Monika Sigurlaug Helgadóttir (1901-1988)

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Monika Sigurlaug Helgadóttir (1901-1988)

Parallel form(s) of name

  • Monika Sigurlaug Helgadóttir (1901-1988) Merkigili

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

25.11.1901 - 10.6.1988

History

Monika S. Helgadóttir Merkigili Fædd 25. nóvember 1901 Dáin 10. júní 1988 Monika verður jarðsungin í dag, 22. júní. Hún fæddist á Ánastöðum í Lýtingsstaðahreppi, Skagafirði, 25. nóvember árið 1901. Heim að Merkigili hélt hún og bjó þar með reisn. Hún ásamt börnum sínum og smiðum, byggði upp á Merkigili árið 1949 og var efni í húsið flutt yfir Merkigilsgljúfur á hestum.
Merkigil, var áður stórbýli og kirkjustaður sveitarinnar.

Places

Ánastaðir í Lýtingsstaðahrepp: Reykir í SKagafirði: Merkigil 1924:

Legal status

Husfreyja:

Functions, occupations and activities

Hún var formaður Ábæjarsóknar: Lét hún meðal annars gera veg þangað en þa rer messað einu sinni á ári, oftast fyrsta sunnudag í ágúst. Eftir messu var venja að bjóða kirkjugestum í kaffi út að Merkigili og hafði hún þá gaman af að tekið væri lagið og spilað á orgelið.

Mandates/sources of authority

Í bók sinni "Konan í dalnum og dæturnar sjö" sem út kom 1954, rekur Hagalín búskaparár Moniku á Merkigili, en þar hóf hún búskap ásamt manni sínum, Jóhannesi Bjarnasyni frá Þorsteinsstaðakoti, árið 1926. Jóhannes var góður bóndi og mikill heimilisfaðir, en sambúð þeirra varð eigi löng, því Jóhannes lézt árið 1944, aðeins 47 ára að aldri.
Þá stóð Monika ein uppi með 8 börn þeirra hjóna, sjö dætur og einn son, þrjú elztu börnin sloppin yfir fermingu, en yngsta barnið aðeins nokkurra vikna gamalt, og var það skírt við kistu föður síns.

Internal structures/genealogy

Foreldrar hennar voru Helgi Björnsson frá Syðri-Mælifellsá í Skagafirði og Margrét Sigurðardóttir frá Ásmúla í Holtum. Margrét var seinni kona Helga og eignuðust þau 10 börn, þar af komust 9 upp.
Mónika var stjötta í röðinni og eru þrjú systkini hennar á lífi.
Hún átti tvö hálfsystkini og
eina uppeldissystur. Foreldrar hennar bjuggu á Ánastöðum á árunum 1883-1914 og á Reykjum í Skagafirði 1918-1932. Í millitíðinni bjuggu þau á Mælifellsá og Kolgröf.
Helgi dó árið 1947 en Margrét árið 1960. Þá bæði á 93. aldursári.
Hún var búin að vera víða er hún fór árið 1924 sem ráðskona að Merkigili en fór ekkert þaðan aftur, því árið 1926 giftist hún Jóhannesi Bjarnasyni, sem þá nýlega hafði keypt hálfa jörðina ásamt foreldrum sínum.
Þau eignuðust 8 börn, einn dreng og sjö stúlkur. Elín Jóhanna (1926-1981): Margrét Marta (1928-2016); Jóhanna Soffía (1930); Bryndís Hjördís (1936); Skarphéðinn (1942): Jódís Ingibjörg (1944)
Elsta dóttir hennar lést árið 1981. Hún hefur verið ekkja frá 1944 er hún missti mann sinn. Var þá yngsta dóttir þeirra Jódís aðeins 16 daga gömul.

General context

Relationships area

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH01775

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 7.7.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places