Stefán Helgason (1833-1906) flakkari í V-Hvs

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Stefán Helgason (1833-1906) flakkari í V-Hvs

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

30.8.1833 - 25.5.1906

History

Stefán Helgason 30.8.1833 - 25.5.1906. Var á Saurum, Melstaðarsókn, Hún. 1835. Var á Litlutungu, Staðarbakkasókn, Hún. 1845. Var á Barkastöðum, Staðarbakkasókn, Hún. 1860. Flakkari á Bálkastöðum, Melstaðarsókn, Hún. 1870. Flækingur á Kollafossi, Efranúpssókn, Hún. 1880. Flakkari í Litlutungu, Staðarbakkasókn, Hún. 1901.

Stefán Helgason var sá þeirra farandmanna, sem eg man eftir, er þótti meðal hinna hvimleiðustu. Hann hafði fátt í fari sínu, er til kosta gæti talist, þótt hann hinsvegar væri að mestu láus við þá ókosti, er sumir flakkarar höfðu til að bera. Aldrei heyrði eg hann kendan við óráðvendni, og þótt hann væri flestum illyrtari, er honum mislíkaði, þá var hann laus víð að bera róg og kjaftaslúður milli manna; var venjulega öllu mýkri í umtali en víðiali. Alla jafna var hann mjög hvass í máli; röddin og tónninn eins og hann væri altaf að rífast. En þó var hann kjarklaus gunga, ef á móti var tekið, á. m. k. ef hann hélt að til handalögmáls mundi koma. Hann var þó allmikill vexti og burðalegur. Hefir því tæpast verið mjög ósterkur, ef ekki hefði brostið kjark eða vana til að beita sér við verk eða átök.
Varla mun nokkur þessara flækinga hafa verið jafn óþrifinn og Stefán eða ræfilslegur. Hann át ýmsan óþverra, sem velsæmis vegna er ekki hægt að segja frá eða færa i letur. Einhverju sinni hafði hann stolið ketti, lógað honum og soðið i hvernum á Reykjum í Hrútafirði, og því næst etið með góðri lyst. Sagði hann að
kjötið hefði verið „allra ljómandi besti matur", enda væri það ekki furða, því að kötturinn hefði altaf lifað á úrvalsmat og „ekki gert nokkurt ærlegt handarvik".
Stefán þvoði sér um andlit og hendur úr „eigin vatni", og var þvi oft svell-gljáandi í framan. Rúm þau, er hann svaf í á bæjum, varð jafnan að hreinsa og þrífa á sérstakan hátt og dugði varla, því að alt var krökt og kvikt eftir hann. — Hann var því sjaldan veikominn á bæjum. Og þegar svo ofan á óþrifnaðinn bættist
afskapleg geðvonska, sílfeldar skammir og vanþakklæti fyrir alt, sem honum var gott gert, þá var ekki að undra, þó að hann yrði flestum leiður, enda gekk það oft svo, er hann kom á bæi og baðst gistingar, að hann fékk að vera með því skilyrði, að hann lofaði að koma aldrei oftar á það eða þau heimili, en slík loforð hans gleymdust oftast er frá leið.

Places

Legal status

Functions, occupations and activities

Flakkari

Mandates/sources of authority

Margir héldu að ekki væri einleikið um ólán Stefáns og trúðu því statt og stöðiigt, að hann hefði orðið fyrir álögum eða gjörningum i æsku. Sagði hann svo sjálfur frá, að eitt sinn, er hann var nýlega f ermdur, hefði hann verið á grasafjalli á heiðunum fram af Miðfirði. Varð hann þá i grasagöngu einn síns liðs, viðskila við samferðafólk sitt, eins og oft bar við, og hitti þá á einkar fallegt og gott grasapláss kring um hól einn, er *hann kannaðist ekki við. Hugsaði hann sér að grasa nú betur en aðrir félagar sínir, en þá sótti hann svo mikinn svefn, að hann gat ekki haldið sér vakandi. 'Dreymdi hann þá að kona ein, mikil vexti og fríð sýnum, kæmi til hans og ávarpaði hann á þessa leíð: „Þar liggur þú, Stefán Helgason, og hyggur til góðs fengjar, en vita skaltu það, að grös þessi eru aðalbjargræði mitt og barna minna. Bið eg þig því að láta þau i friði og vísa samferðafólki þinu ekki á þau. Muntú verða gæfumaður, ef þú lætur að orðum mínum, en ef þú rænir mig björg minni, muntu gjalda þeirra hermdarverka til dauðadags". Stefán vaknaði þegar og mundi drauminn, en hugsaði á lika lund og haft er eftir Sturlu Sighvatssyni á banadægri: „Ekki er mark að draumum". Tók hann því næst grösin, eins og. ekkert hefði i skorist, og kom í tjaldið á undan öðrum með miklu meiri og fallegri grös en hinir. En bráðlega eftir atburð þenna varð hann var við breytingu á Iunderni sínu og hugarfari, er hann bjó að alla ævi síðan.
Gömul kona, frændkona Stefáns, var hjú foreldra minna i æsku minni, og trúði hún sögu þessari, eins og reyndar fleiri. Sagðist hún hafa þekkt Stefán
frá þvi hann var á barnsaldri og fram undir fermingaraldur, og hefði hann þá ekki verið frábrugðinn öðrum börnum. Reyndar heldur þungur til vinnu, en ekki fremur en margir aðrir unglingar. Styrkti það þessa trú, að sumir menn þóttust taka eftir þvi, að þeir, sem glettust við Stefán eða fóru að einhverju leyti illa með hann, urðu oft fyrir einhverjum óhöppum, og töldu það stafa frá áhrifum frá álfkonunni, sem mundi hafa þótt ummæli sín rætast nógu rammlega, þótt menn yrði ekki til þess, að bæta á þau.

Internal structures/genealogy

Foreldrar hans; Helgi Helgason 1793 [1.11.1794] - 12.10.1858. Var á Böðvarshólum, Breiðabólstaðarsókn í Vesturhópi, Hún. 1801. Bóndi á Saurum, Melstaðarsókn, Hún. 1835. Bóndi í Litlu-Tungu, Staðarbakkasókn, Hún. 1845 og kona hans 26.8.1824; Guðbjörg Jónsdóttir 1793 - 18. júlí 1877. Fósturbarn á Melstað, Melstaðarsókn, Hún. 1801. Húsfreyja á Saurum í sömu sókn 1835. Húsfreyja í Litlu-Tungu, Staðarbakkasókn, Hún. 1845. Húsfreyja í Litlutungu, Staðarbakkasókn, Hún. 1860. Var á Litlutungu, Staðarbakkasókn, Hún. 1870.
Fyrri maður Guðbjargar 5.1.1822; Bjarni Daníelsson 6.11.1792 - 15.4.1823. Var á Þóroddsstöðum, Staðarsókn í Hrútafirði, Hún. 1801. Bóndi á Þóroddsstöðum. Drukknaði á Hrútafirði, seinni kona hans

Systkin Stefáns sammæðra;
1) Davíð Bjarnason 25.2.1822 - 19.5.1904. Var á Saurum, Melstaðarsókn, Hún. 1835. Bóndi í Snóksdal í Miðdölum, Dal. 1853-56. Bóndi í Gilhaga í Hrútafirði, síðar bóndi í Fornhvammi í Norðurárdal. Fór til Vesturheims 1900 frá Fornahvammi, Norðurárdalshreppi, Mýr. Kona hans 10.10.1850; Þórdís Jónsdóttir 2.3.1830 - 13.6.1895. Var á Hlaðhamri, Prestbakkasókn, Strand. 1835. Húsfreyja í Gilhaga í Hrútafirði.
2) Karólína Bjarnadóttir 19.2.1823 - 1.3.1897. Var á Saurum, Melstaðarsókn, Hún. 1835. Vinnukona á Fossi, Staðarsókn, Hún., 1845. Húsfreyja á Húki í Miðfirði. Húsfreyja á Litlabakka, Staðarbakkasókn, Hún. 1860. Bústýra í Gjólu, Snæf. 1870. Bústýra í Bakkabúð efri, Búðasókn, Snæf. 1890.
Fyrri sambýlismaður hennar; Stefán Gunnlaugsson 16.2.1796 - 1.6.1860. Var á Þverá, Efranúpssókn, Hún. 1801. Húsbóndi á Harastöðum, Breiðabólsstaðasókn, Hún. 1819. Húsbóndi í Forsæludal, Grímstungusókn, Hún. 1835. Bóndi á Húki, Efri-Núpssókn, Hún. 1845.
Seinni sambýlismaður hennar; Guðlaugur Grímsson 17.6.1838 - 25.5.1917. Var í Knerri, Knarrarsókn, Snæf. 1845. Vinnumaður á Syðra-Knerri, Knarrarsókn, Snæf. 1860. Bóndi í Gjótu, Snæf. 1870. Þurrabúðarmaður í Bakkabúð efri, Búðasókn, Snæf. 1890. Var í Norðursetu, Ingjaldshólssókn, Snæf. 1910.
Alsystkini hans;
3) Bjarni Helgason 2.6.1824 - 28.7.1824
4) Tómas Helgason 10.6.1825 - 26.6.1825
5) Skafti Helgason 23.8.1826 - 4.6.1871. Var á Saurum, Melstaðarsókn, Hún. 1835. Húsbóndi í Litlutungu, Staðarbakkasókn, Hún. 1860.
6) Kristín Helgadóttir 13.8.1828. Fósturdóttir bóndans á Böðvarshólum, Breiðabólsstaðarsókn, Hún. 1845.Húsmannsfrú á Ketilstöðum, Snóksdalssókn, Dal. 1860. Bjó á Refsteinsstöðum í Víðidal. Ómagi í Innriborg, Breiðabólstaðarsókn, Snæf. 1870. Fór til Vesturheims 1882 frá Dröngum, Skógarstrandarhreppi, Snæf. Maður hennar 12.8.1848; Bjarni Ívarsson 23.3.1819 - 5.9.1868. Húsmaður á Ketilstöðum, Snóksdalssókn, Dal. 1860.
7) Tómas Helgason 19.6.1831 - 15.9.1870. Var á Saurum, Melstaðarsókn, Hún. 1835. Vinnumaður í Stórahvarfi, Víðidalstungusókn, Hún. 1860.

General context

Þá er Pétur Eggerz, faðir Sigurðar bæjarfógeta á Akureyri, fyrrum forsætisráðherra, og þeirra systkina, var á Borðeyri, bar svo til einn, vetur, að gestir nokkrir voru hjá honum sem oftar, þvi hann var alkunnur gestrisnis- og glaðværðarmaður. Um kveldið bar Stefán Helgason þar að garði og baðst gistingar, sem þegar var til reiðu. Um kveldið fóru gestirnir eitthvað að henda gaman að Stefáni, klæddu hann fáránlega og rökuðu eða kliptu, svo að hann varð i svipinn óþekkjanlegur. Bóndi einn þar úr nágrenninu, sem var einn meðal gestanna, var talinn að hafa verið hvað fremstur í flokki með þetta, en hina sömu nótt brann bær hans að köldum kolum, og varð þar manntjón, að minsta kosti beið einn maður bana af brunasárum, er hann hlaut þar. Hið annað var það, að í þann tíð var útræði allmjög stundað að haustinu við Miðfjörð og Hrútafjörð, og einhverju sinni voru sjómenn nokkrir saman komnir að Ytri-Bálkastöðum við Hrútafjörð. Höfðu einhverjir þeirra hitt Stefán skömmu áður og hrætt hann frá sér með því, að miða á hann byssu. Stefán var afskaplega hræddur við slíkt. Fóru nú sjómenn að leika þetta. Einn að herma eftir Stefáni og beindi þá, eins og Stefáni var lagið, skömmum og harðyrðum að félögum sínum. Greip þá einn þeirra byssu, er var þar nærri, og miðaði á „leikarann", ætlaðist til að hann létist verða hræddur og hlypi æpandi burt, en gætti þess ekki, að byssan var hlaðin. Hleypti hann nú af byssunni og vildi manninum það til lífs, að hann hallaði höfðinu i sömu svipan aftur og til hliðar, en þó nam skotið hann svo, að hann lá lengi i sárum og bar þess menjar alla ævi síðan.

Sumt virðist benda til þess, að Stefán hafi í barnæsku verið öðruvísi en hann varð síðar. Og tekist hefir að kenna honum lestur og kristindóm, því hann var læs, bæði á prent og skrift, og fermdur var hann. Þykir mér ólíklegt, að teldst hefði að kenna honum slíkt, ef hann hefði á unglingsárum sínum verið jafn illur viðureignar og hann varð síðar.

Þá sjaldan það kom fyrir, að hann væri nokkurn veginn hreinn, kom það í ljós, að hann var hörundsbjartur og skifti vel litum í andliti. Dökkur var hann á hár og skegg, sem sýndist geta farið vel, en var jafnan úfið og lubbalegt af vanhirðingu. Andlitið var alls ófrítt, en upplit og augnaráð flóttalegt. Þegar hann talaði, leit hann oftast undan, sneri jafnvel baki við þeiin, er við hann mælti, færðist í herðar og skaut augum í skjálg til þeirra, er viðstaddir voru.

Stundum sendi Stefán sýslumanni Húnvetninga kærur yfir því, hvert atlæti hann ætti hjá mönnum og hvernig með sig væri farið. Fékk hann þá einhvern til að skrifa fyrir sig kærurnar, en orðaði sjálfur. 'Sennilega hefir hann ætlast til þess, að kærurnar væri teknar til greina. Einu sinni sem oftar sendi hann Lárusi Þ. Blöndal, sýslumanni á Kornsá,: kæru á sjö bændur i Miðfirði og þar i grend. Kveður hann þar m. a. þannig að orði: „Alla þessa manndjöfla angef eg fyrir yður, velborni herra sýslumaður, fyrir ranga meðferð á eigum mínum og þjófnað og áskil eg mér i skaðabætur i það minsta hjá hverjum fyrir sig frá 60—70 kr., þar eð eg hefi lesið i Móseslögum, að hver sem stæli ætti að gjalda ferfalt aftur". „Enn fremur kæri eg fyrir yður séra djöful" o. s. frv. og er þar átt við þáverandi Melstaðarprest. Ségir hann að prestur hafi farið illa að i*áði sinu gagnvart sér og hrakyrt sig. „Þá óskaði eg mér", segir í kærunni, „að vera Skarphéðinn Njálsson og halda á öxinni Rimmugýgi". 1 kærunni segir Stefán ennfremur, að hann „trúi þvi staðfastlega, að þér (þ. e. sýslumaður) „séuð gott og kristilegt yfirvald, sem ekki hallið rétti þess niðurþrykta". Og í trausti þess sendi hann kæruna á „alla þessa manndjöfla".

Einhverju sinni skrifaði Stefán frænda sínum vestan hafs og mæltist til þess, að hann sendi sér „eina miljón dollara". „Að ég gjöri þetta er af því, að ég þykist hafa fyrir mér sanna sögusögn sannorðs manns, að þér ættuð fimtán hundruð þúsund miljónir dollars, sem getur þó vel verið lýgi". Segist hann vonast til að maðurinn sendi sér miljónina — „þetta skitirí hið bráðasta í pósti, með því að ég er orðinn mesti aumingi og bráðþarfnast fyrir það bæði á sál og líkama i guðs og manna augliti, og vildi ég mælast til að þér sýnduð mér það lítillæti, að senda það i tómu gulli, þvi ég er svo vantrúaður á þessa seðla, sem máske falla i verði þegar minst yarir og verða þá einskis nýtir". Um það, hvernig senda skuli gullið, tekur Stefán þetta fram: „Álít ég best að senda það í járnkassa með þrefaldri læsingu og væri líklega réttara að kassinn og allar umbúðir væru úr hertu stáli, svo þjalir vinni ekki á þvi. Lyklana ætti að senda i þreföldu umslagi með þrem lökkum á hverju".

Relationships area

Related entity

Saurar í Miðfirði

Identifier of related entity

HAH00969

Category of relationship

associative

Dates of relationship

30.8.1833

Description of relationship

fæddur þar

Related entity

Barkarstaðir í Miðfirði

Identifier of related entity

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

var þar 1860

Related entity

Bálkastaðir í Miðfirði (um900)

Identifier of related entity

HAH00811

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Flakkari þar 1870

Related entity

Litlatunga í Staðarbakkasókn Hrútafirði

Identifier of related entity

HAH00970

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

var þar 1845 og aftur 1901

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH06747

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Að venju eru upplýsingar frá Íslendingabók notaðar, ef þær stangast á við aðrar upplýsinga er þeim bætt við innan hornklofa [ ], ekki er tekin afstaða til mismunandi upplýsinga.

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ skráning 26.10.2020

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

®GPJ ættfræði
Gríma hin nýja annað bindi 1964 bls 84 https://timarit.is/page/3541770?iabr=on

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places