Víðimýrarkirkja í Skagafirði

Identity area

Type of entity

Corporate body

Authorized form of name

Víðimýrarkirkja í Skagafirði

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

1834 -

History

Á Víðimýri hefur verið bændakirkja frá fornu fari og hafa margir merkir klerkar þjónað staðnum, þ.á.m. Guðmundur góði Arason, sem varð síðar biskup á Hólum 1203 - 1237. Fyrstu heimildir eru frá því fljótlega eftir kristnitöku árið 1000, en hún var ekki talin sóknarkirkja fyrr en árið 1096. Það er ekki vitað hver lét reisa kirkjuna. Hún hefur verið nokkuð rúm, því að í henni voru sögð vera 4 ölturu, eitt háaltari og þrjú utar í kirkjunni. Víðimýrarkirkja var helguð Maríu mey og Pétri postula. Á Víðimýri var að fornu höfuðból og á Sturlungaöld sat þar höfðinginn Kolbeinn Tumason.

Núverandi kirkja var byggð 1834-35. Jón Samsonarson, alþingismaður og bóndi í Keldudal, var yfirsmiður. Hann reisti einnig Silfrastaðakirkju árið 1842 (hún stendur nú í Árbæjarsafni í Reykjavík). Byggingarefni var rekaviður utan af Skaga og torf úr landi Víðimýrar. Innviðir kirkjunnar eru að mestu leyti hinir upprunalegu, en torf hefur verið endurnýjað. Kirkjan er með spjaldþiljum í trégrind og reisifjöl á þeskju en það varð ríkjandi trésmíð á húsum hérlendis upp úr miðri 18. öld. Á stöfnum og yfir prédikunarstól eru gluggar. Kirkjugarður er ferhyrndur, var áður sporöskjulaga, hlaðinn úr torfi og grjóti. Sáluhliðið er á upprunalegum stað og í því hanga klukkurnar. Ýmsir gamlir munir eru í kirkjunni úr eldri kirkjum á staðnum, t.d. prédikunarstóllinn, sem er mjög gamall. Altaristaflan er dönsk frá árinu 1616.
Víðimýrarkirkja er ein örfárra torfkirkna sem varðveist hafa á landinu og er meðal gersema í Húsasafni Þjóðminjasafns Íslands.

Í upphafi 20. aldar var tvísýnt um afdrif Víðimýrarkirkju en Matthías Þórðarson sem þá var þjóðminjavörður hafði forgöngu um varðveislu hennar og sá til þess að hún komst í umsjá Þjóðminjasafnsins. Gagngerar endurbætur hófust á kirkjunni árið 1936 á vegum safnsins sem á umliðnum áratugum hefur staðið fyrir margháttuðum viðgerðum á henni, þeim stærstu árin 1976 og 1997 til 1998.

Víðimýrarkirkja er „einn stílhreinasti og fegursti minjagripur íslenzkrar gamallar byggingarlistar, sem til er”, sagði Kristján Eldjárn, fyrrum þjóðminjavörður og forseti Íslands.

Places

Víðimýri; Skagafjörður; Silfrastaðakirkja; Árbæjarsafnskirkjan:

Legal status

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

General context

Relationships area

Related entity

Árbæjarkirkja 1834 (1960 -)

Identifier of related entity

HAH00396

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1842

Description of relationship

Sami kirkjusmiður

Related entity

Víðimýri í Skagafirði ((1950))

Identifier of related entity

HAH00418

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1834

Description of relationship

Sóknarkirkja

Related entity

Gunnar Gíslason (1914-2008) prestur Glaumbæ (5.4.1914 - 31.3.2008)

Identifier of related entity

HAH01346

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Gunnar Gíslason (1914-2008) prestur Glaumbæ

is controlled by

Víðimýrarkirkja í Skagafirði

Dates of relationship

Description of relationship

Prestur þar

Related entity

Hóladómkirkja og Hólar í Hjaltadal ((1930))

Identifier of related entity

HAH00009

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Hóladómkirkja og Hólar í Hjaltadal

controls

Víðimýrarkirkja í Skagafirði

Dates of relationship

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH00417

Institution identifier

IS HAH-Kir

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 6.3.2019

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places