Artic

Identity area

Type of entity

Corporate body

Authorized form of name

Artic

Parallel form(s) of name

  • Artic skip

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

1939 - 1943

History

Það var svo ekki fyrr en í síðari heimstyrjöldinni sem Íslendingar gerðu tilraun til seglskipaútgerðar að nýju. Ástæðan var sú að ekki fengust útflutningsleyfi fyrir önnur skip í þessari orrahríð stórveldanna. Á árunum 1939 til 1946 gerðu Íslendingar út þrjú seglskip. Þau hétu Arctic, Capitana og Hamona. Tvö þau fyrrtöldu voru gerð út frá Reykjavík, en Hamona frá Þingeyri. Fiskiskipanefnd keypti Arctic frá Svíþjóð 1940. Þetta var þriggja mastra skonnorta og frystiskip með 160 hestafla hjálparvél, um 350 rúmlestir.

Reksturinn gekk vel fyrsta árið en þegar breska matvælaráðuneytið tók yfir allan fiskflutning milli Íslands og Bretlands var Arctic dæmd of hægfara. Nú var skipið notað sem frystigeymsla um hríð, en síðla árs 1941 send með hrognafarm til Spánar. Þegar Arctic kom heim úr þessari ferð vaknaði grunur um að skipverjar hefðu haft fjarskiptasamband við Þjóðverja. Því kyrrsettu hernaðaryfirvöld skipið þann 14. okt. 1942 og skipshöfnin var handtekin.

Arctic var svipt heimildum til frekari Spánarsiglinga. Afráðið var að láta Arctic nú flytja ísaðan bátafisk til Englands. Aðfaranótt 17. mars 1943 lenti skipið í vonskuveðri, seglin rifnuðu hvert af öðru og loks varð að treysta á fokkuna eina og hjálparvél. Skipið rak undan sterkri suðvestanátt og strandaði við Stakkhamarsnes á Snæfellsnesi. Mannbjörg varð en Arctic eyðilagðist á strandstað.

Artic Strandar við Melhamar í Miklaholtshreppi
Talið víst að mannbjörg hafi orðið. Íslenzka flugvélin fann skipið. — Övíst um v.b. Svan. — Símasambandslaust við Ísafjörð, Stykkishólm og Vestmannaeyjar.
MANN TEKUR ÚT AF BÁT FRÁ ÍSAFIRÐL
Skipið „Arctic", sendi í gærmorgun frá sér neyðarmerki, en ekki var hægt að greina hvar skipið var þá statt og voru menn því farnir að óttast um afdrif þess, en rétt fyrir kl. 7 í gærkvöld fann íslenzka flugvélin skipið. Var það þá strandað við Melhamar í Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi, sem er um 10 km. austan við Staðastað. Sá flugmaðurinn mennina á þilfarinu og er talið víst, að þeir hafi allir bjargazt. Símasambandslaust er nú við ísafjörð, Vestmanna eyjar og Stykkishólm og er því ekki vitað um afdrif „Svans" frá Stykkishólmi.

Eins og fyrr er sagt vissu menn ekki hvar „Arctic" var statt, þegar það sendi neyðarmerkin í gærmorgun, en daginn áður hafði það verið djúpt út af Sandgerði. íslenzka flugvéhn hóf því leit að skipinu og fann það um kl. 7 í gærkvöldi strandað við Melhamar í Miklaholtshreppi. Var það þá komið svo að segja á þurrt land og hafði verið settur strengur úr skipinu upp á land.
Flugmaðurinn sá skipverjana á þilfarinu og veifuð þeir til hans og má því telja víst að allir hafi bjargast. Síminn vestur á Snæíellsnes er bilaður á allstórum kaíla og hefur því ekki verið hægt að fá nákvæmari fréttir.

Þjóðviljinn, 62. tölublað (18.03.1943), Blaðsíða 1. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2739550

Places

Reykjavík:

Legal status

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Mannbjörg varð, skipverjar 11 að tölu björguðust allir í land, en skipstjórinn, Jón Ólafsson, lést skömmu síðar af völdum vosbúðar.
Einn af áhöfn skipsins kom skömmu síðar að Krossum, m.a. til að sjá Stefönu, dóttur vinar síns, sem var þá á ellefta ári. Hún man ennþá bragðið af risastóra ostinum sem hann færði heimilinu úr skipinu. https://www.flickr.com/photos/olafur/17083103631

Internal structures/genealogy

General context

Relationships area

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH00013

Institution identifier

IS HAH-Fart

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 11.2.2019

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places