Saurbær í Vatnsdal

Identity area

Type of entity

Corporate body

Authorized form of name

Saurbær í Vatnsdal

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

(1200)

History

Bærinn stendur í brekkurótum gegnt Þórormstungu. Jörðin er frekar landlítil og erfitt um ræktun heima. Vatnsdalsá hefur herjað mjög á undirlendið en nú er landbrot heft með fyrirhleðslu. Nú er komið upp talsvert nytjaland austan ár, en erfitt er að verja það vegna ísruðninga frá ánni, sem níðir girðingar. Mikil ræktun er komin „upp á milli brúna“. Jörðin er óðalsjörð. Íbúðarhús byggt 1922 og 1968, 587 m3. Fjós fyrir 16 gripi. Fjárhús yfir 280 fjár. Hlaða 1224 m3. Votheysgryfja 72 m3. Vélageymsla og verkstæðishús 150 m3. Tún 29,7 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá.

Places

Áshreppur; Vatnsdalur; Þórormstunga; Vatnsdalsá; Kvísl; Saurbæjarsteinn; Merkjavarða austur undir Brún; Haukagil; Ássmóhella; Réttarhólmi; Brekkulækur; austari Ástjörn; Ás; Ásbrekka;

Legal status

Jarðardýrleiki xx € og so tiundast tveim tiundum, presti og fátækum.
Eigandinn er kóngl. Majestat, og er þessi ein af Vatnsdalsjörðum, sem lögmaðurinn Lauritz Göttrup hefur i forljening. Ábúandinn Brynjólfdr Háldanarson.
Landskuld i & . Betalast oftast, síðan lögmaðurinn Lauritz Gottrup rjeði, með xx álna fóðri, annars, það meira er, með sauðum í Höfðakaupstað, en það sem ábúandann hefur
þar á brostið, hefur goldist í ullarvöru heim til klaustursins, eður kvittast með kýrgjaldi, þegar ábúandi hefur því svarað, og til góðs reikníngs komið það sem yfir hefur haft í kýrgjaldinu, þá kýr bafa goldist stundum hefur lögmaðurinn tekið penínga á landsvísu, eður ullarvöru, þá kaupstaðargjald hefur þrotið. Léigukúgildi iiii. Leigur gjaldast í smjöri heim til klaustursins, eður peníngum þá smjör þrýtur, inn til þess að næstumliðið ár galt ábúandi þrjá fjórðúnga smjörs, en ljet hitt ógoldið, því hann meinti sig vanta kúgilda uppbót eftir kóngsins forordníngu, og eru leigur enn í ár ógoldnar. Kvaðir eru, síðan lögmaðurinn Lauritz Gottrup tók umráð, og Brynjólfur ábúandi veit um 11 ár að segja, dagsláttur í Hnausa og hestlán á Skaga, hefur goldist in natura eður betalast v álnum það er á brast. Aður en lögmaðurinn rjeði, veit enginn þessar kvaðir verið hafi. Kvígilda uppbót er af lögmannsins hendi engin sken í næstu ellefu ár, en Brynjólfur kveðst dauða leigukú, þá er af öngvum sínum völduru dáið hafi, leigt hafa í 9 ár. En það meðkennir Brynjólfur, að þá þessari kú ekki var lífvænt, hafi hann látið hana skera af. Kvikfjenaður iiii kýr, xxxvi ær, i sauður veturgamall, xxv lömb, iii hestar, i bross, i foli tvævetur. Fóðrast kann iiii kýr, xl ær, xx lömb, iiii hestar.
Torfrista og stúnga næg. Reiðíngsrista viðsæmandi. Rifhrís til kolgjörðar og eldiviðar bjarglegt Lax og silúngsveiðivon lítil í Vatnsdalsá, má ekki telja. Grasatekja sem segir í Asi. Túninu grandar vatnsuppgángur, so hætt er við að í mýri falli meiri hlutinn. Engið brýtur Vatnsdalsá, og er nær til helmínga brotið. Vatnsból hið erfiðasta um vetur og sumar. Jarðföll skemma haglendi stórlega.

Breckukot. það eru munnmæli að hjer muni til forna hafa bygð verið; enginn veit það og engin eru þess vitni. nema girðíngaleifar einar. Stekkur hefur hjer verið frá heimajörðinni um lángan aldur og brúkar heimajörðin grasnautn alla. Ómögulegt er hjer að byggja nema til skaða jarðarinnar, því öll grasnautn, sem hjer skyldi brúka, gengi frá heimajörðinni Saurbæ.

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Lélegur bær var í Saurbæ, einkum þó frambærinn. Var næsta furðulegt að heimilisfólkið skyldi komast þar fyrir. Baðstofan var að vísu í þrennu lagi. Var Hjörtur gamli í stiðurendanum og hjónin í norðurhúsinu sem var um leið stofa. Að minnsta kosti man ég að við krakkarnir drukkum súkkulaðið góða í norðurhúsinu. Hálftimburstafn var til norðurs en hvort timburstafn var til suðurs man ég ekki.

Á þessum árum frá 1920 byggði Jón Hjartarson steinsteypt íbúðarhús í Saurbæ og var fjölskyldan flutt í það er hún fór af jörðinni vorið 1925. Húsið var þá lítið meira en fokhelt.

Internal structures/genealogy

Ábúendur;

<1880 og 1901> Jónas Jóelsson 20. feb. 1845 - 22. júní 1924. Var í Saurbæ, Grímstungusókn, Hún. 1845. Kona hans; Sigríður Elín Benediktsdóttir 16. mars 1851 - 30. jan. 1913. Húsfreyja í Saurbæ í Vatnsdal. Húsfreyja þar 1880, 1890 og 1901.

<1910-1925- Jón Hjartarson 5. mars 1880 - 13. jan. 1963. Tökubarn á Urðarbaki, Breiðabólstaðarsókn, Hún. 1880. Hjú á Kornsá, Undirfellssókn, Hún. 1901. Húsbóndi á Grettisgötu 50, Reykjavík 1930. Bóndi í Saurbæ í Vatnsdal, Áshr., A-Hún. Síðar Alþingisvörður í Reykjavík. Guðrún Friðriksdóttir 28. des. 1874 - 16. mars 1942. Húsfreyja í Saurbæ í Vatnsdal, Áshr., A-Hún. Sveitarþurfi í Hvammshlíð, Höskuldsstaðasókn, Hún. 1880. Lausakona á Ási, Undirfellssókn, Hún. 1901. Húsfreyja á Grettisgötu 50, Reykjavík 1930. Kjördóttir: Margrét J. Frederiksen, f.1.3.1917, d.17.12.2003.
1925-1944- Gísli Jónsson 18. janúar 1878 - 18. maí 1959 Bóndi í Saurbæ í Vatnsdal, Þórormstungu o.v. Flutti til Reykjavíkur 1944. Kona hans; Katrín Grímsdóttir 18. október 1875 - 13. september 1956. Húsfreyja í Saurbæ í Vatnsdal. Flutti til Reyjavíkur 1944.

1942-1969- Grímur Gíslason 10. janúar 1912 - 31. mars 2007 Vinnumaður í Saurbæ, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Var í Saurbæ, Áshr., A-Hún. 1957. Bóndi í Saurbæ, A-Hún. til 1969. Starfaði á skrifstofu kaupfélags Húnvetninga. Fréttaritari Ríkisútvarpsins á Blönduósi. Kona hans; Sesselja Svavarsdóttir 31. ágúst 1922 - 4. janúar 2000 Var í Saurbæ, Áshr., A-Hún. 1957. Húsfreyja í Saurbæ um árabil.

1966- Guðmundur Sanddal Guðbrandsson 14. nóvember 1939 bóndi Saurbæ. Kona hans; Sigrún Grímsdóttir 25. október 1942 Var í Saurbæ, Áshr., A-Hún. 1957

General context

Landamerkjaskrá fyrir jörðinni Saurbæ í Vatnsdal, liggjandi í Húnavatnssýslu.

Að sunnan ræður bein lína vestan frá Kvísl, um Saurbæjarstein og Merkjavörðu austur undir Brún, og þaðan beint ofan í merkjaskurð, sem er í flóanum milli Haukagils og Saurbæjar, og úr austurenda skurðsins beint austu í línu þá, er skilur land milli Þórormstungu, og Haukagils og Saurbæjar, miðuð frá vörðu vestan til á Ássmóhellu í fornar fjárrjettar rústir á svo nefndum Rjettarhólma. Að austan ræður fyr nefnd merkjalína út á móts við Brekkulæk. Að norðan ræður bein lína frá merkjalínunni að austan vestur í Brekkulæk þar sem hann rennur í Vatnsdalsá, þaðan Brekkulækur, og frá upptökum Brekkulækjar í stein sem er á ásnum fyrir austan austari Ástjörnina, heldur sunnar er undan miðri tjörninni, og frá steininum beint vestur í Kvísl, þaðan ræður Kvíslin suður til Saurbæjarsteins.

Ási, 29. júlí 1890.
Vegna eigna og umráðamanns Saurbæjar og Haukagils.
J. Hannesson
Guðm. Jónsson vegna eiganda Áss.
Bjarni Snæbjörnsson eigandi Þórormstungu

Lesið upp á manntalsþingi að Ási í Vatnsdal, hinn 28. maí 1891, og innfært í landamerkjabók Húnavatnssýslu, No. 241, fol. 126.

Relationships area

Related entity

Sigríður Bjarnadóttir (1864-1941) Grand Fork N Dakota (23.3.1864 - 10.4.1941)

Identifier of related entity

HAH09400

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1887

Description of relationship

fór þaðan vestur um haf 1887

Related entity

Sigríður Hannesdóttir (1860) Kistu (26.6.1860 - 5.11.1944)

Identifier of related entity

HAH02208

Category of relationship

associative

Dates of relationship

26.6.1860

Description of relationship

fædd þar

Related entity

Haukagil í Vatnsdal ((900))

Identifier of related entity

HAH00046

Category of relationship

associative

Dates of relationship

28.5.1891

Description of relationship

Sameiginlegur eigandi

Related entity

Katrín Eiríksdóttir (1925-2017) frá Saurbæ (2.4.1925 - 15.5.2017)

Identifier of related entity

HAH07219

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

barn þar til 1940

Related entity

Ingibjörg Gísladóttir (Abba) (1898-1987) Saurbæ (16.12.1898 - 30.1.1987)

Identifier of related entity

HAH09273

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

var þar 1930

Related entity

Kristín Gísladóttir (1910-1968) Saurbæ í Vatnsdal (25.3.1910 - 23.12.1968.)

Identifier of related entity

HAH07426

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

barn þar

Related entity

Jón Jónsson (1861-1944) Hofi í Vatnsdal (1.3.1861 - 17.6.1944)

Identifier of related entity

HAH05617

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Sigfús Jónasson (1876-1952) Forsæludal (20.4.1876 - 14.2.1952)

Identifier of related entity

HAH05952

Category of relationship

associative

Dates of relationship

20.4.1876

Description of relationship

fæddur þar

Related entity

Skriður í Vatnsdal

Identifier of related entity

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

– Saurbær: …Jarðföll skemma haglendi stórlega. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Vatnsdalshreppur fremri 1706).

Related entity

Halla Guðmundsdóttir (1969) Saurbæ (23.6.1969 -)

Identifier of related entity

HAH04622

Category of relationship

associative

Dates of relationship

23.6.1969

Description of relationship

fædd þar

Related entity

Vatnsdalur (um 880 -)

Identifier of related entity

HAH00412

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Ás í Vatnsdal ((800))

Identifier of related entity

HAH00033

Category of relationship

associative

Dates of relationship

28.5.1891

Description of relationship

Sameiginleg landamörk

Related entity

Þórormstunga í Vatnsdal ((950))

Identifier of related entity

HAH00059

Category of relationship

associative

Dates of relationship

28.5.1891

Description of relationship

Sameiginleg landamörk.

Related entity

Ásbrekka í Vatnsdal (1935 -)

Identifier of related entity

HAH00034

Category of relationship

associative

Dates of relationship

28.5.1891

Description of relationship

Sameiginleg landamörk

Related entity

Skólahús á Móhellu í Vatnsdal (1935 -)

Identifier of related entity

HAH00055

Category of relationship

associative

Dates of relationship

28.5.1891

Description of relationship

Sameiginleg landamörk

Related entity

Elín Sigríður Benediktsdóttir (1851-1913) Saurbæ í Vatnsdal (16.3.1851 - 30.1.1913)

Identifier of related entity

HAH03200

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Katrín Grímsdóttir (1875-1956) Saurbæ í Vatnsdal (18.10.1875 - 13.9.1956)

Identifier of related entity

HAH05429

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Sigrún Grímsdóttir (1942) Saurbæ (25.10.1942 -)

Identifier of related entity

HAH06806

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Sigrún Grímsdóttir (1942) Saurbæ

controls

Saurbær í Vatnsdal

Dates of relationship

25.10.1942

Description of relationship

Barn þar, síðar bóndi 1966

Related entity

Gísli Jónsson (1878-1959) Saurbæ (18.1.1878 - 18.5.1959)

Identifier of related entity

HAH03773

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Gísli Jónsson (1878-1959) Saurbæ

controls

Saurbær í Vatnsdal

Dates of relationship

1925

Description of relationship

1925 til 1944

Related entity

Guðrún Friðriksdóttir (1874-1942) Saurbæ (28.12.1874 - 16.3.1942)

Identifier of related entity

HAH04289

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Guðrún Friðriksdóttir (1874-1942) Saurbæ

controls

Saurbær í Vatnsdal

Dates of relationship

um1910

Description of relationship

fyrir 1910 til 1925

Related entity

Grímur Gíslason (1912-2007) Saurbæ (10.1.1912 - 31.3.2007)

Identifier of related entity

HAH01253

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Grímur Gíslason (1912-2007) Saurbæ

controls

Saurbær í Vatnsdal

Dates of relationship

1942

Description of relationship

1942 til 1969

Related entity

Sesselja Svavarsdóttir (1922-2000) Saurbæ (31.8.1922 - 4.1.2000)

Identifier of related entity

HAH01882

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Sesselja Svavarsdóttir (1922-2000) Saurbæ

controls

Saurbær í Vatnsdal

Dates of relationship

1942

Description of relationship

1942-1969

Related entity

Guðmundur Guðbrandsson (1939-2020) Saurbæ (14.11.1939 - 19.4.2020)

Identifier of related entity

HAH04019

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Guðmundur Guðbrandsson (1939-2020) Saurbæ

controls

Saurbær í Vatnsdal

Dates of relationship

1966

Description of relationship

Bóndi þar frá 1966

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH00054

Institution identifier

IS HAH-Bæ

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 9.4.2019

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Guðmundur Paul
Jarðarbók Árna Magnússonar og Eggerts Ólafssonar. Bls 281
file:///C:/Users/Notandi/AppData/Local/Microsoft/Windows/INetCache/IE/TYHI81U1/H%C3%BAnavatnss%C3%BDsla.pdf
Landamerkjabók Húnavatnssýslu, No. 241, fol. 126.
Húnaþing II bls 342

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places