Jón Sveinsson (1889-1957) bæjarstjóri Akureyri

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Jón Sveinsson (1889-1957) bæjarstjóri Akureyri

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

25.11.1889 - 18.7.1957

History

Jón Sveinsson fæddur að Árnastöðum í Loðmundafirði 25. nóvember 1889, dáinn í Reykjavík 18. júlí 1957

Places

Legal status

Functions, occupations and activities

var lögfræðingur og fyrsti bæjarstjóri Akureyrar (1919-1934). Hann hafði numið skatta- og sveitarstjórnarlöggjöf í Danmörku og var skipaður rannsóknardómari í skattamálum 1942, en því embætti gegndi hann þar til það var lagt niður.

Mandates/sources of authority

Af Jóni Sveinssyni eru sagðar magnaðar sögur, einkum í Norðuramtinu. Hann varð glímukóngur Íslands árið 1912, hraustmenni og karlmenni eins og sonurinn Hrafn. Jón vann sér það til frægðar einhverju sinni á árunum milli 1920 og '30 að stökkva yfir Glerá fyrir ofan Akureyri og alls ekki þar sem hún er mjóst - og minnir það á afrek Skarphéðins í Njálu, þegar hann stökk yfir Markarfljót.

Internal structures/genealogy

Jón Sveinsson 25. nóv. 1889 - 18. júlí 1957. Bæjarstjóri á Akureyri 1930. Lögfræðingur, bæjarstjóri og síðar skattdómari á Akureyri.
Foreldrar; Sveinn Bjarnason 1. feb. 1864 - 5. júlí 1937. Var í Mýrarlóni, Lögmannshlíðarsókn, Eyj. 1930. Heimili: Breiðavík, Borg. Tengdafaðir Guðmundar Jónssonar. Bóndi á Árnastöðum í Loðmundarfirði, í Húsavík og Geitavík í Borgarfirði eystra og kona hans 1885; Sigríður Árnadóttir 16. mars 1859 - 12. maí 1928. Húsfreyja á Árnastöðum í Loðmundarfirði og víðar. Síðast húskona í Breiðuvík, Borgarfirði eystra.

Systkini;
1) Bjarni Sveinsson 7. júní 1886 - 30. ágúst 1967. Verkstjóri í Bakkagerði í Borgarfirði eystra, N-Múl. Kjöt- og fiskmatsmaður á Melstað, Desjarmýrarsókn, N-Múl. 1930. Síðast bús. í Borgarfjarðarhreppi.
2) Páll Sveinsson 29. feb. 1888 - 1. júlí 1947. Bóndi á Borg í Njarðvík, N-Múl., og Breiðuvík. Kona hans; Þuríður Gunnarsdóttir 20. júní 1893 - 25. júlí 1956. Húsfreyja á Borg í Njarðvík, Borgarfjarðarhreppi, N-Múl. Var á Hóli, Stöðvarsókn, S-Múl. 1901. Húsfreyja í Breiðuvík, Njarðvíkursókn, N-Múl. 1930.
3) Þórhildur Sveinsdóttir 27.7.1894 - 11.12.1983. Húsfreyja í Læknishúsi, Desjarmýrarsókn, N-Múl. 1930. Húsfreyja í Bakkagerði á Borgarfirði eystra. Maður hennar; Steinn Ármannsson 8.3.1884 - 28.8.1969. Daglaunamaður í Læknishúsi, Desjarmýrarsókn, N-Múl. 1930. Þurrabúðarmaður og verkstjóri í Bakkagerði á Borgarfirði eystra, síðar á Akureyri. Barnabarn þeirra; Steinn Ármann leikari.
4) Arnbjörg Sveinsdóttir 26.12.1896 - 20.2.1929. Húsfreyja á Seyðisfirði og síðar á Mýrarlóni í Kræklingahlíð, Eyj. F. 10.12.1896 skv. kirkjubók. Maður hennar; Guðmundur Jónsson 1.8.1899 - 2.5.1979. Bóndi á Skeggjastöðum í Jökuldalshreppi, N-Múl. og bóndi og verkamaður á Mýrarlóni í Kræklingahlíð, Eyj. 1927-73. Síðast bús. á Akureyri. Barnabarn þeirra; Arnbjörg Sveindóttir fv Alþingismaður.

Kona hans; Sigfríður Fanney Jóhannsdóttir 19. nóv. 1890 - 4. nóv. 1977. Húsfreyja á Akureyri 1930. Húsfreyja á Akureyri. Síðast bús. á Akureyri.
Bm 23.2.1918; Ólöf Gunnarsdóttir 6. apríl 1888 - 15. apríl 1962. Var í Reykjavík 1910. Var á Óðinsgötu 1, Reykjavík 1930.

Börn;
1) Hrafn Jónsson 23. feb. 1918 - 14. jan. 1988. Forstjóri í Reykjavík. Síðast bús. í Reykjavík, hnefaleikamaður. Kona hans; Guðfinna Einarsdóttir 13. feb. 1916 - 11. ágúst 2001. Var á Eystri-Leirárgörðum, Leirársókn, Borg. 1930. Síðast bús. í Reykjavík. Kjördóttir: Hrafnhildur Hrafnsdóttir, f. 30.8.1950.
2) Sigríður Soffía Jónsdóttir 11. sept. 1921 - 9. feb. 2014. Var á Akureyri 1930. Húsmæðrakennari og starfaði síðar um árabil á Leitarstöð Krabbameinsfélagsins í Reykjavík. Maður hennar 8.9.1945; Jón Gunnlaugur Halldórsson 13. feb. 1914 - 17. okt. 1993. Nemandi á Akureyri 1930. Viðskiptafræðingur, skrifstofustjóri og framkvæmdastjóri í Reykjavík. Síðast bús. í Reykjavík.
3) Svavar Jónsson 5. júní 1923 - 14. nóv. 1960. Var á Ísafirði 1930. Dóttursonur Jóhannesar Guðmundssonar og Sigríðar Bjarnadóttur á Ísafirði.
4) Þorbjörg Brynhildur Jónsdóttir 21. des. 1930 - 26. jan. 2011. Skjalavörður í utanríkisráðuneyti Íslands í Reykjavík.

General context

Relationships area

Related entity

Akureyri (1778 -)

Identifier of related entity

HAH00007

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Akureyri

is controlled by

Jón Sveinsson (1889-1957) bæjarstjóri Akureyri

Dates of relationship

1919-1934

Description of relationship

Fyrsti bæjarstjórinn þar

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH09189

Institution identifier

IS-HAH

Rules and/or conventions used

Að venju eru upplýsingar frá Íslendingabók notaðar, ef þær stangast á við aðrar upplýsingar er þeim bætt við innan hornklofa [ ], ekki er tekin afstaða til mismunandi upplýsinga.

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ skráning 18.1.2023

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places