Torfalækur í Torfalækjarhrepp

Identity area

Type of entity

Corporate body

Authorized form of name

Torfalækur í Torfalækjarhrepp

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

(1050)

History

Torfalækur I. Þar er þingstaður hreppsins og því gamalt býli. Bærinn stendur á brúninni norðan við Torfalækinn. Jörðin er landmikil, nær suður að Torfalæk og hið efra út að Jarðbrúarlæk, gegnt Holtslandi en hið neðra út á flóann móti Húnsstaðalandi. Hún takmarkast að vestan af Höfðanum ogan við Húnsstaðasand. Landið er er mest allt mýrlent með holtum á milli og gott ræktunarland. Mest áberandi er Breiðás, en þar lá áður vegurinn frá Blönduósi upp að Meðalheimi. Íbúðarhús byggt 1943 og viðbygging 1965, 570 m3. Fjós 1948 fyrir 32 gripi og bú (1975) breytt í fjárhús. Fjárhús yfir 400 fjár. Hlöður 950 m3. Votheysturn 40 m3. Geymslur 529 m3. Tún 44 ha.

Torfalækur II, nýbýli stofnað 1967 úr ¼ Torfalækjar lands, en landinu er skki skipt. Byggingar eru á brúninni norðan við Torfalækinn, nokkru nær þjóðveginum en eldra býlið. Túnin liggja norðan við lækinn beggja vegna þjóðvegar. Landið er með góðum ræktunarhalla og grasgefið. Áður var hálfkirkja frá Hjaltabakka á Torfalæk. Íbúðarhús byggt 1971, 404 m3. Lausagöngufjós 1969 fyrir 48 gripi með mjaltabás, mjólkurhúsi og áburðarkjallara. Hlaða 1125 m3. Geymsla 175 m3. Tún 35,5 ha.

Places

Torfalækjarhreppur; Torfalækurinn; Jarðbrúarlækur; Höfðinn; Húnsstaðasandur; Húnsstaðir; Breiðás; Blönduós; Hæli; Bakkakelda; Skinnastaðir, Skinnastaðahöfði; Mógil; Skeiðmelur; Grásteinn; Kringlumýri; Fossar í Brúarlæk; Holt; Kerlingarhóll; Breiðásflói; Meðalheimur;

Legal status

Kirkja segja menn hjer verið hafí og sjást hjer leifar kirkjugarðs. Enginn minnist hjer hafi tíðir fluttar verið. Jarðardýrleiki xl € og so tíundast fjórum tíundum. Eigandinn að xx € er presturinn Sr. Ólafur þorvarðsson að Breiðabólstað í Vestrahópi, og hefur hann þau nýlega eignast að kaupi sínu af þórarni Jónssyni að Asgeirsá, en þórarinn að kaupi sínu af núverandi lögmanni Páli Jónssyni Wídalín x € , en önnur x € í skuldaskiftum við áðurnefndan lögmann Pál og þorvald Ólafsson, sem nú er búandi á Síðu í Vesturhópshrepp. Annar eigandi, að viij € , er Tumi Þorleifsson. þriðji eigandi að viij € er bróðurdóttir Tuma Ragnhildur Hermannsdóttir, og hefur Tumi fjárhald hennar. Fjórði eigandi, að v € , er Björn Þorleifsson að Guðlaugsstöðum í Blöndudal og Svínavatnsþíngsókn. Ábúandi á allri jörðinni er Tumi Þorleifsson. Landskuld af parti Sr. Ólafs, hálfri jörðinni, er tíutíu álnir. Betalast með öllum gildum landaurum, kviku og dauðu, heim á jörðinni úttekið. En fyrir 18 árum guldust hjer af heima á jörðinni tvennir tíutíu fískar uppá danskan taxta í sauðum úti látnir, og hafði það gjald þá um stundir venjulegt verið. Af hinum partinum, v € Bjarnar á Guðlaugsstöðum, gjaldast xxx álnir í öllum gildum landaurum. Af þeim xv € , sem Tumi og bróðurdóttir hans eiga, hefur ekki viss landskuld gengið í xv ár, en áður xxv álnir af hverjum v € ; galst í öllum landaurum. Leigukúgildi með parti Sr. Ólafs iiii. Leigur betalast í smjöri heim til eigandans að Breiðabólsstað í Vesturhópi. Kúgildi með parti Bjarnar á Guðlaugsstöðum engin, og hafa engin í 15 ár verið, en fyrir þann tíð rjeðu eigendur og vita menn því ekki kúgilda skil á þessum parti. Af þeim xv € sem Tumi og hans bróðurdóttir eiga, fylgdi ekki viss kúgildatala það menn muna til, því eigendur rjeðu, og engin eru þar nú leigukúgildi.
Kvaðir alls öngvar. Kvikfjenaður iii kýr, i kvíga veturgömul, i tarfur veturgamall, i kálfur, liii ær, xv sauðir tvævetrir og eldri, xxx veturgambr, xxxvii lömb, i hestur, ii hross með fylum, i únghryssa, i fob veturgamall. Fóðrast kann vi kýr, xxx lömb, lx ær, viii hestar. Torfrista og stúnga bjargleg. Rifhrís til kolgjörðar og eldiviðar þver mjög. Engjar öngvar, nema það hent verður í fúaflóum.

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Ábúendur;

1901-1945- Jón Guðmundsson 22. jan. 1878 - 7. sept. 1967. Var á Torfalæk, Hjaltabakkasókn, Hún. 1890. Bóndi á Torfalæk 1930. Bóndi á Torfalæk á Ásum, A-Hún. Síðast bús. í Reykjavík. Kona hans; Ingibjörg Björnsdóttir 28. maí 1875 - 10. sept. 1940. Var á Marðarnúpi, Undirfellssókn, Hún. 1890. Húsfreyja á Torfalæk, Torfalækjarhreppi, A-Hún. 1920 og 1930.

1943> Torfi Jónsson 28. júlí 1915 - 17. júlí 2009. Bóndi á Torfalæk, A-Hún. Var á Torfalæk, Torfalækjarhreppi, A-Hún. 1920 og 1930. Var á Torfalæk í Torfalækjahr., A-Hún. 1957. Kona hans; Ástríður Jóhannesdóttir 23. maí 1921 - 13. mars 1988. Var á Gauksstöðum, Útskálasókn, Gull. 1930. Húsfreyja á Torfalæk í Torfalækjahr., A-Hún. Var þar 1957.

1967> Jóhannes Torfason 11. apríl 1945 Var á Torfalæk í Torfalækjahr., A-Hún. 1957. Kona hans; Elín Sigurlaug Sigurðardóttir 19. maí 1944. Torfalæk. Forstöðukona Heimilisiðnaðarsafnsins á Blönduósi.

General context

Skrá um landamerki jarðarinnar Torfalækjar í Torfalækjarhreppi.

Að sunnan ræður merkjum milli jarðanna Torfalækjar og Hælis Bakkakelda, er liggur að Torfalæk að austan, við upptök á vatnsveitingaskurði þeim, er lagður er út og ofan á flóa, ræður síðan merkjum lækurinn ofan á móts við Skinnastaðaland, og síðan alla leið ofan að þjóðvegi þeim, er liggur eptir Skinnastaðahöfða, þaðan eru merki að vestur bein lína norður í svo kallað Mógil, sem liggur sunnan við svo nefndan Skeiðmel, sem er suður og niður undan Húnsstöðum. Úr Mógili þessu eru merki að norðan gagnvart Húnsstaðalandi bein lína í austur í vörðu þá, er úr torfi upp á flóa, og þaðan beina línu austur í Grástein, er stendur sunnanvert við Kringlumýri. Síðan eru merki frá Grásteini þessum bein lína í norður í svo kallaða Fossa í Brúarlæk. Uppfrá fossum þessum ræður lækurinn merkjum gagnvart Holtslandi í austur, að Kerlingarhól, sem stendur austan vert við Breiðásflóa. Frá Kerlingarhól eru merki að austan gagnvart Meðalheimslandi bein lína suður í áður nefnda Bakkakeldu, sem eins og áður er getið liggur við Torfalæk. Á línunni frá Kerlingarhól að Bakkakeldu er hlaðin merkjavarða.

Torfalæk, 15. dag júlí 1885
Sigríður Jónsdóttir, Sigurlaug Jónsdóttir eigendur að Torfalæk.

Framanskrifuðum landamerkjum er samþykkur
B.G. Blöndal, umboðsmaður þjóðjarðanna
Hælis, Skinnastaða, Húnsstaða og Holts.

Lesið fyrir manntalsþingsrjetti Húnavatnssýslu að Torfalæk 26. maí 1886, og innfært í landamerkjabók sýslunnar No. 48 fol. 26.

Relationships area

Related entity

Jóhannes Torfason (1945) Torfalæk (11.4.1945)

Identifier of related entity

HAH06064

Category of relationship

hierarchical

Dates of relationship

11.4.1945

Description of relationship

fæddur þar, síðar bóndi

Related entity

Sigurlaug Jónsdóttir (1835-1922) Torfalæk (5.10.1835 - 8.5.1922)

Identifier of related entity

HAH06360

Category of relationship

hierarchical

Dates of relationship

Description of relationship

húsfreyja þar

Related entity

Ósk Guðmundsdóttir (1840-1922) vk Krossanesi (9.9.1840 - 28.2.1922)

Identifier of related entity

HAH07455

Category of relationship

associative

Dates of relationship

9.9.1840

Description of relationship

fædd þar

Related entity

Húnstaðir í Torfalækjarhreppi ((1300))

Identifier of related entity

HAH00554

Category of relationship

associative

Dates of relationship

26.5.1886

Description of relationship

Sameiginleg landamörk

Related entity

Dýrunn Jónsdóttir (1879-1943) Galtarnesi (17.11.1879 - 18.5.1943)

Identifier of related entity

HAH03038

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

barn þar

Related entity

Steinunn Guðmundsdóttir (1852-1896) Refsstað og Þverárdal á Laxárdal fremri (16.10.1852 - 25.1.1895)

Identifier of related entity

HAH07180

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Barn þar 1855 og 1860, líklega fædd þar

Related entity

Guðrún Eysteinsdóttir (1851-1917) Hamri (23.12.1851 - 22.2.1917)

Identifier of related entity

HAH04286

Category of relationship

associative

Dates of relationship

23.12.1851

Description of relationship

fædd þar

Related entity

Soffía Baldvinsdóttir (1866-1919) Blönduósi (24.8.1866 - 28.11.1943)

Identifier of related entity

HAH04961

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

vinnukona þar

Related entity

Marta Guðmundsdóttir (1885-1957) Lækjarbakka Skagaströnd (22.1.1885 - 31.5.1957)

Identifier of related entity

HAH05942

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

barn þar 1890

Related entity

Torfalækur / Hælislækur [straumvatn] í Torfalækjarhreppi

Identifier of related entity

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Páll Kolka (1895-1971) læknir Blönduósi (25.1.1895 - 19.7.1971)

Identifier of related entity

HAH04940

Category of relationship

associative

Dates of relationship

25.1.1895

Description of relationship

fæddur þar

Related entity

Hæli / Hæll í Torfalækjarhreppi ([1300])

Identifier of related entity

HAH00555

Category of relationship

associative

Dates of relationship

26.5.1886

Description of relationship

Sameiginleg landamörk

Related entity

Holt á Ásum ((1250))

Identifier of related entity

HAH00552

Category of relationship

associative

Dates of relationship

26.5.1886

Description of relationship

Sameiginleg landamörk

Related entity

Torfalækjarhreppur ((1000-2019))

Identifier of related entity

HAH00566

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Skinnastaðir í Torfalækjarhreppi ((1000))

Identifier of related entity

HAH00564

Category of relationship

associative

Dates of relationship

24.5.1890

Description of relationship

Sameiginleg landamörk

Related entity

Meðalheimur Torfalækjarhreppi ([1300])

Identifier of related entity

HAH00559

Category of relationship

associative

Dates of relationship

26.5.1886

Description of relationship

Sameiginleg landamörk

Related entity

Ólafur Ólafsson (1863-1930) Ólafshúsi (6.10.1863 - 25.7.1930)

Identifier of related entity

HAH04936

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

tökubarn þar 1870

Related entity

Ingunn Pálmadóttir (1869-1923) Churchbridge (4.8.1869 - 8.5.1906)

Identifier of related entity

HAH06539

Category of relationship

associative

Type of relationship

Ingunn Pálmadóttir (1869-1923) Churchbridge

is the associate of

Torfalækur í Torfalækjarhrepp

Dates of relationship

4.8.1869

Description of relationship

fædd þar

Related entity

Magnús Pétursson (1850-1925) Árdalsbyggð Nýja Íslandi Kanada-frá Glaumbæ og Miðgili Langadal (1.8.1850 - 10.11.1925)

Identifier of related entity

HAH06575

Category of relationship

associative

Type of relationship

Dates of relationship

1.8.1850

Description of relationship

fæddur þar

Related entity

Ingibjörg Ingimundardóttir (1866-1946) vk Torfalæk (22.10.1866 - 17.5.1946)

Identifier of related entity

HAH06695

Category of relationship

associative

Type of relationship

Ingibjörg Ingimundardóttir (1866-1946) vk Torfalæk

is the associate of

Torfalækur í Torfalækjarhrepp

Dates of relationship

Description of relationship

vinnukona þar

Related entity

Jónas Jónsson (1848-1936) Finnstungu (24.3.1848 - 19.11.1936)

Identifier of related entity

HAH05824

Category of relationship

associative

Type of relationship

Jónas Jónsson (1848-1936) Finnstungu

is the associate of

Torfalækur í Torfalækjarhrepp

Dates of relationship

Description of relationship

var þar 1870

Related entity

Jóhanna Pálsdóttir (1854-1923) ráðskona í Þorlákshúsi (5.5.1854 - 4.11.1923)

Identifier of related entity

HAH05412

Category of relationship

associative

Type of relationship

Jóhanna Pálsdóttir (1854-1923) ráðskona í Þorlákshúsi

is the associate of

Torfalækur í Torfalækjarhrepp

Dates of relationship

Description of relationship

vinnukona þar 1880

Related entity

Guðmundur Jónsson (1825-1896) Torfalæk (30.6.1825 - 2.12.1896)

Identifier of related entity

HAH04075

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Guðmundur Jónsson (1825-1896) Torfalæk

controls

Torfalækur í Torfalækjarhrepp

Dates of relationship

Description of relationship

bóndi þar 1860

Related entity

Ingibjörg Björnsdóttir (1875-1940) Torfalæk (28.5.1875 - 10.9.1940)

Identifier of related entity

HAH06697

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Ingibjörg Björnsdóttir (1875-1940) Torfalæk

controls

Torfalækur í Torfalækjarhrepp

Dates of relationship

Description of relationship

Húsfreyja þar

Related entity

Steinunn Erlendsdóttir (1826-1898) Mörk Laxárdal fremri (21.2.1826 - 23.1.1898)

Identifier of related entity

HAH06762

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Steinunn Erlendsdóttir (1826-1898) Mörk Laxárdal fremri

controls

Torfalækur í Torfalækjarhrepp

Dates of relationship

Description of relationship

Húsfreyja þar 1860

Related entity

Jón Jónsson (1842-1924) Ytri-Bálkastöðum og Torfalæk (26.4.1842 - 28.12.1924)

Identifier of related entity

HAH05608

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Jón Jónsson (1842-1924) Ytri-Bálkastöðum og Torfalæk

controls

Torfalækur í Torfalækjarhrepp

Dates of relationship

Description of relationship

Húsbóndi þar 1871

Related entity

Ragnhildur Pálsdóttir (1855) Torfalæk (25.8.1855 -)

Identifier of related entity

HAH09187

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Ragnhildur Pálsdóttir (1855) Torfalæk

controls

Torfalækur í Torfalækjarhrepp

Dates of relationship

Description of relationship

Húsfreyja þar

Related entity

Ástríður Jóhannesdóttir (1921-1988) Torfalæk (23.5.1921 - 13.3.1988)

Identifier of related entity

HAH01095

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Ástríður Jóhannesdóttir (1921-1988) Torfalæk

controls

Torfalækur í Torfalækjarhrepp

Dates of relationship

1943

Description of relationship

Related entity

Torfi Jónsson (1915-2009) Torfalæk (28.7.1915 - 17.7.2009)

Identifier of related entity

HAH02086

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Torfi Jónsson (1915-2009) Torfalæk

controls

Torfalækur í Torfalækjarhrepp

Dates of relationship

1943

Description of relationship

Related entity

Elín Sigurðardóttir (1944) Torfalæk (19.5.1944 -)

Identifier of related entity

HAH03202

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Elín Sigurðardóttir (1944) Torfalæk

controls

Torfalækur í Torfalækjarhrepp

Dates of relationship

1967

Description of relationship

Related entity

Jón Guðmundsson (1878-1967) Torfalæk (22.1.1878 - 7.9.1967)

Identifier of related entity

HAH04909

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Jón Guðmundsson (1878-1967) Torfalæk

is the owner of

Torfalækur í Torfalækjarhrepp

Dates of relationship

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH00565

Institution identifier

IS HAH-Bæ

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 3.4.2019

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Guðmundur Paul
Jarðabók Árna Magnússonar 1706. Bls 309
file:///C:/Users/Notandi/AppData/Local/Microsoft/Windows/INetCache/IE/TYHI81U1/H%C3%BAnavatnss%C3%BDsla.pdf
Landamerkjabók sýslunnar No. 48 fol. 26.
Húnaþing II bls 276-277

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places