Ásta Þórðardóttir (1921-1993) frá Yzta-Gili

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Ásta Þórðardóttir (1921-1993) frá Yzta-Gili

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

  • Guðrún Ásta Þórðardóttir (1921-1993)

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

19.10.1921 - 17.3.1993

History

Guðrún Ásta fæddist 19. október 1921 að Ysta-Gili í Langadal. Þar ólst hún upp og Langidalurinn var henni ætíð öðrum stöðum kærari. Foreldrar hennar voru hjónin Kristín Þorfinnsdóttir og Þórður Jósefsson. Ásta var elst barna þeirra og eina dóttirin. Eftir lifa bræðurnir Ingimar, Ragnar og Reynir, en einn drengur dó í bernsku.

Ásta ólst upp við hin hefðbundnu sveitastörf. Á unglingsárunum fór hún gjarnan í kaupavinnu á sumrin og jafnan minntist hún þessara sumra og þess fólks er hún þá kynntist með ánægju.

Leið hennar lá síðan í Kvennaskólann á Blönduósi eins og margra annarra húnvetnskra yngismeyja. Þá voru tækifæri til náms færri en nú og vafalaust hefði Ásta kosið lengra bóklegt nám ef sá möguleiki hefði verið fyrir hendi. Hún var bókhneigð, fróðleiksfús og minnug.

Árið 1949 hófu Ásta og Jakob, föðurbróðir minn, búskap og eftir það var ævinlega tilhlökkunarefni og tilbreyting í hversdagsleikanum þegar Ásta og Jakob komu norður á sumrin með krakkahópinn sinn. Ásta átti í ríkum mæli þá eiginleika sem gerðu hana vinsæla meðal þeirra sem kynntust henni. Hún var glaðlynd, spaugsöm, ljúf í viðmóti og umfram allt góðhjörtuð. Það voru ekki síst börn sem löðuðust að henni. Hún umgekkst þau sem jafningja og lét þau gjarnan hafa frumkvæðið að samskiptunum. Ásta tilheyrði þeirri kynslóð kvenna sem var heima og gætti bús og barna. börnum sínum gaf hún gott veganesti og Jakob reyndist hún tryggur lífsförunautur. Börn þeirra Jakobs eru fjögur: Þóra, gift Friðriki Kristinssyni, Þorsteinn Þröstur, kona hans er Guðrún Óðinsdóttir, Óskar Matthías, hans kona er Angela Jakobsson, og Halldór, kvæntur Birnu Guðjónsdóttur. Barnabörnin eru ellefu talsins.

Places

Ysta-Gil í Langadal A-Hún.: Kvsk á Blönduósi: Reykjavík:

Legal status

Húsmóðir:

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

General context

Relationships area

Related entity

Eyborg Guðmundsdóttir (1924-1977) Listmálari í Reykjavík. (17.11.1924 - 20.6.1977)

Identifier of related entity

HAH03375

Category of relationship

family

Dates of relationship

Description of relationship

Reynir maður Eyborgar var bróðir Ástu

Related entity

Ósland á Blönduósi (1946 -)

Identifier of related entity

HAH00664

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Þórður Jósefsson (1882-1965) Ystagili í Langadal (20.2.1882 - 18.3.1965)

Identifier of related entity

HAH07389

Category of relationship

family

Type of relationship

Þórður Jósefsson (1882-1965) Ystagili í Langadal

is the parent of

Ásta Þórðardóttir (1921-1993) frá Yzta-Gili

Dates of relationship

13.10.1921

Description of relationship

Related entity

Jakob Björgvin Þorsteinsson (1920-2009) frá Geithömrum (14.10.1920 - 23.1.2009)

Identifier of related entity

HAH01532

Category of relationship

family

Type of relationship

Jakob Björgvin Þorsteinsson (1920-2009) frá Geithömrum

is the spouse of

Ásta Þórðardóttir (1921-1993) frá Yzta-Gili

Dates of relationship

1949

Description of relationship

Börn Jakobs og Guðrúnar Ástu: 1) Þóra, maki Friðrik S. Kristinsson, 2) Þorsteinn Þröstur, maki Guðrún Óðinsdóttir, 3) Óskar Matthías, maki I Guðný Jónsdóttir, sonur þeirra Trausti. Þau skildu. Maki II Angela Jakobsson, 4) Halldór, maki Birna Guðjónsdóttir. Þau skildu.

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH01308

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 20.5.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places