Einar Kristjánsson (1917-2015)

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Einar Kristjánsson (1917-2015)

Parallel form(s) of name

  • Einar Kristjánsson

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

15.8.1917 - 31.10.2015

History

Einar Kristjánsson 15. ágúst 1917 - 31. október 2015 Var á Leysingjastöðum, Hvammssókn, Dal. 1930.
Einar Kristjánsson fæddist á Hríshóli í Barðastrandarsýslu 15. ágúst 1917. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 31. október 2015.
Einar var tekinn í fóstur af föðurbróður sínum, Einari, og Signýju Halldórsdóttur konu hans þegar hann var níu mánaða gamall. Þau bjuggu á Leysingjastöðum í Hvammssveit ásamt börnum sínum Guðfinnu, Jóni Jóel og Þuríði. Einar varð snemma læs undir handarjaðri Guðfinnu frænku sinnar og stundaði nám í Héraðsskólanum í Reykholti 1936-38. Einar og Kristín byggðu sér hús í Hvammssveit sem þau nefndu Árbæ. Þar dvöldu þau öll sumur og eftir að Einar fór á eftirlaun var hann þar lungann úr árinu meðan heilsan leyfði. Þar reisti hann reykhús og gróðurhús og ræktaði kartöflur. Á því sama landi hafði hann hafið kornrækt 18 ára, eftir dvöl á Sámsstöðum í Fljótshlíð, og var ræktunarmaður meðan kraftar entust. Aðalvinnan hin síðari ár var þó að safna skjölum og kveðskap og var þar lagður grunnur að Héraðsskjalasafni Dalasýslu. Þá var hann ritstjóri Breiðfirðings um árabil og tók þátt í starfi Kvæðamannafélagsins Iðunnar. Síðustu árin dvöldu þau Einar og Kristín á Hrafnistu í Reykjavík.
Útför Einars fer fram frá Háteigskirkju í dag, 13. nóvember 2015, og hefst athöfnin kl. 13.

Places

Hríshóll á Barðaströnd; Laugar í Sælingsdal;Reykjavík:

Legal status

Functions, occupations and activities

Skólastjóri; Kennari; Bókasafnsvörður:
Félagsmál voru honum hugstæð og hann var formaður Ungmennasambands Dalamanna 1939 til 1943 og stundaði einnig erindisrekstur fyrir UMFÍ. Hann var góður sundmaður og skilaði Ungmennafélaginu Auði djúpúðgu mörgu stiginu á héraðsmótum Dalamanna. Á stríðsárunum starfaði hann við sumarbúðir Rauða krossins á Laugum í Hvammssveit og sinnti kennslu og bústörfum uns hann hóf nám við Kennaraskólann, en þaðan útskrifaðist hann 1952. Hann var þá ráðinn skólastjóri á Laugum og settist þar að ásamt Kristínu konu sinni. Þau stýrðu þar heimavistarskóla til ársins 1974, en þá fluttu þau til Reykjavíkur, þar sem Einar stundaði kennslu og bókasafnsvörslu.

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Foreldrar hans voru Kristrún Magnúsdóttir, f. 11. september 1888, d. 15. ágúst 1917, og maður hennar; Kristján Jens Einarsson 15. apríl 1861 - 1. september 1935 Búfræðingur frá Ólafsdalsskóla. Bóndi í Hvítuhlíð í Bitru 1889-1905 og á Hríshóli í Reykhólasveit. Bóndi í Hólum í Hvammssveit, Dal. 1921-27. „Hann kunni að búa“ segir Matt. Joch. um hann í Ólafsd.
Systkini Einars voru:
1) Eðvaldína Magney Kristjánsdóttir 8. ágúst 1913 - 15. nóvember 2011 Vinnukona á Hólum, Hvammssókn, Dal. 1930. Húsfreyja að Glerárskógum í Hvammssveit, síðast bús. í Reykjavík. Maður hennar 19.9.1941; Magnús Sigurbjörnsson 23. apríl 1910 - 19. október 1985 Vinnumaður í Glerárskógum, Hvammssókn, Dal. 1930. Bóndi í Glerárskógum í Hvammssveit, Dal.
2) Halldór Kristinn Kristjánsson 26. febrúar 1915 - 25. janúar 1988 Vinnumaður á Hólum, Hvammssókn, Dal. 1930. Verkamaður í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Kópavogi. Smiður.
Barnsmóðir Halldórs; Himinbjörg Guðmundsdóttir Waage 27. mars 1915 - 29. mars 2003 Flutti á fyrsta ári með foreldrum að Lónseyri við Arnarfjörð og ólst þar upp fram undir 1930. Var á Bergi, Skildinganesi, Reykjavíkursókn, Kjós. 1930. Húsfreyja í Reykjavík um allmörg ár, starfaði á saumastofu og fleira. Flutti um 1965 í Garðabæ og bjó þar lengst af síðan. Síðast bús. í Garðabæ. Hagmælt. Kona Halldórs 29.12.1955: Inga Jakobína Gísladóttir 15. júní 1923 - 3. júní 2013 Var í Stóra-Holti, Staðarhólssókn, Dal. 1930.
Kona Einars 15. ágúst 1952; Kristín Bergmann Tómasdóttir kennari, f. 12. ágúst 1926, d. 1. ágúst 2015. Foreldrar hennar Tómas R Jónsson og Ingibjörg Vilhjálmsdóttir Blönduósi
Börn þeirra eru:
1) Tómas Ragnar, f. 25. mars 1953 bassaleikari og tónskáld, maki Ásta Svavarsdóttir 19.1.1955. Dætur þeirra: Kristín Svava, Ástríður og Ása Bergný.
2) Ingibjörg Kristrún, f. 20. október 1955, maki Sigurður Rúnar Magnússon 11.4.1952. Börn þeirra eru: a) Erla Kristrún Bergmann. Barn Erlu Kristrúnar er Sigurður Kristinn Bergmann. Barnsfaðir: Helgi Kristinsson. b) Einar Bergmann. Barn Einars er Kristján Bergmann. Barnsmóðir: Guðrún Tinna Steinþórsdóttir.

General context

Relationships area

Related entity

Ingibjörg Vilhjálmsdóttir (1903-1969) Halldórshúsi utan ár (23.10.1903 -24.11.1969)

Identifier of related entity

HAH01511

Category of relationship

family

Dates of relationship

15.8.1952

Description of relationship

Einar var giftur Kristínu Bergmann Tómasdóttur kennara (1926-2015) dóttur Ingibjargar

Related entity

Ásta Tómasdóttir (1935-2021) Halldórshúsi utan ár ov (12.1.1935 - 9.2.2021)

Identifier of related entity

HAH03669

Category of relationship

family

Dates of relationship

Description of relationship

Einar var giftur Kristínu systir Ástu

Related entity

Tómas R Jónsson (1903-1986) fulltrúi (8.7.1903 - 10.5.1986)

Identifier of related entity

HAH04971

Category of relationship

family

Dates of relationship

15.8.1952

Description of relationship

Kristín kona Einars var dóttir Tómasar

Related entity

Tómas Ragnar Einarsson (1953) tónlistarmaður frá Laugavöllum í Dalasýslu (25.3.1953 -)

Identifier of related entity

HAH05884

Category of relationship

family

Type of relationship

Dates of relationship

25.3.1953

Description of relationship

Related entity

Erla Kristrún Bergmann Sigurðardóttir (1974) (12.10.1974 -)

Identifier of related entity

HAH03328

Category of relationship

family

Type of relationship

Erla Kristrún Bergmann Sigurðardóttir (1974)

is the grandchild of

Einar Kristjánsson (1917-2015)

Dates of relationship

12.10.1974

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH03119

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ ættfræði

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places