Eggert Arnbjörnsson (1883-1957) Stóra-Ósi í Miðfirði

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Eggert Arnbjörnsson (1883-1957) Stóra-Ósi í Miðfirði

Parallel form(s) of name

  • Eggert Arnbjörnsson

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

1.5.1883 - 22.12.1957

History

Eggert Arnbjörnsson 1. maí 1883 -22.12.1957. Var á Stóra-Ósi, Melstaðarsókn, Hún. 1890. Var á Stóra-Ós, Ytri-Torfustaðahr., V-Hún. 1957. Ógiftur barnlaus

Places

Stóra-Ósi Miðfirði:

Legal status

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Minningaljóð um hann;

Hvíldar er ljúft að leita
langferðamanni hér.
Hafnar í hlé að beita,
hniginn þá dagur er.
Farkostur feyskinn orðinn,
formennskan ráðasljó,
siglan og byrðingsborðin
brákuð af stormi og sjó.

Hér er til grafar genginn
garpur með hetjulund.
Batinn er beztur fenginn
banvænni sjúkdóms-und.
Eggert frá Ósi borinn
er hér í vígðan reit.
Glæsileg giftusporin
gekk hann um þessa sveit.

Honum var hollt að kynnast
hreinni ég engan fann.
Lengi hans munu minnast
margir, sem þekktu hann.
Hlýlundur, hress og glaður,
hjálpfús svo mjög af bar.
Djarfur og drenglundaður,
Dáður af flestum var.

Góðviljans gull hann skildi
gjaldmiðill beztur var,
sífellt í sönnu gildi,
soralaust fram því bar.
Manndóms af meiðum skar´ann
mállausum varnarþil.
Arð frá þeim akri bar'ann
eins og þar sáð var til.

Héraðsins höfuðbóli
hann lét sinn kraft í veð.
Sat þar á sæmdarstóli,
systkinum traustum með.
Nú eru skörð í skorin,
skjalda - hvar- Ijómi var.
Vopnin á burtu borin,
borðin sem vörðu þar.

Þar var til sveitarsóma
sótt út á farsæl mið.
Glaðværð og gáfnaljóma
Gott var að búa við.
Húsin þar heita máttu
hlaðin um þvera braut.
Vísa þar allir áttu
Úrbót í hverri þraut.

Í þessu ættarrjóðri
eftir hér standa tvö,
af hinum eldri gróðri.
Áður þar voru sjö.
Þrír eru burtu bræður
bornir, og systur tvær.
Á þeirra aringlæður
orðstírinn ljóma slær.

Geng ég á grafarbakka, góðvininn bezta kveð.
Margt á ég þar að þakka. Þannig mun flestra geð.
Til hans frá öllum andar
ylur af hjartans glóð.
Öldur hans æskustrandar yrkja sín kveðjuljóð.

Valdimar Benónýsson
(1884-1968) Ægissíðu

Internal structures/genealogy

Foreldrar hans; Arnbjörn Bjarnason 28.12.1832 - 21. maí 1905 Var á Bæ, Prestbakkasókn, Strand. 1835. Bóndi og hreppstjóri á Stóra-Ósi í Miðfirði. Var þar 1870 og 1890. Ókvæntur. „Góður bóndi og greindur vel“, segir Einar prófastur og bústýra hans; Sólrún Árnadóttir 11. október 1848 Var í Litla-Ósi, Melstaðasókn, Hún. 1860. Bústýra að Stóra Ósi í sömu sveit.
Samfeðra móðir Helga Guðmundsdóttir 10. mars 1829 - 7. júní 1862 Var á Litlu-Þverá, Efra-Núpssókn, Hún. 1835. Var á Þverá, Efranúpssókn, Hún. 1845. Vinnukona á Stóra-Ósi, Melstaðasókn, Hún. 1860;
1) Guðmundur Arnbjarnarson 28.2.1858 - 27.3.1860
2) Helga 26.10.1859 - 12.11.1861
3) Bjarni Arnbjarnarson 2.6.1862 - 6.6.1862
4) Guðmundur Arnbjarnarson 2.6.1862 - 6.6.1862
Samfeðra móðir Anna Þorsteinsdóttir 25. desember 1832 Var á Dalgeirstöðum, Efra-Núpssókn, Hún. 1835. Var að Stóra Ós, Melstaðarsókn, Hún. 1845. Húskona þar 1880. Fór til Vesturheims 1887 frá Rófu, Torfastaðahreppi, Hún.;
5) Anna 21.12.1864 -18.10.1885 Var á Stóraósi, Melstaðarsókn, Hún. 1870. Var á Borðeyri, Prestbakkasókn, Strand. 1880. Lögheimili á Stóra-Ósi.
Alsystkini;
6) Sigurbjörn 3.4.1870 - 17.8.1870
7) Skúli 3.4.1870 - 25.8.1870
8) Jón 17.7.1871 - 26.4.1872
9) Helga Arnbjörnsdóttir 31. ágúst 1872 Var á Stóra-Ós, Melstaðarsókn, Hún. 1880. Húsfreyja á Syðri-Reykjum í Miðfirði, Hún. 1901. Húskona á Ytri-Reykjum, Melstaðarsókn, V-Hún. 1930. Maður hennar Jónas Björnsson.
10) Jón Arnbjörnsson 15. september 1873 - 30. desember 1970 Bóndi á Stóra-Ósi, Melstaðarsókn, V-Hún. 1930. Var á Stóra-Ós, Ytri-Torfustaðahr., V-Hún. 1957. Síðast bús. í Ytri-Torfustaðahreppi. Ógiftur.
11) Hólmfríður Arnbjörnsdóttir 28. september 1875 - 5. ágúst 1950 Bústýra og ljósmóðir á Stóra-Ósi, Melstaðarsókn, V-Hún. Var þar 1930. Ógift.
12) Sigurlaug Arnbjörnsdóttir 4. desember 1877 - 23. febrúar 1960 Lausakona á Stóra-Ósi, Melstaðarsókn, V-Hún. 1930. Var á Stóra-Ós, Ytri-Torfustaðahr., V-Hún. 1957. Ógift.
13) Arnbjörn 15.9.1881 -15.9.1881
14) Friðrik Arnbjörnsson 15. september 1881 - 1. júlí 1948 Bóndi á Stóra-Ósi í Miðfirði frá 1905 til æviloka. Kona hans; Ingibjörg Þorvaldsdóttir 17. september 1881 - 12. júní 1958 Húsfreyja á Stóra-Ósi í Miðfirði. Húsfreyja á Stóra-Ósi, Melstaðarsókn, V-Hún. 1930.
15) Kristín Arnbjörnsdóttir 2.6.1885 -30.9.1887
16) Theódór Arnbjörnsson 1. apríl 1888 - 5. janúar 1939 Bóndi á Lambanes-Reykjum í Fljótum, Skag. Ráðunautur hjá Búnaðarfélagi Íslands í Reykjavík. Fósturbörn: Kolfinna Gerður Pálsdóttir, f.12.8.1924 og Baldur Ásgeirsson 17.10.1917.

General context

"Eggert var góður hestamaður og átti ætíð góðhesta vel alda, enda var hann ferðamaður góður og fljótur í ferðum. Er mér vel minnisstæðar gangnaferðir í gamla daga suður heiðar og sanda fram til jökla. Þar hittumst við nokkrum sinnum við Réttarvatn, en þar komu saman fjárleitarmenn úr Þingi, Vatnsdal, Víðidal, Miðfirði og úr Borgarfirði — á annað hundrað manns. Var sauðfénu smalað af hálendinu að Réttarvatni og réttað í Réttarvatnstanga, og þar fór fram sundurdráttur á milli landsbyggðanna. Menn voru léttir í skapi, frjálsir í fjallasal og á heiðum uppi, en þó vitandi þess að vera að gegna miklu ábyrgðarstarfi langt frá byggð á haustnóttum. Gat stundum hitnað í hamsi og orðið harðar deilur og nokkur átök, ef því var að skipta, en allajafna enduðu viðskiptin í sátt og samlyndi, og vinátta batzt á milli manna."

Relationships area

Related entity

Arnbjörn Bjarnason (1832-1905) Stóra-Ósi í Miðfirði. (28.12.1832 - 21.5.1905)

Identifier of related entity

HAH02476

Category of relationship

family

Type of relationship

Arnbjörn Bjarnason (1832-1905) Stóra-Ósi í Miðfirði.

is the parent of

Eggert Arnbjörnsson (1883-1957) Stóra-Ósi í Miðfirði

Dates of relationship

1.5.1883

Description of relationship

Related entity

Sólrún Árnadóttir (1848) Stóra-Ósi Miðfirði (11.10.1848 - 11.5.1927)

Identifier of related entity

HAH07084

Category of relationship

family

Type of relationship

Sólrún Árnadóttir (1848) Stóra-Ósi Miðfirði

is the parent of

Eggert Arnbjörnsson (1883-1957) Stóra-Ósi í Miðfirði

Dates of relationship

1.5.1883

Description of relationship

Related entity

Theódór Arnbjörnsson (1888-1939) frá Stóra-Ósi. Lambanes Reykjum (1.4.1888 - 5.1.1939)

Identifier of related entity

HAH09423

Category of relationship

family

Type of relationship

Theódór Arnbjörnsson (1888-1939) frá Stóra-Ósi. Lambanes Reykjum

is the sibling of

Eggert Arnbjörnsson (1883-1957) Stóra-Ósi í Miðfirði

Dates of relationship

1.4.1888

Description of relationship

Related entity

Friðrik Arnbjörnsson (1881-1948) Stóra-Ósi V Hvs (15.9.1881 - 1.7.1948)

Identifier of related entity

HAH03450

Category of relationship

family

Type of relationship

Friðrik Arnbjörnsson (1881-1948) Stóra-Ósi V Hvs

is the sibling of

Eggert Arnbjörnsson (1883-1957) Stóra-Ósi í Miðfirði

Dates of relationship

1.5.1883

Description of relationship

Related entity

Stóri-Ós í Miðfirði

Identifier of related entity

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Stóri-Ós í Miðfirði

is controlled by

Eggert Arnbjörnsson (1883-1957) Stóra-Ósi í Miðfirði

Dates of relationship

Description of relationship

Bóndi þar

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH03056

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 6.2.2018

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places