Sölvabakki á Refasveit

Identity area

Type of entity

Corporate body

Authorized form of name

Sölvabakki á Refasveit

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

(1950)

History

Sölvabakki er nyrstur Neðribyggðarbæja á Refasveit í Engilhlíðarhreppi. „Bæjarhús standa steinsnar frá háum og bröttum sjávarbakkanum. Nafn býlisins er af því dregið að þar mun hafa verið sölvatekja til búsílags.“
Skammt sunnan og austan Sölvabakka var nýbýlið Svangrund, sem sagt er að hafi á sínum tíma verið byggt úr land jarðarinnar. Árið 1947 er hálf Svangrund, sem þá var í eyði, lögð undir heimajörðina, en síðasti ábúandi þar var Níels Jónsson. Fjörubeit er ágæt og útræðiver héðan fyrir nokkrum árum. Hrognkelsaveið sæmileg ef sótt er. Nokkurt land er leigt út yil jartöfluræktunar í svonefndri Stekkjarvík.
Íbúðarhús byggt 1932. kjallari og hæð 260 m3. Fjós fyrir 22 gripi. Fjárhús fyrir 250 fjár. Hlöður 1772 m3. Votheysgeymslur 280 m3. Tún 48,2 ha. Veiðiréttur í Ytri-Laxá.

Sölvabakki er nyrstur Neðribyggðarbæja á Refasveit í Engilhlíðarhreppi. „Bæjarhús standa steinsnar frá háum og bröttum sjávarbakkanum. Nafn býlisins er af því dregið að þar mun hafa verið sölvatekja til búsílags.“

Jarðarinnar er fyrst getið í Máldaga Péturs Nikulássonar Hólabiskups frá 1394 og jörðin þar nefnd Sölvabakki hinn ytri, í eign Höskuldsstaðakirkju ásamt Svangrund.

Sölvabakki var 10 hundruð að fornu mati en 6,1 að nýju mati árið 1848.

Jörðin var að hálfu eign konungs og hálfu Höskuldsstaðakirkju 1708. Landsskuldin var greidd í landaurum. Helstu hlunnindi voru: lyngrif, berjatínsla, selveiði, sölvafjara og reki. Torfristu átti jörðin í Kúskerpislandi og á móti átti Kúskerpi skipastöðu í Bakkafjöru. Engi og tún voru léleg, en jörðin átti engjaítak í Neðra-Lækjardalslandi þar sem heitir Bakkateigur. Heimræði var og lendingin sæmileg, en sjaldan róið fleirum en einu skipi.

Gamalíel Jónsson sem talinn er hafa ritað Húnvetnskan annál 1753-1776 bjó á Sölvabakka. Hann var hagur maður á smíðar, bókbindari, góður fiskinn formaður og hreppstjóri.

Ósvíkurbúð er nefnd í Sýslu- og sóknarlýsingum og segir að hún hafi verið í byggð í eitt ár fyrir skömmu. Sóknarlýsingin var gerð 1873 og hefur því verið búið þar fyrir þann tíma en Ósvíkurbúðar er ekki getið í manntölum 1703, 1816, 1835 eða 1870. Í Ósvík er útræði, og á Ósvíkurbakkanum er sjóbúð,

Places

Engilhlíðarhreppur; Refasveit; Svangrund; Húnafjörður; Blöndubakki; Bakkakot; Landsendanöf; Beinulág; Bolapoll; Langavatn; Skógargötur eða Reiðgötur hinar fornu; Brúarvellir; Ytri-Laxá; Lækjardalslæk; Neðri-Lækjardalur; Lækjardalsdal; Leirdalur; Neðstahvammur; Bóndaklettur; Spákonuarfur; Selvík; Friðvík; Höskuldsstaðakirkju; Kúskerpi; Efri-Lækjardalur; Bakkafjara; Bakkateigur; Ósvíkurbúð; Ósvík; Ósvíkurbakki:

Legal status

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Þegar róið er til fiskjar frá Sölvabakka úr Bakkavík, þá var átt við Sölvabakkavík, sem er fyrir neðan Sölvabakkatúnið og er þar þrautalending. Fyrsta miðið, þvermið, er öskuhaugurinn á Sölvabakka beint framundan bænum. Og þá Grunndyr og ber Vindhælisstapann í lægð fyrir ofan Háagerði, jörð fyrir utan Skagaströnd. Þessi lægð er ofan við Kjölinn fyrir ofan Háagerði.

Næsta mið eru Djúpdyr. Þá ber Vindhælisstapann í aðra lægð, sem er stutt fyrir ofan Grunndyr. Næsta mið er Bótarhóll, þar er nokkuð stór hóll norðan við Skagaströnd og þann hól ber í smáhól út á ásunum fyrir utan jörðina Hvammkot. Næsta mið er Efrahöfðahorn og það ber lika i litla hólinn út á ásunum.

Þvermið eru nokkur út með ströndinni. Fyrst er Spánska nöf. Hún er í suðvestri frá Höskuldsstöðum og ber hana í kirkjuna á Höskuldsstöðum. Svo er Grenjagil, það er smágil beint fyrir ofan Höskuldsstaði og ber þá gilið í kirkjuna. Næst eru nafirnar, Syðri- og Ytri-Nöf í bæinn á Ytra-Hóli, en þessar nafir eru sitt hvoru megin við Hólsbásinn, sem er fyrir ofan Ytra-Hól.

Þar næst kemur Einhyrningur, þá norðurhornið á Tindastól í gegnum Hallárdalinn. Tindastóllinn er í Skagafjarðarsýslu, en Hallárdalur upp af Ströndinni fyrir sunnan Hrafndal.
Þegar hér er komið er maður kominn út fyrir Eyjarey og fleiri mið hef ég ekki til norðurs, en til suðurs er ég með fjögur mið. Þá er fyrst mið sem heitir Hóll, þá kemur hóll sem er nyrst í Holtsbungu, bunga þessi er upp af Holti á Asum, austur í Svínadal, opinn stutt. Þar fyrir framan er stór varða, sem er fyrir ofan Holt og heitir hún Holtsvarða, þá ber hana í opinn Svínadal eins og Hólinn.

Næsta mið er Hnjúkshnjúkur og ber hann þá í opinn Vatnsdalinn.

Þar næst er Hjallinn, það er Hjallalandshjallinn og hann ber í opinn Vatnsdal. Þar er 60 faðma dýpi og er eina dýpið, sem ég man og hef þó ekki komið þar nema einu sinni og aflaði þar lítið, en á Hól og Vörðu fékk ég góðan afla og vænan fisk. Á meðan ég réri til fiskjar var ég mjög heppinn og það svo að það dró enginn af mér. Ég átti nógan fisk, bæði saltan og harðan, árið um kring og lifði mikið á afla úr sjó.

Mér datt í hug að setja þetta á blað og senda í Húnavöku, því að þar
glatast það ekki, en nú um langan tíma hefir lítið verið róið hér um
slóðir og miðin falla í gleymsku.
Jón Guðmundsson (1892) Sölvabakka

Internal structures/genealogy

Ábúendur;

Bessi Þorleifsson 2. júní 1835 - 30. september 1914 Var í Stóra-Holti, Holtssókn, Skag. 1845. Byggði timburhús á Siglufirði og nefndi Búðarhól. Það var fyrsta húsið sem byggt var í landi Hafnar. Rak Bersi þar veitingasölu. Síðan sjómaður og bóndi á Ökrum í Fljótum 1879-1883, síðan á Sölvabakka. Kona hans; Guðrún Einarsdóttir 26. maí 1844 - 8. júlí 1920 Húsfreyja á Siglufirði, Ökrum í Fljótum og síðar Sölvabakka í Refasveit, A-Hún. Tökubarn á Bakka, Viðvíkursókn, Skag. 1845,

1924- Gísli Guðmundsson 23. ágúst 1868 - 28. september 1953 Bóndi og meðhjálpari. Bóndi á Sölvabakka í Engihlíðarhr., A.-Hún. Verkamaður á Lindargötu 43 b, Reykjavík 1930. Kona hans; Anna Halldóra Bessadóttir 4. júlí 1877 - 27. júlí 1952 Húsfreyja á Sölvabakka í Engihlíðarhr., A-Hún.

1924-1964- Jón Guðmundsson 26. nóv. 1892 - 3. júlí 1992. Bóndi á Sölvabakka, Holtastaðasókn, A-Hún. 1930. Var á Sölvabakka, Engihlíðarhr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Engihlíðarhreppi. Kona hans; Magðalena Karlotta Jónsdóttir 7. des. 1892 - 3. apríl 1972. Húsfreyja á Sölvabakka, Holtastaðasókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja á Sölvabakka, Engihlíðarhr., A-Hún.

1966-2004- Jón Árni Jónsson 7. okt. 1937 - 9. mars 2004. Var á Sölvabakka, Engihlíðarhr., A-Hún. 1957. Bóndi á Sölvabakka í Engihlíðarhreppi, héraðslögreglumaður, fjallskilastjóri og félagsmálafrömuður. Kona hans; Björg Bjarnadóttir 14. október 1944 Var í Haga, Sveinsstaðahr., A-Hún. 1957. Sölvabakka,

Frá 2004- Anna Margrét landbúnaðarráðunautur, f. 28.9. 1976, býr með Sævari Sigurðssyni vélsmiði á Sölvabakka.

General context

Þessi eru landamerki Sölvabakka og Svansgrundar á Refasveit í Engihlíðarhreppi.

Að vestan ræður Húnafjörður, að sunnan, gagnvart Blöndubakka með Bakkakoti ræður stefna úr Landsendanöf hinni syðri við sjó, eptir Beinulág í miðjan Bolapoll, og þá í mitt Langavatn, að austan eru merki eptir miðju Langavatni til norðurs, og úr norðurenda þess í Skógargötur eða Reiðgötur hinar fornu, í stefnu á Brúarvelli við Laxá, að hæsta melshorni eða melhrygg sunnan fram við Lækjardalslæk, þá ræður lækurinn merkjum að norðan beint til sjáfar. Sölvabakki á engjateig í landi Lækjardals hins neðra, í norðanverðum Lækjardaldal, frá Leirdal upp að Neðstahvammi. Rekamark milli Sölvabakka og Svansgrundar er lækur fyrir sunnan Bóndaklett í fjörunni, en að öðru leyti er útjörð óskipt. Spákonuarfur er fyrir landi jarðanna allt inn í miðja Selvík, sem er rjett fyrir norðan Friðvík, en ofan undan Svansgrund.

Höskuldsstöðum, 20. ágúst 1886.
Eggert Ó. Brím, umráðamaður Höskuldsstaðakirkju.
B. G. Blöndal umboðsmaður Þingeyraklaustursjarða
Kr. Þorbergsson varaoddviti í Vindhælishreppi.
Ingvar Þorsteinsson vegna Efri Lækjardals
Guðmundur Einarsson vegna Kúskerpis.
Ó.P. Möller eigandi Neðri Lækjardals.

Lesið upp á manntalsþingi að Engihlíð, hinn 22. maí 1891, og innfært í landamerkjabók Húnavatnssýslu, No. 227. folio 118.

Relationships area

Related entity

Finnbogi Jónsson (1930-2004) frá Sölvabakka (7.7.1930 - 9.1.2004)

Identifier of related entity

HAH09468

Category of relationship

associative

Dates of relationship

7.7.1930

Description of relationship

fæddur þar

Related entity

Sigurlaug Guðlaugsdóttir (1851-1921) Snæringsstöðum og Hvammi Vatnsdal (24.10.1851 - 5.5.1921)

Identifier of related entity

HAH06728

Category of relationship

associative

Dates of relationship

24.10.1851

Description of relationship

fædd þar

Related entity

Kristján Jónsson (1849) frá Sölvabakka (14.36.1849 -)

Identifier of related entity

HAH04926

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Vinnumaður þar 1880, þá fjarverandi

Related entity

Jón Árni Jónsson (1921-1935) Sölvabakka (5.5.1921 - 5.7.1935)

Identifier of related entity

HAH05507

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Barn þar

Related entity

Kristín Vermundsdóttir (1898-1973) Vatnshlíð á Skörðum (20.7.1898 - 11.11.1973)

Identifier of related entity

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

niðursetningur þar 1901

Related entity

Skarphéðinn Húnfjörð Einarsson (1948) skólastjóri Blönduósi (11.9.1948 -)

Identifier of related entity

HAH06842

Category of relationship

associative

Dates of relationship

11.9.1948

Description of relationship

fæddur þar

Related entity

Eyþóra Sigurjónsdóttir (1893-1987) Reykjavík, Sigurjónshúsi Blönduósi (7.1.1893 - 31.10.1987)

Identifier of related entity

HAH06132

Category of relationship

associative

Dates of relationship

7.1.1893

Description of relationship

fædd þar

Related entity

Ingibjörg Jónsdóttir (1928-2022) Blönduósi (25.9.1928 - 12.4.2022)

Identifier of related entity

HAH06446

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Barn þar

Related entity

Rakel Bessadóttir (1880-1967) Þverá (18.9.1880 - 30.10.1967)

Identifier of related entity

HAH06430

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1884

Description of relationship

Barn þar

Related entity

Halla Guðlaugsdóttir (1854-1924) Sæunnarstöðum (21.11.1854 - 6.6.1924)

Identifier of related entity

HAH04657

Category of relationship

associative

Dates of relationship

21.11.1854

Description of relationship

Fædd þar

Related entity

Lækjardalur á Refasveit [Efri og Neðri] ((1950))

Identifier of related entity

HAH00216

Category of relationship

associative

Dates of relationship

22.5.1891

Description of relationship

sameiginleg landamerki

Related entity

Kristjana Bessadóttir (1867-1949) (21.6.1867 - 27.4.1949)

Identifier of related entity

HAH04924

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Agnar Þorláksson (1878-1955) Agnarsbæ Blönduósi (22.10.1878 - 18.5.1955)

Identifier of related entity

HAH02256

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1924

Description of relationship

Agnar flytst þangað 1924

Related entity

Engihlíðarhreppur ((1000-2019))

Identifier of related entity

HAH00729

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Vatnahverfi Engihlíðarhreppi ((1941))

Identifier of related entity

HAH00221

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Sameiginlega landamerki

Related entity

Blöndubakki á Refasveit (1936-)

Identifier of related entity

HAH00203

Category of relationship

associative

Dates of relationship

22.5.1891

Description of relationship

Sameiginleg landamerki

Related entity

Kúskerpi á Refasveit (1935)

Identifier of related entity

HAH00214

Category of relationship

associative

Dates of relationship

22.5.1891

Description of relationship

sameiginleg landamerki

Related entity

Bakkakot á Refasveit (1947 -)

Identifier of related entity

HAH00201

Category of relationship

associative

Dates of relationship

22.5.1891

Description of relationship

Sameiginleg landamerki

Related entity

Laxárgil á Refasveit ((1930))

Identifier of related entity

HAH00411

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Landamörk

Related entity

Rósa Benediktsdóttir (1848-1921) Skúfi (1.11.1848 - 23.8.1921)

Identifier of related entity

HAH06567

Category of relationship

associative

Type of relationship

Rósa Benediktsdóttir (1848-1921) Skúfi

is the associate of

Sölvabakki á Refasveit

Dates of relationship

Description of relationship

vinnukona þar

Related entity

Magðalena Jónsdóttir (1892-1972) Sölvabakka (7.12.1892 - 3.4.1972)

Identifier of related entity

HAH04441

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Magðalena Jónsdóttir (1892-1972) Sölvabakka

controls

Sölvabakki á Refasveit

Dates of relationship

Description of relationship

Húsfreyja þar

Related entity

Jón Guðmundsson (1892-1992) Sölvabakka (26.11.1892 - 3.7.1992)

Identifier of related entity

HAH01570

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Jón Guðmundsson (1892-1992) Sölvabakka

controls

Sölvabakki á Refasveit

Dates of relationship

1924

Description of relationship

1924-1964

Related entity

Anna Bessadóttir (1877-1952) Sölvabakka (4.7.1977 - 27.7.1952)

Identifier of related entity

HAH02344

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Anna Bessadóttir (1877-1952) Sölvabakka

controls

Sölvabakki á Refasveit

Dates of relationship

um 1924

Description of relationship

Related entity

Gísli Guðmundsson (1868-1953) Sölvabakka (23.8.1868 - 28.9.1953)

Identifier of related entity

HAH03762

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Gísli Guðmundsson (1868-1953) Sölvabakka

controls

Sölvabakki á Refasveit

Dates of relationship

um1924

Description of relationship

Related entity

Guðrún Einarsdóttir (1844-1920) Sölvabakka (26.5.1844 - 8.7.1920)

Identifier of related entity

HAH04275

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Guðrún Einarsdóttir (1844-1920) Sölvabakka

controls

Sölvabakki á Refasveit

Dates of relationship

1884

Description of relationship

Related entity

Bessi Þorleifsson (1835-1914) Sölvabakka (2.6.1835 - 30.9.1914)

Identifier of related entity

HAH02616

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Bessi Þorleifsson (1835-1914) Sölvabakka

controls

Sölvabakki á Refasveit

Dates of relationship

1884

Description of relationship

Related entity

Árni Jónsson (1937-2004) Sölvabakka (7.10.1937 - 9.3.2004)

Identifier of related entity

HAH01565

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Árni Jónsson (1937-2004) Sölvabakka

controls

Sölvabakki á Refasveit

Dates of relationship

1966

Description of relationship

1966-2004

Related entity

Björg Bjarnadóttir (1944) Sölvabakka (14.10.1944)

Identifier of related entity

HAH02714

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Björg Bjarnadóttir (1944) Sölvabakka

controls

Sölvabakki á Refasveit

Dates of relationship

1966

Description of relationship

Related entity

Bóndaklettur við Sölvabakka ((1880))

Identifier of related entity

HAH00393

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Bóndaklettur við Sölvabakka

is owned by

Sölvabakki á Refasveit

Dates of relationship

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH00220

Institution identifier

IS HAH-Bæ

Rules and/or conventions used

Status

Level of detail

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 5.3.2019

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Landamerkjabók Húnavatnssýslu, No. 227. folio 118. 22.5.1891.
Húnaþing II

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places