Sandfellsflá á Grímstunguheiði

Identity area

Type of entity

Corporate body

Authorized form of name

Sandfellsflá á Grímstunguheiði

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

(1900)

History

Hagar þeir sem Sandfellsflá er nefnd er alllöng leið frá Grímstungu, en talið samt fært að komast fram og til baka einum degi ef hann er vel nýttur og gangfæri gott.

Sagt er að haustið 1918 var nokkurra hrossa saknað úr Vatnsdal sem ekki skiluðu sér í réttir. Farið var þess á leit við Lárus í Grímstungu og Ágúst á Hofi að þeir leituðu hrossanna.

„Lögðu þeir af stað úr byggð 17. febrúar í 17 stiga frosti. Voru þeir gangandi en höfðu föggur sínar á hesti. — Skiptu þeir leit með sér fljótlega eftir að þeir komu suður á heiðina og gengu þann dag allan til kvölcls, án þess að verða hrossanna varir. Var gengið hratt um daginn, því göngufæri var hið ákjósailegasta, en leiðin löng, og voru þeir nær 15 stundir á leiðinni.

Kúlukvíslarskáli átti að verða náttból þeirra þessa nótt. Þegar þangað kom var kofinn nær kaffenntur. Samt tókst að grafa upp dyrnar með skóflu, sem skilin hafði verið eftir á þakinu. Þegar inn kom voru veggir og þak gráhélað og heldur kuldalegt um að litast. Var sezt að snæðingi, en illa gekk að matast þvi maturinn var allur gaddfreðinn nema helzt spikfeitt hangikjöt og varð það helzti rétturinn þeirra um kvöldið. Ekki varð mönnunum svefnsamt sökum kulda, enda þekktust ekki svefnpokar í þá daga, en notast við gæruskinn og ábreiður i þeirra stað. Klukkan 4 um morguninn var lagt af stað að nýju, því löng leið var enn fyrir höndum og. ekki til setunnar boðið. Var hesturinn skilinn eftir í kofanum og ætlunin að gista þar næstu nótt. Gengu þeir félagar allan þennan dag, skiptu með sér leit og fóru hratt, en urðu einskis varir. Undir kvöld komu þeir í Kúlukvíslarskála aftur, göngumóðir af langri- og erfiðri göngu. En þá var greinileg veðurbreyting í aðsigi, hríðarbakki genginn upp í norðri og likur fyrir hríð og ófærð daginn eftir.

Töldu þeir félagar naumast til setunnar boðið og mikiðí húfi að vera langt suður á heiði og fjarri mannabyggðum ef skyndilega brysti á með voðaveður. Var það ákveðið á milli þeirra að taka föggur sínar og hest og halda norður i svokallaðan Öldumóðaskála, en þangað var a. m. k. 7 klst. ferð. Þetta gerðu þeir og komu um klukkan 1 eftir miðnætti í áfangastað. Báðir voru þeir manna öruggastir að rata, enda römmuðu þeir á skálann þrátt fyrir náttmyrkur. Þreyttir munu þeir báðir þá hafa verið orðnir, þótt Ágúst teldi sig ekki hafa séð þreytumerki á félaga sínum. Höfðu þeir gengið þann dag í 21 klukkustund samfleytt að heita mátti og oftast farið hratt, þannig að um fantagang var að ræða frá því eldsnemma um morguninn og fram á nótt.

Báðir voru þeir sveittir, en aðkoman í skálanum köld, því svell var á gólfi en hrím hékk í lofti og veggir hvítir af hélu. Þá var það sem Ágúst taldi sig þreyttastan hafa orðið á ævinni og undraðist er Lárus hafði bæði lyst á mat og drykk en sjálfur kvaðst hann einskis hafa getað neitt sökum örþreytu. Daginn eftir voru þeir báðir hinir hressustu og héldu þá niður til byggða.“

Places

Grímstunguheiði; Grímstunga; Kúlukvíslarskáli; Sandfell; Öldumóðaskáli;

Legal status

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

General context

Relationships area

Related entity

Grímstunguheiði ((1950))

Identifier of related entity

HAH00017

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Öldumóðuflá Grímstungurheiði ((1950))

Identifier of related entity

HAH00278

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Grettistak vestan undir Suðurmanna Sandfelli ((1900))

Identifier of related entity

HAH00275

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Ágúst B. Jónsson (1892-1987) Hofi í Vatnsdal (9.6.1892 -28.9.1987)

Identifier of related entity

HAH01055

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Lárus Björnsson (1889-1987) Grímstungu (10.12.1889 - 27.5.1987)

Identifier of related entity

HAH01709

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH00404

Institution identifier

IS HAH-Nat

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 9.4.2019

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Vísir, 236. Tölublað (24.10.1958), Blaðsíða 3. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2346311

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places