Matthías Guðmundsson (1895-1970)

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Matthías Guðmundsson (1895-1970)

Hliðstæð nafnaform

  • Matthías Guðmundsson (1895-1970) Fallandastöðum

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Matti.

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

3.6.1895 - 12.10.1970

Saga

Matthías Guðmundsson fæddist á Bálkastöðum í Hrútafirði 3. júní 1895. Hann dó á Elliheimilinu Grund 12. okt. í haust. Matthías veiktist af heilahimnubólgu á fermingaraldri, og afleiðingar af þeim sjúkdómi bar hann alla ævi. Strax í æsku var hann alvörumaður og eignaðist aldrei þá gleði, sem einkennir þroskaárin. Í framkomu var hann hægur og fáskiptinn og leitaði lítt á aðra, en ef hann var ávarpaður, var hann þægilegur og viðræðugóður. Ef menn beindu gáskafullum orðum til Matta, svo var hann oftast kallaður af kunnugum, þá svaraði hann fljótt og vel þeim, er skeytið sendi og varð sá hinn sami feginn að þagna. Örvarnar hans Matta hittu jafnan í mark og gleymast ekki þeim er heyrðu. Eftir, að foreldrar Matthíasar og systkinanna dóu, bjó Matthías á jörðinni Fallandastöðum á móti Birni bróður sínum. Helga systir hans matreiddi, þjónaði honum og sá um heimilið. Búið var lítið en vel um það hirt og gaf því góðan arð.

Alltaf átti Matti liðleg reiðhross og fóðraði þau og hirti af snilld og nákvæmni. Að loknum önnum dagsins lét Matti það oft eftir sér að bregða sér á hestbak, og á þessum stuttu reiðtúrum tamdi og þjálfaði hann hesta sína. Einn af beztu reiðhestum Matta var jarpur hestur, sem hann nefndi Ófeig. Myndin sem fylgir þessum línum, er af honum og Matta. Það sést glöggt af myndinni að samkomulagið rnilli hests og manns er gott, þar eiga sér ekki stað, átök eða sviftingar.

Meðan Matti var heima, lagði hann mikla alúð í fóður og hirðingu á Ófeigi og það svo, að orð var á gert. Það voru ekki stjúpmóður hendur, sem struku um háls, bak og lendar Ófeigs í þá daga. Nei, það voru hlýjar hendur hans Matta, sem voru að votta gæðingnum þakklæti hans fyrir ógleymanlegan sprett. Oft kom það fyrir, er Matthías var á ferðinni á Ófeigi, að hann tók lagið um leið og hesturinn þaut á sprett. Lund knapans léttist í samskiptum við góðhestinn og hann sjálfur verður stærri og betri maður. En nú eru þeir báðir horfnir og söngur Matthíasar og hófadynur Ófeigs þagnaður á reiðgötum Hrútafjarðar.
Þegar mæðiveikin geysaði um sveitir landsins hjó hún stórt skarð í lítil og stór bú, varð þá margur bóndinn að leita sér atvinnu fjarri heimili sínu, um lengri eða skemmri tíma. Litla búið hans Matta á Fallandastöðum varð fyrir þungum áföllum af fjárpest þessari og varð þess valdandi að Matti varð að leita hingað til Reykjavíkurborgar með atvinnu. Á fyrsta eða öðru ári, sem Matti dvaldist hér syðra, vann hann á Keflavíkurflugvelli og hafði það ár allgóðar tekjur. En næstu árin á eftir var atvinna lítil og tekjur rýrar. En einmitt þá varð Matti að bera há gjöld, hann var annar hæsti gjaldandi Staðarhrepps það ár, og ennfremur átti hann að greiða háar upphæðir til Reykjavíkurborgar. Þegar allar þessar kröfur dundu á Matta, tók einn kunningi hans að sér að fara til borgarstjórans, sem þá var Gunnar Thoroddsen, og skýra fjárhag Matta fyrir honum. Borgarstjórinn gaf verjanda Matta góða áheyrn. Og eftir að hafa hlustað á sögu hans og athugað alla aðstæður, lét hann allar kröfur Reykjavíkurborgar á hendur Matthíasi niður falla. Fyrir þennan mannlega skilning og drengilegan þátt Gunnars Thoroddsen var Matthías honum þakklátur alla ævi. Já, hér var vissulega nóg að gert, þótt Reykjavíkurborg færi ekki að bæta pinklum á Skjónu.
Á næstu árum hnignaði heilsa Matta svo, að hann varð að fara á Elliheimilið Grund. Á fyrstu árum Matta hér í borginni, bjó hann í litlu húsi, sem stóð við hliðina á Hallgrímskirkju, sem þá var að rísa af grunni. Þetta hús var svo lítið, að aðeins einn dívan komst undir hvora hlið og ef setið var á þeim komu hné saman. En þótt húsið væri lítið var hjarta Matthíasar stórt og hlýtt. Þarna inni í litla húsinu á Skólavörðuholtinu fékk margur inni hjá Matthíasi um lengri eða skemmri tíma án endurgjalds.

Staðir

Bálkastaðir í Hrútafirði: Fallandastaðir 1903: Skólavörðuholti Reykjavík:

Réttindi

Starfssvið

Bóndi og verkamaður:

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Matthías var sonur hjónanna Jófríðar Sigríðar Jónsdóttur 6. september 1864 - 4. september 1950 Húsfreyja á Bálkastöðum í Staðarsókn 1901, og Guðmundar Inga Björnssonar 20. júlí 1870 - 31. mars 1936, bóndi á Fallandastöðum, Staðarsókn, V-Hún. 1930. Bóndi á Bálkastöðum í Staðarsókn 1901.
Systkinin voru: Sesselja Stefanía (1893-1923) Borðeyri, Matthías, Björn (1897-1977) Fallandastöðum, Jón (1899-1919), Sólveig Helga (1903-1985) og Valgerður (1908-1941) Gilsstöðum.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH01772

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 16.7.2017

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir