Ásgerður Stefánsdóttir (1910-2007) Guðlaugsstöðum

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Ásgerður Stefánsdóttir (1910-2007) Guðlaugsstöðum

Parallel form(s) of name

  • Solveig Ásgerður Stefánsdóttir (1910-2007) Guðlaugsstöðum

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

25.7.1910 -17.9.2007

History

Solveig Ásgerður fæddist 25. júlí 1910 að Merki á Jökuldal. Hún andaðist mánudaginn 17. september síðastliðinn á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi. Ásgerður var víðlesin menntakona og hafði í farangri sínum brot af heimsmenningunni. Hún gerði snjallar tækifærisvísur enda dóttir skáldbóndans Stefáns í Merki. Hún var háttvís í framkomu og hafði frábæra skapstillingu, en þegar henni ofbauð, komu ein eða tvær setningar sem urðu minnisstæðar þeim er heyrðu. Ásgerður var glæsileg kona og hafði einstaklega góða nærveru.
Solveig Ásgerður verður jarðsungin frá Blönduóskirkju í dag, laugardaginn 29. september, kl.13.30. Jarðsett verður í heimagrafreit á Guðlaugsstöðum.

Places

Merki á Jökuldal: Guðlaugsstaðir:

Legal status

Solveig Ásgerður lauk kennaraprófi frá KÍ 1934.

Functions, occupations and activities

Eftir það var hún kennari við barna- og unglingaskólann í Vopnafirði frá 1934 til 1943. Síðan starfaði hún sem stundakennari við Laugarnesskóla í Reykjavík 1943 til 1945 og svo sem kennari við barnaskólann á Siglufirði 1945 til 1947.

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Hún var dóttir hjónanna Guðnýjar Björnsdóttur húsfreyju í Merki, f. 4. apríl 1875 - 13. desember 1917 og Stefáns Júlíusar Benediktssonar bónda þar, f. 24. apríl 1875 - 21. desember 1954.
Alsystkini hennar voru Aðalheiður kennari, f. 1905, d. 1935; Benedikt bóndi í Merki, f. 1907, d.1989; Brynhildur ljósmóðir, síðast búsett á Egilsstöðum, f. 1908, d.1984; Þórey, f. 1909, d.1931; Unnur áður húsfreyja á Brú á Jökuldal nú til heimilis á Heilbrigðisstofnuninni á Egilsstöðum, f. 1912; Valborg húsfreyja á Hrafnabjörgum í Jökulsárhlíð, f. 1914, d. 1991. Hálfsystkini hennar, börn Stefáns og seinni konu hanns, Stefaníu Óladóttur húsfreyju í Merki, f. 1886, d. 1934, eru Helga áður húsfreyja á Gíslastöðum á Völlum, nú búsett á Egilsstöðum, f. 1922; Óli bóndi í Merki, f. 1923; Lilja skrúðgarðyrkjumeistari, búsett í Reykjavík, f. 1925, og Jóhann trésmíðameistari, búsettur á Egilsstöðum, f. 1930.
Árið 1947 giftist hún Guðmundi Jóhannesi Pálssyni bónda á Guðlaugsstöðum, f. 19.1. 1907, d. 30.8. 1993, og hefur búið á Guðlaugsstöðum síðan.
Þau eignuðust tvær dætur,
1) Guðný Aðalheiður, f. 19.7. 1948, d. 16.11. 1998, síðast til heimilis á Sambýlinu á Blönduósi,
2) Guðrún, f. 17.7. 1952, bóndi á Guðlaugsstöðum. Börn hennar með fyrrverandi eiginmanni, Sigurði Ingva Björnssyni 9. apríl 1954, nú bónda á Bálkastöðum ytri í Hrútafirði, eru Guðmundur Halldór, rafvirki, f. 3. október 1978, sambýliskona hans er Katharina Angela Schneider, f. 3. júní 1980, dóttir þeirra er Elísabet Nótt, f. 2007; Guðlaugur Torfi, bifvélavirki, f. 8. nóvember 1979; Ásgerður Kristrún, jarðfræðinemi, f. 14. maí 1983, sambýlismaður hennar er Jón Karl Sigurðsson, nemi við University of Santa Barbara Cal., og Björn Benedikt, nemi við MH, f. 9. júlí 1989.

General context

Guðlaugsstaðir eru stórbýli að fornu og nýju. Þar hefur sama ætt búið óslitið síðan 1685. Jörðin er mjög víðlend og þar er sauðland frábærlega gott, en fénaðarferð erfið og smalamennskur tímafrekar. Þau hjón voru mikið ræktunarfólk og unnu landi sínu og bújörð. Þegar virkjun Blöndu kom á dagskrá, voru áformin hræðileg frá sjónarhóli landverndarmanna. Vaðið var yfir heimamenn af fullkomnu tillitsleysi. Að vísu tókst að bjarga því að Guðlaugsstaðir yrðu það fótaskinn virkjunarmanna sem upphaflega voru áform um, en jörðin var þó verulega skert. Hins vegar var óþörf landníðsla á heiðum uppi þyngri en tárum taki og er það mesta gróðureyðing af einni framkvæmd allt frá landnámi. Nú þykjast þeir er höfuðábyrgð báru á þeim hervirkjum vera hinir mestu náttúruverndarar. Guðlaugsstaðafólk tók þessa deilu mjög nærri sér.
Ásgerður vann lengi mikið að búinu, en á Guðlaugsstöðum var á fyrrum búskaparárum hennar mjög stór, gamall og merkilegur bær, sem ekki var sniðinn að nútíma húshaldi. Ásgerði tókst þó að skapa þar notalegt heimili, þar sem gott var að koma.

Relationships area

Related entity

Guðrún Guðmundsdóttir (1952) Guðlaugsstöðum (17.7.1952 -)

Identifier of related entity

HAH04304

Category of relationship

family

Type of relationship

Guðrún Guðmundsdóttir (1952) Guðlaugsstöðum

is the child of

Ásgerður Stefánsdóttir (1910-2007) Guðlaugsstöðum

Dates of relationship

17.7.1952

Description of relationship

Related entity

Guðmundur Jóhannes Pálsson (1907-1993) frá Guðlaugsstöðum (19.1.1907 - 27.8.1993)

Identifier of related entity

HAH01284

Category of relationship

family

Type of relationship

Guðmundur Jóhannes Pálsson (1907-1993) frá Guðlaugsstöðum

is the spouse of

Ásgerður Stefánsdóttir (1910-2007) Guðlaugsstöðum

Dates of relationship

1947

Description of relationship

Börn þeirra: Guðný Aðalheiður, f. 19.7. 1948, d. 16.11. 1998, Guðrún, f. 17.7. 1951, bónda á Guðlaugsstöðum

Related entity

Guðlaugsstaðir í Blöndudal ([1200])

Identifier of related entity

HAH00079

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Guðlaugsstaðir í Blöndudal

is controlled by

Ásgerður Stefánsdóttir (1910-2007) Guðlaugsstöðum

Dates of relationship

3.12.1947

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH02013

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 26.7.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places