Ásbjörn Jóhannesson (1942-1991) Auðkúlu

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Ásbjörn Jóhannesson (1942-1991) Auðkúlu

Parallel form(s) of name

  • Ásbjörn Þór Jóhannesson (1942-1991)

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

24.6.1942 - 30.6.1991

History

Ásbjörn Þór Jóhannesson bóndi, Auðkúlu fæddur 24. júní 1942. Dáinn 30. júní 1991 Í dag er til moldar borinn frá Auðkúlukirkju,
Ásbjörn ólst upp á Fitjum hjá foreldrum sínum Jóhannesar Árnasonar frá Fitjum og Kristínar Ásmundsdóttur, sem ættuð var sunnan úr Mosfellssveit, ásamt þremur alsystkinum og fóstursystur. Hann gekk til starfa sem aðrir, vandist mikilli vinnu og átti dugnað til lífs og starfa. Hann lagði stund á fleira en búskapinn heima, var í Reykjavík 1958-59. Þaðan lá leiðin að Hvanneyri og lauk hann búfræðiprófi þaðan vorið 1960. Þá kom hann að nýju norður og var þrjá vetur ráðsmaður hjá Birni á Löngumýri. Á sumrum vann hann hjá Halldóri bróður sínum í Víðigerði.
Ásbjörn var ekki bölsýnis eða úrtölumaður. Hann hafði ánægju af mannamótum en fannst þó oftast bezt að vera heima og njóta samvista við sína nánustu eða sinna einhverjum verkefnum í stað þess að blanda sér í nefnda- og fundastörf.

Ásbjörn var tæpari til heilsu en hann vildi kannast við. Styrk, glaðværð og hressilegu fasi hélt hann allt til endadægurs.

Hann var að flytja frá Auðkúlu, stóð til brautar búinn. En ferðin sem hann fór, var ferð sem gjarnan mátti bíða nokkurt árabil. Hann varð bráðkvaddur þegar lífíð í náttúrunni skartaði sínu fegursta.

Places

Fitjar í Fitjárdal: Auðkúla Svínavatnshreppur A-Hún.:

Legal status

Functions, occupations and activities

Vorið 1964 hófu þau búskap á Auðkúlu 1, reistu byggingar frá grunni og ræktuðu verulegan hluta túnanna. Ásbjörn kom til búskaparins fullur bjartsýni og áhuga á viðfangsefninu. Hann var sérlega vinnusamur og ósérhlífinn og starfaði í þeim tilgangi að búa í haginn fyrir fjölskyldu sína.

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Foreldrar hans voru Kristín Ásmundsdóttir f. 26. júlí 1912 - 10. mars 1980. Vinnukona á Hverfisgötu 100 b, Reykjavík 1930. Var á Neðri-Fitjum I, Þorkelshólshr., V-Hún. 1957. Síðast bús. í Þorkelshólshreppi og Jóhannes Pétur Árnason f. 30. júní 1911 - 12. ágúst 1981, Litlutungu, Efri-Núpssókn, V-Hún. 1930. Heimili: Neðri-Fitjar. Var á Neðri-Fitjum I, Þorkelshólshr., V-Hún. 1957. Síðast bús. í Þorkelshólshreppi.

Systkini hans voru;
1) Halldór Vilberg Jóhannesson 28. okt. 1937 - 29. des. 2007. Bifvélavirki og verslunarmaður í Víðigerði, síðar í Reykjavík. Sinnti ýmsum félagsstörfum.
2) Árný Sigríður, f. 22. mars 1939, d. 27. júní 1988, Vatnshlíð
3) Þorgeir Jóhannesson f. 23. ágúst 1945 Var á Neðri-Fitjum I, Þorkelshólshr., V-Hún. 1957.

Á þessum árum kynntust þau Ásbjörn og Halldóra Elísabet f. 4. ágúst 1944 - 26. mars 2016. Þauu giftust 26.12.1964. Húsfreyja á Auðkúlu í Svínavatnshreppi. Síðast bús. í Reykjavík Jónmundsdóttir (1914-1993) á Ljótsstöðum Eiríkssonar. Hann var sonur hjónanna Ingiríðar Jónsdóttur (1888-1976) frá Ljótshólum og Eiríks Grímssonar (1873-1932) frá Syðri-Reykjum í Biskupstungum. Þau bjuggu í Ljótshólum. Jón faðir Ingiríðar var Skagfirðingur, en móðir hennar Guðrún Eysteinsdóttir (1851-1917) Björnssonar, var af vel þekktum húnvetnskum ættum. Elsta barn þeirra hjóna var drengur, sem hét Jónmundur, en hann fórst af slysförum og varð af mikill harmur. Næstur í röðinni var Jónmundur en Grímur var yngstur. Hann lést 22. maí á þessu ári.
Hinn 31. mars 1940 gekk Jónmundur að eiga Þorbjörgu Þorsteinsdóttur f. 9. janúar 1914 - 3. apríl 2002. Húsfreyja í Ljótshólum. Var á Geithömrum, Auðkúlusókn, A-Hún. 1930. Var í Auðkúlu, Svínavatnshr., A-Hún. 1957. Síðast bús. þar., ágæta konu, sem hefur reynst honum mjög vel um langan aldur. Hún var myndarleg húsmóðir, eins og hún átti kyn til því að móðir hennar var til fyrirmyndar á því sviði. Hún var Halldóra Björnsdóttir (1878-1961), systir Guðmundar Björnssonar (1864-1937) landlæknis frá Marðarnúpi. Þegar þeir bræður voru báðir orðnir fjölskyldumenn varð þröngt um þá báða í Ljótshólum. Fékk Jónmundur þá hluta af Auðkúlu sem þá hafði verið lögð af sem prestssetur. Fluttist hann þá þangað 1952 með fjölskyldu sína og byggði þar nýbýli. Fengu þau hluta af gamla húsinu til íbúðar meðan á uppbyggingu stóð. Það var að sjálfsögðu mikið átak, þó að nokkur styrkur fengist þá til þeirra hluta. Þau byggðu yfir fólk, fénað og fóður, allt úr steini, og ræktuðu stórt tún. Þetta tókst með þrautseigju og dugnaði þeirra hjóna, enda voru þau bæði komin frá góðum heimilum. Þau hjónin héldu uppi þeim gamla sveitasið, þegar að Auðkúlu kom, að bjóða öllum kirkjugestum til kaffidrykkju að messu lokinni, og var þá alltaf spjallað saman í léttum dúr, enda þau hjón bæði gestrisin í eðli sínu.

Systkini Halldóru voru
1) Eiríkur Ingi Jónmundsson f. 3. ágúst 1940 - 15. október 2004 Var á Auðkúlu, Svínavatnshr., A-Hún. 1957. Ólst þar upp. Starfsmaður Búnaðarsambands Austur-Húnvetninga á árunum 1961-67, bóndi á Auðkúlu 1967-77. Vörubifreiðarstjóri á Blönduósi 1977-88, flutti þá til Reykjavíkur og ók þar vörubifreiðum og almenningsvögnum í fyrstu en leigubifreið eftir 1994. Bús. í Reykjavík 1994. Síðast bús. í Reykjavík., giftur Birnu Jónsdóttur
2) Þorsteinn Björgvin Jónmundsson f. 4. ágúst 1944. Auðkúlu, Svínavatnshr., A-Hún. 1957, trésmiður í Reykjavík, giftur Rögnu Jóhannsdóttur;
Þau hjón eignuðust þrjú börn,
1) Þorbjörgu gifta Guðna Þórðarsyni, bónda að Syðstu-Görðum, Snæfellsnesi, dóttir þeirra er Lára og fósturbörn Aron Kale, Daníel Ström, Berglind Hólmfríður, Þórey Hjördís.
2) Kristín Hanna Ásbjörnsdóttir f. 27. júlí 1968 sambýlismaður er Haukur Guðlaugsson vélamaður Kópavogi þau slitu samvistir, börn þeirra eru Ingiríður, í sambúð með Friðriki Eyjólfssyni, barn þeirra er Ríkey, og Ásbjörn Halldór í sambúð með Fjólu Hallsdóttur.
Sambýlismaður var Sigurjón Tobíasson. Barn þeirra er Tobías Freyr.
3) Jónmundur Ingvi Ásbjörnsson f. 20. maí 1970 húsasmiður, kona hans er Jóna Guðlaug Sigurðardóttír og búa þau í Reykjavík. Börn þeirra Sigurbjörn Máni, Una Sól og Teitur Bjarmi.
Fóstursonur er
0) Rósenberg Hólmgrímsson f. 23. ágúst 1977. Hann var sonur Rannveig Margrét Stefánsdóttir f. 30. júní 1955 frá Lýsuhóli og Hólmgrímur Rósenbergsson f. 8. júní 1956 úr Reykjavík.

Eftir andlát Ásbjörns tók Halldóra saman við Pétur Guðlaugsson, f. 21. desember 1941, d. 19. maí 2006. Þau hófu sambúð 1992 en giftu sig 12. maí 2006.
Fyrir átti Pétur þrjú börn, þau eru: Valur Karl, látinn, Soffía Margrét og Guðrún Karólína.

General context

Relationships area

Related entity

Fitjar í Víðidal [efri og neðri] ((1500))

Identifier of related entity

HAH00898

Category of relationship

associative

Dates of relationship

24.6.1942

Description of relationship

fæddur þar

Related entity

Halldór Jóhannesson (1937-2007) Víðigerði (28.10.1937 - 29.12.2007)

Identifier of related entity

HAH01362

Category of relationship

family

Type of relationship

Halldór Jóhannesson (1937-2007) Víðigerði

is the sibling of

Ásbjörn Jóhannesson (1942-1991) Auðkúlu

Dates of relationship

24.6.1942

Description of relationship

Related entity

Árný Jóhannesdóttir (1939-1988) Vatnshlíð, frá Neðri Fitjum (22.3.1939 - 27.6.1988)

Identifier of related entity

HAH01071

Category of relationship

family

Type of relationship

Árný Jóhannesdóttir (1939-1988) Vatnshlíð, frá Neðri Fitjum

is the sibling of

Ásbjörn Jóhannesson (1942-1991) Auðkúlu

Dates of relationship

24.6.1942

Description of relationship

Related entity

Halldóra Jónmundsdóttir (1944-2016) Auðkúlu (4.7.1944 - 26.3.2016)

Identifier of related entity

HAH04706

Category of relationship

family

Type of relationship

Halldóra Jónmundsdóttir (1944-2016) Auðkúlu

is the spouse of

Ásbjörn Jóhannesson (1942-1991) Auðkúlu

Dates of relationship

26.12.1964

Description of relationship

Börn þeirra; 1) Þorbjörg Ásbjörnsdóttir 21. maí 1965, gift Guðna Þórðarsyni, dóttir þeirra er Lára og fósturbörn Aron Kale, Daníel Ström, Berglind Hólmfríður, Þórey Hjördís. 2) Krístín Hanna Ásbjörnsdóttir 27. júlí 1968, í sambúð með Sigurjóni Tobíassyni. Barn þeirra er Tobías Freyr. Fyrir átti Kristín tvö börn með Hauki Gunnlaugssyni, þau eru: Ingiríður, í sambúð með Friðriki Eyjólfssyni, barn þeirra er Ríkey, og Ásbjörn Halldór í sambúð með Fjólu Hallsdóttur. 3) Jónmundur Ingvi Ásbjörnsson 20. maí 1970, kvæntur Jónu Guðlaugu Sigurðardóttur, börn þeirra eru Sigurbjörn Máni, Una Sól og Teitur Bjarmi.

Related entity

Grímur Eiríksson (1916-1993) Ljótshólum í Svínadal (23.4.1916 - 22.5.1993)

Identifier of related entity

HAH01252

Category of relationship

family

Type of relationship

Grímur Eiríksson (1916-1993) Ljótshólum í Svínadal

is the cousin of

Ásbjörn Jóhannesson (1942-1991) Auðkúlu

Dates of relationship

Description of relationship

Jónmundur faðir Halldóru var bróðir Gríms

Related entity

Auðkúla Kirkja og staður ([900])

Identifier of related entity

HAH00015

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Auðkúla Kirkja og staður

is controlled by

Ásbjörn Jóhannesson (1942-1991) Auðkúlu

Dates of relationship

1967

Description of relationship

Stofnandi nýbýlisins Auðkúla I 1967-1991

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH01077

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 13.5.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places