Magnús Kristinsson (1930-2000) Kleifum

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Magnús Kristinsson (1930-2000) Kleifum

Parallel form(s) of name

  • Sæmundur Magnús Kristinsson (1930-2000) Kleifum

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Maggi á Kleifum

Description area

Dates of existence

22.5.1930 - 17.11.2000

History

Sæmundur Magnús Kristinsson fæddist á Blönduósi 22. maí 1930. Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni Blönduósi 17. nóvember sl. Magnús bjó á Blönduósi alla ævi, ókvæntur og barnlaus. Hann stundaði búskap á Kleifum þar til heilsan brast.
Magnús verður jarðsunginn frá Blönduóskirkju í dag kl. 14.

Places

Blönduós: Kleifar:

Legal status

Functions, occupations and activities

Bóndi: Það var eins og færi að fjara undan heilsu Magga þegar móðir hans dó. Við bættist að um svipað leyti kom upp riða í sauðfénu. Varð það honum áfall að þurfa að fella bústofninn. Voru fáein stóðhross einu skepnunar sem nutu umhyggju hans eftir það auk nokkurra gæsa unga yfir vetrartíma.
Þannig var að starfsfólk sjúkrahússins tók að ugga um hóp af gæsaungum á túni sjúkrahússins sem ekki komu sér til heitari landa að hausti. Var þá snúið sér til Magga til að fóstra þessa málleysingja sem óstuddir hefðu ekki lifað af veturinn.

Mandates/sources of authority

Þau hjón Kristinn og Ingileif höfðu smá búskap eins og flestir höfðu hér. Uppúr 1950 byggðu þau sér fallegt íbúðarhús á bökkum Blöndu og kölluðu Kleifar eftir gömlu örnefni þar rétt hjá. Þar höfðu þau byggt peningshús og ræktað mikið. Þá var Magnús um tvítugt. Hann tók þá þegar þátt í uppbyggingu nýbýlisins og unnu þeir fyrst saman feðgarnir en um síðir tók Magnús alveg við. Systurnar tóku einnig virkan þátt í uppbyggingunni og síðar dætur þeirra, sem komu norður á vorin, fyrst til að hjálpa afa og ömmu og síðar til að hjálpa "Magga frænda" með búskapinn.
Með því fyrsta sem þau gerðu var að setja niður trjáplöntur fyrir framan húsið og þótti ýmsum það bjartsýni, því það var víðar en í Reykjavík sem menn trúðu því að ekki væri hægt að rækta tré nema á örfáum stöðum á Íslandi. Nú eru þessar plöntur orðnar stór tré og bera vitni um trú fjölskyldunnar á gróðrarmætti moldarinnar.
Þeir feðgar hættu fljótlega við kúabúskapinn og höfðu bara fé og auðvitað nokkur hross. Magnús var góður fjármaður og hafði vel vit á fé. Hann fór vel með sínar skepnur og hafði arð samkvæmt því. Magnús hafði fjárbúskap þar til fyrir örfáum árum en þá var heilsan farin að bila, þótt menn áttuðu sig ekki alveg á því strax. Til þess að skjóta fleiri stoðum undir reksturinn fékk hann sér traktorsgröfu og vann hann nokkuð með henni.
Magnús var ómannblendinn og var ekki allra, en traustur og vinur vina sinna. Hann var athugull og tók eftir því sem fram fór umhverfis hann og í náttúrunni. Einu sinni í asahláku hafði hann áhyggjur vegna Blöndu. Hún var ísilögð alveg niður að ósnum og hafði verið um tíma. Fólk fór gjarnan yfir hana á ísnum og krakkar léku sér þar. Þá síðla kvölds heyrði hann að Blanda var að ryðja sig. Hann hafði engin umsvif heldur hljóp út í bílinn og ók niður með ánni til þess að vita hvort einhver væri þar á ferð. Og það var ekki til einskis því að maður var að ganga rólega yfir ána. Magnús gat kallað eða öskrað á hann, svo hann hraðaði sér til lands og náði því naumlega rétt áður en flóðið fór yfir.

Internal structures/genealogy

Foreldrar hans voru hjónin Ingileif Sæmundsdóttir húsmóðir, f. 2. júní 1902, d. 7. júní 1993, og Kristinn Magnússon, bóndi og kaupmaður á Blönduósi, f. 13. mars 1897, d. 26. nóvember 1979.
Systur Magnúsar eru:
1) Sigrún Kristinsdóttir, f. 26. mars 1932 - 19.4.2003, Ólst upp á Blönduósi hjá foreldrum. Fluttist til Reykjavíkur 1952. Húsfreyja þar, síðar afgreiðslumaður og símavörður. Ritari í Fjölbrautaskólanum við Ármúla 1988-97. Síðast bús. í Reykjavík, gift Jóni Erlendssyni, f. 2. apríl 1926 - 19. desember 2010. Var á Ísafirði 1930. Íþróttakennari og smíðakennari í Reykjavík. Framkvæmdastjóri Handknattleikssamband Íslands og gegndi fjölmörgum félags-og trúnaðarstörfum. Þeirra börn eru: Ingileif, Erlendur og Kristín.
2) Ásdís Kristinsdóttir, f. 29. apríl 1939, gift Kristjáni Thorlacius, f. 30. október 1941. Þeirra börn eru: Ingileif, Áslaug, Sigrún, Solveig og Sigríður.

General context

Relationships area

Related entity

Ingileif Sæmundsdóttir (1902-1993) Kleifum (2.6.1902 - 7.6.1993)

Identifier of related entity

HAH01513

Category of relationship

family

Type of relationship

Ingileif Sæmundsdóttir (1902-1993) Kleifum

is the parent of

Magnús Kristinsson (1930-2000) Kleifum

Dates of relationship

22.5.1930

Description of relationship

Related entity

Kristinn Magnússon (1897-1979) Kleifum (13.3.1897 - 26.11.1979)

Identifier of related entity

HAH01655

Category of relationship

family

Type of relationship

Kristinn Magnússon (1897-1979) Kleifum

is the parent of

Magnús Kristinsson (1930-2000) Kleifum

Dates of relationship

22.5.1930

Description of relationship

Related entity

Sigrún Kristinsdóttir (1932-2003) Kleifum (26.3.1932 - 19.4.2003)

Identifier of related entity

HAH01923

Category of relationship

family

Type of relationship

Sigrún Kristinsdóttir (1932-2003) Kleifum

is the sibling of

Magnús Kristinsson (1930-2000) Kleifum

Dates of relationship

26.3.1932

Description of relationship

Related entity

Jónína Björnsdóttir (1922-2003) Kleifum (16.6.1922 -18.5.2003)

Identifier of related entity

HAH01613

Category of relationship

family

Type of relationship

Jónína Björnsdóttir (1922-2003) Kleifum

is the sibling of

Magnús Kristinsson (1930-2000) Kleifum

Dates of relationship

Description of relationship

Jónína ólst upp hjá foreldrum Magnúsar

Related entity

Ásdís Kristinsdóttir (1939) Kleifum (29.4.1939 -)

Identifier of related entity

HAH03607

Category of relationship

family

Type of relationship

Ásdís Kristinsdóttir (1939) Kleifum

is the sibling of

Magnús Kristinsson (1930-2000) Kleifum

Dates of relationship

29.4.1939

Description of relationship

Related entity

Kleifar Blönduósi (1952 -)

Identifier of related entity

HAH00112

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Kleifar Blönduósi

is controlled by

Magnús Kristinsson (1930-2000) Kleifum

Dates of relationship

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH02075

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 2.8.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places