Guðjón Klemenzson (1911-1987) læknir

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Guðjón Klemenzson (1911-1987) læknir

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

4.1.1911 - 26.8.1987

Saga

Guðjón Klemenzson var fæddur á Bjarnastöðum á Álftanesi 4. janúar 1911, Hann bar umhyggju fyrir Árnakotsfjölskyldunni allri og lét sér einstaklega annt um heill og heilsu móður sinar síðustu æviár hennar. Læknisstarfið var honum mjög kært. Hann taldi aldrei stundirnar eða sparaði kraftana, en starf heimilislæknis var oft á tíðum þrotlaus vinna við hinar erfiðustu aðstæður. Á þeim tíma voru samgöngur oft mjög erfiðar og gátu læknisvitjanir að vetrarlagi tekið sólarhringa. Ferð að sjúkrabeði var oft þrekraun, barátta við náttúruöfl og veðurguði.
Var lærdómsríkt að hlýða á frásagnir Guðjóns af hversdagslífi heimilislæknis í tveimur landshlutum í nær fjóra áratugi. Það var ljóst að Guðjón naut starfs síns, en einnig að hann naut sín í þessu starfi. Hann hafði til að bera samviskusemi, einstaka reglusemi og gott vinnulag. Þetta, ásamt eðlislægri umhyggju fyrir börnum og öllum sem þörfnuðust hjálpar, tryggði honum gifturíkan starfsferil.

Staðir

Bjanastaðir og Skógtjörn Álftanesi: Medical College í Virginia-sjúkrahúsinu í Richmond í Bandaríkjunum 1942-1943: Hofsós: Ytri-Njarðvík:

Réttindi

Guðjón lauk stúdentsprófi fráMenntaskólanum í Reykjavík árið 1935, embættisprófi í læknisfræði árið 1942 og var við nám í Medical College í Virginia-sjúkrahúsinu í Richmond í Bandaríkjunum 1942-1943.

Starfssvið

Heimilislæknir

Lagaheimild

Læknir

Innri uppbygging/ættfræði

sonur hjónanna Auðbjargar Jónsdóttur húsfreyju (d. 1977) og Klemenzar Jónssonar skólastjóra og oddvita (d. 1955) á Vestri-Skógtjörn. Auðbjörg og Klemenz voru bæði ættuð úr Vestur-Skaftafellssýslu, hún frá Skálmarbæ og hann frá Jórvík í Álftaveri. Þeim varð tíu barna auðið og ólst Guðjón því upp í stórum hópi systkina. Guðjón hafði ætíð yndi af þvíað koma á bernskuslóðirnar á Álftanesi, en þar átti hann mikinn frændgarð. Auðfundið var, að honum var það mikils virði að rækta tengsl við systkin sín, en þau eru:
1) Jón (d. 1936),
2) Eggert (d. 1987),
3) Guðný Þorbjörg,
4) Sveinbjörn (d. 1978),
5) Sigurfinnur,
6) Gunnar (d. 1941),
7) Guðlaug,
8) Sveinn Helgi
9) Sigurður.

Árið 1943 kvæntist hann Margréti Hallgrímsdóttur, dóttur Jónínu Jónsdóttur húsfreyju (d. 1941) og Hallgríms Jónssonar verkamanns (d. 1962) í Hafnarfirði. Saman byggðu Guðjón og Margrét upp heimili, þar sem við höfum öll notið svo margra góðra stunda. Þar var fegurð og fágun í fyrirrúmi. Guðjón og Margrét eignuðust fimm börn. Þau eru:
1) Margrét Jóna, hennar maður er Ólafur Marteinsson. Þau eiga tvær dætur.
2) Auðbjörg, hennar maður er Guðmundur Arnaldsson. Þau eiga fjögur börn.
3) Védís (d. 1951).
4) Hallgrímur, hans kona er Ragnheiður Haraldsdóttir. Þau eiga þrjú börn.
5) Guðný Védís, hennar maður er Ólafur Marel Kjartansson. Þau eiga eina dóttur.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Margrét Hallgrímsdóttir (1920-1990) (12.1.1920 - 31.1.1990)

Identifier of related entity

HAH01744

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Margrét Hallgrímsdóttir (1920-1990)

er maki

Guðjón Klemenzson (1911-1987) læknir

Dagsetning tengsla

1943 - ?

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH01266

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 19.5.2017

Tungumál

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir