Sigurður Líndal (1915-1991) Lækjamóti

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Sigurður Líndal (1915-1991) Lækjamóti

Parallel form(s) of name

  • Sigurður Jakobsson Líndal (1915-1991) Lækjamóti

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

29.11.1915 - 8.12.1991

History

Árið 1951 tók Sigurður við búskap á Lækjamóti, að föður sínum látnum. Varð búskapurinn aðalstarf hans til endadægurs þótt fleira kæmi til. Hann var mjög þeirrar gerðar að eiga traust og ekki síður góðhug samferðamanna og hlóðust á hann margskonar félagsmálastörf. Á Búnaðarþingi 1983 flutti Sigurður tillögu til ályktunar um stofnun reiðskóla í Reykjavík og byggingu reiðhallar. Sú ályktunartillaga var samþykkt og í framhaldi af því leitaði BÍ samstarfs við samtök hestamanna og hrossabænda, til að hrinda málinu í framkvæmd. Sigurður var síðan fremstur í flokki við undirbúning að stofnun hlutafélags til að standa að byggingunni og síðan formaður þess á meðan á byggingu stóð og fyrstu árin á eftir. Reiðhöllin var tekin í notkun 1987.

Places

Lækjamót í Víðidal:

Legal status

Sautján ára gamall fór Sigurður til náms í Reykjaskóla í Hrútafirði. Stundaði búfræðinám á Hvanneyri í Borgarfirði og fór síðan til námsdvalar, um eins árs skeið, til Noregs. Kom Sigurður heim úr Noregsferðinni árið 1939.

Functions, occupations and activities

Snemma fór Sigurður að sinna félagsmálastörfum samhliða bússtörfum. Hann gekk m.a. inn í raðir ungra framsóknarmanna og var þeim flokki trúr síðan, án þess að sækjast þar eftir sérstökum frama. Strax að föður sínum látnum tók Sigurður við hreppsstjórastarfi í Þorkelshólshreppi og einnig sýslunefndar sem hann gegndi meðan sú skipan héraðsmála ríkti, eða til ársloka 1988. Árið 1958 var hann kjörinn stjórnarformaður Búnaðarsambands Vestur-Húnavatnssýslu og gegndi því starfi um tuttugu og tveggja ára skeið. Þá sat hann og á Búnaðarþingi fyrir Vestur-Húnvetninga og einnig á stéttarsambandsfundum um árabil. Heima í Víðidalnum var hann forgöngumaður að stofnun saumastofu í Víðihlíð, sat í stjórn Veiðifélags Víðidalsár og til margs fleira var hann kvaddur sem ekki verður hér upp talið.
Einn er sá þáttur í félagsmálastörfum Sigurðar J. Líndal sem sérstaklega skal getið í þessum minningaorðum en, það eru störf hans fyrir hrossabúskapinn í landinu. Hann var einn af stofnendum Hagsmunafélags hrossabænda árið 1975, sem síðar hlaut nafnið Félag hrossabænda,. Sat Sigurður í fyrstu stjórn félagsins og formaður á árunum 1978 til 1984 að hann gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Hvarf hann þó engan veginn frá því að sinna málefnum félagsins en það var honum geðþekkt að tengdasonur hans Þórir Ísólfsson, nú bóndi á Lækjamóti, var kosinn í stjórnina. Á síðasta aðalfundi Félags hrossabænda var Sigurður endurkjörinn endurskoðandi þess.
Vegna þekkingar sinnar af málefnum landbúnaðarins og kynnum af ýmsum forustumönnum stéttarinnar og stjórnmála hafði Sigurður tvímælalausa aðstöðu til þess að þoka málum hrossabænda áleiðis. Rís þar hæst frumkvæði hans á Búnaðarþingi að byggingu reiðhallar og stofnunar reiðskóla. Varð hvorutveggja að veruleika, sem kunnugt er og mun eflaust stærsta átak sem gert hefir verið til þess að færa íslenska hestamennsku til nútíma horfa meðal almennings. Um árabil voru Sigurði J. Líndal falin endurskoðunarstörf fyrir Búnaðarfélag Íslands, Bændahöllina sjálfa og Framleiðsluráð landbúnaðarins. Varð það til langdvala hans í Reykjavík á síðari árum.

Mandates/sources of authority

Það var svo um Sigurð J. Líndal að hann var sívakandi um hverskonar menningar- og félagsmál sveitar sinnar og sýslu. Sem dæmi um það skal nefnt að hann ritstýrði, fyrir hönd sýslunga sinna, útgáfu á þriggja binda ritverki, Húnaþingi, sem búnaðar- og samvinnusamtökin í Húnavatnssýslunum báðum stóðu að. Í síðasta bindi ritsins á Sigurður þátt um afréttalönd Víðdælinga, en þeim var hann gjörkunnugur af áratuga gangnaferðum og sögulegri skoðun. Í vaxandi mæli sinnti Sigurður fræðimennsku og ritstörfum og má í því sambandi benda á ritgerð hans á Húnavöku 1991 um kláðafárið og Húnvetninga með undirfyrirsögninni Kristján í Stórdal og sauðarekstur hans.

Internal structures/genealogy

Hann var fæddur á Akureyri 29. nóvember árið 1915, sonur Jónínu Steinvarar Sigurðardóttur Líndal 7. janúar 1888 - 19. júlí 1950 Húsfreyja á Lækjamóti í Víðidal, V-Hún. og Jakobs Hanssonar Líndal f. 18. maí 1880 - 13. mars 1951. Bóndi, kennari og sjálfmenntaður jarðfræðingur á Lækjarmóti í Þorkelshólshr., V-Hún. Bóndi þar 1930. . Mun Sigurður hafa líkst föður sínum um marga hluti.
Árið 1954 kvæntist Sigurður Elínu Hólmfreðsdóttur 24. ágúst 1917 - 16. nóvember 1984 Var í Núpshlíð, Kirkjuhvammssókn, V-Hún. 1930. Var á Lækjarmótum, Þorkelshólshr., V-Hún. 1957. Húsfreyja. Síðast bús. í Þorkelshólshreppi, frá Núpshlíð í Kirkjuhvammshreppi og eignuðust þau þrjár dætur barna.
Þær eru:
1) Jónína Margrét Líndal, skrifstofumaður, f. 1955. Hún er gift Guðmundi Pálmasyni, rafverktaka, og eiga þau eina dóttur. Þau búa í Mosfellsbæ.
2) Elín Rannveig Líndal, bóndi og hreppstjóri á Lækjamóti, f. 1956. Hún er gift Þóri Ísólfssyni, bónda á Lækjamóti. Þau eiga þrjú börn.
3) Anna Guðrún Líndal, myndlistarmaður, f. 1957. Hún er gift Magnúsi Tuma Guðmundssyni, jarðeðlisfræðingi, og eiga þau einn son. Þau búa í Reykjavík.
Elín, kona Sigurðar, hafði eignast tvö börn fyrir hjónaband þeirra. Uxu þau síðan upp á Lækjamóti.
Þau eru:
a) Sonja Hólm, leiðsögumaður og beitingamaður, f. 1940. Hún er heimilisföst á Lækjamóti.
b) Grétar Ástvald Árnason, frjótæknir, f. 1947. Hann er kvæntur Sesselju Stefánsdóttur og eiga þau fjögur börn. Þau búa í Birkihlíð í Víðidal.
Alla tíð bar Sigurður umhyggju fyrir þessum fósturbörnum sínum, engu síður en eigin börnum, og var þeim innan handar ef svo bar undir.
Konu sína missti Sigurður eftir þrjátíu ára sambúð árið 1984. Hafði hún þá átt við vanheilsu að stríða um árabil og var stundum langdvölum að heiman undir læknis hendi.

General context

"Ekki verður skilist svo við þetta efni að ekki sé getið stórmerkrar bókar, þar sem Sigurður átti stóran hlut að máli, það er Snorri á Húsafelli sem Almenna bókafélagið gaf út 1989. Hann var án alls efa upphafsmaður þeirrar hugmyndar að bókin var rituð. Enda skrifar höfundur bókarinnar, Þórunn Valdimarsdóttir, þessa tileinkunn á 5. blaðsíðu. "Bók þessa tileinka ég Sigurði J. Líndal, bónda á Lækjamóti, sem fékk mig til að skrifa hana." Hér þarf ekki fleira að segja."

Relationships area

Related entity

Grétar Árnason (1947-2001) Birkihlíð í Víðidal (22.11.1947 - 8.4.2001)

Identifier of related entity

HAH02230

Category of relationship

family

Dates of relationship

Description of relationship

Sigurður var stjúpfaðir hans

Related entity

Anna Guðrún Líndal (1957) frá Lækjamót í Víðidal (17.11.1957 -)

Identifier of related entity

HAH02337

Category of relationship

family

Type of relationship

Anna Guðrún Líndal (1957) frá Lækjamót í Víðidal

is the child of

Sigurður Líndal (1915-1991) Lækjamóti

Dates of relationship

17.11.1957

Description of relationship

Related entity

Jónína Sigurðardóttir Líndal (1888-1950) Lækjamóti (7.1.1888 - 19.7.1950)

Identifier of related entity

HAH07712

Category of relationship

family

Type of relationship

Jónína Sigurðardóttir Líndal (1888-1950) Lækjamóti

is the parent of

Sigurður Líndal (1915-1991) Lækjamóti

Dates of relationship

29.11.1915

Description of relationship

Related entity

Jakob Líndal (1880-1951) Lækjamóti (18.5.1880 - 13.3.1951)

Identifier of related entity

HAH05220

Category of relationship

family

Type of relationship

Jakob Líndal (1880-1951) Lækjamóti

is the parent of

Sigurður Líndal (1915-1991) Lækjamóti

Dates of relationship

29.11.1915

Description of relationship

Related entity

Guðríður Líndal (1878-1932) Holtastöðum (5.12.1878 - 11.6.1932)

Identifier of related entity

HAH04214

Category of relationship

family

Type of relationship

Guðríður Líndal (1878-1932) Holtastöðum

is the cousin of

Sigurður Líndal (1915-1991) Lækjamóti

Dates of relationship

1915

Description of relationship

Sigurður var sonur Jónínu Steinvarar systur, samfeðra, Guðríðar

Related entity

Margrét Eiríksdóttir (1850-1919) Lækjamóti Víðidal (11.3.1850 - 14.9.1919)

Identifier of related entity

HAH06633

Category of relationship

family

Type of relationship

Margrét Eiríksdóttir (1850-1919) Lækjamóti Víðidal

is the grandparent of

Sigurður Líndal (1915-1991) Lækjamóti

Dates of relationship

1915

Description of relationship

Related entity

Lækjamót í Víðidal (um 900)

Identifier of related entity

HAH00894

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Lækjamót í Víðidal

is controlled by

Sigurður Líndal (1915-1991) Lækjamóti

Dates of relationship

1951

Description of relationship

Bóndi þar

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH01948

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 19.7.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places