Þórey Jónsdóttir (1900-1966) Skála á Skagaströnd og á Blönduósi

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Þórey Jónsdóttir (1900-1966) Skála á Skagaströnd og á Blönduósi

Parallel form(s) of name

  • Þórey Jónsdóttir Skála á Skagaströnd og á Blönduósi

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

22.6.1900 - 29.12.1966

History

Þórey Jónsdóttir 22. júní 1900 - 29. des. 1966. Frá Glaskow á Skagaströnd. Tökubarn Svangrund 1901, Sólheinum Blönduósi 1910, vk Læknabústaðnum og Miðsvæði 1920, Reynivöllum 1928, ráðskona í Hjallalandi, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja á Skála á Skagaströnd. Ógift.

Places

Glaskow Skagaströnd; Svangrund; Sólheimar Blönduósi; Jónasarhús; Læknabústaðurinn; Miðsvæði; Reynivellir; Hjallaland; Skáli:

Legal status

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Fósturmóðir hennar; Katrín Margrét Jónsdóttir 30. okt. 1856 - 14. sept. 1936. Var á Barkastöðum, Staðarbakkasókn, Hún. 1860. Húsfreyja á Svangrund, Höskuldsstaðasókn, Hún. 1901. Húsfreyja í húsi Jóns Stefánssonar [Jónasarhús] á Blönduósi., A-Hún. 1910. Ekkja. Var í Björnsbæ [Miðsvæði] á Blönduósi, A-Hún. 1920. Var í Hjallalandi, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930 og maður hennar; Guðjón Guðjónsson 1850 - 11. júní 1908. Var í Káradalstungu, Grímstungusókn, Hún. 1860. Vinnumaður á Spákonufelli, Spákonufellssókn, Hún. 1870. Lausam., lifir af sjó í Vindhælisbúð, Spákonufellssókn, Hún. 1880. Vinnumaður á Gili, Sjávarborgarsókn, Skag. 1890. Bóndi á Svangrund, Höskuldsstaðasókn, Hún. 1901.

Foreldrar hennar; Jón Jóhann Bjarnason 10. nóv. 1863 - 14. okt. 1948. Smaladrengur á Finnstöðum, Spákonufellssókn, Hún. 1880. Bátsformaður á Brúarlandi á Skagaströnd. Verkamaður í Skagastrandarkaupstað 1930 og kona hans; Ólína Sigurðardóttir 17. júní 1871 - 24. mars 1955. Vinnukona í Höfnum, Hofssókn, Hún. 1890. Húsfreyja í Glasgow, Spákonufellssókn, Hún. 1901. Ljósmóðir í Vindhælishreppi og síðar á Skagaströnd. Ljósmóðir í Skagastrandarkaupstað 1930.

Systkini Þóreyjar;
1) Guðríður Jónsdóttir 29. maí 1894 - 6. ágúst 1935. Var í Skagastrandarkaupstað 1930. Saumakona á Skagaströnd. Ógift.
2) Steingrímur Jónsson 16. júní 1897 - 15. jan. 1992. Sjómaður á Skagaströnd. Var í Höfðakoti, Höfðahr., A-Hún. 1957.
3) Steinunn Áslaug Jónsdóttir 5. júní 1909 - 1. feb. 1975. Húsfreyja í Grindavík.
4) Hrólfur jónsson 10. júlí 1910 - 1. ágúst 1989. Var í Skagastrandarkaupstað 1930. Sjómaður og verkamaður á Skagaströnd. Var í Bjarmalandi, Höfðahr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Blönduóshreppi.
5) Guðmundur Þórarinn Jónsson 9. jan. 1915 - 14. júní 1963. Var í Skagastrandarkaupstað 1930. Sjómaður í Sólheimum, síðar bóndi á Fossi á Skaga.

Barnsfaðir Þóreyjar; Þorvaldur Þórarinsson 16. nóv. 1899 - 2. nóv. 1981. Skrifstofumaður á Lindargötu 43 b, Reykjavík 1930. Skrifstofumaður á Blönduósi, síðar bókari í Reykjavík. Var í Böðvarshúsi, Blönduóshr., A-Hún. 1957.
Barn þeirra;
1) Inga Þorvaldsdóttir 24. feb. 1926 - 14. des. 2012. Var í Hjallalandi, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Var í Straumnesi, Höfðahr., A-Hún. 1957.

Barnsfaðir 2; Sveinn Ívar Níelsson frá Þingeyraseli í Áshreppi, A-Húnavatssnýslu, f. 29. desember 1912, d. 23. apríl 1999.
Barn þeirra:
2) Jón Ólafur Ívarsson 10. jan. 1934 - 29. des. 2013. Var í Skála, Höfðahr., A-Hún. 1957. Skipstjóri og útgerðarmaður á Skagaströnd. Listmálari.

General context

Inga fæddist á Skagaströnd. Móðir hennar var Þórey Jónsdóttir, 1900-1966, frá Skagaströnd og faðir hennar, Þorvaldur Þórarinsson, 1899-1981, frá Hjaltabakka. Inga ólst upp á Skagaströnd en átti einnig langa dvöl á Hjallalandi í Vatnsdal þar sem móðir hennar var ráðskona í nokkur misseri.

Hálf bróðir Ingu sammæðra er Jón Ólafur Ívarsson. Auk þess átti Inga fjölmörg hálfsystkini í föðurætt.
Inga gekk hefðbundinn menntaveg barnaskólans á Skagaströnd og fór síðar í nám í Kvennaskólanum á Blönduósi. Rétt rúmlega tvítug að aldri, nánar tiltekið á þjóðhátíðardaginn 1947, gekk Inga í heilagt hjónaband með Birgi Árnasyni. Birgir var fæddur að Kringlu í Torfalækjarhreppi 12. ágúst 1925 en lést árið 2005. Hann var sonur hjónanna, Árna Björns Kristóferssonar og Guð rúnar Teitsdóttur. Birgir fluttist með foreldrum sínum út á Skagaströnd 10 ára gamall og þá lágu leiðir þeirra Ingu saman sem, þegar fram liðu stundir, þróaðist í að þau rugluðu saman reitum. Þeim varð þriggja barna auðið en þau eru í aldursröð: Búi Þór, fæddur 1947, dáinn 2008. Búi var kvæntur Guðbjörgu Karlsdóttur. Þau eiga tvo syni. Eftirlifandi eiginkona Búa er Þorbjörg Bjarnadóttir og á hún tvö börn. Árni Björn, fæddur 1948, búsettur í Reykjavík. Árni var kvæntur Guðríði Sigurðardóttur og eiga þau tvö börn. Margrét Eyrún, fædd 1952, gift Finni Sturlusyni. Þau eiga tvo syni. Birgir og Inga bjuggu allan sinn búskap á Skaga strönd og meiri hluta hans var heimili þeirra í Straumnesi. Fyrir kom að þau sæktu vinnu utan byggð arlagsins þegar litla vinnu var að hafa heima á Skagaströnd. Mest alla starfs ævi sína stundaði Inga almenna verkamannavinnu eins og til féll á hverjum tíma. Inga var félagi í kvenfélaginu á Skagaströnd auk þess að eiga sinn fasta saumaklúbb. Annars voru áhugamál hennar einkum bundin dýrum því fátt var henni kærara en að umgangast dýr. Inga og Birgir héldu lengi sauðfé og þegar því sleppti tóku hestarnir við og umhirða og umstang kringum þá. Ófá dýr áttu í raun athvarf sitt í Straumnesi. Allir fengu eitthvað í gogginn í orðsins fyllstu merkingu og er mörgum eftir minnileg fóðrun þeirra á fálkum um árabil. Raunar virtist Inga geta laðað að sér hvaða dýr sem var. Hún var afar gestrisin kona og þau hjón bæði. Oft var mannmargt og gestkvæmt í Straumnesi og annáluð voru þau hjón fyrir teiti sín og borð þá gjarnan sliguð af kræsingum. Einnig hafði Birgir fyrir sið á hafnarvarðarárum sínum að bjóða sjómönnum í Straumnes til að fá sér bita. Á móti þeim gestum, sem öðrum gestum, tók Inga hrein og bein og blátt áfram með ákveðnar skoðanir. Stundum þegar hún hafði sett fram einarða skoðun sem gat verið á skjön við almenningsálitið þá fylgdi gjarnan glettni í augunum og svo færðist bros yfir varirnar. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi, var jarðsungin frá Hólaneskirkju á Skagaströnd 3. janúar 2013 og jarðsett í Spákonufellskirkjugarði. Sr. Magnús Magnússon.


Jón Ólafur Ívarsson fæddist á Hjallalandi í Vatnsdal, A-Húnavatnssýslu, 10. janúar 1934. Hann lést á heimili sínu 29. desember 2013.
Foreldrar hans voru Þórey Jónsdóttir frá Brúarlandi, Skagaströnd, f. 22. júní 1900, d. 29. desember 1966 og Sveinn Ívar Níelsson frá Þingeyraseli í Áshreppi, A-Húnavatssnýslu, f. 29. desember 1912, d. 23. apríl 1999. Hálfsystir Jóns sammæðra var Inga Þorvaldsdóttir, f. 24. febrúar 1926, d. 14. desember 2012. Hálfsystkini Jóns samfeðra eru Sigríður, f. 11. júní 1945, Sigfús Hafsteinn, f. 18. júní 1947, Halldóra, f. 27. nóvember 1949, María Jóhanna, f. 5. júní 1952, Níels, f. 18. janúar 1954, Ólafur Gunnar, f. 22. október 1955, Hermann Jónas, f. 16. ágúst 1957, Sigurður Helgi, f. 14. desember 1963.

Hinn 20. október 1962 kvæntist Jón eftirlifandi konu sinni, Guðrúnu Sigurðardóttur, f. 16. ágúst 1936. Foreldrar hennar voru Sigurður Kristján Guðmonsson frá Kolbeinsvík í Árneshreppi, f. 2. apríl 1904, d. 5. ágúst 1981 og Hallbjörg Jónsdóttir frá Kleifum á Selströnd í Steingrímsfirði, f. 9. maí 1909, d. 22. desember 1987. Börn Jóns og Guðrúnar eru: 1) Þórey, f. 1. nóvember 1961, maki Sigurbjörn Björgvinsson, synir þeirra: a) Guðjón Hall, f. 1981, sambýliskona Aðalheiður Lovísa Rögnvaldsdóttir, þau eiga tvær dætur, b) Unnar Leví, f. 1994; 2) Hallbjörg, f. 22. janúar 1963, maki Sigurjón Ingi Ingólfsson, börn þeirra: a) Jón Ólafur, f. 1978, maki Hugrún Sif Hallgrímsdóttir, þau eiga tvö börn, fyrir átti Jón Ólafur tvær dætur, b) Jenný Lind, f. 1985, hún á einn son, c) Ellen Lind, f. 1994; 3) Sigrún, f. 7. október 1965, sonur hennar Hermann Freyr, f. 1984, faðir Hermanns var Guðjón Pálsson, d. 14. desember 1989; 4) Ingvar Þór, f. 8. nóvember 1967, maki Sigríður Björk Sveinsdóttir, börn þeirra: a) Róbert Björn, f. 1997, b) Valgerður Guðný, f. 2000, fyrir átti Sigríður Björk dótturina Evu Dögg Bergþórsdóttur, f. 1985.

Jón Ólafur, eða Daddi eins og hann var alltaf kallaður, ólst upp hjá móður sinni á Skagaströnd. Fyrstu árin bjuggu þau í Holti og síðar í Skála en þar héldu móðir hans og bróðir hennar Ingvar saman heimili. Daddi var 15 ára kominn til sjós. Hann lauk pungaprófi árið 1955 og síðan prófi frá Smáskipadeild Stýrimannaskólans í Reykjavík árið 1960. Hann hóf skipstjórn árið 1956 á Auðbjörgu HU-6 sem var eikarbátur í eigu Útgerðarfélags Höfðakaupstaðar og var síðan skipstjóri á tveimur bátum sem báðir báru nafnið Helga Björg HU-7, og voru í eigu sama félags. Árið 1972 stofnaði hann eigið útgerðarfélag, Björg sf., í félagi við mág sinn Gylfa Sigurðsson og Hallgrím Kristmundsson. Þeir keyptu 21 brl. eikarbát, smíðaðan 1961, sem fékk nafnið Helga Björg HU-7. Árið 1995 seldu þeir félagar Helgu Björg og hættu útgerð. Er í land var komið fór Daddi að spila golf og mála olíumyndir, málverk sem prýða fjölda heimila og það var viðeigandi að hann hélt málverkasýningu á Skagaströnd á sjómannadeginum árið 2003.

Útför Jóns Ólafs fer fram frá Hólaneskirkju á Skagaströnd í dag, 10. janúar 2014, og hefst hún kl. 14.


Relationships area

Related entity

Reynivellir Blönduósi (1922 -)

Identifier of related entity

HAH00679

Category of relationship

hierarchical

Dates of relationship

Description of relationship

þar 1928

Related entity

Hjallaland í Vatnsdal ((1950))

Identifier of related entity

HAH00292

Category of relationship

hierarchical

Dates of relationship

Description of relationship

ráðskona þar 1930

Related entity

Ragnheiður Brynjólfsdóttir (1901-1994) Böðvarshúsi Blönduósi (22.5.1901 - 10.6.1994)

Identifier of related entity

HAH01859

Category of relationship

family

Dates of relationship

26.5.2019

Description of relationship

Þorvaldur barnsfaðir Þóreyjar var maður Ragnheiðar

Related entity

Ívar Níelsson (1912-1999) (29.12.1912 - 23.4.1999)

Identifier of related entity

HAH01529

Category of relationship

family

Dates of relationship

10.1.1934

Description of relationship

Barnsfaðir, barn þeirra; Jón Ólafur Ívarsson 10. jan. 1934 - 29. des. 2013. Var í Skála, Höfðahr., A-Hún. 1957. Skipstjóri og útgerðarmaður á Skagaströnd. Listmálari.

Related entity

Sólheimar Blönduósi (1907 -)

Identifier of related entity

HAH00471

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

barn þar 1910, nefndist þá Kristjánshús

Related entity

Læknabústaðurinn Aðalgata 5 Blönduósi (1903 -)

Identifier of related entity

HAH00081

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

vinnukona þar 1920

Related entity

Miðsvæði Blönduósi (1899 -)

Identifier of related entity

HAH00123

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

þar 1920, nefndist þá Björnsbær

Related entity

Jónasarhús - Zóphóníasarhús, Aðalgata 9a (1905 -)

Identifier of related entity

HAH00660

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

barn þar 1910, nefndist þá Hús Jóns Stefánssonar

Related entity

Laufey Jónsdóttir (1897-1969) Hágerði Skagaströnd (16.6.1897 - 25.12.1969)

Identifier of related entity

HAH06558

Category of relationship

family

Type of relationship

Laufey Jónsdóttir (1897-1969) Hágerði Skagaströnd

is the sibling of

Þórey Jónsdóttir (1900-1966) Skála á Skagaströnd og á Blönduósi

Dates of relationship

22.6.1900

Description of relationship

Related entity

Ingvar Jónsson (1901-1978) útgerðarmaður Skagaströnd (20.7.1901 - 27.7.1978)

Identifier of related entity

HAH06913

Category of relationship

family

Type of relationship

Ingvar Jónsson (1901-1978) útgerðarmaður Skagaströnd

is the sibling of

Þórey Jónsdóttir (1900-1966) Skála á Skagaströnd og á Blönduósi

Dates of relationship

20.7.1901

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH04994

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 26.6.2019

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

®GPJ ættfræði
Húnavaka, 53. árgangur 2013 (01.05.2013), Blaðsíða 175. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=6455854

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places