Hrútfell á Kili (1410 m)

Identity area

Type of entity

Corporate body

Authorized form of name

Hrútfell á Kili (1410 m)

Parallel form(s) of name

  • Hrútafell á Kili
  • Regnbúðajökull á Kili

Standardized form(s) of name according to other rules

  • Hrútfellsjökull

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

874-

History

Hrútfell (einnig kallað Hrútfellsjökull) er móbergsstapi á Kili. Hæð þess er 1410 metrar yfir sjávarmáli. Uppi á Hrútfelli er jökull.
eitt svipmesta stapafjall landsins 1396 m y.s., vestan við Fúlukvísl. Á kolli þess er allvænn jökulkúfur.
Norðlendingar nefndu fjallið Regnbúða- eða Regnbogajökul. Að austan, sunnan Hofsjökuls eru Kerlingarfjöll.

Places

Legal status

Hrútafell 1410 mys er bratt, kistumyndað fjall, mjög stórt, og dálítið svipað Esjunni; norðan á því ganga 3 skriðjöklar eins og fossar niður um snarbrött skörð, en breiðast út á láglendinu fyrir neðan; það er eins og harpeis eða hálfstorknuð koltjara hefði runnið niður úr skörðunum, svo nákvæmlega hefir jökullinn lagað sig eptir landslaginu; skriðjöklar þessir eru eins reglulegir eins og myndir í jarðfræðis-kennslubókum, sem eiga að gefa hugmynd um almenn lög, er skriðjöklar fylgja. Eyrar neðan jökla þessa eru lítilfjörlegar mosateygjur, en töluvert af eyrarrós hér og hvar. Uppi í fellinu milli jöklanna er gráleitt túff með mörgum göngum, líkt eins ogátu þeir varla valið sér leiðinlegri bústað, en varla gæti menn grunað, að þar væri manna bústaðir, og vel hafa þeir getað leynzt á svo afviknum stað.

Functions, occupations and activities

Athugið, slóðinn frá Kili er einungis fær jeppum á 33 tommu dekkjum. Brött leið á Hrútfell og munar miklu að ganga á snjó

Mandates/sources of authority

Sagan segir, að piltar þessir hafi flúið frá Hólum, af því þeir drápu kerlingu, og sezt þarna að; lifðu þeir mest á því, að stela afréttarfé frá Tungna- og Hreppamönnum; á endanum voru þeir unnir og drepnir í Þjófanesi fyrir framan Bláfell á milli Grjótár og Sandár; heitir fit ein við Sandá Þjófafall, er þeir hröktust út á, áður en þeir féllu. Það er ekki enn þá laust við, að sumir byggðamenn hafi enn þá töluverða útilegumannatrú; það kemur fyrir, að menn verða hræddir við hestaspor á óvanalegum stöðum á öræfum, menn þykjast finna reykjarlykt leggja ofan af jöklum, og hefir stundum fólk á grasafjalli orðið ærið skelkað af slíkum hlutum; margar sögur ganga um dal, sem á að vera uppi í miðjum Langjökli, hjá tindi, sem stendur þar upp úr fönnunum og sést langt að; einn leitarmaður þóttist hafa séð hníflóttan (!) hest á Efri-Fróðárdal, og mörg skrípin fleiri þykjast menn hafa séð. Það er annars merkilegt, að jafn hlægilega vitlaus hjátrú, eins og fjallabúatrúin, skuli hafa getað haldizt svo lengi, og það jafnvel til skamms tíma hjá mönnum, sem að öðru leyti voru skynsamir. Þegar Ebenezer Henderson ferðaðist um öræfin hjá Langjökli, og kom á Hveravelli 1815, voru fylgdarmenn hans dauðhræddir við útilegumenn, og Magnús Stephensen, konferenzráð í Viðey, sagði við hann, að það væri mjög óvarlegt að ferðast vopnlaus um öræfin.

Internal structures/genealogy

General context

Relationships area

Related entity

Kjölur (874 -)

Identifier of related entity

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH00992

Institution identifier

IS-HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

17.3.2023

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places