Jóhanna Þorbjarnardóttir (1924-2005) Akranesi

Original Stafræn eining not accessible

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Jóhanna Þorbjarnardóttir (1924-2005) Akranesi

Hliðstæð nafnaform

  • Jóhanna Ingibjörg Þorbjarnardóttir (1924-2005) Akranesi

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

4.2.1924 - 8.11.2005

Saga

Jóhanna Ingibjörg Þorbjörnsdóttir fæddist í Bakkakoti í Skorradal 4. febrúar 1924.
Hún andaðist á sjúkrahúsi Akraness þriðjudaginn 8. nóvember 2005. Útför Jóhönnu var gerð frá Akraneskirkju 16.11.2005 og hófst athöfnin klukkan 14.

Staðir

Bakkakot í Skorradal
Hávarðsstaðir í Leirársveit
Akranes

Réttindi

Jóhanna stundaði nám við héraðsskólann á Laugum í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu og húsmæðraskólann á Blönduósi 1943-1944.

Starfssvið

Hún vann ýmis störf, einkum verslunarstörf, saumaskap hjá Akraprjóni en lengst af í fiskvinnslu hjá Haraldi Böðvarssyni.

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar; Þorbjörn Jóhannsson 3. sept. 1891 - 6. júní 1953. Bóndi í Bakkakoti í Skorradal og á Hávarðsstöðum í Leirársveit, Borg. Síðar innheimtumaður og verkamaður á Akranesi og kona hans; Ingibjörg Magnúsdóttir 29. apríl 1896 - 16. feb. 1973. Húsfreyja í Bakkakoti, Fitjasókn, Borg. 1930. Húsfreyja í Dagverðarnesi, Bakkakoti og Hávarðsstöðum. Síðast bús. á Akranesi.

Systur hennar;
1) Guðbjörg, f. 27. apríl 1917, gift Beinteini Helgasyni, f. 1913, d. 1959. Börn þeirra eru Sigríður Sjöfn, f. 1940, Ingibjörg Fanney, f. 1941, d. 2004, og Bragi, f. 1946. Seinni maður Guðbjargar var Steingrímur Matthías Sigfússon, f. 1919, d. 1976.
2) Elísabet, f. 4. júní 1920, d. 1. september 1995, gift Ágústi Sigurði Guðjónssyni, f. 1912, d. 1995. Þeirra börn eru Inga Sólveig, f. 1941, Ólöf, f. 1942, Edda, f. 1944, Sigrún, f. 1947, og Hulda, f. 1948.
3) Auður, f. 29. apríl 1926, d. 26. desember 2000, gift Ólafi Þórmundssyni, f. 1917, d. 2000. Þeirra börn eru Ólöf, f. 1947, d. 1982, Þórir, f. 1950, Guðrún, f. 1957.

Maður hennar 4.2.1951; Steindór Emil Sigurðsson 4. feb. 1922 - 9. júní 1979. Húsgagna og húsasmíðameistari á Akranesi. Var á Ísafirði 1930. Síðast bús. á Akranesi.

Börn þeirra;
1) Sveinsína Guðrún, ritari, f. 18. nóvember 1950, gift Birni Mikaelssyni yfirlögregluþjóni, f. 1950. Þeirra börn eru: 1) Hrönn Arnheiður, leikskólakennari, f. 1971. Hennar maki er Hallgrímur Ævarsson, f. 1967. Þeirra sonur er Ævar Björn, f. 2001. Hanna Dóra, kennari, f. 1974. Hennar maki er Einar Andri Gíslason, f. 1969. Þeirra börn eru Telma Ösp, f. 2000, og Hildur Heba, f. 2002. Hrefna Gerður, háskólanemi, f. 1981. Björn Ingi, menntaskólanemi, f. 1987, unnusta hans er Júlíana Alda Óskarsdóttir, f. 1988.
2) Inga Þorbjörg, hjúkrunarfræðingur, f. 4. apríl 1955, gift Sigurði Mikaelssyni sölustjóra. Þeirra börn eru: Steindór Emil, rafmagnsverkfræðingur, f. 1976. Sigrún Birna, BA í sálfræði, f. 1979. Hennar sambýlismaður er Ingi Jarl Sigurvaldason, f. 1977, háskólanemi. Jóhann Fannar fæddur 1981, háskólanemi, hans sambýliskona er Tinna Gunnarsdóttir menntaskólanemi, f. 1984, þeirra barn er Gunnar Mikael, f. 2003. Mikael Hrannar, grunnskólanemi, f. 1990.
3) Sigurður Heiðar, endurskoðandi, f. 22. júní 1958. Hans kona er Sigríður Haraldsdóttir, hjúkrunarfræðingur, f. 1960. Þeirra börn eru: Haraldur Heiðar, menntaskólanemi, f. 1986. Arnór Heiðar, grunnskólanemi, f. 1993. Birgir Heiðar, grunnskólanemi, f. 1994.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH07937

Kennimark stofnunar

IS-HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Að venju eru upplýsingar frá Íslendingabók notaðar, ef þær stangast á við aðrar upplýsingar er þeim bætt við innan hornklofa [ ], ekki er tekin afstaða til mismunandi upplýsinga.

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ skráning 5.12.2022

Tungumál

Leturgerð(ir)

Heimildir

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir