Gunnlaugur Auðunn Jóhannesson (1894-1974)

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Gunnlaugur Auðunn Jóhannesson (1894-1974)

Parallel form(s) of name

  • Gunnlaugur Auðunn Jóhannesson á Bakka í Víðidal

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

16.11.1894 - 1.1.1970

History

Á nýjársdag lézt á sjúkrahúsinu á Hvammstanga Gunnlaugur Jóhannesson, bóndi á Bakka í Víðidal 75 ára að aldri. Gunnlaugur fæddist á Auðunnarstöðum 16. nóvember 1894.
Bóndi í Bakkakoti, Víðidalstungusókn, V-Hún. 1930. Bóndi á Bakka í Þorkelshólshr., V-Hún. Var á Auðunnarstöðum, Þorkelshólshr., V-Hún. 1957. Síðast bús. í Þorkelshólshreppi.
Gunnlaugur hóf skólagöngu og lauk gagnfræðaprófi frá„ Akureyrarskóla vorið 1914. Sama ár hóf hann nám í Menntaskólanum í Reykjavík en sá námsferill var ekki langur. Þann vetur fékk lömunarveiki og varð hann aldrei alheill maður eftir það. Þessi veikindaraun batt enda á skólagönguna, og skildi við hann með stórskertum líkamskröftum. Frá þeim tíma varð hann að styðjast við staf hvert sem hann fór. Þegar svo var komið fór Gunnlaugur heim að Auðunnarstöðum og vann þar við öll venjuleg bústörf á heimili móður sinnar. Vorið 1921 kvæntist hann eftirlifandi konu sinni Önnu Teitsdóttur frá Víðidalstungu. Þau voru á Auðunnarstöum fyrsta hjúskaparárið en vorið 1922 fluttu þau að Bakka sem síðan varíð heimili þeirra alla tíð. Bakki er frá náttúrunnar hendi, fremur rýrt býli, og aðkoma þar ekki góð fyrir frumbýlinga. Húsakostur var lélegur, og heyfengur lítill. Það var því mikið,og erfitt verkefni framundan, að reisa við jörðina, ekki sízt þar sem húsbóndinn var fatlaður af afleiðingum lömunarveiki. En ungu hjónin hófust þegar handa. Það liðu ekki mörg ár þar til hafin var bygging peningshúsa, og síðar íbúðarhúss, hvort tveggja úr steinsteypu, sem þá var enn fátítt. Mest af þeirri byggingarvinnu framkvæmdi Gunniaugur með eigin höndum enda lagtækur í bezta lagi. Bakki komst fljótlega í tölu þeirra býla þar sem búið var ræktunarbúskap og ný viðhorf í búskaparháttum samfara vélanotkun voru tekin í fulla þjónustu. Gunnlaugur var á margan hátt sérstæður maður og góðum hæfileikuim búinn. Hann hafði næmt auga fyrir nýjungum og notagildi þeirra og oft fljótur að tileinka sér þær. Áður er nefnt framlak hans um ræktun og byggingar. Hann keypti fyrsta útvarpstækið sem kom í þessa sveit. Það mun hafaverið 1926, þegar Otto B. Arnar o.fl. voru að hefja sitt tilraunaútvarp. Dráttarvél keypti Gurnnlaugur strax og kostur var. Fékk hann eina af fyrstu heimilisdráttarvélunum sem komu í héraðið.

Gunnlaugur átti sæti á aðalfundum Kaupfélags V-Húnvetninga á þriðja tug ára. Formaður Búnaðarfél. Þorkelshólshrepps var hann frá 1951—67 og átti þá jafnframt sæti á aðalfundum búnaðarsambandsins. Gunnlaugur var skemmtilegur fundarmaður. Hann hafði alltaf eitthvað að segja, sem létti hugann, jafnframt því sem rætt var um venjuleg málefni. Hann var frjór í hugsun og fljótur að koma auga á gagnlegar nýjungar, þó samfara gætni og stund um íhaldssemi, að gera, það eitt, sem hann taldi ekki of hættusamt. Kaupfélagi sínu vann hann af heilum huga og áhugasamari félagsmenn en hann voru ekki. margir.

Gunnlaugur unni söng af lífi og sál.Hann hafði fallega tenórrödd og söng í karlakór nær. fjóra áratugi. Ferðalög hans á sörngæfingar voru lengst af á hesti og ekki alltaf auðveld, bæííi vegna anna einyrkjans, við bústörfin, og svo var löng leið að fara á æfingar. En til þess hafði Gunnlaugur alltaf tíma. Eitt af því sem Gunnlaugur átti drjúgan þátt i á siðasta skeiði ævinnar, var að koma í framkvæmd byggingu tveggja búa, á Víðidalsá í framanverðum Víðidal. Samgönguerfiðleikar voru orðnir eitt mesta vandamál þeirra, sem bjuggu í framanverðum Víðidal. En með brúarbyggingunum voru þau leyst. Oft hefur fyrr og síðar heyrzt gagnrýni á vega- og brúargerð inn til dala og kannski líka út við strönd, þar sem umferð er lítil. En núorðið nær byggðin ekki lengra en þangað sem hægt er að koma við nútíma samgöngum. Þetta mun nú flestum ljóst orðið. Mörgum var það undrunarefni hverju Gunnlaugur gat afkastað svo fatlaður sem hann var. En þar kom til bæði meðfædd skapfesta og hagsýni um alla hluti sem við var fengizt. En vissulega var hann ekki einn að verki. Hann átti duglega og ágæta konu, og börnin munu hafa hjálpað til strax og þau höfðu getu til.

Places

Auðunnarstaðir í Víðidal:

Legal status

Functions, occupations and activities

Bóndi:

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Foreldrar hans voru hjónin Ingibjörg Eysteinsdóttir og Jóhannes Guðmundsson, sem bjuggu á Auðunnarstöðum frá árinu 1887. Jóhannes lézt fyrir aldur fram, árið 1908. en Ingibjörg hélt áfram búskap með börnum sínum, þar til Guðmundur sonur hennar tók að fullu við búskapnum árið 1918.

Vorið 1921 kvæntist hann eftirlifandi konu sinni Önnu Teitsdóttur (1895-1978) frá Víðidalstungu.
Þau Anna og Gunnlaugur eignuðust níu börn eitt dó í æsku, en hin eru nú löngu uppkomin og hafa flest stofnað sitt eigið heimili.

General context

Relationships area

Related entity

Jóhannes Guðmundsson (1850-1906) Auðunnarstöðum (4.8.1850 - 23.5.1906)

Identifier of related entity

HAH05442

Category of relationship

family

Type of relationship

Jóhannes Guðmundsson (1850-1906) Auðunnarstöðum

is the parent of

Gunnlaugur Auðunn Jóhannesson (1894-1974)

Dates of relationship

16.11.1894

Description of relationship

Related entity

Ingibjörg Eysteinsdóttir (1856-1923) Auðunnarstöðum (26.12.1856 - 28.5.1923)

Identifier of related entity

HAH06684

Category of relationship

family

Type of relationship

Ingibjörg Eysteinsdóttir (1856-1923) Auðunnarstöðum

is the parent of

Gunnlaugur Auðunn Jóhannesson (1894-1974)

Dates of relationship

16.11.1894

Description of relationship

Related entity

Guðrún Jóhannesdóttir (1889-1977) Akureyri, frá Auðunnarstöðum í Víðidal (14.2.1889 - 4.3.1977)

Identifier of related entity

HAH04342

Category of relationship

family

Type of relationship

Guðrún Jóhannesdóttir (1889-1977) Akureyri, frá Auðunnarstöðum í Víðidal

is the sibling of

Gunnlaugur Auðunn Jóhannesson (1894-1974)

Dates of relationship

16.11.1894

Description of relationship

Albróðir.

Related entity

Bakki í Víðidal (1385 -)

Identifier of related entity

HAH00863

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Bakki í Víðidal

is controlled by

Gunnlaugur Auðunn Jóhannesson (1894-1974)

Dates of relationship

1922-1970

Description of relationship

Húsbóndi þar

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH01353

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 22.5.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places