Þorbjörg Bergþórsdóttir (1921-1981) Blönduósi

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Þorbjörg Bergþórsdóttir (1921-1981) Blönduósi

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

17.5.1921 - 7.5.1981

History

Þorbjög Bergþórsdóttir, kennari á Blönduósi, andaðist 7. maí á Héraðshælinu. Hún var fædd 17. maí 1921 í Fljótstungu í Hvítársíðu í Mýrasýslu. Þorbjörg Bergþórsdóttir var hreinlynd og ákveðin í skapgerð. Var heimili þeirra hjóna mikið rausnarheimili. Hún var ötull og samviskusamur kennari, er vildi þroska með nemendum sínum ást á íslenskri tungu og íslenskumbókmenntum.
Útför hennar fór fram frá Blönduóskirkju 16. maí 1981.

Places

Fljótstunga á Hvítársíðu:

Legal status

Ung að árum nam hún við Héraðsskóla Borgfirðinga að Reykholti. Stundaði hún jafnframt heimiliskennslu í Reykholti, og kenndi að einhverju leyti við barnaskólann í Reykholtsdal. Síðan lá leið hennar í Kennaraskóla Islands, þaðan sem hún lauk prófi vorið 1944. Árið eftir réðist hún austur á Hallormsstað þar sem hún kenndi við Húsmæðraskólann. Var m.a. skólastjóri skólans í forföllum árið 1946-1947. Á þessum árum sigldi hún, til Danmerkur, þar sem hún lagði stund á bókmenntir, tungumál og uppeldisfræði við Kennaraháskólann í Kaupmannahöfn um eins árs skeið. Er heim kom réðist hún að Barna- og unglingaskólanum í Sandgerði og kenndi þar til ársins 1956. Um haustið sama ár fluttist hún til Blönduóss og kenndi við Barna-og unglingaskólann, síðar Grunnskólann, allt til ársins 1980.

Functions, occupations and activities

Með Þorbjörgu Bergþórsdóttur er gengin mikil félagsmálakona og ötull kennari. Hún var í fremstu röð kvenna hér um slóðir. Gekk í kvenfélagið Vöku á Blönduósi og var fljótlega kjörin í stjórn félagsins. Var m.a. formaður félagsins síðustu 6 árin eða til ársins 1980. Árið 1963 var hún kjörin gjaldkeri sambands austur-húnvetnskra kvenna, en því starfi gegndi hún til dauðadags. Hún átti um skeið sæti í stjórn Kvennaskólans á Blönduósi, sem fulltrúi S.A.H.K. Starfaði mikið með bindindishópnum hér á staðnum. Vann að málefnum ungmennahreyfingarinnar,bæði hér og í Sandgerði á árum sínum þar. Síðustu árin vann hún að málefnum aldraðra. Hún tók mikinn þátt í uppbyggingu Heimilisiðnaðarsafnsins á Blönduósi og annaðist gæslu þar, ásamt fleiri konum úr kvenfélaginu. Að öllum þessum störfum vildi hún vinna og með því fann hún kærleikanum og skyldum sínum við land og þjóð best borgið.

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Foreldrar hennar voru Bergþór Jónsson f. 8. október 1887 - 9. júlí 1955. Bóndi í Fljótstungu, Gilsbakkasókn, Mýr. 1930. Kennari í Hvítársíðum og bóndi í Fljótstungu. Drukknaði í Úlfsvatni á Arnarvatnsheiði. og kona hans Kristín Pálsdóttir f. 13. júlí 1885 - 15. ágúst 1965. Húsfreyja í Fljótstungu, Gilsbakkasókn, Mýr. 1930. Húsfreyja í Fljótstungu, voru þau bæði borgfirskrar ættar. Hún ólst upp í föðurgarði ásamt sex systkinum.
Systkini hennar voru
1) Guðrún Pálína Bergþórsdóttir f. 9. febrúar 1920 - 1. maí 2015 Fljótstungu, Gilsbakkasókn, Mýr. 1930. Vefnaðarkennari á Blönduósi og Varmalandi, síðast bús. í Borgarnesi.
2) Páll Bergþórsson f. 13. ágúst 1923 Fljótstungu, Gilsbakkasókn, Mýr. 1930.
3) Jón Bergþórsson f. 12. september 1924 Fljótstungu, Gilsbakkasókn, Mýr. 1930.
4) Sigrún Bergþórsdóttir f. 8. ágúst 1927 - 20. maí 2016 Fljótstungu, Gilsbakkasókn, Mýr. 1930. Húsfreyja og ferðaþjónustubóndi á Húsafelli í Hálsahreppi. Síðast bús. í Reykjavík. Frumkvöðull í ferðaþjónustu á Íslandi.
5) Gyða Bergþórsdóttir f. 6. apríl 1929
6) Ingibjörg Bergþórsdóttir f. 27. ágúst 1930 - 12. júlí 2014 í Fljótstungu, Gilsbakkasókn, Mýr. 1930. Fyrri maður hennar, g. 3. maí 1955, var Hjörtur Rósinkar Jóhannsson, f. 21. sept. 1926. Hjörtur drukknaði í Úlfsvatni 9. júlí 1955 ásamt Bergþóri, föður Ingibjargar. Sonur þeirra Hjörtur Bergþór, f. 14. maí 1955. Hann er kvæntur Helgu Brynleifsdóttur Steingrímssonar og búa þau á Selfossi.
Seinni maður hennar, g. 3. maí 1958, var Árni Þorsteinsson, f. 26. maí 1927, hann lést 3. mars 1997.

Þann 3. maí 1962 gekk hún að eiga Jónas Tryggvason frá Finnstungu og bjuggu þau á Húnabraut 26 á Blönduósi.

General context

Relationships area

Related entity

Steingrímur Davíðsson (1891-1981) Skólastjóri Svalbarða á Blönduósi (17.11.1891 - 9.10.1981)

Identifier of related entity

HAH02037

Category of relationship

family

Dates of relationship

Description of relationship

Helga Brynleifsdóttir Steingrímssonar sonardóttir Steingríms er gift Hirti Bergþóri Hjartarsyni sonur Ingibjargar Bergþórsdóttur systur Þorbjargar

Related entity

Guðrún Jónsdóttir (1880-1967) Finnstungu (14.3.1880 - 4.8.1967)

Identifier of related entity

HAH04338

Category of relationship

family

Dates of relationship

3.5.1962

Description of relationship

Jónas maður Þorbjargar var sonur Guðrúnar

Related entity

Jónas Tryggvason (1916-1983) söngstjóri

Identifier of related entity

Category of relationship

family

Type of relationship

Jónas Tryggvason (1916-1983) söngstjóri

is the spouse of

Þorbjörg Bergþórsdóttir (1921-1981) Blönduósi

Dates of relationship

3.5.1962

Description of relationship

Related entity

Húnabraut 26 Blönduósi, Tónlistaskólinn (um1960)

Identifier of related entity

HAH00825/26

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Húnabraut 26 Blönduósi, Tónlistaskólinn

is owned by

Þorbjörg Bergþórsdóttir (1921-1981) Blönduósi

Dates of relationship

Description of relationship

Húsfreyja þar

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH02127

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 15.8.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places