Lára Böðvarsdóttir (1913-2010) frá Laugarvatni

Original Digital object not accessible

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Lára Böðvarsdóttir (1913-2010) frá Laugarvatni

Parallel form(s) of name

  • Lára Böðvarsdóttir (1913-2010) frá Laugarvatni

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

25.8.1913 - 12.7.2010

History

Lára Böðvarsdóttir, Barmahlíð 54 í Reykjavík, fæddist á Laugarvatni hinn 25. ágúst 1913. Hún lést á dvalarheimilinu Hrafnistu í Reykjavík þann 12. júlí 2010. Útför Láru fer fram frá Háteigskirkju í dag, 29. júlí 2010, kl. 15. Lára og Haukur hófu búskap á Bárugötu 14 í Reykjavík, en fluttu síðar að Lokastíg 18. Árið 1948 fluttu þau í Barmahlíð 54, hús sem þau byggðu ásamt sveitungum og vinum, og bjuggu þar uns þau færðu sig yfir á Dvalarheimilið Hrafnistu í Reykjavík fyrir tæpum sex árum.

Places

Laugarvatn: Reykjavík 1936:

Legal status

Héraðsskólann á Laugarvatni veturinn 1931-32 og við Kvennaskólann á Blönduósi veturinn 1934-35.

Functions, occupations and activities

Hún fluttist til Reykjavíkur árið 1936 og vann þar aðallega við afgreiðslustörf í verslunum og var um skeið verslunarstjóri hjá Mjólkursamsölunni í Reykjavík. Lára starfaði mikið að félagsmálum, einkum fyrir Kvenfélag Háteigssóknar; var þar 15 ár í stjórn, formaður um árabil og kjörin heiðursfélagi 1985. Lára lærði ung á píanó og orgel og lék iðulega á þessi hljóðfæri við kirkjuathafnir og á mannamótum. Einnig tók hún framan af virkan þátt í kórastarfi í Reykjavík.

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Lára var dóttir hjónanna Ingunnar Eyjólfsdóttur, húsfreyju, f. 1873, d. 1969, og Böðvars Magnússonar, bónda og hreppstjóra, f. 1877, d. 1966. Hún ólst þar upp í hópi 12 systkina: Ragnheiðar, Magnúsar, Arnheiðar, Laufeyjar, Hrefnu, Magneu, Hlífar, Sigríðar, Auðar, Önnu og Svanlaugar. Lára var sú níunda í röðinni. Eftirlifandi systur Láru eru Hlíf, f. 1909, og Svanlaug, f. 1918.
Lára giftist hinn 19. október 1940 Hauki Eggertssyni, f. 8. nóvember 1913 á Haukagili í Vatnsdal í Húnaþingi, syni hjónanna Ágústínu Grímsdóttur, húsfreyju, f. 1883, d. 1963, og Eggerts Konráðssonar, bónda og hreppstjóra, f. 1878, d. 1942. Haukur var útvarpsvirkjameistari að mennt og annar af stofnendum Viðtækjavinnustofunnar í Reykjavík og starfaði þar á árunum 1945-55. Hann var framkvæmdastjóri og einn af eigendum Pökkunarverksmiðjunnar Kötlu 1955-64. Árið 1957 stofnaði Haukur ásamt öðrum iðnfyrirtækið Plastprent og var síðar forstjóri og stjórnarformaður þess til ársloka 1988. Haukur lést árið 2006.
Börn Láru og Hauks eru
1) Eggert, viðskiptafræðingur, f. 1942, var kvæntur Sigríði Teitsdóttur, sérkennara, og eiga þau þrjú börn: a) Elín f. 1972, gift Adrian Rüther, b) Haukur f. 1975, c) Lára Bryndís f. 1979, gift Ágústi Inga Ágústssyni;
2) Ágústa, tónlistarkennari, f. 1945, gift Jónasi Ingimundarsyni, píanóleikara, og eiga þau þrjú börn: a) Haukur Ingi f. 1966, sambýliskona Anouk Petzoldt; b) Gunnar Leifur f. 1971, kvæntur Guðrúnu Blöndal, c) Lára Kristín f. 1981, sambýlismaður Tim Morrissey;
3) Böðvar Lárus, viðskiptafræðingur, f. 1946, d. 1987, kvæntur Ásu Guðmundsdóttur; sonur þeirra er Arnar Freyr f. 1981. Barnabarnabörn Hauks og Láru eru 9.

General context

Relationships area

Related entity

Eggert Hauksson (1942) Haukagili (19.4.1942 -)

Identifier of related entity

HAH03069

Category of relationship

family

Type of relationship

Eggert Hauksson (1942) Haukagili

is the child of

Lára Böðvarsdóttir (1913-2010) frá Laugarvatni

Dates of relationship

19.4.1942

Description of relationship

Related entity

Ágústa Hauksdóttir (1945) Haukagili (29.6.1945 -)

Identifier of related entity

HAH03506

Category of relationship

family

Type of relationship

Ágústa Hauksdóttir (1945) Haukagili

is the child of

Lára Böðvarsdóttir (1913-2010) frá Laugarvatni

Dates of relationship

29.6.1945

Description of relationship

Related entity

Böðvar Hauksson (1946-1987) Reykjavík (11.10.1946 - 19.4.1987)

Identifier of related entity

HAH01161

Category of relationship

family

Type of relationship

Böðvar Hauksson (1946-1987) Reykjavík

is the child of

Lára Böðvarsdóttir (1913-2010) frá Laugarvatni

Dates of relationship

11.10.1946

Description of relationship

Related entity

Böðvar Magnússon (1877-1966) Laugarvatni (25.12.1877 - 18.10.1966)

Identifier of related entity

HAH02969

Category of relationship

family

Type of relationship

Böðvar Magnússon (1877-1966) Laugarvatni

is the parent of

Lára Böðvarsdóttir (1913-2010) frá Laugarvatni

Dates of relationship

25.8.1913

Description of relationship

Related entity

Hlíf Böðvarsdóttir (1909-2015) kennari (11.4.1909 - 12.11.2015)

Identifier of related entity

HAH07316

Category of relationship

family

Type of relationship

Hlíf Böðvarsdóttir (1909-2015) kennari

is the sibling of

Lára Böðvarsdóttir (1913-2010) frá Laugarvatni

Dates of relationship

25.8.1913

Description of relationship

Related entity

Hlíf Böðvarsdóttir (1909-2015) kennari (11.4.1909 - 12.11.2015)

Identifier of related entity

HAH07316

Category of relationship

family

Type of relationship

Hlíf Böðvarsdóttir (1909-2015) kennari

is the sibling of

Lára Böðvarsdóttir (1913-2010) frá Laugarvatni

Dates of relationship

25.8.1913

Description of relationship

Related entity

Haukur Eggertsson (1913-2006) Haukagili (8.11.1913 - 24.4.2006)

Identifier of related entity

HAH01391

Category of relationship

family

Type of relationship

Haukur Eggertsson (1913-2006) Haukagili

is the spouse of

Lára Böðvarsdóttir (1913-2010) frá Laugarvatni

Dates of relationship

19.10.1940

Description of relationship

Börn þeirra: 1) Eggert 19.4.1942 2) Ágústa 29.6.1945 3) Böðvar Lárus (1946-1987):

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH01699

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 3.7.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places