Einar Bragi (1921-2005) rithöfundur

Original Digital object not accessible

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Einar Bragi (1921-2005) rithöfundur

Parallel form(s) of name

  • Einar Bragi Sigurðsson (1921-2005) rithöfundur

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

7.4.1921 - 26.3.2005

History

Einar Bragi fæddist á Eskifirði 7. apríl 1921.
Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 26. mars 2005. Útför Einars Braga var gerð frá Dómkirkjunni 4.4.2005 og hófst athöfnin klukkan 15.

Places

Legal status

Einar Bragi lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1944. Hann stundaði nám í bókmenntum, listasögu og leikhússögu við háskólana í Lundi og Stokkhólmi. Jafnframt ritstörfum vann Einar Bragi sem kennari á unglingastigi um árabil.

Functions, occupations and activities

Hann stofnaði tímaritið Birting 1953 og var ábyrgðarmaður bókmennta- og listatímaritsins Birtings (yngra) 1955-1968 og ritstjóri ásamt Jóni Óskari, Herði Ágústssyni og Thor Vilhjálmssyni.

Mandates/sources of authority

Ljóðabækur hans eru: Eitt kvöld í júní 1950; Svanur á Báru 1952; Gestaboð um nótt 1953; Regn í maí 1957; Hreintjarnir 1960; Í ljósmálinu 1970; Ljóð 1983 (úrval) og Ljós í augum dagsins 2000. Þýðingar á ljóðum hans hafa birst á mörgum tungumálum. Hann skrifaði nokkrar bækur um sagnfræðileg efni og ber þar hæst Eskju, sögurit Eskfirðinga sem út kom í fimm bindum á árunum 1971-1986.
Einar Bragi var mikilvirkur þýðandi. Má þar nefna Dittu mannsbarn eftir Martin Andersen Nexø 1948-1949; Leikrit III eftir August Strindberg 1992, Leikrit III eftir Henrik Ibsen 1995 og sex ljóðabækur eftir samísk skáld á árunum 2001-2003. Leikritin og samísku ljóðin gaf hann út á eigin vegum.
Einar Bragi gegndi fjölmörgum félags- og trúnaðarstörfum og var meðal annars í stjórn Rithöfundasambands Íslands og formaður þess 1968-1970.

Internal structures/genealogy

Foreldrar; Sigurður Jóhannsson 23. des. 1891 - 5. nóv. 1946. Sjómaður á Eskifirði 1930. Skipstjóri á Eskifirði. Drukknaði og kona hans; Jóhanna Borghildur Einarsdóttir 28. apríl 1898 - 26. jan. 1981. Húsfreyja á Eskifirði 1930. Húsfreyja á Eskifirði. Síðast bús. í Reykjavík.

Systkini;
1) Alfons, f. 1916
2) Sigrún, f. 1919
3) Anna, f. 1927.

Kona hans; Kristín Guðmunda Jónsdóttir 19. jan. 1920 - 1. nóv. 2004. Var í Ærlækjarseli, Skinnastaðarsókn, N-Þing. 1930. Húsfreyja, leikskólastarfsmaður og vefari í Reykjavík. Síðast bús. í Reykjavík.

Börn;
1) Borghildur Einarsdóttir 24. feb. 1946. Geðlæknir við Landspítalann, f. í Lundi í Svíþjóð. Fyrri maður hennar Viðar Strand svæfingalæknir í Svíþjóð. Seinni maður Borghildar er Rudolf Rafn Adolfsson geðhjúkrunarfræðingur við Landspítalann, f. 29.7. 1951;
2) Jón Arnarr, húsgagna- og innanhússhönnuður, Selfossi, f. í Vestmannaeyjum 12.2. 1949; fyrri kona hans er Sigrún Guðmundsdóttir lektor í listgreinum við Kennaraháskóla Íslands; skildu; synir þeirra eru: a) Orri ljósmyndari og tónlistarmaður í Reykjavík, f. 5.11. 1970; eiginkona Þórdís Valdimarsdóttir kennari; börn þeirra: Eyja, f. 11.12. 1995, og Kári, f. 13.12. 1997. b) Arnarr Þorri, f. 12.3. 1975, d. 2.6. 2001; dóttir hans og Svanhvítar Tryggvadóttur: Salka, f. 21.7. 1998. Dóttir Jóns Arnarr og Ingunnar Ásdísardóttur er Ásdís Gríma, f. 7.12. 1979, við nám í Danmörku. Seinni kona Jóns Arnarr er Elma Hrafnsdóttir húsmóðir, f. 4.2. 1956; dóttir þeirra: Kristín Birta, f. 6.6. 1982, stúdent; dóttir hennar og Sigurðar Samik Davidsen er Sesselja Sól, f. 19.1. 1999.

General context

Relationships area

Related entity

Eskifjörður ((1950))

Identifier of related entity

HAH00222

Category of relationship

associative

Dates of relationship

7.4.1921

Description of relationship

fæddur þar

Related entity

Borghildur Einarsdóttir (1946) frá Ærlækjarseli ó Öxarfirði (24.2.1946 -)

Identifier of related entity

HAH05071

Category of relationship

family

Type of relationship

Borghildur Einarsdóttir (1946) frá Ærlækjarseli ó Öxarfirði

is the child of

Einar Bragi (1921-2005) rithöfundur

Dates of relationship

24.2.1946

Description of relationship

Related entity

Kristín Jónsdóttir (1920-2004) Ærlækjarseli (19.1.1920 - 1.11.2004)

Identifier of related entity

HAH05072

Category of relationship

family

Type of relationship

Kristín Jónsdóttir (1920-2004) Ærlækjarseli

is the spouse of

Einar Bragi (1921-2005) rithöfundur

Dates of relationship

10.5.1945

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH06295

Institution identifier

IS-HAH

Rules and/or conventions used

Að venju eru upplýsingar frá Íslendingabók notaðar, ef þær stangast á við aðrar upplýsingar er þeim bætt við innan hornklofa [ ], ekki er tekin afstaða til mismunandi upplýsinga.

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ skráning 7.10.2023

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places