Kotagil í Norðurárdal Skagafirði

Identity area

Type of entity

Corporate body

Authorized form of name

Kotagil í Norðurárdal Skagafirði

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

(1950)

History

Kotá hefur smám saman sorfið út mikið gljúfur sem sker í sundur þykkan hraunlagastaflann. Hraunlög og millilög eru áberandi. Gljúfrið er hrikalegt og djúpt og innst í því er hár foss.
Sérstaklega er áhugavert að sjá í neðstu hraunlögunum (og jafnframt þeim elstu) holrúm eftir mikla trjáboli úr fornaldarskógi. Veðurfar á Íslandi var töluvert hlýrra þegar þessi tré uxu fyrir um 5 milljónum ára.

Á grasi grónum höfða niðri við Norðurá alllangt vestan við gilið er steinn sem álitin er úr sama lagi og þar sem holrúmin eru eftir trjábolina. Í gegnum stein þennan eru tvær fremur grannar rásir sem gætu verið eftir trjágreinar. Steinninn er píramídalaga og er um einn metri á hæð. Hann hefur fengið nafnið Skeljungssteinn og kemur hann fyrir í þjóðsögu. Lesa þjóðsögu.

För eftir trjáboli, svonefndar trjáholur, eru allvíða þekktar í tertíera basaltstaflanum, en hafa ekki verið kortlagðar kerfisbundið. Þegar hraun rann frá eldstöð yfir skógi vaxið land féllu trén um koll en stundum stóðu þau keik eftir. Hraunkvikan umlukti trjábolinn sem brann oftast upp til agna og skildi eftir sig trjáholu. Seinna hafa sumar slíkar holur fyllst þegar eldumbrot endurtóku sig nærri holunni og bergkvika náði að þrengja sér inn í farið eftir trjábolinn.
Einna þekktastur fundarstaður trjáhola er í Norðurárdal, þar sem heitir Kotagil og er vinsæll viðkomustaður ferðamanna á leið um Norðurland. Þegar staðið er á gömlu brúnni yfir gilið, má sjá ef vel er að gáð, nokkrar holur neðst í hraunlögum tertíera basaltstaflans.

Places

Kotagil er á mörkum Silfrastaða og Ytri-Kota. Norðurárdalur Skagafirðir; Kotá; Skeljungssteinn; Silfrastaðir; Skeljungshöfði:

Legal status

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Skeljungsteinn er á samnefndum höfða, sem gengur fram á eyrar Norðurár, rétt hjá veginum fyrir mynni Norðurárdals. Steinninn er tengdur þjóðsögunni um Grím Skeljungsbana. Skeljungur var sauðamaður á Silfrastöðum í lifanda lífi, gekk aftur eftir dauðann og gerðist hin mesta óvætt, sem Grímur bóndason á Silfrastöðum fékk yfirunnið. Hann renndi með spjóti sínu tvö göt í gegnum stein þennan heima á Silfrastöðum og batt þar drauginn, meðan hann fór inn í bæ eftir eldi. Þegar hann kom út aftur var Skeljungur farinn af stað með steininn í eftirdragi inn hlíðina, en fórst ógreiðlega, svo að Grímur náði honum á Skeljungshöfða og brenndi hann þar til ösku

Internal structures/genealogy

General context

Relationships area

Related entity

Norðurárdalur í Skagafirði ((1950))

Identifier of related entity

HAH00230

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Ytra-Kot í Norðurárdal ((1930))

Identifier of related entity

HAH00617

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH00231

Institution identifier

IS HAH-Nat

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 26.2.2019

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places