiðsstöðum

Dates of relationship

30.12.1922

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH01853

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 12.7.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places