Klettur í Kálfshamarsvík

Identity area

Type of entity

Corporate body

Authorized form of name

Klettur í Kálfshamarsvík

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

1924 -

History

Klettur í Kálfshamarsvík. Um 22m norður af rústum Iðavalla eru tóftir býlisins Kletts. Í örnefnaskrá segir: „Á nesinu sjálfu voru mörg tómthúsbýli, m.a. Klöpp og Klettur.“ (ÖJB, 4). Lýsing Tóftin er margskipt, 5-7 hús eða herbergi. Húsið hefur staðið upp á svolitlum hól en aflíðandi brekku vestan við húsið eru leifar mannvirkis sem virðist geta verið eldra (nr. 109). Hugsanlega lítil rétt. Húsið uppá hólnum tekur yfir svæði sem er um 14x14m en mannvirkið í brekkunni vestan við um 15x9 (A-V). Svo virðist sem gengið hafi verið inní húsið að vestanverðu og þar verið göng og innangengt úr þeim í tvenn hús til og eitt til norðurs (1,8x3,5m N-S) og hugsanlegt afherbergi er fyrir enda gangsins að vestan og annar inngangur. Norðan við austurinnganginn er annað hús með sér inngangi um litla forstofu að austan. Veggir hússins eru á bilinu 50-170sm háir. Aðrar upplýsingar Á upplýsingaskilti við tóftirnar stendur: „Klettur var byggður 1924 af Sigurði Ferdinantssyni. Síðast bjó hér Þorsteinn Þorsteinsson póstur 1951.“ Býlið telst því ekki til fornleifa hvað aldur snertir en er skráð hér og gefið númer þar sem um byggingu úr torfi og grjóti er að ræða.

Places

Vindhælishreppur; Skagabyggð; Kálfshamarsvík; Iðavellir; Klöpp; Kálfshamarsnes;

Legal status

Árið 1924 reif Sigurður Miðhús og byggði Klett með hjálp góðra manna. Var það torfbær, eitt herbergi með timburgafli að sunnan. Stóð sá bær á túni því er Benedikt Benediktsson ræktaði fyrir norðan Iðavelli. Við hliðina á Kletti var gömul heyhlaða, sem Benedikt hafði áður byggt, var gengið niður í endann á henni og hún höfð fyrir eldhús.
Árið 1928 stofnaði Bjarni Th Guðmundsson (1903) heimili á Kletti með Ingibjörgu Sigurðardóttur. Næstu árin stækkaði hann húsið mikið og gat þá fengið þrjú herbergi og eldhús á sömu hæð. Bjuggum þau þar fimm ár, þar til hún andaðist 17. júlí 1933, nýlega orðin 27 ára. Þau vorum gift í tæp sjö ár og höfðu eignast þrjá syni er hún lést, var þá sé elsti fjögra ára. Bjarni flutti þá burt. 1940; Þorsteinn Þorsteinsson, k.h. Halldóra Guðmundsdóttir.

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

1923-1932 Sigurður Frímann Ferdinandsson 31. ágúst 1877 - 3. sept. 1932. Sjómaður og póstur í Kálfhamarsnesi. Sjómaður í Skagastrandarkaupstað 1930. Kona hans; Arnfríður Einarsdóttir 26. júlí 1883 - 17. maí 1928 Sauðárkróki. Var í Kálfshamri, Spákonufellssókn, Hún. 1901.

1932-um1950- Þorsteinn Þorsteinsson 26. nóv. 1868 - 27. okt. 1951. Bóndi á Geithóli, Staðarsókn, Hún. 1901. Póstur á Kletti Kálfshamarsvík. Kona hans; Halldóra Guðmundsdóttir 6. júlí 1863 - 4. júní 1956. Húsfreyja á Geithóli, Staðarsókn, Hún. 1901. Húsfreyja á Kletti.

General context

Kálfshamarsvík/Kálfshamarsnes. Óvíst er um aldur elstu byggðar á Kálfshamarsnesi en þar voru fornar tóftir þegar Ólafur Olavius var á ferð undir lok 18. aldar, og hugmyndir um að þar væru verslunarhús sem Írar eða Hamborgarmenn hefðu rekið. Undir lok 19. aldar voru sett niður nokkur hús á nesinu og fljótlega upp úr aldamótunum tók að myndast þar töluverð byggð og var orðið að litlu sjávarþorpi með um 100 íbúa á milli 1920 og 1930 eins og fram hefur komið. Þegar mest var umleikis voru tvær bryggjur í víkinni og íshús. Viti var á nesinu ásamt 15-20 kotum og barnaskóla. Byggðin lagðist svo af uppúr 1940 og voru mörg húsanna rifin og flutt, sum á Skagaströnd en önnur að Blönduósi. Töluverð ummerki eru um þessa gömlu byggð, tóftir torfbygginga ásamt grjóthlöðunum og steyptum húsgrunnum og sökklum. Þessar minjar hafa allar verið merktar með nafni og ártali fyrir upphaf og enda byggðar. Engin uppistandandi hús eru nú í nesinu önnur en Vitinn og hreinlætisaðstaða fyrir ferðafólk en ein skemma stendur við víkina skammt frá gamla íshúsinu.

Jaðar stóð skammt austur af sumarbústaðnum sem stendur í túninu norðan afleggjarins niður að Kálfshamarsvík. Smá óræktar blettur er austan við bústaðinn og þar er steinn með upplýsingum um býlið Jaðar. Engar húsarústir eða byggingaleifar fundust á vettvangi 2010. Aðrar upplýsingar Á skiltinu segir að bærinn hafi verið byggður skömmu eftir 1920 af Lárusi Guðjónssyni en síðast hafi þar búið Frímann Lárusson ásamt konu og börnum fram til ársins 1934. Í örnefnaskrá segir: „Suður eða suðaustur frá Steinholtbrekkum er Húsabrún. Nafnið er dregið af fjárhúsum, sem voru þar; líklega eru enn fjárhús þar. Þar voru tómthúsmannabústaðir, Jaðar, Blómsturvellir og Garðshorn (fyrrnefnt), allt saman kot, sem öll eru löngu komin í eyði.

Í örnefnaskrá segir: „Bak við Vaðal er Steinholtsbrekka, þá Steinholt. Í suður frá Steinholtsbrekku er Húsabrún; á henni: Jaðar, Garðshorn og Blómsturvellir.“ (ÖK, 2). Upp á Steinholti eru nokkrar hleðslur og tóftir sem erfitt er að segja hvaða tilgangi hafa þjónað.

Tóftir Bárubúðar liggja við grjótfjöru (Kálfshamarsmöl) og er 10x21m að utanmáli. Veggir eru grasi grónir en rofnir og frá 10-150sm háir og mest um 2m á breidd. Tóftin er a.m.k. þrískipt. Aðrar upplýsingar Bárubúð var torfbær (Bjarni Th. Guðmundsson, 34). „Kálfshamarsmöl er á móts við Fláttu [grunnið á Kálfshamarsvík], frá Hól (sjá síðar) út að lendingunni. Malarland og Bárubúð (Bára) voru á mölinni inn af lendingunni. Þar eru nú Mallandstóftir og Bárutóftir.“ (ÖJB, 4). „Árið 1901 eða 1902 keypti Sigurður Jóhannsson Hafsstaðabúð (við Hafsstaðavík í Höskuldsstaðasókn) og reif hana og flutti á Kálfshamarsmöl og byggði þar; kallaði húsið þá Báru eða Bárubúð. Var búið þar í nokkur ár, stóð húsið síðan autt um tíma, en síðar var búið þar aftur. Loks var húsið rifið (Bárutóftir nú).“ (ÖJB, 4).

Malarland var torfbær með timburgafli að framan og rifið nokkru eftir 1920 (Bjarni Th. Guðmundsson, 36). „Kálfshamarsmöl er á móts við Fláttu [grunnið á Kálfshamarsvík], frá Hól (sjá síðar) út að lendingunni. Malarland og Bárubúð (Bára) voru á mölinni inn af lendingunni. Þar eru nú Mallandstóftir og Bárutóftir.“ (ÖJB, 4)

Relationships area

Related entity

Kálfshamarsvík / Kálfshamarsnes ((1950))

Identifier of related entity

HAH00345

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1924

Description of relationship

Related entity

Kálfshamar Kálfshamarsvík ((1930))

Identifier of related entity

HAH00423

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1924

Description of relationship

Related entity

Kálfshamarsviti (1940 -)

Identifier of related entity

HAH00344

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1924

Description of relationship

Related entity

Vindhælishreppur (1000-2002) (1000-2002)

Identifier of related entity

HAH10007

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Samkomu og skólahús í Kálfshamarsvík (um 1905)

Identifier of related entity

HAH00346

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Halldóra Guðmundsdóttir (1863-1956) Kletti (6.7.1863 -4.6.1956)

Identifier of related entity

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Halldóra Guðmundsdóttir (1863-1956) Kletti

controls

Klettur í Kálfshamarsvík

Dates of relationship

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH00355

Institution identifier

IS HAH-Bæ

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 27.3.2019

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

file:///C:/Users/Notandi/AppData/Local/Microsoft/Windows/INetCache/IE/859QZUC1/bsk-2012-122-skagabyggd.pdf

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places