Björn Einar Árnason (1896-1967)

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Björn Einar Árnason (1896-1967)

Parallel form(s) of name

  • Björn Árnason (1896-1967)
  • Björn Einar Árnason

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

27.2.1886 - 23.11.1967

History

Björn Einar Árnason 27. febrúar 1896 - 23. nóvember 1967. Lögfræðingur, löggiltur endurskoðandi og aðalendurskoðandi ríkisins í Reykjavík.

Places

Sauðárkrókur; Reykjavík;

Legal status

Hann gekk skólaveginn, varð stúdent árði 1917 og cand. jur. frá Háskóla íslands 1924. Samhliða háskólanámi og í framhaldi af því lærði Björn endurskoðun

Functions, occupations and activities

árið 1924 hóf hann, ásamt hér búsettum Dana, rekstur endurskoðunarskrifstofu. Mun hann hafa verið fyrsti íslendingurinn, sem lagði fyrir sig sjálfstæða starfsemi á þessu sviði. Frá 1930 og til dauðadags rak Björn eigin endurskoðunarskrifstofu í Reykjavík, síðustu árin í félagi með syni sínum, Árna, sem er einnig löggiltur endurskoðandi. — Árin 1925-1927 var hann starfsmaður fjármálaráðuneytisins og sem slíkur var hann sumrin 1925 og 1926 við endurskoðun á fjárreiðum sýslumanna og bæjarfógeta. Árið 1943 tók hann við embætti aðalendurskoðanda ríkisins, en fór úr því að eigin ósk 1949. Af öðrum opinberum störfum Björns er fyrst að nefna, að hann var formaður Kauplagsnefndar frá því að hún var stofnuð í apríl 1939 og til dauðadags. Í henni á sæti fulltrúi tilnefndur af Alþýðusambandinu og Vinnuveitendasambandinu hvoru um 1928 og til 1962, er hann óskaði að losna úr þvi starfi. Hann var í matsnefnd Landsbanka íslands 1927—'28 og endurskoðandi þess banka, kosinn af Landsbankanefnd var hann 1928—'32. Björn var einn af stofnendum Félags löggiltra endurskoðenda, fyrsti formaður þess, og 1966 var hann kjörinn heiðursfélagi. — Formaður prófnefndar fyrir löggildingu endurskoðenda var Björn frá upphafi, þá var hann í stjórn- og framkvæmdaráði Rauðakross Íslands, og gegndi þar lengi umsvifamiklu gjaldkerastarfi, unz Árni sonur hans tók við því af honum 1953. Björn var 1949 sæmdur heiðursmerki Rauðakrossins, og riddarakross Fálkaorðunnar fékk hann 1966. Hann var um áratugaskeið félagi í Karlakór K. F. U. M. og -síðar Fóstbræðrum, formaður kórsins i mörg ár og hélt tryggð við hann til dauðadags. Birni stóðu opin mörg, önnur trúnaðarstörf, en skyldurækni var honum svo í blóð borin, að hann vildi ekki takast á hendur annað og meira en hann var viss um að geta rækt með sóma.

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Foreldrar hans; Líney Sigurjónsdóttir 6. október 1873 - 8. október 1953. Húsfreyja á Sauðárkróki, síðar á Görðum á Álftanes og maður hennar 18.9.1894; sra Árni Björnsson 1. ágúst 1863 - 26. mars 1932. Skólapiltur í Latínuskólanum, Reykjavík 1880. Húsbóndi og prestur á Fagranesi, Fagranessókn, Skag. 1890. Prófastur á Sauðárkróki, síðar prestur í Görðum á Álftanesi, síðast í Hafnarfirði. Prestur í Hafnarfirði 1930. Faðir hennar sra  Eyjólfur Kolbeins Eyjólfsson 20. febrúar 1866 - 1. mars 1912 Prestur á Staðarbakka og Melstað í Miðfirði.
Systkini Björns Einars;
1) Sigurjón Þorvaldur Árnason 3. mars 1897 - 10. apríl 1979. Aðstoðarprestur í Görðum á Álftanesi 1922-1924. Prestur í Vestmannaeyjum 1924-1944 og í Reykjavík. Sóknarprestur á Ofanleiti, Vestmannaeyjum 1930. Prestur í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík. Kona hans 4.1.1924: Þórunn Kolbeins Eyjólfsdóttir 23. janúar 1903 - 4. apríl 1969 Húsfreyja á Ofanleiti, Vestmannaeyjum 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.
2) Snjólaug Guðrún Árnadóttir 7. mars 1898 - 30. desember 1975. Húsfreyja í Hafnarfirði 1930. Húsfreyja í Hafnarfirði, maður hennar; Gunnlaugur Stefán Stefánsson 17. nóvember 1892 - 22. ágúst 1985. Kaupmaður, bakari og útgerðarmaður í Hafnarfirði. Verzlunarmaður þar 1930. Síðast bús. í Hafnarfirði.
3) Páll Kristinn Árnason 19. júlí 1899 - 7. mars 1970. Verslunarfulltrúi á Túngötu 5, Reykjavík 1930. Verslunarfulltrúi í Reykjavík 1945.
4) Elín Málfríður Árnadóttir 2. maí 1901 - 7. desember 1959. Húsfreyja í Hafnarfirði 1930. Kennari og skólastjóri í Hafnarfirði.
5) Árni Björn Árnason 18. október 1902 - 15. ágúst 1979. Stud. med. á Túngötu 5, Reykjavík 1930. Með foreldrum á Sauðárkróki til um 1913 og síðan í Görðum á Álftanesi til um 1920. Nam lækningar hér heima og í Danmörku. Héraðslæknir á Grenivík frá 1937. Stundaði einnig búskap á gömlu Grenivíkurjörðinni um tíma.
6) Þorvaldur Árnason 28. júlí 1906 - 1. júlí 1974Tannsmiður í Reykjavík.
7) Sigurlaug Elísabet Árnadóttir 6. febrúar 1910 - 26. júní 2002. Hjúkrunarnemi á Akureyri 1930. Húsfreyja í Hraunkoti í Lóni maður hennar: Skafti Benediktsson 17. október 1911 - 9. september 1996. Var í Hlíð, Stafafellssókn, A-Skaft. 1930. Bóndi Hraunkoti.
8) Margrét Guðný Árnadóttir 27. ágúst 1911 - 4. júní 1990. Var í Hafnarfirði 1930. Húsfreyja. Síðast bús. í Reykjavík maður hennar; Þórður Marel Jónsson 15. apríl 1908 - 1. júní 1983 Var á Núpum II, Kotstrandarsókn, Árn. 1930. Verkamaður í Reykjavík 1945. Trésmiður, síðast bús. í Reykjavík.
9) Helga Álfheiður Árnadóttir 26. ágúst 1913 - 1. febrúar 1998. Var í Hafnarfirði 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Röntgentæknir. Síðast bús. í Reykjavík, maður hennar; Skúli Þórðarson 21. júní 1900 - 15. maí 1983. Kennari í Reykjavík 1945. Menntaskólakennari og sagnfræðingur, síðast bús. í Reykjavík.
10) Ingibjörg Árnadóttir 4. september 1916 - 16. apríl 2014. Var í Hafnarfirði 1930, maður hennar; Björgvin Bjarnason 15. október 1916 - 2. júní 2005. Plötu- og ketilssmiður, starfsmaður Landsmiðjunnar og síðar starfsmaður Kópavogsbæjar, síðast bús. í Kópavogi. Var á Framnesvegi 13, Reykjavík 1930.
Hinn 3. febrúar 1923 kvæntist Björn Margrét Ásgeirsdóttir 26. apríl 1898 - 18. nóvember 1991 Fluttist til Reykjavíkur 1920. Húsfreyja á Hringbraut 148, Reykjavík 1930. Kennari og húsfreyja í Reykjavík.

Börn þeirra:
1) Árni Björnsson 6. ágúst 1927 - 24. júlí 1978 Var á Hringbraut 148, Reykjavík 1930. Héraðsdómslögmaður og löggiltur endurskoðandi, síðast bús. í Reykjavík, kona hans; Ingibjörg Jónsdóttir 22. október 1930 - 3. maí 1988. Var í Reykjavík 1945. Ritari, síðast bús. í Reykjavík.
2) Aðalbjörg Björnsdóttir 14. febrúar 1926 Var á Hringbraut 148, Reykjavík 1930, maður hennar 6.8.1949; Skúli Guðmundsson 25. mars 1924 - 22. janúar 2002. Var á Shellstöðinni, Skildinganesi, Reykjavíkursókn, Kjós. 1930. Byggingaverkfræðingur og landsþekktur íþróttamaður á sínum yngri árum.

General context

Relationships area

Related entity

Árni Björnsson (1863-1932) Prófastur á Sauðárkróki (1.8.1863 - 26.3.1932)

Identifier of related entity

HAH03536

Category of relationship

family

Type of relationship

Árni Björnsson (1863-1932) Prófastur á Sauðárkróki

is the parent of

Björn Einar Árnason (1896-1967)

Dates of relationship

27.2.1896

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH02798

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

21.12.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places