Elín Helga Helgadóttir (1909-1999) Varmahlíð

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Elín Helga Helgadóttir (1909-1999) Varmahlíð

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

2.2.1909 - 28.8.1999

History

Elín Helga Helgadóttir fæddist á Núpum í Fljótshverfi 2. febrúar 1909. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum 28. ágúst 1999.

Elín Helga ólst upp á Núpum á heimili foreldra sinna og nam sinn barnalærdóm í farskóla sveitarinnar, í Múlakoti og á Kálfafelli. Eftir fermingu var hún áfram heima fram yfir tvítugt og hjálpaði til við búskap foreldra sinna. Til Víkur fór hún að nema hannyrðir um tveggja mánaða skeið. Seinna fór hún til Reykjavíkur og var í vist á tveim heimilum þar. Haustið 1934 fór hún í Kvennaskólann á Blönduósi og var þar einn vetur. Sumarið 1935 giftist hún Vigfúsi Helgasyni og fluttist með honum að Hólum í Hjaltadal. Næstu fimm árin voru þau á Hólum og einnig í Varmahlíð þar sem þau stunduðu garðyrkju. Frá árinu 1940 hættu þau rekstri í Varmahlíð af óviðráðanlegum ástæðum og voru eftir það á Hólum allt fram til 1963 þegar þau fluttu til Reykjavíkur. Í Reykjavík var Elín Helga síðan búsett til dauðadags.

Útför Elínar Helgu fer fram frá Háteigskirkju í dag 3. sept 1999 og hefst athöfnin kl. 13.30.

Places

Núpar í Fljótshverfi: Kvsk 1934-1935: Hólar í Hjaltadal: Varmahlíð: Reykjavík

Legal status

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Foreldrar hennar voru hjónin Agnes Helga Sigmundsdóttir f. 12. október 1879 d. 13. júlí 1954 og Helgi Bjarnason bóndi þar f. 3. mars 1878 d. 28 október 1951.
Systkini Elínar Helgu eru
1) Margrét, fyrrverandi húsfreyja á Fossi á Síðu,
2) Sigmundur, bóndi á Núpum (látinn).

Elín Helga giftist 10. ágúst 1935 Vigfúsi Helgasyni frá Hóli í Hörðudal, kennara á Hólum í Hjaltadal, f. 12. desember 1893, d. 31. júlí 1967. Foreldrar hans voru Ása Kristjánsdóttir og Helgi Guðmundsson, bóndi og hreppstjóri. Elín Helga og Vigfús eignuðust átta börn, þau eru;
1) Guðmundur Hákon f. 12. desember 1935,
2) Agnar Helgi, f. 29. júní 1937, d. 3. febrúar 1993,
3) Ása, f. 28. nóvember 1938, d. 23. mars 1969,
4) Hörður Birgir, f. 9. maí 1940, maki Inger Helgadóttir, þau skildu. Þeirra dætur a) Ása Sigurlaug, maki Pétur Thomsen og eiga þau tvær dætur, Inger Erlu og Kristbjörgu Hörpu, b) Harpa Rut, maki Sigurður Einarsson,
5) Þórhildur, f. 4. janúar 1944, maki Kristján Björnsson. Þeirra börn: a) Elín Helga, maki Bragi Kristiansen, þau skildu, þeirra börn Kristján og Katrín Þóra, b) Björn, c) Vigdís Hulda, maki Ægir Axelsson, þeirra börn Elvar Þór og Unnar Már, d) Kristján Aðalsteinn, e) Guðlaugur Vigfús maki Guðrún Júlíusdóttir. Barn hans Auður Birna.
6) Örlygur Jón, f. 29. júlí 1945, d. 19. janúar 1946,
7) Agnes Helga f. 17. maí 1951, 8) Baldur Jón, f. 6. ágúst 1955.

General context

Relationships area

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH01191

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 17.5.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places