Laxá í Kjós

Identity area

Type of entity

Corporate body

Authorized form of name

Laxá í Kjós

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

874 -

History

Laxá í Kjós er ein af þekktustu og gjöfulustu laxveiðiám Íslands. Hún á upptök sín í Stíflisdalsvatni, 178 m. yfir sjó, og rennur þaðan niður Kjósina um 20 km. veg, til sjávar í Laxárvogi. Laxgeng er hún að Þórufossi, skammt neðan Stíflisdalsvatns. Rúmlega 1 km. frá sjó fellur þveráin Bugða í Laxána frá suðri. Hún kemur úr Meðalfellsvatni og gengur lax upp í það í nokkrum mæli. Heildar vatnasvið Laxár er rétt tæpir 300 ferkm. Umhverfi árinnar er bæði fjölbreytt og fagurt. Eins er áin sjálf mjög breytileg ásýndum, rennur ýmist með stríðum straumi í djúpum gljúfrum eða liðast um grasigróið sléttlendi, lygn og rólyndisleg. Nokkuð er um fallega fossa. Gott aðgengi er að svo til öllum veiðistöðum, en þeir eru taldir vera yfir 90.
Meðalveiði í Laxánni árin 1974 til 2008 er 1269 laxar, mest 3422 árið 1988 en minnst 629 árið 1996. Auk laxins er oft nokkur sjóbirtingsveiði í ánni neðanverðri og er hún helst stunduð á vorin fyrir laxveiðitímann.

Laxaklak á Íslandi var reynt í Laxá árið 1884. Frumkvæði að þeirri tilraun átti Þorkell Bjarnason prestur á Reynivöllum en hann fékk hingað norræna fiskifræðinga og var kössum sem vatn gat runnið í gegnum komið fyrir í Laxá og í kassana settar 13 hrygnur og 18 hængar.

Places

Kjósarsýsla

Legal status

Áin Bugða á upptök sín í Meðalfellsvatni og rennur í Laxá í Kjós

Functions, occupations and activities

Laxá í Kjós. Fishermen Walk is a 0.6 kilometer lightly trafficked out and back trail located near Kjósarhreppur, Capital, Iceland that features a waterfall. The trail is good for all skill levels and is primarily used for hiking, walking, and nature trips.

Mandates/sources of authority

Í Kjósinni átti ég eitt sinn
svo undurgóðan dag,
og þar er allt fullt upp af fuglum –
í fyrra sáu þeir örn

sem flaug yfir hálsa og hæðir
og heiðbláa fjallatjörn.

Ég stóð við ána og starði
í straumlygnu rétt við klöpp
og hugsun mín lék sér við laxinn
sem leitaði móti straum –

ég vaknaði upp við að áin
rann inn í mitt ljóð, og minn draum.

Ég vaknaði upp og enginn
veit afhverju draumur minn
var frábrugðinn öllu öðru
sem okkur er fært að sjá:

ég horfði huldufólksaugum
inní hamrafjöllin blá.

Matthías Johannessen

Internal structures/genealogy

General context

Laxá í Kjós er meðal fengsælustu laxveiðiáa landsins. Hún hefur verið friðuð fyrir netum allt frá aldamótum og í hana hafa menn sótt lax sér til matar um langan aldur. Laxá á upptök sín í Stíflisdalsvatni í Þingvallasveit.

Stíflisdalsvatn (sem Skúli fógeti nefnir Silungavatn en Björn Bjarnarson Stíflisvatn) er í 178 m hæð yfir sjávarmáli og er 1,5 ferkm að flatarmáli. Skammt neðan við vatnið er lítill hólmi, Sýsluhólmi, og um hann liggja sýslumörkin. Það er aðeins þegar áin er í vexti, sem hann skilst frá nyrðri bakkanum, annars er hann landfastur.

Um það bil hálfum öðrum kílómetra frá upptökum árinnar er allhár foss, er Þórufoss nefnist og þangað alla leið gengur laxinn. Lengd Laxár er 25 km og aðrennslissvæði hennar er 211 ferkm sé aðrennslissvæði Bugðu talið með en það er 64 ferkm. Áin öll er í umsjá Veiðifélags Kjósarhrepps, sem flestar jarðir í hreppnum eiga aðild að. Veiðifélagið var stofnað árið 1949. Á félagssvæðinu eru allar vatnafisktegundir hérlendar, lax, bleikja, urriði og áll. Mörg undanfarin ár hefur áin verið leigð einum aðila, sem síðan hefur selt veiðileyfi til einstaklinga. Alls eru 10 stangir leyfðiar í ánni og veiðidagar eru 90 á hverju sumri.

Á tímabilinu 1949-1968 veiddust að meðaltali um 1000 laxar á veiðitímanum en 1969-1979 að meðaltali um 2000 laxar á ári.

Fyrsta laxaklak á Íslandi var reynt í Kjósinni. Það var hinn framsýni höfuðklerkur sr. Þorkell Bjarnason, prestur á Reynivöllum og alþingismaður um skeið, sem fékk til liðs við sig einn helsta fiskifræðing Dana árið 1884 til þess að gera tilraunir með laxaklak. Fiskifræðingurinn dvaldist um vikutíma að Reynivöllum í fyrsta skiptið en sendi þá í staðinn fyrir sig sænskan starfsbróður sinn til þess að annast um klakið. Frá þessu er skýrt í samtímaheimildum en einnig hefur Albert Erlingsson ritað sögu þessa brautryðjendastarfs í grein í Veiðimanninum 1948. Þar segir m.a.:
„Hann [þ.e. sænski fiskifræðingurinn] fór upp að Reynivöllum 23. sept. og fór þegar að láta smíða kassa, 3ja álna langan, 2ja álna háan og 1 3/4 álna breiðan, rifur voru á honum milli borðanna, nema í lokinu, þumlungsbreiðar, til þess að vatnið gæti runnið í gegnum hann. – Kassa þessum var komið fyrir á hentugum stað í Laxá. Síðan var farið að veiða, til þess að fá hrogn. 13 hrygnur og 18 hængar náðust, og voru geymd í kassanum. Þá var og byggður kofi, og veitt í hann lindarvatni, og þar voru tilfæringarnar til klaksins.“ Síðan er skýrt nánar frá tilfæringunum. En klakið á Reynivöllum tókst vel og var 21000 laxaseiðum sleppt í Laxá og Bugðu 23. og 25. maí vorið eftir. Skömmu eftir 1920 skoðaði Þórður Flóventsson ummerki þessa fyrsta laxaklaks á Íslandi og hefur hann lýst því í bókinni „Laxa- og silungaklak á Íslandi“. En þrátt fyrir hinn góða árangur lagðist starfsemin niður eftir tvö ár vegna fjármagnsörðugleika, en engin fyrirgreiðsla fékkst úr opinberum sjóðum. Vorið 1984 var hafist handa um fiskeldi í Kjós á nýjan leik, í Hvammsvík.

Í Laxá og Bugðu eru um 85 veiðistaðir. Sem fyrr segir er Bugða einnig góð veiðiá, hún rennur úr Meðalfellsvatni og sameinast Laxá skammt austan við Ásgarð. Í Laxá eru fimm fossar, neðst er Sjávarfoss, rétt ofan við brúna er Kvíslarfoss, þá Laxfoss, Pokafoss er rétt innan við Vindáshlíð og efst er svo Þórufoss, sem er þeirra hæstur.

Þótt áin láti ekki mikið yfir sér hversdagslega og renni lygn í farvegi sínum, þá getur hún orðið að vatnsmiklu stórfljóti á skömmum tíma í miklum rigningum og flóðum. Er Laxárdalurinn þá engu líkari en stöðuvatni yfir að líta enda dalurinn æði flatur og árfarvegurinn virðist víða jafnhár ef ekki hærri landinu nær þjóðveginum norðan til í dalnum.

Laxá var fyrr á tímum erfiður farartálmi og getur sr. Halldór Jónsson þess oft í endurminningum sínum, hvernig áin setti strik í reikninginn. Þegar öll vöð voru ófær var oft farið yfir Laxvoginn en á vetrum kom það fyrir, að hann var ófær vegna sjávar eða ísa.

Það var ekki fyrr en árið 1932, sem Laxá var brúuð neðan við Kvíslarfoss. Sama ár voru byggðar brýr á Fossá skammt vestan við Útskálahamar, sú á gat verið hinn versti farartálmi, og það ár var Brynjudalsá einnig brúuð og sömuleiðis Botnsá. Kiðafellsá var hins vegar brúuð nokkuð fyrr eða 1929 (sú brú var endurbætt 1947). Þess má geta, að það var ekki fyrr en árið 1929 að vegur var lagður að Tíðaskarði, sem fær var bílum. Árið 1931 var ruddur akfær vegur fyrir Hvalfjörð. Innansveitar komu vegaframkvæmdir í kjölfarið. 1934 var Bugða brúuð vestan Meðalfells og á næstu árum tókst að brúa ýmsar aðrar ár og bæta vegakerfið að örðu leyti

Relationships area

Related entity

Hvalfjörður ((1950))

Identifier of related entity

HAH00315

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Ósar Laxá eru í Hvalfjörð

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Partial

Dates of creation, revision and deletion

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places