Ingibjörg Jóna Jónsdóttir (1923-2000) kjólameistari frá Bolungarvík

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Ingibjörg Jóna Jónsdóttir (1923-2000) kjólameistari frá Bolungarvík

Parallel form(s) of name

  • Ingibjörg Jóna Jónsdóttir (1923-2000) kjólameistari

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Imba

Description area

Dates of existence

14.4.1923 - 29.12.2000

History

Ingibjörg Jóna Jónsdóttir, kjólameistari, fæddist í Bolungarvík 14. apríl 1923. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans - háskólasjúkrahúss í Fossvogi 29. desember síðastliðinn.
Ingibjörg stundaði barna- og unglingaskólanám í Bolungarvík. Hún var í Húsmæðraskólanum á Laugalandi í Eyjafirði veturinn 1942 til 1943 og lauk síðar iðnnámi í Reykjavík. Hún tók sveinspróf í kjólasaum og varð meistari í þeirri grein. Síðar sigldi hún til Svíþjóðar og stundaði þar nám í handavinnukennslu. Þegar heim kom tók hún að sér að kenna saumaskap og handavinnu á námskeiðum víða um land, aðallega þó á Vestfjörðum. Þá varð hún handavinnukennari Húsmæðraskólans á Blönduósi í fjóra vetur árin 1946 til 1950 og munu hinir fjölmörgu nemendur hennar minnast hennar með þökk og virðingu. Hún var áhugasamur kennari, iðin, dugleg og drífandi.

Eftir að Ingibjörg Jóna flutti suður og hætti kennslu setti hún upp saumastofu í Reykjavík. Síðar sameinuðu þau stofur sínar, hún og Guðmundur Ísfjörð Bjarnason klæðskeri, og fengu þau brátt húsnæði í Kirkjuhvoli bak við Dómkirkjuna í Reykjavík. Sameiginlega stofnuðu þau svo fataverslunina Pandóru og ráku hana í Kirkjuhvoli þar til 1985 er þau seldu, höfðu þá verslað í yfir 30 ár. Guðmundur Kr. sem varð eiginmaður Ingibjargar, eins og fram kemur hér á eftir, átti ásamt öðrum heildverslunina J. Ásgeirsson og Jónsson og flutti það fyrirtæki m.a. inn fatnað til sölu í Pandóru.
Útför Ingibjargar fer fram frá Háteigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30.

Places

Bolungarvík: Reykjavík: Svíþjóð: Blönduós:

Legal status

Húsmæðraskólinn Laugalandi 1942-1943: Kjólameistari: Handavinnukennari frá Svíþjóð:

Functions, occupations and activities

Kjólameistari:

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Foreldrar hennar voru Elísabet Bjarnadóttir, húsmóðir, f. 9. maí 1895, d. 26. ágúst 1980 og Jón Guðni Jónsson, sjómaður, bóndi og verkstjóri í Bolungarvík, f. 20. janúar 1899, d. 5. janúar 1958.
Ingibjörg Jóna var næstelst sjö systkina. Elstur var Friðrik Pétur, sjómaður og bóndi í Bolungarvík, f. 1921, d. 1995; Guðmundur Bjarni, framkvæmdastjóri, f. 1926, d. 1996; Guðrún Halldóra, húsmóðir, f. 1928, búsett í Garðabæ; Georg Pétur, f. 1931, andaðist á fyrsta ári; Sólberg, fyrrverandi sparisjóðsstjóri í Bolungarvík, f. 1935, búsettur í Bolungarvík; Karitas Bjarney, kjólameistari, f. 1937 búsett í Reykjavík.

Hinn 5. apríl 1953 giftist Ingibjörg Guðmundi Kristjáni Jónssyni, framkvæmdastjóra, f. 17. febrúar 1924, d. 1986. Foreldrar hans voru Vilhelmína S. Kristjánsdóttir, húsmóðir frá Mjóafirði, f. 22. júní 1900, d. 1995, og Jón Jónsson, húsasmíðameistari frá Rauðasandi, f. 24. ágúst 1896, d. 1969.
Ingibjörg og Guðmundur eignuðust þrjú börn. Þau eru:
1) Vildís, deildarstjóri, f. 13. nóvember 1954, búsett í Reykjavík. Hún giftist Halldóri Haraldssyni bifvélavirkja, f. 3. apríl 1952, en þau skildu 1996. Börn þeirra eru: Ingibjörg Huld, f. 1978, Guðmundur Hákon, f. 1981, Haraldur Björn, f. 1984, og Sigrún Hrönn, f. 1989.
2) Jón Ingi, tæknifræðingur, f. 2. janúar 1957, búsettur í Reykjavík, maki Sigríður Helga Þorsteinsdóttir, fiðlukennari, f. 1. júní 1957. Börn þeirra eru: Þorsteinn Kári, f. 1986, Guðmundur Kristján, f. 1988 og Friðgeir Ingi, f. 1996.
3) Guðrún Elísabet, fiskverkakona, f. 27. júní 1964, búsett í Þorlákshöfn, maki Skarphéðinn Haraldsson, verslunarmaður, f. 18. febrúar 1964. Börn þeirra eru: Jón Bryngeir, f. 1984, Kristján Ágúst, f. 1986, og Helga Björg, f. 1989.

General context

Relationships area

Related entity

Kvennaskólinn á Blönduósi 1901-1974. Árbraut 31 (1901 - 1974)

Identifier of related entity

HAH00115

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1946-1950

Description of relationship

Hamdavinnukennari

Related entity

Kvennaskólinn á Blönduósi 1941-1950 (1941-1950)

Identifier of related entity

HAH00115 -41-50

Category of relationship

associative

Type of relationship

Kvennaskólinn á Blönduósi 1941-1950

is the associate of

Ingibjörg Jóna Jónsdóttir (1923-2000) kjólameistari frá Bolungarvík

Dates of relationship

1946-1950

Description of relationship

kennari þar 1946-1950

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH01486

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 21.6.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places