Húsið á Eyrabakka

Identity area

Type of entity

Corporate body

Authorized form of name

Húsið á Eyrabakka

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

1765 -

History

Húsið á Eyrarbakka er sögufrægt hús á Eyrarbakka sem hýsir nú Byggðasafn Árnesinga en var áður bústaður kaupmanna.

Húsið er með merkustu húsum landsins og er svartbikað timburhús af bolhúsgerð með bárujárnsþaki. Jens Lassen kaupmaður lét reisa húsið árið 1765. Húsið stendur við Eyrargötu 50 litlu austar við Eyrarbakkakirkju. Áfast við Húsið með tengibyggingu er málað timburhús, Assistentahúsið en það var reist rúmri öld síðar eða árið 1881. Assistentahúsið er timburhús af bindingsverki.

Upphaf Hússins má rekja til fastrar búsetu danskra kaupmanna en áður höfðu þeir aðeins dvalið að sumarlagi á Íslandi. Flestir íbúar Hússins fram til ársins 1919 voru danskir. Húsið var flutt tilsniðið til landsins. Veggir eru gerðir úr þykkum, mótuðum trjástokkum sem klæddir eru að utan með súð. Skorsteinn og eldstæði voru hlaðin úr steini. Í Assistentahúsinu bjuggu verslunarþjónar Lefolii-verslunarinnar.

Guðmundur Daníelsson rithöfundur bjó í því um nokkurn tíma á fimmta áratug 20. aldar og skrifaði þar sjö bækur. Guðmundur lánaði Halldóri Laxness húsið árið 1945 og þar skrifaði hann „Eldur í Kaupmannahöfn”.

Places

Legal status

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Leikin heimildarmynd um Húsið á Eyrarbakka, sögu þess og íbúa og Eyrarbakkaverslun á árunum 1756 - 1926.

Framleiðandi: Byggðasafn Árnesinga.

Internal structures/genealogy

General context

Frá 1765 til 1925 var Húsið heimili kaupmanna og annars starfsfólks Eyrarbakkaverzlunar. Það var nefnt „Húsið” í daglegu tali, sennilega vegna þess,að lengi fram eftir 19. öld var ekkert annað íbúðartimburhús á Bakkanum og bar því höfuð og herðar yfir annan húsakost.

Húsið er landsfrægt fyrir sögu sína og hlutverk í íslenzkri menningarsögu. Það var miðstöð allrar menningar austan Fjalls og einnig eitt mesta menningarsetur landsins um langt skeið eða frá þeim tíma, þegar Guðmundur Thorgrímsen verzlunarstjóri og kona hans frú SylviaThorgrímsen fluttust þangað árið 1847. Menningarleg áhrif frá Húsinu á þessum tíma voru margvíslegog báru einkenni danskrar borgaramenningar.

Guðmundur Thorgrímsen stóð ásamt fleirum að stofnun barnaskólans á Eyrarbakka árið1852 en hann er nú elzti starfandi barnaskóli landsins. Thorgrímsen þótti sanngjarn og vinsæll verzlunarstjóri. Fjölskylda hans stuðlaði að útbreiðslu tónmenningar um héraðið en í Húsinu var spilað á orgel, gítar og píanó jafnframt því sem mikið var sungið. Bjarni Pálsson, faðir Friðriks Bjarnasonar tónskálds, lærði hjá frú Sylviu og Sylviu dóttur hennar. Bjarni kenndi mörgum á orgel síðar. Í Húsinu heyrði Páll Ísólfsson fyrst spilað á píanó „og varð í senn undrandi og glaður yfir þessum töfratónum”. Guðmunda Nielsen (1885-1935), dóttir Peters Nielsens verzlunarstjóra og Eugeniu Thorgrímsen, kenndi mörgum Eyrbekkingum á píanó. Hún gaf m.a. útsöng lög fyrir einsöng og píanó, auk þess stjórnaði hún kórum í bænum og rak verzlun á Bakkanum um árabil. Hún var einn stofnenda og fyrsti formaður Kvenfélagsins áEyrarbakka árið 1888. Ásgrímur Jónsson, listmálari, var vikapiltur í Húsinu um tveggja ára skeið eftir fermingu og taldi í endurminningum sínum, að áhugi og hvatning frú Eugeniu hafi með öðru stuðlað að því, að hann fetaði braut myndlistarinnar.

Peter Nielsen var verzlunarstjóri í Lefolii-verzlunar frá 1887-1910 og bjó ásamt konu sinni Eugeniu í Húsinu. Nielsen var þekktur fyrir náttúrufræðirannsóknir og söfnun náttúrugripa, auk verzlunarstjórastarfsins, sem hann gegndi við góðan orðstír. Hann safnaði fuglshömum og eggjum íslenzkra fugla og varð safn hans stórt í sniðum. Greinar eftir hann um náttúruvísindi, einkum um útbreiðsluíslenzkra fuglategunda, birtust í blöðum hér og erlendis.

Gestagangur var mikill í Húsinu í tíð Thorgrímsens og Nielsens. Til eru margar frásagnir, erlendar og íslenzkar, um lífið í Húsinu á þessum tíma. Þær bera allar vott um, að Húsið hafi verið mikið menningarheimili og gott þangað að sækja, ekki bara af höfðingjum, heldur einnig af alþýðufólki. Eftirsóknarvert fannst vinnufólki að komast í vist í Húsinu og þótti jafnast á við skóladvöl.

Árið 1918 keypti Kaupfélagið Hekla eigur danskra kaupmanna á Eyrarbakka, þ.m.t. Húsið. Þá flutti Guðmundur Guðmundsson kaupstjóri Heklu í Húsið ásamt fjölskyldu sinni og Haraldur Blöndal, ljósmyndari, og fjölskylda hans varð leigjandi í hluta Hússins. Á tímanum 1920 til 1926 komu fram margháttaðir erfiðleikarí verzlun á Bakkanum, svo að árið 1926 lenti húsið um sinn í eigu Landsbanka Íslands.

Árið 1932 eignuðust Halldór Kr. Þorsteinssong og Ragnhildur Pétursdóttir í Háteigi Húsið eftir að þau sáu það auglýst til sölu. Þau létu gera við það undir leiðsögn Matthíasar Þórðarsonarþjóðminjavarðar, sem hafði hvatt þau til kaupanna, og er talið, aðmeð þeirri viðgerð hafi tekizt að bjarga Húsinu frá niðurrifi,enda þá ekki algengt að vernda hús með gamla sögu. Er talið, að það sé fyrsta markvissa endurgerð húss ávegum einstaklings hérlendis, sem tekur mið af húsvernd. Ragnhildur Pétursdóttir ráðgerði að setja á fót húsmæðraskóla í Húsinu, en ekkert varð úr þeim áformum. Bretar hernámu Húsið í síðari heimsstyrjöldinni en eftir það var Húsið sumarhús Háteigshjónanna. Ragnhildur Halldórsdóttir Skeoch, dóttir þeirra, erfði Húsið eftir foreldra sína.

Halldór og Ragnhildur leigðu Assistentahúsið um langt skeið. Bjó Guðmundur Daníelsson rithöfundur í því um nokkurn tímaá fimmta áratug 20. aldar og skrifaði þar sjö bækur. Guðmundur léði Halldóri Laxness húsið árið 1945 og þarskrifaði hann „Eldur í Kaupmannahöfn”. Fleiri bjuggu í Húsinu og Assistentahúsinu um lengri ogskemmri tíma. KvenfélagEyrarbakka hafði Assistentahúsið á leigu um nokkuð ár og var þarmeð kaffisölu og ljósböð fyrir börn. Síðast stóð það autt, enda illa farið.

Auðbjörg Guðmundsdóttirog Pétur Sveinbjarnarson keyptu Húsið árið 1979. Þau létu endurbæta margt í Húsinu og bjó Auðbjörg í því frá þeim tíma til 1994 en árið 1992 keypti ríkissjóður Húsið. Þá var gert samkomulag um framtíðarskipan umsjónar ogreksturs Hússins á Eyrarbakka. ÞjóðminjasafnÍslands tók þá við eigninni fyrir hönd ríkisins og hafði umsjónmeð viðgerðum næstu tvö árin. Byggðasafn Árnesinga flutti starfsemi sína í Húsið í ágúst1995 og opnaði það lamenningi til sýnis. Eyrarbakkahreppur hefur alla umsjón með lóð og lóðaframkvæmdum.

Relationships area

Related entity

Eyrarbakki (985-)

Identifier of related entity

HAH00868

Category of relationship

associative

Type of relationship

Eyrarbakki

is the associate of

Húsið á Eyrabakka

Dates of relationship

1765

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH00867

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Partial

Dates of creation, revision and deletion

GPJ skráning 12.5.2020

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places