Vindhæli / Vindhælisbúð / Vindhælisstofa

Identity area

Type of entity

Corporate body

Authorized form of name

Vindhæli / Vindhælisbúð / Vindhælisstofa

Parallel form(s) of name

  • Vindhælisbúð
  • Vindhælisstofa

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

(1950)

History

Vindhælisstofa Þórdísar

Í örnefnaskrá fyrir Vindhæli segir: „[…] Lilta-Vík, skammt þar norðar er Vindhælisbúðarvík, austan við hana eru tóftarbrot, sem hétu Vindhælisbúð. Var þar stundað útræði seint fram á síðustu öld.“ (ÖGM: 1). Töluvert landbrot hefur verið við ströndina á Vindhæli og kambar og fjörur sem voru neðan við klettana eru nú horfnar samkvæmt Páli Magnússyni (munnleg heimild, 16.06.2009). Vindhælisbúð kemur einu sinni fyrir í manntali, það er árið 1870, þá eru skráðir til heimilis á þurrabúðinni þrír einstaklingar, húsmaður sem sagður er lifa á fiskveiðum, bústýra og barn þeirra (www.manntal.is, skoðað 09.02.2009).

Í örnefnaskrá Vindhælis segir: „Meðfram sjónum innan frá Hallá og út að Selatanga eru nöfn á víkum og vogum. Talið frá Hallá: Langafjara, Búðarvík (þar var útræði áður fyrr, og má sjá merki að bæjartóftum og bátanausti) […]“ (ÖLG: 1). Tóftir eru við ströndina um 600m NNV af ósi Hallár.

Um 2m norðvestan við tóftahól Vindhælisbúðar eða Búðarvíkur eru leifar nausts eða uppsáturs.

Places

Vindhælishreppur; Skagabyggð; Spákonufellskirkja; Selatangi; Selatangabúð; Presthóll; Hrísmói; Stútuhóll; Kolalág; yzti Axlarhnjúkur, sem nefnist Stúti; Litlaskál; Smjörskál; Vakursstaðir; Skógaröxl; Áagrófarlækur; Álfagrófarskál; Þingeyrarklaustur; Vindhælisteigur; Hallá; Hallárdalur; Vindhælisstofa; Vindhælissbúð; Vindhælisbúðarvík; Litla-Vík; Hallá; Langafjara; Búðarvík; Vindhælisstapi; Illviðrishnjúkur; Hólastóll; Skógarhús eyðibýli;

Legal status

Þingstaður; Bænhús 1708; hálfkirkja 1461.
Í Föðurtúni segir Páll Kolka: „Niður undan Vindhæli við sjó fram er klettótt hæð, og heitir hún Vindhælisstapi, en sunnan við túnið er Hallá, sem kemur ofan úr Hallárdal. […] Vestur af Illviðrishnjúk, upp af Vindhæli, er Skógaröxl, og sýnir nafnið, að þar hefur áður verið öðruvísi háttað gróðri en nú, enda er land nokkuð blásið sums staðar á Skagaströnd innanverðri, en berjaland gott er í fjallshlíðunum og grösugir flóar, er nær dregur sjó.“

Í Föðurtúni segir Páll Kolka: „Atvinnuhættir hafa frá fornu fari verið með nokkuð öðru móti á Skagaströnd en annars staðar í héraðinu, því að sjór var þar víða stundaður jafnhliða landbúnaðinum. Róið var frá Naustavöllum og Marvík undir Brekku, úr Finnstaðanesi, frá Höfðakaupstað, Árbakka, Vindhæli, úr Hafstaðavör, Eyjarnesi, og frá Laxárósi, a.m.k. með köflum. Sums staðar voru verbúðir við sjóinn og var oft búið í þeim, t.d. á Skeggjastaðabakka, í Finnsstaðanesi, Árbakkabúð, sem enn er byggð [skrifað 1950], Vindhælisbúð og Hafstaðabúð. Nú er ekki stundaður sjór nema úr kaupstaðnum, nema hvað lítið eitt róið er til matar undan Brekku og úr Eyjarnesi. Hrognkelsaveiði er talsverð víða úti með ströndinni og góð úti í Nesjunum.“

Functions, occupations and activities

Í Húnaþingi segir: „Suðvestan undir Skógaröxl norðan Hallár er bærinn Vindhæli. Hallárdalur er í austurátt. Landkostir hafa löngum þótt góðir, enda hefir oft verið þar margbýli á liðnum árum. Þingstaður hins forna Vindhælishrepps var á Vindhæli.“

Í Húnaþingi segir enn fremur að jörðin eigi veiðirétt í Hallá og hrognkelsaveiði.

Í Föðurtúni segir Páll Kolka: „Niður undan Vindhæli við sjó fram er klettótt hæð, og heitir hún Vindhælisstapi, en sunnan við túnið er Hallá, sem kemur ofan úr Hallárdal. […] Vestur af Illviðrishnjúk, upp af Vindhæli, er Skógaröxl, og sýnir nafnið, að þar hefur áður verið öðruvísi háttað gróðri en nú, enda er land nokkuð blásið sums staðar á Skagaströnd innanverðri, en berjaland gott er í fjallshlíðunum og grösugir flóar, er nær dregur sjó.“

Í Sigurðarregistri frá 1318 kemur fram að ábúendum Vindhælis bar að greiða tíund til Spákonufellskirkj. Í visitasíubréfi frá 1461 segir að á Vindhæli sé hálfkirkja uppistandandi. Þá eru til dómsbréf frá fyrri hluta 16. aldar rituð á þingstaðnum Vindhæli. Í próventubréfi frá árinu 1526 kemur fram að Einar Jónsson og Guðrún Jónsdóttir gefa Vindhæli ásamt peningum og fleiri jörðum undir Hólastól og gerast próventufólk á Hólum.

Í jarðabók frá árinu 1686 er jörðin sögð í einkaeign metin á 30 hundruð, landskuld var þá eitt og hálft hundrað og leigukúgildin sex.

Árið 1696 var jörðin metin á 40 hundruð og landskuld var þá 1 hundrað og 90 álnir en kúgildin áfram sex.
Í jarðabók frá árinu 1708 segir að bænhús hafi áður verið á Vindhæli og að tóftin standi enn og sé kölluð bænhústóft, en tíðir hafi ekki verið veittar í manna minni.

Árið 1708 var jörðin í einkaeign metin á 40 hundruð og skyldi tíundast fjórum tíundum. Landskuld var eitt hundrað en hafði áður verið eitt hundrað og 40 álnir og um tvö eða þrjú ár eitt hundrað og 90 álnir. Landskuld var oftast greidd í peningum til umboðsmanns innan héraðs. Leigukúgildi voru þrjú og hálft en fyrir tíu eða tólf árum voru þau sex. Leigur voru greiddar í smjöri eða peningum eftir samkomulagi. Engar kvaðir voru á jörðinni.

Í áhöfn árið 1708 voru fjórar kýr, ein tveggjavetra kvíga, eitt tveggjavetra naut, 51 ær, 10 sauðir tveggjavetra og eldri, 33 veturgamlir, 34 lömb, fimm hestar, eitt hross, einn veturgamall foli og ein unghryssa. Samkvæmt mati gat jörðin fóðrað tvær kýr, eitt ungneyti, 50 ær, 20 lömb og tvo hesta öðrum búfénaði yrði að framfæra á tilfengnum högum um vetur. Jörðin átti ekki rétt til upprekstar á afrétt.

Heimræði var frá Vindhæli vor, sumar og haust og ein lending sæmileg fyrir heimalandi og gengu skip heimabóndans eftir því sem hann gat komið við en sjaldan fleiri en eitt og oft ekkert.

Í jarðabók frá árinu 1847 er jörðin sögð í bændaeign metin á 40 hundruð, landskuld eitt hundrað og 60 álnir kúgildi tvö og hálft og tveir ábúendur á jörðinni, eigandinn og einn leigjandi. Neðanmáls er þess getið að hreppstjóri telji kúgildin þrjú.

Skógarhús Í sóknarlýsingu frá 1873 segir: „Skógaröxl heitir rétt fyrir norðan Hallárdalsá upp undan Vindhæli, og heita þar Skógarhús, sem á að vera eyðibýli.“

Í grein Hjördísar Gísladóttur „Þáttur um eyðibýli í Húnaþingi“ segir: „Í fjallinu fyrir ofan Vindhæli er örnefnið Skógaröxl, sem bendir til að hér hafi forðum verið skógur eða kjarr, er komið hefur bændum að notum sem eldiviður. Þar voru Skógarhús.“

Vindhælisbúðir. Í Búðarvík norður af Löngufjöru norðan Hallár var Vindhælisbúð, þar var útræði og má sjá þar leifar bæjarhúsa og bátanausts. Þaðan var útræði frá Vindhæli og búið um tíma. Vindhælisbúð kemur fyrir í einu manntali, það er árið 1870, þá eru skráðir til heimilis á þurrabúðinni þrír einstaklingar, húsmaður sem sagður er lifa á fiskveiðum, bústýra og barn þeirra.

Mandates/sources of authority

Föðurtún.
file:///C:/Users/Notandi/AppData/Local/Microsoft/Windows/INetCache/IE/L8EKPP07/arbakki_vinhaeli.pdf
Landamerkjabók Húnavatnssýslu, No. 166, fol. 86b.
Húnaþing II bls 120

Internal structures/genealogy

Ábúendur;

1880-1890- Þórdís Ebenezerdóttir Hildebrandt 31. júlí 1808 - 15. apríl 1890. Vinnukona á Vindhæli, Spákonufellssókn, Hún. 1835. Húsfreyja í Vindhæli, Spákonufellssókn, Hún. 1845 og 1880. Nefnd „húsfrú Þórdís“, var seinni kona Guðmundar Ólafssonar og um þau skrifaði Gísli Konráðsson meðal annarra. Seinni maður hennar; Jens Friðrik Hildebrandt 1844 - 8. sept. 1885. Kaupmaður á Hólanesi á Skagaströnd. Verzlunarstjóri í Hólanesi, Spákonufellssókn, Hún. 1880. Sjá Húsfrú Þórdís eftir Björn Magnússin, Svipir og sagnir.

1901- Guðjón Jóhannesson 26. mars 1854 - 24. sept. 1923. Húsbóndi á Saurum, Hofssókn, Hún. 1890. Bóndi á Vindhæli, Spákonufellssókn, Hún. 1901. Bóndi í Háagerði á Skagaströnd og víðar. Kona hans; Oddný Gestsdóttir 5. maí 1857 - 10. feb. 1943. Bústýra á Saurum, Hofssókn, Hún. 1890. Bústýra á Vindhæli, Spákonufellssókn, Hún. 1901. Húsfreyja í Háagerði á Skagaströnd og víðar. Húsfreyja í Skagastrandarkaupstað 1930.

-1901 og 1910- Guðmundur Sigvaldason 25. ágúst 1854 [1.9.1854] - 14. október 1912 Húsbóndi í Neðri-Lækjardal, Höskuldsstaðasókn, Hún. 1880. Fjarverandi. Bóndi á Vindhæli, Vindhælishr., A-Hún. Bóndi í Vinhæli, Spákonufellssókn, Hún. 1901. Seinnikona Guðmundar 27.4.1895; Steinunn Soffía Lárusdóttir 27. febrúar 1858 - 10. júní 1923 Húsfreyja á Vindhæli, Vindhælishr., A-Hún.

-1920- Einar Pétursson 19. nóvember 1872 - 7. júní 1937 Bóndi í Hólabæ og Brautarholti á Blönduósi 1930 og 1951. Kona hans 1. okt. 1895; Guðný Pálína Frímannsdóttir f. 28. júlí 1872 Hamrakoti, d. 17. des. 1964, ekkja þar 1940 og 1951,

Sigurjón Jóhannsson 9. mars 1889 - 20. nóv. 1967. Var á Hafsteinsstöðum, Reynistaðarsókn, Skag. 1890. Bróðursonur á Höskuldsstöðum, Höskuldsstaðasókn, Hún. 1901. Bóndi og kennari í Eyjarkoti, Hofssókn, A-Hún. 1930. Kennari og bóndi, síðast bús. í Höfðahreppi. Var í Baldursheimi, Höfðahr., A-Hún. 1957. Kona hans; Jóhanna Jóhannsdóttir

  1. apríl 1892 - 23. sept. 1966. Var á Hrappstöðum, Hólasókn, Skag. 1901. Húsfreyja í Eyjarkoti, Hofssókn, A-Hún. 1930. Var í Baldursheimi, Höfðahr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Höfðahreppi.

    1944- Guðmann Einar Bergmann Magnússon 9. des. 1913 - 22. nóv. 2000. Bóndi á Vindhæli, Vindhælishr., A-Hún. Var á Blönduósi 1930. Kona hans; María Ólafsdóttir 27. nóv. 1931 - 13. maí 2006. Húsfreyja á Vindhæli, Vindhælishr., A-Hún. og var þar 1957. Síðast bús. í Reykjavík.

General context

Skrá yfir landamerki jarðarinnar Vindhæli á Skagaströnd í Vindhælishreppi og Spákonufellssókn.

Að norðan byrja landamerki tjeðrar jarðar við sjó, norðanvert við Selatanga, í vörðu sem þar er, þaðan beint í Presthól, svo eins og merkisvörður ráða, yfir þveran flóa, í vörðu þá, sem er fyrir norðan Hrísmóa og sunnan Stútuhól, síðan úr nefndri vörðu og yfir norðari enda Kolalágar, þaðan í yzta Axlarhnjúk, sem nefnist Stúta, svo þaðan í háa melhrygginn fyrir neðan Litluskál, þá í hnjúkinn fyrir ofan Smjörskál. Að sunnan, milli Vakursstaða og Vindhælis ræður merkjum Álfagrófarlækur ofan úr Álfagrófarskál og niður ú Halladalsá, þá ræður áin til sjáfar, og sjór til áður nefnds Seltanga.

11./7. ´83 að Vindhæli.
K.S.Þorbergsson.
J. Jóssefsson.
I. Hillebrandt.
B.G.Blöndal, umboðsmaður Þingeyrarkl.jarða.

Framanskrifuðum merkjum er jeg, nú verandi eigandi Vindhælis, samþykkur, nema jeg áskil mjer viku slægju í svo nefndum Vindhælisteigi, þeim hluta, sem tilheyrir Kristmundi bónda Þorbergssyni á Vakursstöðum.

Staddur að Viðvík, 22.-5.- 1890.
Lárus Þorbergsson.

Lesið upp á manntalsþingi að Viðvík, hinn 22. maí 1890, og innfært í landamerkjabók Húnavatnssýslu, No. 166, fol. 86b.

Relationships area

Related entity

Spákonufellskirkja (1300-2012)

Identifier of related entity

HAH00457

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Sóknarkirkja

Related entity

Jakob Frímannsson (1878-1912) Skúfi Norðurárdal (4.8.1878 - 18.8.1912)

Identifier of related entity

HAH09522

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Tökubarn þar 1880

Related entity

Sigurður Jónasson (1841-1924) Efri-Svertingsstöðum (11.6.1841 - 26.3.1924)

Identifier of related entity

HAH06726

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

vinnumaður þar 1860

Related entity

Guðmundur Lárusson (1929-2002) frkvstj Skagaströnd (5.6.1929 - 15.10.2002)

Identifier of related entity

HAH01287

Category of relationship

associative

Dates of relationship

5.6.1929

Description of relationship

fæddur þar

Related entity

Guðbjörg Guðjónsdóttir (1892-1965) Ægissíðu á Skagaströnd (7.10.1892 - 5.12.1965)

Identifier of related entity

HAH03835

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

barn þar 1901

Related entity

Davíð Guðmundsson (1834-1905) prestur Hofi í Hörgárdal (15.6.1834 - 27.9.1905)

Identifier of related entity

HAH03016

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

barn þar

Related entity

Sigurbjörn Jónsson (1888-1959) Baldursheimi (19.6.1888 - 10.11.1959)

Identifier of related entity

HAH04948

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

niðurseta þar 1890

Related entity

Vakursstaðir í Hallárdal ((1900))

Identifier of related entity

HAH00685

Category of relationship

associative

Dates of relationship

22.5.1890

Description of relationship

Sameiginleg landamörk

Related entity

Þingeyrakirkja (1864 -)

Identifier of related entity

HAH00633

Category of relationship

associative

Dates of relationship

22.5.1890

Description of relationship

Sameiginleg landamörk við klausturjarðir

Related entity

Vindhælishreppur (1000-2002) (1000-2002)

Identifier of related entity

HAH10007

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Þingstaður sveitarinnar

Related entity

Lárus Guðmundsson (1896-1981) Vindhæli (6.10.1896 - 21.9.1981)

Identifier of related entity

HAH05140

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Lárus Guðmundsson (1896-1981) Vindhæli

controls

Vindhæli / Vindhælisbúð / Vindhælisstofa

Dates of relationship

Description of relationship

Bóndi þar

Related entity

Sigurjón Jóhannsson (1889-1967) kennari Skagaströnd (9.3.1889 - 20.11.1967)

Identifier of related entity

HAH07450

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Sigurjón Jóhannsson (1889-1967) kennari Skagaströnd

controls

Vindhæli / Vindhælisbúð / Vindhælisstofa

Dates of relationship

Description of relationship

Húsbóndi þar 1922

Related entity

Soffía Lárusdóttir (1858-1923) Vindhæli (27.2.1858 - 10.6.1923)

Identifier of related entity

HAH09337

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Soffía Lárusdóttir (1858-1923) Vindhæli

controls

Vindhæli / Vindhælisbúð / Vindhælisstofa

Dates of relationship

Description of relationship

Húsfreyja þar 1910

Related entity

Guðný Frímannsdóttir (1872-1964) Brautarholti (28.7.1872 - 17.12.1964)

Identifier of related entity

HAH04174

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Guðný Frímannsdóttir (1872-1964) Brautarholti

controls

Vindhæli / Vindhælisbúð / Vindhælisstofa

Dates of relationship

1920

Description of relationship

Related entity

Einar Pétursson (1872-1937) Brautarholti og Hólabæ (19.11.1872 - 7.6.1937)

Identifier of related entity

HAH03128

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Einar Pétursson (1872-1937) Brautarholti og Hólabæ

controls

Vindhæli / Vindhælisbúð / Vindhælisstofa

Dates of relationship

1920

Description of relationship

1920

Related entity

Guðmundur Sigvaldason (1854-1912) Vindhæli (25.8.1854 - 14.10.1912)

Identifier of related entity

HAH04133

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Guðmundur Sigvaldason (1854-1912) Vindhæli

controls

Vindhæli / Vindhælisbúð / Vindhælisstofa

Dates of relationship

fyrir 1901

Description of relationship

fyrir 1901 og 1910

Related entity

Hóladómkirkja og Hólar í Hjaltadal ((1930))

Identifier of related entity

HAH00009

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Hóladómkirkja og Hólar í Hjaltadal

controls

Vindhæli / Vindhælisbúð / Vindhælisstofa

Dates of relationship

1526

Description of relationship

Einar Jónsson og Guðrún Jónsdóttir gefa Vindhæli ásamt peningum og fleiri jörðum undir Hólastól og gerast próventufólk á Hólum

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH00609

Institution identifier

IS HAH-Bæ

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 17.4.2019

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Landamerkjabók Húnavatnssýslu, No. 166, fol. 86b.
Húnaþing II bls 120
file:///C:/Users/Notandi/AppData/Local/Microsoft/Windows/INetCache/IE/L8EKPP07/arbakki_vinhaeli.pdf

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places