Showing 45 results

Archival description
Ágústa Hálfdánardóttir (1957) Ljósmyndir Húsbyggingar
Print preview View:

45 results with digital objects Show results with digital objects

Möðrudalur á Fjöllum. Sandfell, Geldingafell, Vegaskarð/hnjúkur, Viðidalsfjöllin í baksýn.

Stærra húsið sem er nær okkur og hægra megin á myndinni brann að ég held 1942 eða 43 en sumarið eftir var byggt annað hús á þeim grunni að hluta til og það hús stendur enn.

Húsið sem er vinstra megin og fjær er hús Jóns A. Stefánssonar og í því bjuggu einnig Þórhallur sonur Jóns og Ragna Gðmundsdóttir sambýliskona Þórhalls. Það hús var rifið upp úr 1990.

Reykjavík götumynd póstkort 1913

HP Andersen Skræder Aðalstræti 16 Byggt 1895
Aðalstræti 14 Cafe & Billiard. rekinn af Caspar Herlevig.
Aðalstræti 12 Hús Matthíasar Johannessen Kaupmanns reist 1889.
Aðalstræti 10, Hannyrðaverslun Augustu Svensen, síðan Silli og Valdi. Húsið brann 1977
Aðalstræti 9
Aðalstræti 8; Fjalkötturinn kvikmynda og leikhús (Breiðfjörðsleikhús-Valgarður Ó Breiðfjörð) Verslun Breiðfjörðs
Aðalstræti 7 Hús Jóns Vídalíns byggt 1881. Búsáhaldaverslun Brynjólfs H Bjarnasonar
Aðalstræti 6 [Vesturver, Morgunblaðshöllin]
Aðalstræti 5 Gefjunarhúsið
Aðalstræti 4
Aðalstræti 3 Hótel Ísland
Hægramegin Víkurkirkjugarður
Fyrir endanum Bryggjuhúsið

Eiðar í Eiðaþinghá

Kirkjan á Eiðum er þarna fyrir miðri mynd. Húsið lengst til vinstri er gamli búnaðarskólinn og þar bjó bóndinn á Eiðum. Einnig var símstöð í húsinu og stundum fengu skólapiltar að gista þar í 2-3 herbergjum. Alþýðuskólahúsið er stærst af þessum húsum. Seinna var byggt við það og var hægt að bjarga þeirri viðbyggingu þegar skólahúsið brann vorið 1960.