María Guðrún Steingrímsdóttir (1927-2013)

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

María Guðrún Steingrímsdóttir (1927-2013)

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

6.6.1927 - 4.2.2013

History

María Guðrún Steingrímsdóttir fæddist í Miklagarði í Saurbæ í Dalasýslu 6. júní 1927. Hún andaðist á Landspítalanum í Fossvogi, mánud. 4. feb. sl.Útför Maríu verður gerð frá Kópavogskirkju í dag, föstudaginn 15. feb. 2013, og hefst athöfnin kl. 15. Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði.

Places

Miklagarður í Saurbæ í Dalasýslu: Heinaberg á Skarðsströnd 1936: Reykjavík: Kópavogur 1965:

Legal status

Árið 1944 hóf hún nám við Húsmæðraskólann á Staðarfelli á Fellsströnd og brautskráðist þaðan 1945. Hún settist í Ljósmæðraskóla Íslands 1955 og lauk brottfararprófi 1956.

Functions, occupations and activities

María starfaði um árabil í viðlögum við mæðraskoðun og ungbarnaeftirlit í Kópavogi. Vorið 1969 hóf hún störf á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund í Rvk. Var hún fyrir á næturvöktum þar samfellt í rúma þrjá áratugi.

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Foreldrar hennar voru Steingrímur Samúelsson, bóndi í Miklagarði og síðar á Heinabergi á Skarðsströnd, f. 24. maí 1886 á Kleifum í Gilsfirði, d. 30. ág. 1974, og kona hans Steinunn J. Guðmundsdóttir, f. 18. jan. 1897 á Felli í Kollafirði í Strandasýslu, d. 7. des. 1993.
María var í miðju síns systkinahóps, öll f. í Miklagarði, en elstur var Bogi, f. 18. júní 1922, d. 12. júlí 1963, Kristinn, f. 4. ág. 1923, d. 28. nóv. 1992, Guðrún, f. 5. okt. 1925, Brandís, f. 24. apr. 1929, Sigríður Magga, f. 12. des. 1931, og Guðmundur, f. 12. júní 1934, d. 18. júní 1966.
Fósturbræður hennar þeir Lárus Magnússon, f. 6. okt. 1921, d. 9. mars 2012, og Bogi Thorarensen, f. 12. feb. 1933. Vorið 1936 flutti Steingrímur faðir hennar með fjölsk. sína úr Miklagarði að Heinabergi á Skarðsströnd, en það er flutningsjörð. Þar naut sín betur framtakssemi hans og búhyggindi, en hann var annálaður bóndi á sinni tíð. Steinunn húsfreyja móðir hennar var menningarkona og á Heinabergi var farskóli Skarðsstrandar haldinn og þar hlaut María sína grunnmenntun, en amma hennar, Kristín Tómasdóttir, hafði kennt henni að lesa og var henni afar kær.
María giftist Ólafi Stefáni Sigurðssyni lögfræðingi, f. 23. mars 1932 í Rvk., 14. sept. 1957. Foreldrar hans voru Sigurður Þórðarson skipstjóri og kona hans Vilborg Ólafsdóttir. María og Ólafur bjuggu í Rvk. þar til 1965 er þau futtu að Hraunbraut 31 í Kóp. og áttu þar heimili æ síðan.
María eignaðist
1) Svein Sævar Helgason 18. des. 1946 með Helga Magnússyni, loftskeytamanni í Rvk. Sveinn Sævar er vélvirki og bílamálari, kv. Guðrúnu Sveinsdóttur og eru börn þeirra María Guðrún, f. 7. feb. 1971, og Samúel, f. 26. nóv. 1972. Áður átti Sveinn Sævar soninn Guðmund Hjalta, f. 19. apr. 1967, með Jóhönnu Guðmundsdóttur.
Börn Maríu og Ólafs Stefáns eru
2) Sigurður, kerfis- og viðskiptafr., f. 27. mars 1958, kv. Guðrúnu Ingólfsdóttur læknaritara, og eiga þau dótturina Stefaníu, f. 19. okt. 1998, stjúpbörn Sigurðar eru börn Guðrúnar, Hörður Már Hafsteinsson og Inga Rós Hafsteinsdóttir. Áður átti Sigurður soninn Steingrím, f. 5. ág. 1987, með Ingibjörgu Agnarsdóttur og stjúpdótturina Lilju Hlín Ingibjargardóttur.
3) Steingrímur f. 29. mars 1962, d. 27. jan. 1969, og
4) Vilborg, kennari, f. 5. mars 1965, gift Einari Þór Jónssyni, iðnrekstrarfr. Börn þeirra eru Ólafur, f. 30. sept. 1990, Lilja María, f. 22. jan. 1994, og Anna Kristín, f. 30. sept. 1998.

General context

Relationships area

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH01761

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 7.7.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places