Jón Sigurðsson (1930-2008) Hlíðargerði Hvammstanga

Original Digital object not accessible

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Jón Sigurðsson (1930-2008) Hlíðargerði Hvammstanga

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

20.12.1930 - 27.3.2008

History

Jón Sigurðsson fæddist í Syðstahvammi í Vestur-Húnavatnssýslu 20. desember 1930. Jón ólst upp á Hvammstanga og bjó þar alla ævi.
Var í Hlíðargerði, Hvammstangahreppi, V-Hún. 1957. Bílstjóri og vélgæslumaður á Hvammstanga.
Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 27. mars 2008. Útför Jóns fór fram frá Hvammstangakirkju 5.4.2008 og hófst athöfnin klukkan 14.

Places

Legal status

Functions, occupations and activities

Hann vann á unga aldri í vegavinnu, fyrst sem verkamaður og síðar sem ökumaður á flutningabíl. Einnig vann hann um tíma á vélaverkstæði Hjartar Eiríkssonar, en fljótlega eftir tvítugt hóf hann störf hjá Kaupfélagi Vestur-Húnvetninga sem flutningabílstjóri í áætlunarferðum um héraðið og á milli Hvammstanga og Reykjavíkur. Síðar tók hann við vélgæslu frystivéla sláturhúss kaupfélagsins og starfaði við vélgæslustörf til starfsloka, 70 ára að aldri. Einnig var hann sjúkrabílstjóri meðfram föstu starfi allt frá u.þ.b. 1956 þegar Sigurður faðir hans eignaðist Chervolet Custom station-bifreið sem þótti upplögð til sjúkraflutninga.

Mandates/sources of authority

Jón tók þátt í starfi leikflokksins á Hvammstanga, sem leikari og leikmyndasmiður en ekki síst sem leikmunasmiður.
Jón átti sterkar taugar til fæðingarstaðar síns Syðstahvamms, hann kom sér upp sælureit í hvamminum þar sem hann hóf ræktun trjágróðurs. Hann hafði yndi af að nostra við gróðurinn í frítíma sínum, setjast í grasbalann, hlusta á fuglana syngja sinn söng, njóta staðarins og stundarinnar.

Internal structures/genealogy

Jón Sigurðsson 20. des. 1930 - 27. mars 2008. Var í Hlíðargerði, Hvammstangahreppi, V-Hún. 1957. Bílstjóri og vélgæslumaður á Hvammstanga.
Foreldrar; Sigurður Davíðsson 13. sept. 1896 - 27. mars 1978. Bóndi og verslunarmaður í Syðstahvammi, Kirkjuhvammssókn, V-Hún. 1930. Var í Kirkjuhvammi, Kirkjuhvammssókn, Hún. 1901. Var í Jóhannshúsi, Hvammstangahreppi, V-Hún. 1957. Síðast bús. í Hvammstangahreppi og kona hans: Ósk Jónsdóttir 10. júlí 1893 - 21. feb. 1964. Ráðskona í Syðstahvammi, Kirkjuhvammssókn, V-Hún. 1930. Var í Jóhannshúsi, Hvammstangahreppi, V-Hún. 1957.
Fyrri kona Sigurðar var; Margrét Halldórsdóttir 3. okt. 1895 - 22. apríl 1983, Húsfreyja í Syðstahvammi, Kirkjuhvammshreppi, V-Hún. 1920. Vinnukona á Laufásvegi 2, Reykjavík 1930. Húsfreyja. Síðast bús. í Kópavogi. Þau skyldu.

Systkini samfeðra eru;
1) Davíð Sigurðsson 26. nóv. 1919 - 24. jan. 1981. Kennari í Reykjavík 1945. Forstjóri Fiat umboðsins í Reykjavík. Síðast bús. í Garðabæ.
2) Anna Sigurðardóttir 12. jan. 1921 - 19. ágúst 1996. Var í Syðstahvammi, Kirkjuhvammssókn, V-Hún. 1930. Síðast bús. í Kópavogi.
3) Halldór Sigurðsson (Gunnar Dal) 4. júní 1923 - 22. ágúst 2011. Var á Laufásvegi 2, Reykjavík 1930. Rithöfundur, þýðandi og heimspekingur í Reykjavík.
4) Garðar Sigurðsson 6. okt. 1924 - 28. maí 2020. Verslunarmaður, einn af stofnendum Fiat umboðsins og starfaði þar um árabil. Var í Syðstahvammi, Kirkjuhvammssókn, V-Hún. 1930. Flugmaður, laxveiðimaður, briddsspilari og hagyrðingur.
5) Guðmann Heiðmar Sigurðsson 18. ágúst 1928 - 25. apríl 2004. Var á Laufásvegi 2, Reykjavík 1930. Fósturmóðir: Arnfríður Jóna Stefánsdóttir. Verslunarmaður og leigubílstjóri í Reykjavík.
Albróðir;
6) Björn Þórir Sigurðsson 18. feb. 1935 - 22. sept. 2018. Sjómaður og verkamaður á Hvammstanga. Var í Jóhannshúsi, Hvammstangahreppi, V-Hún. 1957.

Kona hans 20.12.1953; Ingveldur Ástbjörg Ögmundsdóttir 4. maí 1932 - 9. júní 2018. Húsfreyja, talsímavörður og síðar pósthússtarfsmaður á Hvammstanga. Var í Hlíðargerði, Hvammstangahreppi, V-Hún. 1957. Síðast bús. á Hvammstanga.

Börn;
1) Sigurður Birgir Jónsson f. 11.8. 1953, búsettur á Hvammstanga. Birgir kvæntist Ernu I. Helgadóttur, f. 15.12. 1951, þau slitu samvistir. Börn þeirra eru Erla Birna, f. 1976, sambýlismaður hennar er Magnús Örn Jóhannsson, f. 1975, dóttir þeirra er Arnrún Ósk, f. 2005. Sonur Magnúsar er Jóhann Örn f. 1998. Búsett í Mosfellsbæ. b) Jón Helgi, f. 1981, kvæntur Dönu Jóhannsdóttur, f. 1983, börn þeirra eru Sebastian, f. 1999, Tara Líf, f. 2004, og Tiffany Lind, f. 2005. Búsett í Svíþjóð. c) Ástmar Yngvi, f. 1989. Búsettur í Reykjavík.
2) Anna Kristín Jónsdóttir f. 5.3. 1956, búsett í Noregi, gift Arne Braaten, f. 27.11. 1954. Synir þeirra eru a) Reidar Freyr, f. 1979. Kvæntur Hege Jakobsen, f. 1979, sonur þeirra er Ymer, f. 2003. Þau eru búsett í Noregi. b) Ásgeir, f. 1981. c) Jón Sindre, f. 1986.
3) Ósk Jónsdóttir f. 16.3. 1959, búsett í Reykjavík, gift Magnúsi Kristinssyni, f. 24.6. 1959. Börn þeirra eru a) Elmar, f. 1984, sambýliskona hans er Linda Sivertsen, f. 1986, búsett í Danmörku. b) Ernir f. 1993. c) Salka Arney, f. 1997, og Kolka Máney, f. 1997.

General context

Relationships area

Related entity

Erna Ingibjörg Helgadóttir (1951) Helgafell Blönduósi (15.12.1951 -)

Identifier of related entity

HAH03353

Category of relationship

family

Dates of relationship

Description of relationship

tengdadóttir, maður hennar Sigurður Birgir. þau skildu

Related entity

Syðstihvammur í Miðfirði (um1400 -)

Identifier of related entity

HAH00580

Category of relationship

associative

Dates of relationship

20.12.1930

Description of relationship

fæddur þar

Related entity

Hvammstangi (13.12.1895 -)

Identifier of related entity

HAH00318

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

búsettur í Hlíðargerði

Related entity

Ástbjörg Ögmundsdóttir (1932-2018) frá Tungu á Vatnsnesi (4.5.1932 - 9.6.2018)

Identifier of related entity

HAH08105

Category of relationship

family

Type of relationship

Ástbjörg Ögmundsdóttir (1932-2018) frá Tungu á Vatnsnesi

is the spouse of

Jón Sigurðsson (1930-2008) Hlíðargerði Hvammstanga

Dates of relationship

20.12.1953

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH07483

Institution identifier

IS-HAH

Rules and/or conventions used

Að venju eru upplýsingar frá Íslendingabók notaðar, ef þær stangast á við aðrar upplýsingar er þeim bætt við innan hornklofa [ ], ekki er tekin afstaða til mismunandi upplýsinga.

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ skráning 2.10.2023

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places