Friðrik Karlsson (1918-1989)

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Friðrik Karlsson (1918-1989)

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

28.9.1918 - 28.9.1989

History

Hann fæddist á Hvammstanga 28. sept. 1918. Foreldrar hans voru Karl Friðriksson brúarsmiður og f.k. hans, Guðrún Sigurðardóttir. Karl var sonur hjónanna Friðriks Björnssonar bónda í Bakkakoti í Víðidal og Elísabetar Jónsdóttur, bæði ættuð úr Húnaþingi. Guðrún var dóttir Sigurðar Halldórssonar síðasta bónda á Efri-Þverá og s.k. hans, Kristínar Þorsteinsdóttur, bæði ættuð sunnan úr Kjós. Guðrún kona Friðriks bjó manni sínum og börnum mjög hlýlegt og friðsælt heimil. Það kunni Friðrik vel að meta.
Börn þeirra eru tvö:
Sigríður Petra f. 31.8. 1949, jarðfræðingur, gift Bjarna Ásgeirssyni, lögfræðingi. Þau eiga tvö börn.
Karl Guðmundur f. 2.2. 1955, búnaðarhagfræðingur, kvæntur Hafdísi Rúnarsdóttur, hjúkrunarfræðingi, eiga þau eitt barn.

Þegar Friðrik var 7 ára fór hannað Víðidalsstungu til Jóhönnu Björnsdóttur, sem þá var orðin ekkja en fyrir búi með móður sinni var Óskar Teitsson. Víðidalstunga var mikið myndar- og menningarheimili og átti Friðrik góðar minningar frá veru sinni þar. Árið sem Friðrik fermdist fór hann frá Víðidalstungu, má segja að frá þeim degi sæi hann um sig sjálfur. Honum leið aldrei úr minni fermingardagurinn því þá átti hann ekki aura fyrir fermingartollinum. Fermingarvorið fór hann í brúarvinnu til föður síns og var þar fram á haust. Fékk hann þá kaup greitt í peningum. Fyrsta verk hans þegar hann kom á heimaslóðir um haustið varað greiða presti fermingartollinn, sem þá var fimmtán krónur. Þetta atvik beit sig svo fast í vitund Friðriks að hann steig á stokk og strengdi þess heit að verða efnalega sjálfstæður, treysta á sjálfan sigog standa í skilum með lögmætar greiðslur. Ég held að allir sem fylgst hafa með lífsferli Friðriks geti verið sammála um að frá þessum markmiðum kvikaði hann ekki, því traustari mann í öllum viðskiptum held ég að sé vandfundinn. Þó, sem betur fer finnist margir enn, sem virða þann gamla sið að "orð skulu standa".

Friðrik naut ekki langrar skólagöngu - aðeins nokkra mánuði í barnaskóla. Snemma fór Friðrik að dreyma um það að verða bóndi. Eiga nokkur hundruð fallegar ær, góða jörð, vel í sveit setta og um fram allt að hafa arð af búinu og síðast en ekki síst að eignast góða konu, sem skapaði fjölskyldunni gott og hlýlegt heimili. Með þessi áform lagði hann út í lífið. Um þessar mundir var mikil fjárhags kreppa í landinu. Peningar sáust varla í höndum bænda. Til viðbótar þessu erfiða ástandi kom upp skæð pest í sauðfé landsmanna, svonefnd mæðiveiki, sem lagði mörg sauðfjárbú í rúst. Aðstæður til að byrja búskap voru því ekkert glæsilegar. Vann Friðrik því áfram á sumrin við brúarsmíðar hjá föður sínum fram um 1940, en að vetrinum oftast í heimasveit sinni, Víðidalnum, við fjárhirðingu og annað sem til féll.

Nú urðu kaflaskil í lífi Friðriks. Hann sest að í Reykjavík og stundar byggingarvinnu næstu árin. Haustið 1942 kemur Friðrik norður í Víðidal um réttaleytið. Þá áttihann allvæna peningafúlgu eða ríflega hálft jarðarverð. Þá kaupir hann Hrísa fyrir átján þúsund krónur, sem þá þótti allhátt verð. Hrísar er landmikil jörð og landkostajörð til sauðfjárbúskapar. Hrísar voru ekki á þeim tíma talin hlunnindajörð en hún átti land að Fitjá á sjötta km á lengd. Kerfossar voru ekki laxgengir fyrr en þar var gerður laxastigi rétt fyrir 1940. Friðrik var þess strax fullviss að Fitjá yrði góð laxveiðiá þegar laxinn fengi aðstöðu til hrygningar ofar í ánni og það kom á daginn að sú spá reyndist rétt. Nú eru Hrísar í hærri kantinum með veiðileigu jarða á vatnasvæðinu. Um leið og Friðrik keypti Hrísa, leigði hann jörðina frænda sínum Jóni Lofti Jónssyni. Eftirgjald var í kindafóðrum og umhirðu hrossa. Hefur sá samningur að grunni til gilt fram að þessu, þó nú búi þar afkomendur konu Jóns, Friðbjargar Ísaksdóttur, og eiga hluta af jörðinni.

Nú voru draumar Friðriks að byrja að rætast. Hann átti jörð í Víðidal. Nokkra tugi kinda, fáein hross og gat dvalist á sinni eigin jörð þegar frí gáfust.

Árið 1944 kvæntist Fiðrik Guðrúnu Pétursdóttur ættaðri úr Dýrafirði, mikilli ágætiskonu, sem hann mat mikils, enda er Guðrún sannkölluð húsmóðir. Skömmu fyrir jól 1947 flytja þau hjón í nýja íbúð við Mávahlíð 39, þar hafa þau búið síðan. Árin líða og Friðrik vinnur ýmis störf, aðallega við smíðar. En árið 1963 er hafist handa við byggingu Læknahússins Domus Medica. Við þær framkvæmdir var Friðrik ráðinn byggingarstjóri. Hann sá um allar fjárreiður, efnisútvegun, mannaráðningar og allt sem að byggingunni laut. Þessu verkefni skilaði hann með þeim sóma að hann var ráðinn framkvæmdastjóri hússins þegar rekstur þess hófst. Hélt hann því starfi til æviloka. Þá var Friðrik í fararbroddi í Hún vetningafélaginu í Reykjavík og formaður þess í áraraðir. Einnig starfaði Friðrik í bridsfélögum og var formaður Bridsfélags Íslands í nokkur ár. Aðrir munu minnast þessara starfa Friðriks. Fyrstu skref Friðriks í félagsmálum voru í ungmennafélaginu Víði. Hann fór snemma að taka þátt í umræðum á fundum félagsins, einnig í fót boltaæfingum ef hann var heima að vorinu. Fljótlega eftir að Friðrik eignaðist Hrísa tók hann virkan þátt í veiðifélaginu, sat í stjórn þess í mörg ár. Hann mælti á nær öllum fundum þess og flutti þar oft athyglisverðar upplýsingar og at hugasemdir. Einnig vann hann mjög þarft verk er hann gerði ýtarlega skrá um veiði og veiðistaði í Víðidalsá og Fitjá. Þá gekkst hann fyrir stofnun Landeigendafélags Fitjár og var formaður þess, þar tilí sumar að hann baðst undan endurkjöri þegar ljóst var að hverju stefndi með heilsuna. Var sá fundur haldinn í sumarbústað þeirra hjónaí Hrísum eins og svo oft áður við rausnarlegar móttökur húsfreyjunnar. Enginn vafi er á því að með tilkomu þessa félags og starfs Friðriks þar fékkst réttlátara mat á ánum en áður var. Eftir að Friðrik eignaðist Hrísa hófst hann fljótlega handa bæði í ræktun og byggingum. Einnig kom hann á stað bleikju eldi í vatni skammt suður og uppfrá Hrísum, virðist það hafa lánast vel. Þá byggðu þau hjón mjög notalegan sumarbústað innan túns í Hrísum sem mikið hefur verið notaður af fjölskyldunni.

Places

Hvammstangi: Víðidalstunga: Reykjavík:

Legal status

Functions, occupations and activities

Bóndi

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

General context

Relationships area

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH011229

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 17.5.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places