Grettishæð á Kili

Identity area

Type of entity

Corporate body

Authorized form of name

Grettishæð á Kili

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

874 -

History

Grettishæð er nálægt miðjum Stórasandi. Er það móbergsdrangur, sem stendur upp úr sandinum. Segir sagan að þar hafi Grettir Ásmundarson setið og hugað að mannáferðum yfir sandinn og munu þær hafa verið meiri þá en nú.
í Grettissögu er frásögn um för Þorbjarnar önguls, er hann reið til þings og ætlaði að hafa höfuð Grettis með sér þangað. Halldór Önguls, hitti hann á leiðinni og réð honum frá þeirri fyrirætlan. „Þá voru þeir komnir á veg og ætluðu að ríða Sand suður. Öngull lét þá taka höfuð Grettis og grafa það í sandþúfu eina. Er það kölluð Grettisþúfa". Þannig segir höfundur Grettissögu frá. Hér getur tæplega verið átt við aðra leið en þá, sem nú heitir Skagfirðingavegur. Stórisandur var jafnan kallaður Sandur og ber það heiti enn hjá flestum, sem næstir honum búa. Grettisþúfunafnið er ekki lengur notað, en Grettishæð heitir alkunnur og mjög áberandi staður á Stórasandi fast við Skagfirðingaveg. Sést hún langt að úr öllum áttum.

Places

Legal status

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

”Lítið er það, sem gangandi manninn dregur ekki”.
Um atvik til þessa orðtækis Grettis ganga ýmsar missagnir, sem ekki ber heim við Grettissögu; ein þeirra er sú, að eitt sinn hafi skessa elt Gretti að gljúfrinu i skammt fyrir neðán Grettishæð á Þórissandi og ætlað að taka af honum fjóra hrúta, sem hann hafði náð. Hann krækti þá hrútana saman á hornunum, hengdi svo yfir axlir sér i bak og fyrir og stökk síðan yfir gljúfrið, en gat naumast stöðvað sig á bakkanum hinummegin. „Vel stokkið” mælti tröllkonan, ,,ef maðurinn hefði verið óhræddur”. „Lítið er það, sem gangandi manninn dregur ekki”, sagði Grettir, „en stökktu betur; þú ert laus og óhrædd”. Hún rann þá eftir, en gat ekki stöðvað sig á barminum; náði hún í víðirunna og hékk svo fram af; þó ætlaði hún að vega sig upp. En Grettir gekk þá að og hjó á hríslurnar, svo að tröllkonan steyptist í gljúfrið, og varð það hennar bani.

Í Grettlu er sagt frá því, að Grettir hafi verið að forða sér undan mönnum, sem eltu hann, og hafi hann þá tekið það ráð að krækja sauðum saman á hornunum og forða sér með þá í fylgsni sitt.

Internal structures/genealogy

General context

Relationships area

Related entity

Kjölur (874 -)

Identifier of related entity

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Stórisandur ((1950))

Identifier of related entity

HAH00262

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH00979

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

18.3.2023

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

GPJ
Húnavaka 1966. https://timarit.is/page/6342580?iabr=on
Lesbók mbl 27.4.1947. https://timarit.is/page/3277258?iabr=on
Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans 25.6.1939. https://timarit.is/page/3107115?iabr=on

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places