Hallgrímur Jónsson (1901-1983) frá Ljárskógum

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Hallgrímur Jónsson (1901-1983) frá Ljárskógum

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

22.6.1901 - 2.12.1983

Saga

Hallgrímur Jónsson 22.6.1901 - 2.12.1983. Var í Ljárskógum, Hjarðarholtssókn, Dal. 1930. Póstmeistari og símstöðvarstjóri á Iðavöllum. Síðast bús. í Laxárdalshreppi. F. 21.6.1901 skv. kirkjubók.
Hallgrímur kvæntist Önnu Friðriksdóttur Berndssen frá Skagaströnd og þar áttu þau heimili í nokkur ár. Anna er heillynd og mikilsverð kona og hans lífsgæfa að njóta samfylgdar hennar á ævigöngunni. Þau hafa átt saman sex börn, sem öll eru uppkomin og hafa stofnað eigin heimili.

Frá Skagaströnd flytjast þau Hallgrímur og Anna aftur vestur í Dali og setjast að í Búðardal þar sem hann verður stöðvarstjóri Pósts og síma. Því starfi gegndi hann svo meðan heilsan leyfði. Á þeim vettvangi sem öðrum var Anna hans sterka stoð. Hallgrímur var ritfær vel og ég hygg að kalla megi hann skáld gott.

Staðir

Réttindi

Hann stundaði nám í héraðsskólanum í Hjarðarholti og nam einnig orgelleik og var lengi söngstjóri. og orgelleikari í Hjarðarholtskirkju.

Starfssvið

Lagaheimild

Ein ljóðabók kom út eftir hann — Undir dalanna sól —
Ritverkið — Hver einn bær á sína sðgu — saga Ljárskóga og minningar frá æskudögum.
Hann hefur því á verðugan og eftirminnilegan hátt greitt æskuheimili sínu fósturlaun.

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hans; Jón Guðmundsson f. 9. maí 1870 - 25. janúar 1944. Bóndi, ljósmyndari og silfursmiður í Ljárskógum, Laxárdal, Dal. frá 1900 til æviloka og kona hans; Anna Guðrún Hallgrímsdóttir 27. sept. 1874 - 8. maí 1954. Var í Laxárdal 2, Prestbakkasókn, Strand. 1880. Húsfreyja í Ljárskógum í Laxárdal, Dal.

Systkini Hallgríms;
1) Guðmundur Jónsson f. 24. júní 1900 - 17. desember 1974. Bóndi í Ljárskógum í Laxárdal, Dal.
2) Solveig Jónsdóttir f. 5. október 1902 - 20. janúar 1972. Síðast bús. í Reykjavík. Ógift.
3) Ingvi Jónsson f. 2. febrúar 1904 - 10. ágúst 1978. Bóndi á Ketilsstöðum í Hörðudal, Dal. 1945-47, síðar verkamaður í Grindavík. F. 1.2.1904 skv. kirkjubók.
4) Bogi Jónsson 15.10.1905 - 10.9.1979. Var í Ljárskógum, Hjarðarholtssókn, Dal. 1930. Síðast bús. í Laxárdalshreppi.
5) Ragnheiður Jónsdóttir f. 23. nóvember 1908 - 19. maí 1968. Síðast bús. á Akranesi.
6) Jófríður Jónsdóttir frá Ljárskógum í Dalasýslu f. 13. maí 1910 - 13. maí 1971 Ljárskógum, Hjarðarholtssókn, Dal. 1930. Húsfreyja á Drangsnesi og víðar. Síðast bús. í Reykjavík. F. 12.5.1910 skv. kirkjubók. Maður hennar 1937; Þorsteinn Matthíasson frá Kaldrananesi Fæddur 23. apríl 1908 dáinn 28. september 1990, kennari og rithöfundur. Hann fæddist í Bjarnarnesi í Kaldrananeshreppi, Strandasýslu,
7) Jón Jónsson f 18. mars 1914 - 7. október 1945. Kennari og skáld.

Kona hans; Anna Ragnheiður Fritzdóttir Berndsen 19.12.1912 - 4.3.1992. Húsfreyja á Iðavöllum. Símamær í Búðardal 1930. Síðast bús. í Laxárdalshreppi.

Börn þeirra;
1) Regína Anna ( Bíbí) Hallgrímsdóttir 1.6.1936 - 18.1.2009. Húsfreyja í Búðardal, síðar verslunarstarfsmaður og matráðskona í Reykjavík.
Fyrri maður Bíbíar var Hjálmar Vilmundarson, f. 30.1. 1937, d. 10.7. 1977. Bifvélavirki. Síðast bús. í Laxárdalshreppi.
2) Anna Ragnheiður Hallgrímsdóttir f. 3.3. 1938,
2) Ingvi Hallgrímsson f. 17.8. 1939, fæddur 17.10.1939 skv. kb.
3) Gylfi Hallgrímsson, f. 29.1. 1941,
4) Ingibjörg Anna Hallgrímsdóttir f. 10.7. 1946
5) Hrafnhildur Anna Hallgrímsdóttir f. 14.10. 1951.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Þorsteinn Matthíasson (1908-1990) (23.4.1908 - 28.9.1990)

Identifier of related entity

HAH02155

Flokkur tengsla

fjölskylda

Dagsetning tengsla

1937

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Fritz Hendrik Berndsen (1880-1961) símstöðvarstjóri í Höfðakaupstað. (10.8.1880 - 30.1.1961)

Identifier of related entity

HAH03478

Flokkur tengsla

fjölskylda

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Jón Guðmundsson (1870-1944) ljósmyndari Ljárskógum (9.5.1870 - 25.1.1944)

Identifier of related entity

HAH06376

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Jón Guðmundsson (1870-1944) ljósmyndari Ljárskógum

er foreldri

Hallgrímur Jónsson (1901-1983) frá Ljárskógum

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Iðavellir Höfðakaupsstað ((1930))

Identifier of related entity

HAH00707

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Iðavellir Höfðakaupsstað

er stjórnað af

Hallgrímur Jónsson (1901-1983) frá Ljárskógum

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH04749

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 20.3.2021

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir