Velkomin - Welcome

Tekið hefur verið upp skráningarkerfi hjá Héraðsskjalasafni Austur Húnavatnssýslu Nú þegar hafa verið skráðar um 328 afhendingar og rúmlega 19 þúsund ljósmyndir af um það bil 40 þúsund, með upplýsingum um 6 þúsund Húnvetninga ásamt um 1000 húsum og stöðum í sýslunni og víðar.

Nú getur fólk skoðað í næði hvaða gögn og ljósmyndir hafa verið afhentar á safnið.
Héraðsskjalasafni Austur Húnavatnssýslu er heimilt að taka við skjölum annarra en afhendingarskyldra aðila til varðveislu og eignar ef þau eru talin hafa mikilvæga þýðingu fyrir hlutverk safnsins samkvæmt 16.gr. um Einkaskjalasöfn, í lögum um opinber skjalasöfn nr. 77/2014. Því þarf að óska eftir leyfi til að fá afrit af ljósmyndum sem eru á vef safnsins. Skal ávalt geta ljósmyndara og hvaðan myndirnar eru fengnar. Endilega hafið samband í síma 452 4526 eða á netfangið skjalhun@hunabyggd.is

Verið er að skrá eldri afhendingar smá saman en mestallt sem afhent hefur verið eftir árið 2017 er komið á netið.
Vinsamlegast hafið í huga að við erum enn að setja eldri skráningu inn í kerfið.

Upplýsingar um ljósmyndir eru unnar ma uppúr Íslendingabók, minningargreinum og öðrum opinberum gögnum svo sem manntölum og ættfræðigrunni Guðmundar Paul Sch Jónssonar sem hefur með gjafabréfi verið afhent skjalasafninu til eignar og frjálsrar afnota.

Upplýsingar sem skráðar eru hér eru staðreyndir í almannaeigu sem meðal annars eru unnar úr opinberum ættfræðiupplýsingum og njóta því sem slíkar ekki verndar höfundarréttar. Ættfræðigrunnurinn nýtur hins vegar lögverndar sem gagnagrunnur samkvæmt höfundalögum nr. 73/1972 með síðari breytingum, samanber einnig alþjóðlegar reglur um sama efni, svo sem tilskipun Evrópusambandsins um lögverndun gagnagrunna nr. 96/9/EB.

Kerfið sem heldur utan um skráninguna heitir AtoM og byggir á alþjóðlegum stöðlum um skráningu skjalasafna.