Vatnsdalur

Identity area

Type of entity

Corporate body

Authorized form of name

Vatnsdalur

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

um 880 -

History

Vatnsdalur er 25 km langur dalur í Austur-Húnavatnssýslu. Í dalnum nam Ingimundur gamli Þorsteinsson land samkvæmt því sem segir í Landnámu, og bjó hann á Hofi. Vatnsdalsvegur er 40 km langur og liggur um dalinn, beggja vegna Vatnsdalsár.

Vatnsdalur er grösugur og búsældarlegur dalur sem gengur inn til suðurs milli Vatnsdalsfjalls, sem er 1018 m hátt, í austri og Víðidalsfjalls, sem er 993 m. Næsti dalur vestan við hann er Víðidalur, en til austurs er Sauðadalur næstur, svo Mjóidalur og að lokum Svínadalur.

Við mynni dalsins að vestan eru Vatnsdalshólar, sem sagðir eru óteljandi. Þeir eru flestir keilumyndaðir og eru taldir hafa orðið til við jarðskrið úr Vatnsdalsfjalli fyrir um 10.000 árum. Í Þrístöpum vestast í Vatnsdalshólum fór fram síðasta aftaka á Íslandi árið 1830, þegar Friðrik Sigurðsson og Agnes Magnúsdóttir voru hálshöggvin fyrir morð. Innan við hólana er stöðuvatnið Flóðið, sem varð til árið 1720, þegar skriða úr Vatnsdalsfjalli stíflaði Vatnsdalsá, sem rennur um dalinn, og eyddi bænum Bjarnastöðum. Áin sem nú rennur úr vatninu heitir Hnausakvísl. Vatnsdalsá er ein af betri laxveiðiám landsins og í henni er líka mikil silungsveiði.

Í landi Kornsár fyrir miðjum dal er alldjúp, sérkennileg smátjörn sem nefnist Kattarauga, á henni eru tvær fljótandi eyjar og er hún friðlýst náttúruvætti. Trjálundur er í Þórdísarlundi og við Ólafslund. Inn af dalnum er Grímstunguheiði, víðlent afréttarland sem áður tilheyrði stórbýlinu Grímstungu, þar sem áður var prestssetur og kirkjustaður. Vestan við hana er Haukagilsheiði, kennd við bæinn Haukagil í Vatnsdal.

Vatnsdalur er þéttbýl sveit og þar er stundaður landbúnaður og ferðaþjónusta. Kirkja er á Undirfelli og þar er einnig rétt sveitarinnar.

Places

Austur-Húnavatnssýsla; Hof; Vatnsdalsá; Vatnsdalsfjall; Víðidalsfjall; Víðidalur; Sauðadalur; Mjóidalur; Svínadalur; Vatnsdalshólar; Þrístapar; Flóðið; Bjarnastaðir; Hnausakvísl; Kornsá; Kattarauga; Þórdísarlundur; Ólafslundur; Grímstunguheiði; Grímstunga; Haukagilsheiði; Haukagil; Forsæludalur; Jörundarfell; Þing; Þingeyrar; Helgavatn; Stígandahróf; Húnavatn; Húnavatnsós; Þórdísarholt; Ingimundarhóll; Nautabú; Nautabúsmóa; Odda-Ás; Ljótunnarkinn; Ás; Ásbrekka; Jökulsstaðir; Tungu; "Tunga in neðri" [Þórormstunga]; Þórhallastaðir; Glámsþúfa; Vaglar; Hvammur; Marðarnúpur; Kot [Sunnuhlíð]; Ingimundarrústir; Faxalækur:

Legal status

Eyðbýli í Áshreppi.
1) Gilstaðasel var Gilstöðum við Gljúfurá fram á seinni hluta 19. aldar. Nú í auðn.
2) Kornsársel er í kvíslamótunum, þar sem Kornsá og Kleppa koma saman. Lárus Blöndal, þá sýslumaður á Kornsá, lét byggja það um 1890. Selið var rifið um aldamótin 1900. Þar var ekkert túnmál. Síðasti dvalarmaður þar var Jakob Árnason.
3) Oddnýjarkot.
4) Hringhóll.
5) Nautabú; stendur ekki í jarðabókum. Þetta fornbýli liggur út undir Litlu-Kornsá í Undirfellslandi; [talið landnámsbýli (Þóris hafursþjós). Túnmál er þar allglöggt; viðast garðlög; sömuleiðis húsarústir allskýrar. Allt bendir til, að þar hafi byggð verið langt inn í aldir.
6) Ljótunarkinn. Sagnir herma, að þetta sé landnámsbýli. Túnmálið sést glöggt; garðlag allt í kring; sömuleiðis glöggar húsarústir.
7) Áshús nefnir Á. M. hjáleigu í Áslandi, er þá fyrir fám árum hafi verið byggð af húsmanni, Jóni Ólafssyni, og hafi byggðin varað stutt Jarðabækur geta ekki frekar um Áshús, en flest bendir til, að eftir þann tíma hafi verið þar byggð. Túnmál er ljóst afmarkað með garðlagi; sömuleiðis glöggar rústir af húsum. Áshús liggja fyrir framan Ás.
8) Brekkukot. Johnsens jarðatal getur um Brekkukot sem eyðihjáleigu 1802. Hvenær Brekkukot fóru í auðn, er óvíst. Túnmálið sést enn, garðlög víðast all-skýr, og húsarústaleifar.
9) Gilsbakki. Síðar er Gilsbakka ekki getið í jarðabókum. Hann er suður við Álftaskálina. Flest bendir til, að hann hafi síðar verið byggður. Túnmál ljóst, með garðlögum og húsarústaleifum.
10) Miðsel í Haukagilslandi, fram í Álftaskálarárgili, sunnanvert við Grafargil. Óljóst hve nær það var byggt eða fór í auðn. A. M. getur þess ekki, en allt bendir til, að það hafi síðar verið byggt. Garðlagsleifar, túnstæði, kálgarður og rústaleifar eru allt frá seinni tíma.
11) Fremsta-sel í Haukagilslandi. Þess er ekki getið í jarðabókum. Það liggur framundir Skútueyri. Virðist það mikið eldra en Miðsel, allar rústaleifar óljósari
12) Hofssel stendur vestan-vert við Kornsárkvísl, vestur undan Haukagili. Er það talið byggt frá Hofi, en óljóst á hvaða tíma. Það er í tungu á eyri, umgirt af Kornsárkvísl. Rústir þess eru glöggar og túnmál. Hofssels er ekki getið í jarðabókum.
13) Grímstungukot.
14) Þórhallastaðir. Býli þetta er eitt af þeim, sem talin eru landnámsbýli, svo sem Grettissaga upplýsir um. Örnefni haldast enn: Glámsþúfa, Skessufoss o. fl. Flest er óljóst, er snertir Þórhallastaði. Túnummálið í vafa og rústir óglöggar.
15) Litlidalur í Grímstungulandi. Hans er ekki getið í jarðabókum. Enn sjást all-glöggt rústir og garðlagsleifar, er benda á, að ekki sé langt inn í öldum síðan byggður var Litlidalur; Iiggur á móti Forsæludal.
16) Grimstungusel eystra, er stendur í dalnum fram af Litladal. Þess er ekki getið í jarðbókum. Sel þetta hefir verið byggt framyfir miðja 19. öld. Rústir því glöggar.
17) Grímstungusel vestra er fram við Selkvísl. Túnummál sést þar að sönnu, mjög þýft. Forn garðlög og rústaleifar. Sels þessa er ekki getið í jarðabókum, en í Sturlungu er þess getið. 18) Skúti; fjallabýli, sem er fram við Álftaskálará, inni í óbyggðum. Hans er ekki getið i prentuðum jarðab. Hve nær fyrst byggðist, er óljóst. Á Sturlungaöldinni er hans ekki getið. Sagnir herma, að hann félli í auðn í plágunni miklu, 1495, og lægi í auðn í fleiri aldir. Snemma á 18. öldinni lifir í munnmælum, að þar hafi verið mikill búskapur, síðasti bóndi þar hafi flutzt með 500 fjár að Breiðabólsstað í Þingi og fellt þar allt féð. Þetta er tekið eftir sögn Árna sál. Jónssonar, hreppstjóra á Þverá í Hallárdal. Túnmál sést glöggt, það sem ekki er brotið af ánni. Húsarústir glöggar, en sumar horfnar af landbroti. Túnið er slétt, og með garðlagi að norð-austan; framræsluskurður er i túnmálinu.
19) Dalkot. Johnsens jarðatal og jarðatal frá 1861 nefna bæði býli þetta. Virðist það því ekki hafa farið i auðn fyr en á síðari hluta 19. aldar.
20) Forsæludalssel, fram við Friðmundará, var byggt fram á seinni hluta 19. aldar. Þess er ekki getið í jarðabókum. Túnmál er þar glöggt og að mestu slétt. Húsarústir glöggar.
21) Réttarhóll er inni í óbyggðum sunnanvert við Fellakvísl, 3 ½ tíma ferð frá fremstu bæjum. Landið var keypt undan Forsæludal og Þórormstungu 1883; verð 900 krónur. Á Réttarhól var fyrrum leitarmannaskáli (1840). Síðar smárétt, notuð við sundurdrátt á fé, og fékk hóllinn nafn af henni. Árið 1886 byggði Björn Eysteinsson yfir sig á hólnum og bjó þar í 5 ár. Síðan fór Réttarhóll í auðn; landið keypt af upprekstrarfélögum. Túnmál er þar ekkert. Rústir glöggar.
22) Smiðshóll. Fornar sagnir herma, að þetta hafi verið landnámsbýli, Smiður Ingimundarson hafi byggt þar. Þar er íllt að glöggva sig, því skriður hafa fallið, en þó bendir flest á, að býli hafi verið þar. Sést votta fyrir garðlagi, og ágizkun er með túnpart suður að skriðunni. Rústir af húsum engar.
23) Jökulstaðir. Fornbýli þetta er vestur af Þórormstungu, upp í múlataglinu, þar sem Vatnsdæla lýsir leið Jökuls Ingimundarsonar. Allt bendir til, að þar hafi síðar verið byggt; túnmál, garðlag og rústir glöggar.
24) Hólkot. Hjáleiga þessi hefir á ýmsum tímum verið byggð, en er nú fallin i auðn fyrir nokkrum árum. Túnmál er þar nokkurt, er gaf af sér um 20 hesta.
25) Tungusel er fram á Þórormstungu-hálsinum. Óljóst hve nær fyrst byggðist. Var byggt fram á seinni hluta 19. aldar. Túnmál og rústaleifar glöggar. Þess er ekki getið í jarðabókum. 26) Árnasel er fram á hálsinum í Kárdalstungu-Iandi. Hefir verið byggt svipaðan tíma og Tungusel, en þó að líkum fyr farið í auðn. Túnmál og rústaleifar glöggar. Jarðabækur geta þess ekki.
27) Gerði fyrir neðan túnið á Guðrúnarstöðum. Á býli þessu hefir verið byggt upp síðar, og búskapur haldizt á því fram á seinni hluta 19. aldar. Nú er það að öllu komið í auðn, en túnmálið vaxið saman við tún heimajarðar.
28) Vaglasel stendur fram á hálsinum fyrir framan Vagla, fram við svo-kallaðan Illaflóa. Var það byggt að einhverju leyti um miðja 19. öldina. Nú fyrir löngu komið í auðn. Túnmál ekkert. Rústir af húsum allglöggar.
29) Melagerði. Á Melagerði bendir allt til að hafi lengi búskapur haldizt. Túnmál, rústir af húsum og garðlögum, er allt mjög glöggt.
30) Guðrúnarstaðasei í Guðrúnarstaða-landi stendur suður- og upp-undir Gilskarði. Ókunnugt hve nær byggðist eða fór í auðn. Rústir glöggar. Túnmál ekkert.
31) Marðarnúpssel í Marðarnúpslandí er í Auðkúlusókn. Þess er ekki getið í jarðabókum. Hefir lengi verið byggt; fór í auðn skömmu eftir 1920. Tún gaf af sér 20—30 hesta.
32) Gróustaðir. Á býli þessu virðist, að búskapur hafi haldizt all-langt aftur í tíma, þó jarðabækur ekki geti þess. Túnmál er þar glöggt, girðingar og rústaleifar. Fornbýli þetta er talið landnámsbýli; sagnir úr Vatnsaælu.
33) Bakki leigubýli; um hann getið í öllum jarðabókum; fór í auðn; lagður undir Eyjólfsstaði 1906.
34) Nyrðra-Hvammkot. Sameinað Hvamminum um 1840.
35) Hvammssel á Sauðadal nefnir Á.M., hafi verið upp með Hvammi, en hvar, viti menn ekki. Selstaða þessi mun snemma hafa lagzt niður. Hefir hennar ekki verið getið á seinni árum.
36) Syðra-Hvammkot. Býli þetta virðist hafa verið byggt eftir þann tima alllangt inn í ár. Túnmál er þar ljóst, og rústir af húsaleifum skýrar.
37) Eilífstóftir eru suður og upp frá túninu í Hvammi, beint austur af Syðra-Hvammkoti. Virðist, að þar hafi verið byggð löngu siðar, þótt jarðabækur geti þess ekki. Túnmörk eru glögg, nema að sunnan; þar fallið skriða. Garðlög, og rústir glöggar, benda á stuttan aldur.
38) Foss, fornbýli í HvammsIandi undir Hjallafossi; ekki getið í jarðabókum. Óljósar sagnir til um fornbýli þetta. Sést glöggt túnmál, rústir og garðlög. Stærð túnmáls 3 dagsláttur.
39) Hvammssel stendur norðan við Urðarvatn; byggt um 1880. Brúkað nokkur ár; féll svo í auðn.

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

General context

Vatnsdalur er grösugur og búsældarlegur dalur sem teygir sig um 25 km leið fram að Forsæludal. Að austan afmarkast dalurinn af Vatnsdalsfjalli og gnæfir þar hæst Jörundarfell í 1038 metra hæð, en að vestan er hálshlíðin lág og ná smábungóttir ásar allt að Víðidalsfjalli. Vatnsdalsá rennur um dalinn og er, líkt og fleiri húnvetnskar ár, þekkt fyrir lax- og silungsveiði. Nyrst í dalnum myndar hún Flóðið, sem varð til árið 1720 þegar skriða úr fjallinu stíflaði ána og eyddi bænum að Bjarnastöðum. Í dalsmynninu vekja hólarnir „óteljandi“ eftirtekt en talið er að þeir hafi myndast úr miklu skriðufalli handan úr Vatnsdalsfjalli fyrir um tíu þúsund árum. Norðan hólanna er Þingið, en á Þingeyrum stóð hið forna héraðsþing á þjóðveldistíma. Þar stóð einnig klaustur af Benediktsreglu og var menningarmiðstöð í yfir fjórar aldir, en venja er að miða stofnun þess við árið 1133 þegar fyrsti ábótinn var vígður til klaustursins. Í Landnámabók og Vatnsdæla sögu greinir frá landnámi Ingimundar gamla, en þar segir að hann hafi numið Vatnsdal allan fyrir ofan Helgavatn og Urðarvatn og sett bú sitt að Hofi. Ingimundur var vinur og bandamaður Haraldar konungs hárfagra (um 850-933) og barðist með honum í hinni miklu orustu í Hafursfirði í Noregi. Eftir bardagann fékk konungur Ingimundi gott kvonfang, Vígdísi, dóttur Þóris jarls þegjanda. Bróðir Þóris var Göngu-Hrólfur sem réðist með víkingaher inn í Frakkland og gerðist jarl yfir landsvæði því sem fékk nafnið Norðmandí. Afkomandi Göngu-Hrólfs var Vilhjálmur sigursæli sem lagði undir sig England árið 1066. Vatnsdælasaga var sett á bókfell um 1270, en atburðatíminn hefst um það leyti er Ingimundur gamli kom út til Íslands um 900 og lýkur við dauða Þorkels kröflu á fyrri hluta 11. aldar. Ljóst má vera að höfundur hefur gjörþekkt landslag og minjar í héraðinu og hefur eflaust notað þekkta minjastaði við sviðsetningar á atburðum. Þannig verða minjar og landslag órjúfanlegur hluti af frásögninni sjálfri. Óvenju margir minjastaðir hafa varðveist fram á þennan dag sem tengja má frásögnum Vatnsdælasögu og voru flestir þeirra friðlýstir í kringum 1930. Á undanförnum árum hefur verið unnið að því að kynna þessa staði sérstaklega með uppsetningu söguskilta og að gera þá aðgengilega með stikun gönguleiða. Staðir þessir eru merktir sérstaklega inn á kortið ásamt öðrum áhugaverðum sögu- og minjastöðum í héraðinu.

Stígandahróf. Í Vatnsdælasögu greinir frá því að landnámsmaðurinn Ingimundur gamli hafi farið til Noregs að sækja sér húsavið. Færði Ingimundur Haraldi konungi hvítabirni að gjöf en konungur gaf á móti skipið Stíganda með viðarfarmi. Hann kom skipinu í Húnavatnsós og reisti þar naustið Stígandahróf yfir það. Vestan við Húnavatn eru tóft af allstóru nausti og er það kennt við skip Ingimundar og ber heitið Stígandahróf.

Þórdísarholt. Eftir dvöl sína við Ingimundarhól í Víðidal hélt Ingimundur gamli með fólk sitt yfir í Vatnsdal. „Og er þeir komu að Vatnsdalsá þá mælti Vigdís kona Ingimundar: „Hér mun ég eiga dvöl nokkura því að ég kenni mér sóttar.“ Ingimundur svarar: „Verði það að góðu.“ Þá fæddi Vígdís meybarn. Hún var Þórdís kölluð. Ingimundur mælti: „Hér skal Þórdísarholt heita.““ Við Þórdísarlund hefur verið sett söguskilti um atburðinn þegar fyrsti Húnvetningurinn fæddist.

Nautabú. Þórir hafursþjó var einn af sonum Ingimundar gamla og bjó að Nautabúi. Sagt er að á hann hafi stundum runnið berserksgangur, sem hann losnaði síðar við með því að bjarga lífi og fóstra Þorkel kröflu. Í túninu sunnan bæjar á Kornsá er að finna örnefnið Nautabúsmóa og þar eru greinilegar rústir bæjar og garðs, sem með rannsókn hefur verið staðfest að er frá því fyrir árið 1000.

Odda-Ás í Ljótunnarkinn. Hrolleifur hinn mikli var með líka skapsmuni og Ljót móðir hans, sem sögð var illa lofuð að skapi og einstök í háttum. Þau voru hrakin úr Skagafirði og voru tvo til þrjá vetur hjá Ingimundi gamla áður en hann byggði þeim bæ í Ási. Hrolleifur varð síðar banamaður Ingimundar vegna deilna um veiðar í Vatnsdalsá. Greinir Vatnsdælasaga frá hefnd þeirra Ingimundarsona er þeir sóttu að þeim mæðginum heima á bæ þeirra og drápu þau bæði. Ljótunnarkinn er grasbrekka í nyrðri ásnum í Ási. Þar mótar enn fyrir fornum garðlögum og tóftum fornbýlis. Norðan við heimkeyrsluna að Ási hefur verið sett upp söguskilti.

Jökulsstaðir. Í Landnámu og Vatnsdælasögu segir að Jökull Ingimundarson hafi búið í Tungu en staðarheitið Jökulsstaðir er ekki nefnt. Vatnsdælasaga segir að Þórormur hafi búið í „Tungu inni neðri“ og því má ætla að bær Jökuls hafi verið í Tungu hinni efri. Uppi á meltagli sunnan og ofan við bæinn í Þórormstungu eru fornar bæjartóftir með garðlögum í kring og staðurinn nefndur Jökulsstaðir. Söguskilti hefur verið sett upp við veginn neðan við Jökulsstaði og er stutt gönguleið upp hlíðina að rústunum. Sér þaðan vítt yfir héraðið og út til hafs.

Þórhallastaðir. Ein magnaðasta frásögn fornbókmenntanna er lýsing Grettissögu af glímu Grettis við drauginn Glám. Glíma sú fór fram í skálanum á Þórhallastöðum og barst þaðan út á hlað, undir tunglskini og skýflókum. Glámur var sænskur að uppruna og gerðist sauðamaður hjá Þórhalli bónda. Var honum svo lýst: „Kirkja var á Þórhallsstöðum; ekki vildi Glámur til hennar koma; hann var ósöngvinn og trúlaus, stirfinn og viðskotaillur; öllum var hann hvimleiður.“ Á jólanótt var Glámur drepinn af óþekktri meinvætt innar í Forsæludal og var dysjaður þar á staðnum og kallast grashóllinn Glámsþúfa. Glámur lá hins vegar ekki kyrr, heldur gekk aftur, reið húsum og drap menn og skepnur á bænum og víðar í Vatnsdal. Gretti tókst að ráða niðurlögum draugsins en hlaut fyrir það ævilanga ógæfu og myrkfælni, „og það er haft síðan fyrir orðtæki, að þeim ljái Glámur augna eða gefi glámsýni, er mjög sýnist annan veg en er“. Á Þórhallastöðum er að finna myndarlegan bæjarhól og rústir bygginga en bærinn hefur verið í eyði um aldir.

Ingimundarrústir. Í Vatnsdælasögu er frásögn af landnámi Ingimundar gamla. Kom hann í dal einn víði vaxinn og kallaði hann Víðidal og hafði þar vetursetu og reisti sér skála. Á nesi einu milli Víðidalsár og Faxalækjar er hæð sem kennd er við Ingimund og kallast Ingimundarhóll. Norðaustan undir hólnum mótar fyrir tóttum og eru byggingar fornlegar, skálar tveir, 16-18 metrar að lengd. Söguskilti hefur verið sett upp við Vesturhópsvatn og þaðan liggur göngustígur að rústunum.

Relationships area

Related entity

Undirfell í Vatnsdal ((1930))

Identifier of related entity

HAH00569

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Grímstunga í Vatnsdal ((950))

Identifier of related entity

HAH00044

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Guðrúnarstaðir í Vatnsdal ((950))

Identifier of related entity

HAH00045

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Haukagil í Vatnsdal ((900))

Identifier of related entity

HAH00046

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Hof í Vatnsdal (um 880 -)

Identifier of related entity

HAH00048

Category of relationship

associative

Dates of relationship

um880

Description of relationship

Hof er landnámsjörð í Vatnsdal

Related entity

Kárdalstunga í Vatnsdal ((950))

Identifier of related entity

HAH00050

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Kornsá í Vatnsdal ((1950))

Identifier of related entity

HAH00051

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Skólahús á Móhellu í Vatnsdal (1935 -)

Identifier of related entity

HAH00055

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1935

Description of relationship

Related entity

Marðarnúpur í Vatnsdal ((950))

Identifier of related entity

HAH00052

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Másstaðir í Þingi ((1930))

Identifier of related entity

HAH00504

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Saurbær í Vatnsdal ((1200))

Identifier of related entity

HAH00054

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Bótarfell í Vatnsdal ((1000-2019))

Identifier of related entity

HAH00601

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Sunnuhlíð í Vatnsdal - Kot / Torfustaðakot ((1950))

Identifier of related entity

HAH00057

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Vatnsdalsá ((1000-2019))

Identifier of related entity

HAH00513

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Flóðið í Vatnsdal (8.10.1720 -)

Identifier of related entity

HAH00255

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1720

Description of relationship

Related entity

Vatnsdalshólar bær og náttúra ((1100))

Identifier of related entity

HAH00512

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Þórormstunga í Vatnsdal ((950))

Identifier of related entity

HAH00059

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Brúsastaðir í Vatnsdal ((1500))

Identifier of related entity

HAH00038

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Undirfellskirkja (1893) (1893-1990)

Identifier of related entity

HAH10010

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Hvammur í Vatnsdal ((1950))

Identifier of related entity

HAH00049

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Kötlustaðir í Vatnsdal ((1930))

Identifier of related entity

HAH00177

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Torfalækjarhreppur ((1000-2019))

Identifier of related entity

HAH00566

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Sameiginleg landamörk við Sauðadal

Related entity

Undirfellsrétt (1853-)

Identifier of related entity

HAH00571

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1853

Description of relationship

núverandi krétt var byggð 1973

Related entity

Vatnsdalsfjall ((1000-2019))

Identifier of related entity

HAH00589

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Dalsfoss í Vatnsdalsá (874-)

Identifier of related entity

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Skriður í Vatnsdal

Identifier of related entity

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

– Vatnsdalur (alm.): …Hlíðar hafa skemmst af skriðum og láglendið af vatnagangi með landbroti (Sýslu og sóknarlýsingar Bókmenntafélagsins – Grímstungukirkjusókn, 1844). – Vatnsdalur: …Grímstunga, Haukagil, Saurbær, Gilá, Marðarnúpur, Guðrúnarstaðir, Vaglir, Kárdalstunga, Þórormstunga, Torfastaðir, Dalkot, Forsæludalur: …Samt má heita milli þeirra, og flestir standa þeir undir fjalla– og hálsahlíðum, auk þeirra þriggja sem standa í ártungusporðum, sem nöfn þeirra vísa. Hagbeit þessara bæja álíst betri en heyskapur, sem mjög er ringur í flestum stöðum. Flestallt undir iðulegum skriðuföllum af ám og lækjum (Sýslu og sóknarlýsingar Bókmenntafélagsins – Grímstungukirkjusókn, 1844). – Vatnsdalur: …Bjarnastaðir, Másstaðir, Grundarkot, Hjallaland, Hvammur, Eyjólfsstaðir, Bakki, Hof, Kötlustaðir, (Ás, Brúsastaðir, Snæringsstaðir, Undirfell, Kornsá, Gilstaðir, Flaga, Helgavatn, Hnjúkur). …Allar ganga þær af sér fyrir sandfok, skriður, jarðföll, vatnayfirgang og uppblástur, sem sjá má þar af meðal annars, að í landnámatíð var dalurinn skógi vaxinn, en nú sér þar ekki nema í einstökum forarflóum smákvist að vestan, engan að austan (Sýslu og sóknarlýsingar Bókmenntafélagsins – Undirfellssókn, 1840).

Related entity

Grundarkot í Vatnsdal

Identifier of related entity

HAH00974

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Gilá í Vatnsdal ((950))

Identifier of related entity

HAH00042

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Kattarauga í Vatnsdal ((1950))

Identifier of related entity

HAH00341

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Hnausakvísl og brúin ((1950))

Identifier of related entity

HAH00266

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Sauðadalur ((900))

Identifier of related entity

HAH00405

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Gilsstaðir í Vatnsdal ((1300))

Identifier of related entity

HAH00043

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Grímstunguheiði ((1950))

Identifier of related entity

HAH00017

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Nautabú í Vatnsdal (1949 -)

Identifier of related entity

HAH00053

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Vaglar í Vatnsdal ((950))

Identifier of related entity

HAH00058

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Tungumúli í Vatnsdal ((1950))

Identifier of related entity

HAH00568

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Snæringsstaðir í Vatnsdal ((1500))

Identifier of related entity

HAH00056

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Hjarðartunga í Vatnsdal (1962)

Identifier of related entity

HAH00047

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Flaga í Vatnsdal ((1920))

Identifier of related entity

HAH00040

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Álkugil í Vatnsdal ((1880))

Identifier of related entity

HAH00020

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Þórdísarlundur (1952 -)

Identifier of related entity

HAH00380

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Hnjúkur í Þingi ((880))

Identifier of related entity

HAH00501

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Forsæludalur í Vatnsdal ((1950))

Identifier of related entity

HAH00041

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Fremstibær í Vatnsdal

Related entity

Eyjólfsstaðir í Vatnsdal ((950))

Identifier of related entity

HAH00039

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Þrístapar (12.1.1830 -)

Identifier of related entity

HAH00634

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Hólabak í Sveinstaðahreppi ((1450))

Identifier of related entity

HAH00702

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Hjallaland í Vatnsdal ((1950))

Identifier of related entity

HAH00292

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Helgavatn í Vatnsdal ((1000))

Identifier of related entity

HAH00287

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Breiðabólsstaður í Vesturhópi ((890))

Identifier of related entity

HAH00181

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Bjarnastaðir í Þingi ((900))

Identifier of related entity

HAH00068

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Ásbrekka í Vatnsdal (1935 -)

Identifier of related entity

HAH00034

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1935

Description of relationship

Related entity

Ás í Vatnsdal ((800))

Identifier of related entity

HAH00033

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Árfar í Þingi (8.10.1720 -)

Identifier of related entity

HAH00024

Category of relationship

associative

Dates of relationship

8.10.1720

Description of relationship

Related entity

Áshreppur (1000-2005) (1000-2006)

Identifier of related entity

HAH10056

Category of relationship

associative

Type of relationship

Áshreppur (1000-2005)

is the associate of

Vatnsdalur

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Einvígi (Einvígið) í Vatnsdal (874 -)

Identifier of related entity

HAH00907

Category of relationship

associative

Type of relationship

Einvígi (Einvígið) í Vatnsdal

is the associate of

Vatnsdalur

Dates of relationship

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH00412

Institution identifier

IS HAH-Nat

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 5.3.2019

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places